Þjóðviljinn - 10.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.01.1943, Blaðsíða 2
Þ JÓÐ VILJINN Sunnudagur 10. janúar 1943. œjaz ipóotwvíwn Ráðuneyti Hannesar á horninu. Hannes á Hominu er mjög á- hyggjufullur út af því að Sósíalista- flokkurinn œtti ekki nokkur fram- bærileg ráðherraefni, ef til þess kæmi að hann tæki þátt í rikis- stjóm. Hannes tekur hvern af þing- mönnum Sósíalistafloksins fyrir á fætur öðrum og kastar þeim í rusla- skrínuna, þetta em allt vesalmenni og aumingjar, minnsta kosti mælt á mælikvarða hinna andlegu risa Al— þýðublaðsins. Ja, þetta eru ljótu vandræðin. Það verður líklega alveg ómögulegt fyrir veslings Sósíalista- flokkinn .að taka þátt í stjóm, af því hann hefur enga menn, sem finna náð fyrir augum Hannesar á horh- inu. Það yrði þá ekki alveg eins erfitt, ef hann Hannes á horninu ætti að mynda stjóm. Þar myndi nú ekki skorta garpana. Hans hágöfgi Hann- es á hominu auðvitað sjálfur for- sætisráðherra.Utanrikismálaráðherra yrði auðvitað hinn þrautreyndi Al- þýðuflokksmaður, fyrv. ritstjóri Al- þýðublaðsins, Guðbrandur Jónsson, sem vafalaust er á línu Alþýðublaðs- ins í utanríkismálunum um ,,hið menningarsögulega hlutverk nazism- ans“. Þá myndi ekki þurfa að leita lengi að atvinnumálaráðherranum, auðvitað væri hr. Jónas Guðmunds- son, fyrv. ritstj. Alþýðublaðsins, sjálfkjörinn i þetta embætti sakir framúrskarandi hæfileika og stjórn- semi og ekki þarí að óttast að þá verði ekki séð fyrir hverskonar erf- iðleika er kynni að höndum að bera, Tekið á móti flutningi til Sauð árkróks og Hofsós fram til há- degis á morgun (mánudag). v-pr'- -■ ~ f • i’WT'f’ w* p p» pty' jnrpJ" Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja á . morgun (mánudag). fer vestur og norður í vikunni. Vörumóttaka til Akureyrar og Siglufjarðar á morgun og til ísa- fjarðar á þriðjudag. xnxunnxinzmún Manlð Kaffísðiuna Hafnarstræti 16. píramídaspákústin kæmi að sínum notum. Svo er fjármálaráðherrann. Þar er um svo marga fyrirmyndar- fjármálamenn að ræða að eina spurn ingin er hvort heldur skuli láta Al- þýðubrauðgerðina h.f., Alþýðuhúsið h.f. eða máske M.F.A. útnefna mann- inn í slíkt embætti, máske einn fyrv. ritstjóra Alþýðublaðsins í viðbót. — Og þá yrðu ekki vandræðin með fé- lagsmálaráðherrann, ekki einusipni þó hann þyrfti að taka dómsmálin og menntamálin með, — þvi hver er svo sem valdari í slíkt en hinn þraut- reyndi dómari úr Félagsdómi, sér- fræðingurinn í Laxdælu og verndun íslenzkra bókmennta gegn kommún- isma og ríkisstafsetningu: Sigurjón Á. Ólafsson. Það myndi ekki væsa um þjóðina undir stjórn slíkra gáfnagarpa og af- burðamanna. Og þó þeim yrði á að selja t. d. síldarverksmiðjumar, Gút- enberg, Esju, Ægi og eitthvað dáh'tið fleira af eignum ríkisins hlutafélagi, sem þeir væru í sjálfir, fyrir lítinn pening, — já, þá yrði Alþýðublaðinu vafalaust ekki. skotaskuld úr því að sýna fram á að allt hefði þetta verið j gert af fórnfýsi fyrir fjöldann og til þess að bjarga þessum eignum frá ótætis kommúnistunum. Það yrði ekki amalegt fyrir slíka stjórn að hafa annöð eins blað til að styðja sig við og Alþýðublaðið. Ef eitthvað yrði svart í fari hennar, þvær þetta ágætis blað hana óðar hvíta. Ef ein- hverjar staðreyndir reyndust henni óþægilegar, þá þeytir blaðið slíkum trafala burtu eða umliverfir þeim í einni svipan í allt annað. Slíku blaði er ekkert ómáttugt, svo ef einhver sund kynnu að lokast fyrir slíkri stjóm, þá bara opnar Alþýðublaðið þau aftur, — því verður ekki méira fyrlr slíku smáræði en að loka Sues- j skurðinum fyrir ítölum héraa um árið. Óhamingju íslands verður allt að vopni, — má nú segja, þegar hún kann ekki einu sinni að meta aðra eins menn og fyrrverandi og núver- andi Alþýðublaðsskrifíinna, hvort heldur Guðbrand eða Stefán, Jónas eða V.S.V.! — Það er þó eina hugg- unin hörmunum í að — þeir kunna þó að meta sig sjálfir. Ekki þurftir þú Hannes litli að gera þig að fífli líka Það er óbarfi, Hannes htli á Horn- inu, að vera að gera sig að fífli, þó Gunnar Stefánsson hafi gert það. En þetta gerir Hannes með því að taka undir bull Gunnars um frumvarp sósíalista um skömmtun húsnæðis og stóríbúðaskatt. Allt sem Gunnar hefur sagt um þessi mál, er byggt á útúrsnúningi og rangfærzlum, og áreiðanlega af illum hvötum gert, tilgangurinn sem sé enginn annar en sá, að torvelda eða koma í veg fyrir ef verða mætti, einlæga samvinnu Sósíalistaflokks- ins og Alþýðuflokksins. Og svo tekur Hannes vesalingurinn sig til og lepur þetta- upp eftir Gunn- ari, þó mundi Hannesi áreiðanlega líða bezt á Homi sínu, ef komin væri á vinstri samvinna. Hugsaðu mál þitt, Hannes litli, láttu ekki Gunnar gera þig að fífli, hann er miklu verri maður en þú. Meðan þessu fer fram. Meðan Gunnar fer með rangfærsl- ur og blekkingar og Hannes étur eftir honum, vitina- gæ.tnir menn frá Sósíalistaflokknum og Alþýðuflokkn- um að því að sameina krafta þess- ara ílokka, til baráttu íyrir málstað íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Hinn góði máistaður einingarinnar mun vissulega sigra þótt Gunnar gjammi að honum, enda er það lífsnauðsyn verkalýðshreyfingunni eins og nú standa Sakir. S. 1. vor var kosin þriggja manna nefnd í Verkamannafé- laginu Dagsbrún til þess að gera tillögur um breytingar á lög- um félagsins. Höfuðverkefni nefndarinnar átti að vera það, að marka betur og skýrar starfs- svið félagsins og að tryggja það, að Dagsbrún yrði framvegi’s ein- vörðungu skipuð verkamönn- um, og að takmarka þegar rétt þeirra manna í félaginu, sem ekki eru verkamenn. Laganefnd Dagsbrúnar hefur nú skilað áliti sínu og félags- fundur og trúnaðarráð sam- þykkt það. Nefndin hefur fellt breytingartillögur sínar inn í texta hinna eldri, núgildandi, laga félagsins, og liggja þau nú frammi í skrifstofu félagsins, fé- lagsmönnum til sýnis. En 16. og 17. þ. m. fer íram allsherjarat- kvæðagreiðsla um lögin, jafn- hliða kosningu stjórnar og ann- arra trúnaðarmanna félagsins. Hér í blaðinu verða nú birtar nokkrar greinar hinna nýju laga og gerður samanburður á þeim og hinum núgildandi lög- um. 1. Tilgangur félagsins. í núgildandi lögum Dagsbrún- ar segir eftirfarandi um tilgang félagsins: „Tilgangur félagsins er sá, að styðja og efla hag félagsmanna og menningu, á þann hátt, sem kostur er á, meðal annars með ’ | því að ákveða vinnutíma, kaup- gjald, vinnuskilmála, tryggja ör- yggi við vinnu, og stuðla að því Einar Arnórsson, Ari fróði, — útgefandi Hið ísl. bók- menntafélag, Rvík 1942. Ari Þorgilsson var aðalnafn j mannsins um ævina, stundum hét hann Ari prestur, síðar Ari inn gamli, en öld, sem skreytti alla landnámarithöfunda fyrir 1250 með auknefninu „inn fróði“, lofaði Ara aðslæðast með í þann dilk grúskaranna. Enn er frægð Ara að vísu talsverð, en þess eðlis, að kynslóðirnar geta . litið hann nökkuð sínum aug-. unum hver, þær hagnýta sér það, að hann á nóg kenninöfn eins og flíkur til skiptanna. Þarna er hann Ari fróði, og sæm ' ir það vel, en þyrftí að verða Ari Þorgilsson í næstu bók. , Einar Arnórsson er sá hæfi- leikamaður og lærdómsmaður, : að menn hafa beðið með eftir- vaentingu" - þes'sá. þókmenntafé- lagsrits, sem seinkað hiéfur í prentönnum þar til nú. Það er allmikil bók (12 arkir + æítar- tölur) og efnisrík. Þættir eru sjö, um ætt Ara, ævi og samtíð, um rit hans, um heimildarmenn, um atburðagreining (efni Ara og meðferð þess), um tímatal, um , ættfræði og mannfræði og loks yfirlit um niðurstöður ritsins. Margt er að vísu ósagt, sem unnt kann að vita um þennan braut- að verkalýðurinn taki sjálfstæð- an þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags í samræmi við önn- ur verklýðsfélög fyrir hagsmuna málum verkalýðsins.“ Þessari grein hefur ekkert ver ið breytt, en aðeins bætt við hana upptalningu á þeim starfs- greinum, sem Dagsbrún nær yf- ir. Ákvæðin um þátttöku verka- lýðsins í stjórnmálum er óbreytt eins og þau hafa verið um lang- an tíma. í hinu nýja lagauppkasti er gert ráð fyrir áð þessi grein hljóði svo: 2. gr. „Tilgangur félagsins er'sá, að efla og styðja hag félagsmanna og menningu, á þann hátt sem kostur er á, með því að ákveða kaupgjald, vinnuskilmála, tryggja öryggi við vinnu, og stuðla að því að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmál um lands- og bæjarfélaga í sam- vinnu yið önnur verklýðsfélög, fyrir hagsmunamálum verka- lýðsins, með því að skipuleggja innan félagsins, alla þá, sem bú- settir eru á félagssvæðinu og hafa sér til lífsframfæris vinnu á eftirtöldum starfsgreinum og öðrum hliðstæðum starfsgrein- um, sem skapast kynnu í þeim: 1. Alla verkamenn, sem vinna að fermingu og affermingu skipa og hverskonar ann- arra ílutningatækja, svo og móttöku og afhendingu farms. ryðjanda bókmenntanna og um Íslendingabók, en bæði fræði- mönnum og öðrum <mun þykja drjúgur fengur að þessu riti. Eigi' skal lofa rit nema finna og nokkuð að því, þar sem þarf. Á fremstu lesmálsopnu ræðst höf. i það nytjaverkyað freista j að dæma um skýringu Barða j Guðm. á kvonfangi og örlögum Kolbeins Flosasonar (Skírnir 1937, 76 og víðar, sbr. Blöndu IV, 149—54). En höf. byrjar, því mið ur, á að vitna í Ljósv.S; um’ætt- færslu, sem ekki er til (ágizkun H. Sch.), staðhæfir, að lítil ástæða sé til að efast um, að ís- lendingar hafi um 1050 haldið kaþólsk ákvæði, er banna skyld- mennagiftingar í 5. lið, eða a. m. k. talið skyldleik að 2. og 3. álgera hjúskaparhindrun, og hann misskilur alveg Barða um það, hver hafi verið lögmæt kona Kolbeins. Dómurinn ónýt- ist því. Og ekki -má ættfræðin við því að strika út hverjá ætt- fræðiheimiíd, sem minnir lög- fræðing á meinbugi kirkjulaga, enda vílar Eirtar ekki fyrir sér að táka t. d. gildar ættartölur, sem leiða í Ijós, að tvö systkin Valgerðar, ömmu Ara, voru hjón, — fædd á sömu áratugum og Kolbeinn Flosason. Það voru að vísu aðeins stjúpsystkin, hvorki samfeðra né sammaaðra, Bókarfreun 2. Alla verkamenn, sem vinna að húsbyggingum og efnis- flutningi í sambandi við byggingar. 3. Alla verkamenn, sem vinna að hafnargerð, vegagerð, skurgreftri, ræktun, hey- hverskonar öðrum búnaðar- störfum og efnisflutningi í sambandi við áðurnefndar bandi við áðurnefndar starfsgreinar. 4. Alla verkamenn í þjónustu ríkis- og bæja, sem ekki taka laun samkvæmt launa- reglugerðum eða. samning- um starfsmannafélaga þess- ara starfsgreina. 5. Alla verkamenn, sem vinna sem aðstoðarmenn í iðnaði (ekki Iðju); þ. e. bygging- ariðnaði,. járnsmíði, skipa- smíði, blikksmíði (tunnu- gerð), og öðrum þungaiðn- aði. 6. Alla verkamenn, sem vinna að vinnslu og sölu sjávaraf- ,urða, annarrar en niðursuðu þeirra, og auk þess fisksölu- verkamenn. 7. Alla verkamenn, sem vinna að móttöku og afhendingu vara í stórsölu, þar með tald ir bifreiðastjórar. 8. Alla starfsmenn benzínsölu- stöðva. 9. Alla bifreiðastjóra, sem aka vöruflutningabifreiðum • í þjónustu annarra. 10. Alla verkamenn, sem vinna að hverskonar framleiðslu- eða flutningastörfum öðr- um, og ekki taka laun sam- kvæmt samningum eða sam þykktum annarra viður- kenndra verklýðsfélaga. ekki blóðskömm fyrir þau að eigast að dómi nútíðar og heiðni, en kirkjan bannaði vitanlega — og hefur víst engu um slíkt ráð- ið fyrir biskupsdaga ísleifs. Öld eftir það átti Klængur Skálholts biskup dóttur við frænku sinni, sem kunnugt er, og mætir fræði- menn seinni- tíma hafa bitið höfuðið af skömminni með því að kalla það hjónabandsbarn þessa roskna og ráðna biskups. i Höf. losar Ara rækilega við oflof og oftraust, sem menn hafa oft haft á honum. Það eru góð- verk, enda veit hann, að minnis- varði Ara, bókin um íslendinga, rís jafnhátt sem áður úr gleymskuhafi tímans, óbrot- gjarn drangur. En eins og mannlegt er, geng- ur Einar lengra í þeim góðverk- um en þarf. Til að þreyta ekki lesendur, skal aðeins einu mót- mælt, ásökunum um beinar ýkj- ur Ara (bls. 85—87). Höf. kallar það varla ná nokkurri átt, að Haraldi hárfagra hafi þótt land- auðn nema, er þegnar hans streymdu til íslands, og ýkt sé sú grein um landkosti, að þá var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru. Hvorugt er vitund ýkt. Þótti ekki ýmsum íslendingum land- auðn nema, þegar mestar urðu hér Ameríkuferðir? Noregur var fámennt land á Haralds dög, um, eftir að Hjaltland, Orkneyj- ar, Katanes, Færeyjar, írskar Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.