Þjóðviljinn - 07.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Úr borgtnnl Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Nætúrvörður er í Laugavegs Apóteki. Happdrætti Laugarneskirkju. Sam kvæmt leyfi dómsmálaráðuneytisins verður drætti um happdrættisbifreið Laugameskirkju frestað til 6. apríl n. k. Miðarnir fást í bókaverzlunum og hjá sóknarnefndarmönnum. Útvarpið i dag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin: a) Forleikur að óperunni „Galat- hea hin fagra“ eftir Suppé. b) Erlich: Vals-intermezzo. c) Sarasate: Romanza Andaluza. 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magn- ússon fil. kand). 21.10 Hljómplötur: Norrænir kórar. 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon mag- ister). 21.80 Fréttir. Dagskrárlok. I Mæðrafélagið. Klúbbfundur í kvöld í Þingholtsstræti 18. Æskulýðsfylkingin — Félag ungra sósíalista — hefur ákveðið að hefja starfsemi málfundahóps. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Skólávörðustíg 19 annað kvöld kl. 814. Öllum ungum sósíalistum er heimil þátttaka. Stjórnin. Jan Vallín Framhald af 1. síðu. hvorttveggja ástæða til brott- vísunar úr landi. Innflytjendanefndin gaf eft- irfarandi yfirlýsingu: „Æviferill hans er svo ríkur af ofbeldi, undirferli og svikum, að það mundi vera erfitt, ef ekki alv^g ábyrgðarlaust að segja, að hans núverandi áreiðanleiki og heiðarleiki sé byggður á nokkrum grunni ... Það hefur komið í ljós, að hann hefur ver- ið algjörlega óáreiðanlegur og gjörsneyddur siðgæðistilfinn- ingu (completely untrustworthy and amoral). Richard Krebs var tekinn fast ur í hinu notalega Sveitabýli sínu í Connecticut, sem hann hafði keypt fyrir ritlaun sín, og var fluttur til Ellis Island (fang elsi Bandaríkjanna fyrir grun- samlega innflytjendur). Næsta dag hóf hin átján ára gamla kona hans baráttuna fyr- ir því að hann yrði látinn laus". TJAKNAKBÍÓ Þjófurinn frá Bagdad (The Thief of Bagdad) Amerísk stórmynd í eðlileg- um litum, tekin af Alexander Korda. — Efnið er úr 1001 nótt. CONRAD VEIDT, SABU, JUNE DUPREZ, JOHN JUSTIN. Kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Sólskin f Havana (Weekend in Havana). Skemmtileg söngvamyád í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE. JOHN PAYNE. CARMEN MIRANDA. CESAR ROMERO. Sýnd ki. 5, 7 og 9. 30 þúsund skæruliðar berjast gegn fasistum í Grikklandi Þjððverjór og ftalir ðttast uppreisnir Grikkja í fregnum frá Grikklandi er talið, að skæruliðar, sem starf- andi eru víðsvegar um landið, séu orðnir um 30 þúsund að tölu. Um þriðjungur þessara skæruliða er starfandi á Krít, og meðal þeirra eru brezkir, ástralskir og nýsjálenskir hermenn, sem eftir urðu á eynni og komust hjá því að verða handteknir. Bæði Þjóðverjar og ítalir gefa nú yfirlýsingar um viðleitni sína til að bæta úr hinu „erfiða atvinnuástandi" Grikklands, en tugir þúsunda Grikkja hafa farizt af hungri sfðan landið var hemumið. Ástæðan til þessa nývakta á- huga fasista fyrir Grikkjum er sú, að þeir óttast víðtækar upp- reisnir í landinu. Hefur uppreisn arhugur Grikkja blossað upp við fregnirnar um sigurvinninga Bandamanna í Norður-Afríku. Bretar komnir 95. km. vestur fyrir Cyrte i Libíu Áttundi brezki herinn er nú kominn 95 km. vestur fyrir bæinn Cyrte í Líbiu. Ekki hefur fregnazt un. iand- bardaga síðustu dagana þar Rommel sé að búast til varn- ar um 30 km. vestar. Boisson, landstjóri Frakka í Vestur-Afríku hefur lýst því yfir opinberlega , að hann telji mjög æskilega samvinnu yfirvaldanna í Norður-Afríku nýlenclum Frakka og hinna stríðandi Frakka undir for- ustu de Gaulles, og mundi Graud hershöföingi innan skamms hefja samkomulags- umleitanir viö de Gaulle. KI3TÍ í V.ÍZtral'iZKml'+TMZtlíKZFi Hvitbók um utanrikismáia stefnu Bandaríkjanna Iiandarílíjaþingið kom saman til fundar í gær. Roosevelt for- seti mun flytja þinginu boðskap sinn í dag. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur til- kynnt útgáfu „Hvítbókar", er inniheldur gögn varðandi utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna árin 1931—1941. Er í bók þessari rak- in atburðaröð heimsstjórnmál- anna þessi ár, og afstaða Banda- ríkjanna til livers einstaks viðburðar. Ríkið kaupir íbúðar hús fyrir 5-6 falt- matsverð Eigendaskipti hafa orðið á húsinu nr. 16 við Leifsgötu hér í bæ. Kaupverðið var 250 þús. kr. Kaupandi var ríkissjóður ís- lands, seljandi Guðmundur Guð mundsson, kaupmaður hér í bæn um. t þessu húsi eru tvær íbúðir. Síðasta fasteignamat á húsinu var 49600 kr. Húsið er keypt til þess að geta komið tveim prestum Hallgríms kirkju einhversstaðar undir þak, en þeir urðu húsnæðislausir 1. okt. s. 1. — Kaupin fóru fram 12. nóv. s. 1. Sýnir þetta greinilega hvílíkt brjálæði húsabraskið í Reykja-? vík er komið út í. Austurvf g stöðvarnar Framhald af 1. síðu. komu herflutningaflugvélar með fallhlífarherlið. Allt komst á uppnám meðal verjenda flug- vallarins við þessa harðvítugu árás, og eyðilögðu Rússar 40—50 flugvélar á jörðu. í tyrkneskum blöðum segir aö sigrar rauöa hersins veki mikla athygli í Tyrklandi. Jafnvel þeir, sem fram til þessa hafa trúaö á ósigranleik þýzku herjanna, séu farnir aö telja að mjög iskyggilega horfi fyr- ir fasistaherjunum á suður- vígstöðvunum. DREKAKYN Eftir Pearl Buck 58? 58? $8? 58? 38? 58? séð á ævi sinni, því hver getur sagt um nunnurnar í must- erunum? Hún taldi víst að Vú Líen hefði skrifað bréfið, 5$? ^ en henni kom ekki til hugar að efast um sannleiksgildi þess, því hún var ein af þeim manneskjum sem trúði öllu v* >$? sem ritað var. , ^ En gamla jómfrúin sem las bréfið fyrir hana, sagði: Eg 58? Vý mundi ekki leggja trúnað á þetta. Enn fréttir maður um $£ morð og nauðganir á götum borgarinnar. 5$£ Þetta sagði hún og leit til himins, en Ling Sao brosti. Hvað gat slík kona vitað um nauðganir, hugsaði hún, en 58? ^ sagði það ekki, nema hvað hún spurði af forvitni: 58? Ert þú ekki nunna? jjgg jj|jj Nei, ég er engin nunna, sagði konan eins og hún væri 58? gp bálreið. Eg hefði getað gifzt mörgum sinnum, ég veit ekki 38£ 5$?; hvað oft hjúskaparmiðlar komu heim í þeim erindum, en ^ i?$? ég tók lærdóm og bækur fram yfir allt annað. gg ^ Ein sonarkvenna minna er svipuð þér í þessu, sagði Ling ^ Sao, en hún var í þann veginn að eignazt barn. 38£ ^ Jæja, sagði konan, eins og henni þætti það engin tíðindi, ^8? £$? og Ling Sao þakkaði henni fyrir bréflesturinn og fór sína v>< 1 I Svo sagði hún Orkídu og litlu dóttur sinni góðu frétt- i>8£ 5$£ irnir úr bréfinu, og Orkída sagði hinum konunum, og ^ óþreyja þeirra jókst. Engin þeirra var þó óþreyjufyllri en ^ 5|jj Orkída, því að henni þótti óþolandi rólegt í þessu gráa 5$? húsi og garðinum með sléttum grasflötum, sem enn voru i?$£ 5$f með vetrarlit. Hér heyrðist aldrei neinn hávaði nema ^ j?$? sálmasöngur tvisvar á dag í lítilli kirkju, þar sem flutt 58? voru útlend trúarbrögð. Orkída fór þangað einu sinni til að sjá hvað gerðist, en hún skildi ekki það sem sagt var, 581 ^ og söngurinn fannst henni líkjast væli, svo hún fór ekki 58? aftur. Konurnar fengu það sama að borða dag eftir dag, ^ svo maturinn varð leiðigjarn, og Orkídu langaði í eitt- ^ hvað sætt í munninn. Heima í þorpinu var hún alltaf vön 58? ^ að þjóta út þegar heyrðist hringla í litlu bjöllunum, sem 5$£ 58? sælgætissalar höfðu til að tilkynna komu sína. Af þeim ^ ^ keypti hún margskonar sætindi, en bezt þótti henni þau ^ sem hún gat verið að tyggja og.velta uppi í sér hálfan og 58? 5§? heilan daginn. Börnin hennar voru einnig óþreyjufull, af 5ý) ?V4’ því að þau höfðu engin leikföng, og þau grétu af söknuði ^ ^ eftir litlu, brothættu leikföngunum, sem umferðasalar bera ^ ^ 1 milli húsa, litlir hundar og brúður úr leir, eða vindmyllur, í$? 5$£ |eða sykurkarlar og sykurkonur; og þau minntust þess að ^ 58? "heima áttu þau dreka og ljósker sem voru í lögun eins ’og kanínur og fiskar og fiðrildi, en hér áttu þau ekki neitt. Sí ‘ Þegar Orkída heyrði hvað tengdasystur hennar leið vel, 5$? ^ hugsaði hún með sjálfri sér: 58? Allt er orðið rólegt í borginni á ný, og því skyldi ég ekki í?$4 laumast út um hliðið einhvern morguninn og líta í búð- 5$? irnar. Ég gæti meira að segja heimsótt tengdasystur mína, og ef mér sýnist allt í lagi, sendi ég föður barnanna minna orð um að sækja mig. En hún lét þetta ekki uppi við neinn, því hún var ein af ^ þeim launþrjózku konum, sem látast alltaf gefa eft- ^ ir, en fara samt sínu fram, án þess að láta aðra vita. Dag ^ nokkurn litlu síðar, þegar yngsta barnið hennar var sofandi ^ en hin að leika sér, gerði hún sér upp geispa framan í ^ Ling Sao, og skrökvaði að henni, þannig: Eg svaf illa í nótt, svo ég held ég fari og leggi mig stund- 58? arkorn, ef þér þykir ekki verra að líta eftir börnunum, $8? litla barnið er sofandi. 58? Sofðu eins og þig lystir, ef ekkert er annað að gera, svaraði Ling Sao þurrlega. Einhvernveginn hafði hún náð sér í baðmull og snældu og var farin að spinna. En hún var ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi og ^ finnur sér alltaf eitthvað til, og nú lét hún bera óþarf- ^ lega mikið á verkinu af því hún vissi að Orkída var annars sinnis. 58? «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.