Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JtÖb VILiíINN Öunnudagur 3. janúar 1943. Samband bíndíndísfélaga í skólum llndlgdlsiélDi l sldlun illia að lillll ríii MífenoMi starfi eOa ehhl Éllefta þing Sambands bind indisfélaga í skólum var hald- ið hér í Reykjavík daganna 11.—13. desember. Á þinginu mœttu 54 fulltrúar frá 16 skólum víð'svegar af landinu. Á þinginu ríkti mikill áhugi fyrir bindindisrnálum skól- anna og voru samþykktar ýmsar tillögur um að efla og treysta staríið. Meðal annars var samþykkt svohljóðandi starfsskrá: 11. þing S.B.S. telur, að Sambandinu beri að vinna að alhliða endurbótum á félagslífi skólaæskunnar, auk barátt- unnar fyrir útrýmingu eitur- nautnanna. Álítur þ:ngið nauðsynlegt að á næstu árum verði lögð rík áherzla á fram- Ilí 'TllX/KHlNL Unglingastúkan Unnur nr. 38 heldur jólatrésfagnað sinn á morgun, mánudag 4. janúar, kl. 2 e. h. í Góðtemplarahúsinu- Aðgöngumiðar afhentir í G.- T.-húsinu frá kl. 10—12 f. h. sama dag og kosta kr. 2.50 fynr félaga og kr. 4.00 fyrir gesti. Jólatrésnefndin Munið Kaffísðlana Hafnarstræti 16. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjándi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. kvæmd eftirfarandi stefnu- mála: 1. Að bláð Sambandsins „Hvöt“ verði stækkað og gert að allsherjarmálgagni sköia- æskunnar. 2. Að Sambandið auki að mun íþróttastarfsemi sína og leitist við að koma á fót 1- þróttamótum, er sem flestir skólar geti tekið þátt í. 3. Að fræðsluhringastarf- semi verði tekin upp í öllum félögum innan S.B.S., er vinni að auknum skilningi meölim- anna á nytsemi bindindismáls ins og annarra menningar- mála. 4. Aö Sambandiö og hin ein stöku bindindisfélög leggi allt kapp á aö láta áhrifa sinna gæta í skemmtanalífi skóla- æskunnar með því að gangast sjálf fyrir fjölbreyttum sam- komum. 5. Aö Sambandið eða hin einstöku bindindisfélög beiti sér fyrir kynningarsamkom- um milli tveggja eða fleiri skóla, þar sem þess er kostur. Jafnframt skoraði þingið á Alþingi aö samþykkja frum- varp það um ákvöröunarrétt einstakra héraöa í áfengismál- um, er nú liggur fyrir þinginu svo og að haldið yröi fast við lokun áfengisverzlunarinnar, að takmarka vmúndanþágurn ar að miklum mun og sett verði reglugerð, er fyrirbyggi | þá stórfelldu misnotkun er átt hefur sér stað varöandi vínundanþágur þær, erveittar hafa verið oft við furðuleg- ustu tækifæri. Á þinginu var samb. skipu- lagsskrá minningarsjóðs Helga heitins Schevings, fyrsta for- seta Sambandsins. Sjóð þenn- an skal mynda með fjárfram- lögum ævifélaga Sambands- ins. Sjóölnn skal síðan nota til útbreiðslustarfsemi félags- skaparins. Framkvæmdastjórn Sambandsins fyrir næsta ár skipa: Guðmundur Sveinsson, stud. theol., forseti, Marí- as Þ. Guðmundsson, Samvinnuskól- anum, ritari, Magnús E. Ámason, Kennaraskólanum, gjaldkeri. íþróttanefnd fyrir næsta starfsár skipa: Skúli Norðdahl, Menntaskól- anum, Gunnar Hvannberg, Mennta- skólanum, Friðgeir Sveinsson, Kenn- araskólanum. heldur fund á morguil (mánudag) í Baðstofu iðnaðarmanna JZ;" kl. 8Vz. FUNDAREFNI: / 1. Félagsmál. 2■ Pólitiskar áramótahugleiðingar. (Framsögumaður Sig- fús Sigurhjartarson). 3. Sjálfvalið efni: Sigurður Thoroddsen. STJÓRNIN. oBœiaz póytuvinn Kjötið og dýrtíðin. Það er til hérumbil 4000 tonn af kjöti í landinu eins og nú standa sakir. Bændum hefur verið heitið fyrir það ákveðnu verði og sumparc hafa þeir þegar fengið það greitt. Eigi að lækka verðið á þessari nauð synjavöru, verður það því nauipast gert, nema með beinu framlagi úr ríkissjóði. Til þess að lækka verðið á öllum þeim birgðum sem nú eru fyrir hendi um 1 kr. kg., barf 4 miiljónir króna, og er varla þess að vænta að það lækkaði vísitöluna um meira en 3 til 4 stig, mundu þó áhrif þessarar ráðstöfunar ekki vara nema fram til þess tima er nýtt kjöt kemur á markaðinn að sumri komandi. Af jressu geta menn séð, hve geysi dýrt það er, að lækká vísitöluna svo nokkru nemi. Versti kosturinn er að fiytja kjötið út. Það er álit ríkisstjórnarinnar, að með þeirri kjötneyzlu, sem nú á sér stað muni þurfa að flytja út um helming kjötbirgðanna eða um 2000 tonn. Samkvæmt þingsályktunartillögu írá sumarþinginu, ber að verðbæta útflutt kjot, þanmg, að framleiöend- ur fái sama verð fyrir það eins og það kjöt, sem selt er á innlendum markaði. Gera má ráð fyrir að þessi upp- bót mundi aldrei nema minnu en 3 kr. á kg., en það eru 6 milljónir kr. á 2000 tonn. Auðvitað er því augljóst, að bezt borgar sig fyrir þjóðina. að lagt sé fram aUveruiegt fé Ul að lækka verð á kjöti á innlendum markaði, og að auka kjötneyzluna svo að ekki þurfi að flyjta kjötið út. Á þetta bentu þingmenn sósíalista á sumarþinginu og lögðu til að fé yrði varið til að gera mönnum kleift að kaupa kjöt, svo ekki þyrfti að selja það á erlendum markaði. Innlent og erlent smjör. Ríkisstjórnin liefur þegar gert ráð- stafanir til að flytja inn smjör frá Ameriku. Hún gerir ráð fyrir að með því að selja þetta smjör á 13 kr. kg. fáist svo verulegur hagnaður, að nægja muni til að verðbæta íslenzka smjörið um kr. 7.50 á kg. Þetta er furðuleg saga, en mun þó rétt í öllum meginatriðum. Hvernig stendur á því að íslenzkt smjör þarf að vera svona mikið dýr- ara en amerískt smjör? Sjálfsagt verða ýmsir fljótir til svars, og segja að því valdi hið gíf- urlega kaupgjald, sem hér sé greitt. En þetta svar er bláber vitleysa. Vissa er fyrir að þeir sem framleiða smjör vestan hafs bera að minnsta kosti eins mikið úr bítura fyrir erfiði sitt eins og íslenzkir bændur og verkamenn þeirra. Aðalmeinsemdin mun vera, að landbúnaður okkar er rekinn með úreltu sniði sem aUs ekki skilar samkeppnisfærri vöru við landbún- að, sem rekinn er með meira nútíma- sniði. Þeir sem landbúnaðarstörf stunda krefjast auðvitað álíka lífs- kjara og aðrar stéttir þjóðféiagsins, og er það vissulega réttmæt krafa, en framleiðslugeta iandbúnaðarins leyfir ekki hvorttveggja, að þeir njóti þessa réttar og skUi fram- leiðsluvöru með samkeppnisfæru verði við erlenda stéttarbræður, framleiðsluhættir landbúnaðarins verða því að komast á nýjan heil- brigðan grundvöll. Maðuriun á Borginni og maðurinn íHafnarstræti Eg hitti nýlega kunningja minn á Borginni mesta heiðursmann, spott- laust sagt. Hann var fullur, já, meira að segja blindfuUur, Áður en hann yfirgaf Borglna að þessu sinni, spjó hann ferlega, síðan sofnaði hann í stólnum sem næstur honum var. Morguninn eftir hitti ég annan kunningja minn, í Hafnarstræti. Hann er mesti heiðursmaður, mér liggur við að segja afbragðsmaður. Hann var fullur, blindfullur. Hann bað mig með drafandi tungutaki, að gefa sér peninga, fyrst nefndi hann 10 kr., svo 5 kr., síðan nokkra aura, Hver er munurinn? Hver er munurinn á þessum tveim ur kunningjum mínum? 20. þing U.M.S. Kjalarness- þings var háð að Brúarlandi sunnud. 13. des. 1942. Var það jafnframt 20 ára afmæli sam- bandsins. f sambandinu eru nú 4 ung- mennafélög með 515 félags- mönnum. í sambandið gekk á ár- inu: Ungmennafélag Reykjavík- ur, stofnað á árinu, og telur nú um 320 félagsmenn. Þingið sóttu 15 fulltrúar og auk þess stjórn sambandsins, en hana skipuðu Ólafur Þorsteins- son formaður, Gísli Andrésson, ritari og Grímur S. Norðdahl fé- hirðir. Þingið tók allmörg mál til með ferðar, þar á meðal um íslenzku- kennslu í skólum landsins. Sam- þykktar voru eftirfarandi tillögur f málinu: ,,20. þing U.M.S.K. beinir því til fræðslumálastjómar, hvort ekki muni unnt að auka mál- fræðikennslu í bamaskólum, og taka um leið upp að fullu sömu stafsetningu, sem kennd er í öðr- um skólum“. Ennfremur: ,,Þingið lýsir vanþóknun sinni á því að dagblöð landsins skuli ekki öll nota lögboðna stafsetn- ingu, sem kennd er í framhalds- skólum ríkÍ8Íns“. Þá tók þingið til meðferðar nú- verandi ástand og horfur og sam- þykkti eftirfarandi tillögur til Al- þingie og ríkisstjórnar: •,,Að byrja nú þegar að leggja mjög ríflegar fjárhæðír til hliðar í sjóði, til viðreisnar og atvinnu- bótastarfs að ófríði loknum. 2. Að fara nú þeg&r að undir- búa stofnun nýbýlahverfa og aðr- ar framkvæmdir, sem gætu tek- ið við því fólki, sem verður að hverfa frá öðrum störfum, þegar núverandi ástandi í atvinnumál- um lýkur. 3. Að vinna markvisst að því, að skapa öll þægindi í sveitum landsins, sem mögulegt er, svo þar verði ekki síður ákjósanlegt að búa en í kaupstöðum lands- ins. Maðurinn á Borginni var klæddur í kjól og hvítt. — Maðurinn í Hafn- arstræti var í rifnum og skítugum, skjóllausum tötrum. Maðurinn á Borginni situr í dag á skrifstofunni sinni, fjallandi um vandamól samborgaranna, þar á meðal um vandamál mannsins í Hafnai-stræti. í kvöld fer hann heim á gott og ríkmannlegt heimili. Mað- urinn í Hafnarstræti verður á göt- unni í allan dag, í kvöld fer hann í „Steininn“. Á morgun endurtekur sagan sig. Maðurinn á Borginni er mikils metinn og virtur af öllum þó hann drekki. Maðurinn í Hafnarstræti er áiit- inn afhrak, þjóðfélagið á ekkert pláss fyrir hann nema í Steininum, af því að haain drekkur, Eg ætla hvorugan þessara kunn ingja minna að dæma, en ég ráð- legg þeim báðum að hætta að drekka. svo þeir fái ckki óorð hvor af öoram. 4. Þurfi að grípa til atvinnu- bótavinnu, þá sé henni eingöngu varið til myndunar nýrra og auk- inna afkomumöguleika, t. d. við nýrækt og aukningu iðju og iðn- aðar, þar sem nýir möguleikar væru fyrir hendi". Þá samþykkti þingið áskorun til Alþingis: ,,Að veita Ungmennafélagi Reykjavíkur og fleiri æskulýðs- félögum ríflegan fjárstyrk til þess að byggja æskulýðshöll í Reykja- vík, sem fullnægir öllum menn- ingarkröfum, sem gerðar eru til slíkrar byggingar, og sem verðug sé höfuðstaðnum og æsku lands- ins”. Auk þessara ályktana, sam- þykkti þingið ýmsar tillögur varð andi sambandið sjálft, svo sem að taka þátt í allsherjarmóti U. M. F. 1. 1943 o. m.. fl. Stjóra sambandsins slrípa nú: Foi'm. Páll S. Pálsson, ritari Gísli Andrésson, féhirðir ólaftir Þórð- arson. Að þinginu loknu var háður samfundur félaganna í U.M.S. K. að sama stað. Ræður fluttu Grímur S. Norðdahl í tilefni af 20 ára afmæli U.M.S.K. og Daníel Ágústínusson, ritari U. M.F. íslands. Auk þess söng blandaður kór úr U. M. F. Drengur í Kjós. Skemmtunin var vel sótt og fór prýðilega fram. Gísli Andrésson, ritari. Umferðarslys Laust eftir miðnætti á nýárs- nótt varð maður fyrir bifreið á gatnamótum Austustrætis og Lækjargötu. Meiddist hann nokkuð og var fluttur í Land- spítaiann. II. M. S. Hjalanklnis slorar á inmoil: að undírbúa atvínnuframkvaemdir ad ófriðnum loknum — að sfyrkja byggingu aeskulýðshallar í Rcykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.