Þjóðviljinn - 10.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. januar 1943. Þ JÓÐVILJINN 3 \ þiöomuwn Útgefandi: Sameiningarflokbur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (ób.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. ‘Vfgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Þjóðarféð má ekki fara f ðreiðuhft auðvalds- skipjlagsins íslenzku þjóðinni hefur áskotn azt mikið fé á skömmum tíma. Það er hægt að láta mikið gott af fé þessu leiða fyrir land og lýð, ef því er skynsamlega og vel ráðstafað. Það er mikill stuðningur fyrir allar hagsbóta- kröfur alþýðu í því að svo mikið sé til af fé, sem nú er, svo fram- arlega sem hægt er að ráðstafa því í þágu fólksins. En auðmarmastéttin vill hindra að hægt sé að nota þetta fé á þann hátt. Annarsvegar vill hún gína yfir sem mestu sjálf og einoka fyi-ir sig auðlindirn- ar, eiga nýbyggingarsjóðina sem einkaeign, til þess að eignast hinn nýja fiskiflota þjóðarinn- ar. En hinsvegar eyðir svo yfir- stéttin fénu alveg hóflaust í það að bæta upp allskonar tap á at- vinnurekstri, og stendur svo samtímis á móti því að róttækar og gagngérar breytingar séu gerðar á atvinnuvegunum í skynsamlegra horf. Krafa alþýðunnar er sú að gerbreyting sé gerð á atvinnu- rekstri þessa lands: þjóðnýting hinna stóru framleiðslutækja, samvinna -og samstarf um hin smærri, samfærsla byggðar, vélnotkun og ræktun í landbún- aðinum. Þetta er takmarkið, sem verklýðshreyfingin berst fyrir hvað atvinnuvegina snert- ir. En auðmannastéttin vill dylja alla óreiðuna og vitleysuna, sem eru á rekstri atvinnuveganna í þjóðfélagi hennar. Hún hrópar öðru hvoru upp að „allt eigi að bera sig“ (— þegar hún vill fá launalækkun.hjá verkalýðnum), — og barmai' sér svo yfir sífeild- um taprekstri, þegar hún vill fá stórar fúlgur frá bönkum og ríki í óreiðuhít sína. En það dugar ekki að láta er- indreka auðvaldsins sóa þvi fé í óreiðuhít einstakra atvinnu- vega, sem nota ætti til þess að bæta stórum kjör vinnandi fólks ins í landinu. Það verður að krefjast þess að rekstursskipu- lag atvinnuveganna sé tekið til algerrar endurskoðunar, — og meðan á slíkri alvarlegri þjóð- félagsendurskoðun stendur, sóu þeir sjóðir, sem þjóðin nú á, ekki þurrausnir vegna óreiðunn- ar í atvinnulífi auðvaldsþjóðfé- lagalns. T Bókarfregn Framhald af 2. síðu. byggðir og héruð norðan til á Englandi höfðu dregið til sín mannf jölda undanfaraa. öld. Þar sem íslandsför varð mest úr fá- um héruðum, hefur borið þar því meir á landauðn. Hitt rengja fleiri, að láglendi landsins hafi hvarvetna verið skóglendi yfir að líta. Ástæðulaust er að skilja orðalagið svo bókstaflega, að verið hafi rjóðurlaust og blaut- ustu mýrasund skógur eða ný- runnin hraunin. En flestar mýr- ar landsins sýna skógarleifar (kvistir í mó), holt og hlíðar, sem löngu eru skóglaus, ef þau eru friðuð, og ekki efast skóg- fróðustu menn um, að Ari segi þetta laukrétt. Þegar Ari full- irðir eitthvað, hnekkja engir nú- tíðarmenn því með bollalegg- ingum. Björn Sigfússon. 00000000000000004* Kvenr?kfrakkar lfóslífir S Verzlun H. Toft Skólavörðustig 5. — Simi 1035. OOOOOOOOOOOOÓOOOO anna til þess að hindra að óvinir mannkynsins geti lagt allan heiminn í auðn „Svartra sanda“. Túrkmenia, eitt af hinum 16 sambandslýðveldum er mynda Sovétríkin, liggur austur af Kaspíahafi, hefur sameiginleg landamæri við íran og Afghan- istan í suðvestri og suðaustri. Höfuðborg: Askabad. Aðeins eitt dæmi um tortím- ingarmátt ' eyðimerkurinnar. Fyrr á tímum féll fljótið Amú- darja ekki f Aralvatn eins og nú, heldur beygði til suðvest- urs og rann yfir Kara Kúm til Kaspíahafs. Framburður fljóts- ins var svo mikill, að farvegur þess hækkaði stöðugt svo að fljót ið breytti smátt og smátt um stefnu. Farvegurinn til Kaspía- hafs þornaði með öllu. Eyðimörkin hóf sókn. Sand- öldurnar réðust á þorpin og borg irnar og unnu sigur. Svarti sand uripn rak fólkið frá heimilunum og dæmdi það til flökkulífs. Svartur sandurinn huldi beiti- löndin, fyllti turnana og grynnk aði árnar. Vatnið hvarf, og án vatns getur ekkert lifað. , Hvað getur fátækur og þekk- ingarsnauður hirðingi gert til að verjast Svarta sandinum? Hann kann að finna gamla árfarvegi, en hvernig á hann að kaUa fljót- in til lífs á ný? Á Kare Kúro eru rrtörg mtrifi ;«íói akilln únn bar- ; - Rússncskí blaðamaðurínn S, Grígorfeff lýsír baráffu mannanna vid sandaudnína Kara Kúm í Míð~Asíu Orðin „Kara Kúm“ eru úr máli Túrkmena, og þýða „svartir sandar“. Það er engin tilviljun, að þetta skuggalega nafn festist við 91 þúsund ferkm. landsvæði norð- ur af íran. Taktu Asíukort og leitaðu að Afghanistan. Fylgdu farvegi fljótanna Múrghab og Tejenfrá upptökum þeirra í fjöU unum við landamæri Afghan- istans og norðureftir. Þannig kemstu til Kara Kúm. Við upptök sín eru árnar sýndar á kortinu með feitum strikum, en þau verða mjórri og mjórri eftir því sem fjær dreg- ur upptökunum. Því lengra sem kemur inn í Kara Kúm þvf minna verður úr fljótunum. Þær greinast í margar kvíslir, verða að óskýrum punktalínum og týn ast loks í gula auðnina. Þannig eru öll vatnsföU í Kara Kúm. Engin ánna kemst aUa leið til Káspíahafs. í máU Túrkmena þýðir orðið „kol“ vatnslaus eyðimörk. Það gæt) virzt undarlegt að það orð skyldi ekki notað um Kara Kúm. En til þess liggja sögu- legar ástæður. Norðarlega í Kara Kúm eru rústir borgarinnar Kúnja Úgents. Annálar segja að hún hafi verið byggð á 13. öld. Borg- in stóð á hæð, og voru hlíðarnar vaxnar trjágróðri. Borgin var víðkunn fyrir mustersturnspír- ur sínar, þær hæstu í landinu. Umhverfis borgarhæðina var víðáttumikið beitiland, þar sem sauðfé gekk til beitar þúsundum saman. Að nokkrum öldum liðn- um var ekkert eftir nema eyði- merkursandurinn. Á 16. öld fór enskur kaupmað- ur, Johnson að nafni, yfir Kara Kúm eftir gömlu úlfaldaleiðinni til Kína. Á leið sinni fór hann yfir blómlegar vinjar með fjör- ugu verzlunarlífi. Allar þær vinjar eru nú huldar sandi. # Konurnar í Asíulöndum Sovétríkjanna hafa varpað af sér aldagömlu kúg- unaroki, sem þjóðskipulag landa þeirra og trúarþrögð höfðu lagt á þær. Myndin: Múhameðstrúarkonur i Mið-Asíu varpa blæjum sínum á bál. áttu manna um vatnið — um 15000 brunnar, hver 60 feta djúpir eða meira. Hirðingjarnir gerðu sér vatns- geyma úr leir og söfnuðu í þá regnvatni á sumrum og brædd- um snjó á vetrum. Meðfram veginum til íran eru margir vatnsgeymar úr brenndum tíg- ulsteini. Vatnið var leitt til akr- anna eftir fjölda áveituskurða. Uppsprettuvatn streymdi eftir neðanjarðarleiðslum frá fangels unum á Kopetdag-fjöllum. Meðal hirðingjanna var mikil virðing höfð á vatnsleitarmönn- um, sem með óskiljanlegum töfralátum leituðu að vatni, leiddir af eðlisávísun margra kynslóða. # Eftir sósíalistabyltinguna sner ist fólkið til baráttu við tortím- ingaröflin, vopnað þekkingu. Töfralæti vatnsleitarmannsins viku fyrir hinum nákvæmu stað reyndum jarðfræðirannsókna. Djúpborunaraðferðir nútímans komu í stað hinnar frumstæðu vinnuvenju. Kara Kúm er nú blómlegasta „eyðimörk“ í heimi. Víðáttumikl ir sandflákar hafa verið bundnir með gróðri, og stórar hjarðir af kameldýrum og sauðfé éru þar á beit. Gróðurinn þar er mjög einkennilegur. 95% af jurtun- um, sem þar vaxa, hafa hvergi fundizt annarsstaðar í heimin- um og hin fimm prósentin ein- ungis í Afríku. Leiðangur sem Vísindaaka- demí Sovétríkjanna sendi til Kara Kúm „fann“ landið að nýju, og heill her af jarðfræð- ingum, vatnafræðingum og forn fræðingum flutti þangað. Með hjálp kennara frá öðrum .þjóð- um Sovétríkjanna komust Túrk menar brátt til jafns við þær að menningu og atvinnuháttum. Verksmiðja var byggð í nánd við auðugar brennisteins námur. Áveitukerfi var lagt, gert við gamla brunna og nýir gerðir. Sandgræðsla var hafin í stórum stíl. Jarðrækt og kvikfjárrækt urðu þýðingarmiklir atvinnu- vegir. Á Kara Kúm eru nú stærstu kynbótastöðvar karakúlfjár og kameldýra í Sovétríkjunum. Búfénu er beitt á hin ýmsu beiti lönd samkvæmt nákvæmri á- ætlun, til að hindra uppblástur landsins. Á Kara Kúm vaxa nú tré og grös, eins og fyrir mörg hundruð árum. Það er sovétstjórnin sem hef- ur breytt sandauðninni í byggi- legt land, og Túrkmenarnir, hertir í baráttunni við óblíða náttúru, hafa að afloknum sigri yfir „Svörtu söndunum11 heima fyrir, risið sem einn maður ásamt öðrum þjóðum Sovétríkj- Sioursæl hapátta uifl soaita samla •• f. ' y r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.