Þjóðviljinn - 08.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1943, Blaðsíða 1
8, árgangur. Föstudagur 8. janúar 1943. 5. tölnblað. Hín óvíðjafnanlega vörn og sófen Rtissa þýðíngarmesfí þáttur sfyrj aldarínnar 1942. — Áríð 1943 vcrður faríð iangt á leíðínní fíl Berlín, Róm og Tofeío Ætlar íhðldið aö stilia wtami:i ¦ ugp___kayplækkunar- lista í Dagsbtún? Jlrúnaðarráð Dagsbrúnar hefur ákveðið' að stilla upp aö nýju perrri stjórn, er stýrði félaginu síðastliöiö ár. Það mun og verða leit að þeim verkarnanni, sem æskir félagi sínu artnarrar stjórnar. Samt er „Óðinn", klofn- ingsfélag atvinnurékenda meðal yerkalýðsins, að burð- ast með undirbúning annars lista við stjórnarkosninguna í Dagsbrún. Ef sá listi fæðist, þarf eng- inn að efast um tilgang hans. Honum yrði ætlað að kljúfa raðir verkamanna í komandi Framh. á 4. síðu. „Eg get engu spáð. Eg get ekki sagt yður hvenær eða hvar Bandainannaþjóðirnar hef ja næst árás í Evrópu, en vér munum ráðast á Evrópu og það verður hörð árás", sagði Roosevelt for- seti í boðskap sínum til Bandaríkjaþingsins í gær. „Eg get ekki sagt yður hvort vér ráðumst á Noreg eða á Holland og Belgíu eða Frakkland eða gegnum Sardiniu eða Sik- iley eða Balkanskaga eða Pólland, eða á mörg lönd samtímis. En ég get sagt yður að hvað sem því líður að vér hefjum árás á landi, munum vér og Bretar og Rússar halda uppi miskunn arlausum loftárásum. Dag eftir dag skulum vér hella smálest eftir smálest af sprengjum á vopnaverksmiðjur þeirra og hafnir. Hitler og Mussolini munu nu skilja hve gífurlega þeim skjátlaðist er þeir töldu að nazistar mundu alltaf hafa yfirráðin í lofti eins og þeg- ar þeir létu sprengjum rigna á Varsjá, Rotterdam, London og Coventry. Þeir yfirburðir f lofti eru horfnir fyrir fullt og allt. Já, nazistar og fasistar hafa unnið til þess, og þeir skulu fá það ósvikið. , Eg vil engu spá um það hvenær stríðinu muni ljúka, en ég treysti því, að þetta ár, 1943, muni flytja oss langt eftir veg- inum sem liggur til Berlín, Róm og Tokio". Fer hér á eftir útdráttur úr fyrsta hluta þessarar merku ræðu, en sá hluti fjallar um stríðið almennt: Þetta 78. þing kemur saman á afdrifaríkri stundu í sögu þjóðar innar. Síðasta ár er ef til vill eitt hið mesta örlagaár nútíma menn ingar vorrar. Árið sem nú fer í hönd mun verða mjög agasamt, en ber þó í skauti sér vonir um betri framtíð. Vér verðum að meta#viðburðina í hlutfalli við þýðingu þeirra. Vér verðum að kunna skil á hlutfallslegu mik- ilvægi vjðburðanna. Það sem mestu máli skiptir að því er Am eríkuvígstöðvarnar áhrærir, er hin glæsilega sönnun er vér höf ¦> um fengið um kosti og ágæti her manna vorra. Þeir hafa sýnt þessa kosti bæði í mótlæti og meðlæti. Á meðan fáni vor blaktir yfir Capitol munu Amer- íkumenn heiðra þessa hermenn, sjómerm og sjóliða, sem börðust í fyrstu orustunum er við háðum við mikið ofurefli. Hetjurnar, lifandí og látnar frá Wake, Bataan, Guadal Ganal, Javasjó, Mldway, skipaiestum Norðurat- lanzhafsins — munu lifa, hið ósigrandi hugrekki þeirra mun aldrei fyrnast. En mestu og mik- ilvægustu viðburðirnir sem gerð ust í hersögu heimsins á árinu 1942, urðu'á hinum löngu víg- stöðvuín í Rússlandi. f fyrsta lagi hin ' óvíðjafnanlega vörn Stalíngradborgar, og í öðru lagi sókn sú, sem rússnesku herirnir hafa hafið á ýmsum stöðum síð- ari hluta nóvembermánaðar og enn heldur áfram með miklum þunga og áhrifum,. Kyrrahófssvæöið Aðrir meiri háttar viðburðir ársins var framsókn Japans á Filippseyjum, í Austurindíum, Malaja og Burma; stöðvar þess arar framsóknar á miðhluta og suðurhluta Kyrrahafsins; hin vel heppnaðá vörn Austurlanda, er Bretar hófu gagnsókn í Eg- iftalandi og Líbyu, og hernám Ameríkumanna og Breta í Norð- urafríku. Það var enn mjög mik- ilvægt, að háðar voru harðar og látlausar orustur á siglingaleið- unum og að yfirburðir möndul- veldanna í lo'fti féllu smám sam- an í skaut Bandamönnum. Möndulveldin vissu, að þau urðu að sigra í styrjöldinni á ár- inu 1942, eða ef til vill tapa öllu að öðrum kosti. Eg mUn ekki þurfa að segja yður frá því, að f jandmenn vorir unnu ekki sig- ur í styrjöldinni á árinu 1942. Mesti sigur vor á Kyrra- hafssvæðinu árið 1942 var loft- og sjóorustan hjá Midwayeyju. Þessi viðburður er mjög mikil- vægur sögulega vegna þess, að hann tryggði okkur afnöft sam- gönguleiða, sem eru þústindir' mílna á lengd í allar áttif. A þessu tímabil gerðum við fjandmönnunum mikið tjón — Japanar misstu margar flugvél- ar, herskip og flutningaskip. Fyrir einu ári settum vér osá það markmið að eyðileggja meiri hernaðarbirgðir fyrir Japönum en iðnaður þeirra gæti staðið undir. Með vissu hefur þetta verk verið framkvæmt og því heldur enn áfram Þegar vér hefþjm árésir á MundlistameRn Href jast UsffFOðra manna til é uelja muntíír sem ríl haupir Félag íslenzkra myndlistamanna er nú að byggja allstóran sýningarskála, þar sem sýnd verða verk íslenzkra inálara og myndhöggvara Bygging þessi verður nokkuð dýr — áætlað kostnaðarverð 120 þús. kr. — en félagið á hinsvegar enga gilda sjóði og hefur þvi stofnað til happdrættis til ágóða fyrir bygg- ingu sýningarskálans. Stjórn félagsins ræddi í gær við blaðamenn um starf og stefnu félagsins og um hinn nýja sýningarskála. íml' 's*J :*'*5-' 'iftlfcuiie! *U. -. h Roosevelt. heimaeyjar Japana, munum vér hafa að bandamönnum hetju- þjóð Kínaveldis — en þessi mikla þjóð hefur hinar sömu friðarhugsjónir og vér. Vér mun um vinna bug á öllum erfiðleik- um og flytja slík hergögn til Kína, að vald vors sameiginlega fjandmanns verði að engu gert. Tímabil varnarvorrar á Kyrra haf i er að enda. Nú er það mark- mið vort að knýja Japana til orustu. Á síðasta ári stöðvuðum Framh. á 4. síðu. Jón Þorleifsson listmálari, sem er formaður félagsins, hóf mál sitt með því að skýra frá stefnuskrá félagsins, sem er fyrst og fremst sú að stuðla að framþróun skapandi myndlistar í landinu og jafnan reyna að hafa áhrif á það, að ríkið hafi listfræðinga í þjónustu sinni, er geri tillögur um val þeirra mynda, er ríkið kaupir. í þessu sambandi kvaðst hann vilja taka það fram, að þetta ákvæði væri á stefnuskrá mynd- listamanna erlendis og þar þekk ist ekki annað en að öll söfn hefðu listfræðinga eða mynd- listamenn í þjónustu sinni til þess að annást val mynda til kaups, um það f jöllúðu ekki aðr- ir en listfróðir menn erlendis. Míkílf árangur í sóknínní á Míd- Donvígsfðdvunum og í Kákasus Sókn rauða hersins á vígstöðvunum við Don og 1 Kákasus heldur áfram. að því er segir í miðnæturtilkynningunni frá Moskva, Rauði hcrinn hefur sótt niður með Don frá Tsimljanskaja, og ernúnm 120 km. frá Rostoff. Á Mið-Donvígstöðvunum hefur sovéther sótt fram 50 km. á 30 km. breiðu svæði og tekið marga bæt í Mið-Kákasus sækja Rússar fram og hafa tekið fimm b«i síðasta sólarhringinn. Þýzka herstjórnin viðurkenndi í gærkvöld í fyrsta sinn undan- hald fasistaherjanna í Kákasus. í fregn, sem flutt var í Berlínar- útvarpíð, gegii" að þýzki og rúm- enski herinn í Mið-Kákasus hafi yfirgefið fremstu stöðvar sínar og stytt varnarlínuna Hér heima hefðu komið fram raddir um það, m. a. frá tveim meðlimum menntamálaráðs, að með þessu vildu myndlistamenn halda því fram, að þeir einir hefðu vit á myndlist. Slíkt kvað harm misskilning. Þá er það og á stefnuskrá fé- lagsins, að háída sameiginlegar hstsýningar hér heima og er- lendis. Til þess þurfa þeir að koma upp sýhingarskála og verð ur hann tilbuinn á næstunni. Félagar geta allir þeir orðið, sem stundaíimálara- eða mynd- höggvaralist og hafa leyst af hendi eitthvert verk, sem hlotið hefur v'iðurkenningu. í stjórn félagsins eru nú: Jón Þorleifsson málari, formaður, Finnur Jónsson málari, ritari og Marteinn Guðmundsson mynd- höggvari, gjaldkeri. í félaginu eru nú 40 manns. 32 hér heima, en 8 erlendis. Af þeim sem öru hérlendis, eru 4 arkitektar, en svo stendur á því, að þeir voru í Bandalagi ís- lenzkra listamanna, áðiu en þyí var skipt í félagsdeildir eftir hinum einétöku listgreinum og hafa arkitektarnir verið í mynd- listamannáfélaginu síðan. Deild irnar innan bandalagsins voru stofnaðar fyrir tveim árum síð- •ah- s^ Þeir félagsmenn, sem nú dvelja erlendis, eru þessir: Emil Walters, rriálari, í New York og Nína Sæmimdsdóttir, mynd- höggváriy í Hollywood. Hinir eru í Kaupmannahöfn og eru það málararnir: Inger Blöndal, Jón Ste^ánsson, Júlíana Sveinsdótt- ir, Grete Schewing og Svavar Guðnason. Aðeins einn ísl. mynd höggvari dvelur nú í K.höfn: Sigurjón Ólafsson. Þá vék Jón Þorleifsson máli Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.