Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 13. janúar 1943. 9. tölublað Affurhaldíð þorðí ekfeí að sfílla gegn henní Befra fraust gátu verbamenn efebi volfað stgórnínni fýrír ágæfa frammisföðu og góða sljórn á málum þeirra Sigurður Guðnason formaður. Helgi Guðmundsson varaformaöur Hannes Stephensen gjaldkeri. Eðvarð Sigurðsson fjármálaritari. . Framboðsfrestur til stjórnarkosningar í Dagsbrún var útrunninn í gærkvöldi. Höfðu þá engir listar fram komið annar en sá, er uppstillingarnefnd og trúnaðar- ráð hofðu lagt fram. Var því Dagsbrúnarstjórnin sjálf- kjörin. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu Dágsbrúnar að stjórnin sé sjálfkjörin. Er þetta því eftirtektarverð- ara sem bandalagslisti Héðins Valdimarssonar og íhaldsins fékk í fyrra rúmlega 700 atkv., en listi Sósí- alistaflokksins og Alþýðuflokksins fékk tæp 1100 at- kv. En frammistaða núverandi Dagsbrúnarstjórnar í kaupdeilum síðasta árs hefur aflað henni óskipts trausts og fylgis félagsmanna, svo að Óðinsklíkan treystist ekki til að bjóða fram lista á móti stjorninni. • Þessi tíðindi eru glæsilegasti votturinn um þá ein- ingu, sem nú ríkir í Dagsbrún og skapaðist í hinni sögu- legu baráttu félagsins á liðnu ári. Á laugardag og sunnudag n.k. fer fram allsherjar- atkvæðagreiðsla um lögin og um tillögur frá stjórn- inni viðyíkjandi samningum félagsins. Næsta mánu- dagskvöíd verður haldinn aðalfundur í Dagsbrún. laoanar senda gdd busund mmoa Emil Tómasson ritari. Hér fer á eftir listi yfir stjórn Dagsbrúnar og trúnaðarráðs. Stjórn: Formaður. Sigurður Guðnason, Hringbraut 188. Varaformaður: Helgi Guðmunds- son, Hofsvallagötu 20. Framhald á 2. síðu. Japanar hafa sent mikinn her til lahdamærahéraða Mans- júriu og Sovétríkjanna, og japanskir stjórnmálamenn og hers- höfðingjar hafa undanfarna daga látið ununæli l'alla, sem fela f sér hótanir um árás á Sovétríkin. Japanski forsætisráðherrann, Eiki Tojo, vakti máls á Mand- sjúriumálunum nýlega, er hann skýrði frá í útvarpsræðu frá Tokio, að hann hafi fyrirskipað „strangari hergæzlu á landa- mærum Mandsjúkúo og Sovétrikjanna af landvarnarástæðum." Staðreyndirnar bak við þessa varlegu yfirlýsingu eru þær, að japanska herstjórnin hefur sent 35 herfylki, um 600 þúsund menn, til landamæra Sovétríkjanna, að því er segir í fregn er enska blaðið Cavalcade birtir. Þessi her — Kvantúngherinn japanski — hefur nú tekið sér stöðu við hin löngu landamæri Mansjúríu og Síberíu. Það er almennt á litið ,að erf- itt mundi fyrir Japana að hefja árásarstyrjöld að vetri til, en það er ekki álit sérfræðinga. Að sumu leyti ættu Jpanar hægar með árás meðan fljótin eru lögð og jarðvegurinn harður af frosti. Síðustu 12 mánuðina hefur Rússahatarinn Úmetsú hershöfð ingi þjálfað lið þetta fyrir „úr- slitastundina". Hermenn hans hafa lagt hernaðarlega þýðingar miklar járnbrautir að landamær um Sovétríkjanna. Þeir hafa sauðskinnsfatnað, flugvélar á skíðum, vélarnar gerðar með tilliti til þess að vera notkunar- hæfar í miklu frosti. Skriðdreka og stórskotaliðssveitir hafa ver- ið þjálfaðar miskunnarlaust í frostveðri. Hernaðarklíkur Japana stæra sig af því að þessi her sé bezti japanski herinn. En Rússar eru viðbúnir. I. R. Apanasenko, rússneski hershöfðinginn, sem gengur næst yfirhershofðingja Austur- Síberíuherjanna, er nýkominn til aðalstöðva hersins í Kabar- ovsk, eftir ýtarlegar viðræður Framh. á 4. síðu. Fasístaherírtiír í Kákasus hðrfa í áff fíl Armavír o$ Vorosílovsh Sovétherínn sem sækir fram eftir járnbrautinni frá Stalín- grad til Svartahafs tók í gær bæinn Kúberle og er kominn það nálægt járnbrautarmiðseöðinni Salsk, að hún er í skojtfæri rúss- neska stórskotaliðsins. Milli þessa hers og sovéthersins, sem sækir niður með Don, sunhan megin, er nú aðeins 15 km. Rauði herínn sem tók í f yrradag borgirnar Georgievsk, Min- eralni Vodi og Pjatigorsk sækir nú inn í land Kúbankósakk- anna. Þýzki herinn hörfar í átt til tveggja ramlega víggirtra borga, Armavír og Vorosílovsk. Sókn rauða hersins fram til Armavír þýðir stórhættu fyrir fasistaherinn á Majkopsvæðinu og við Túapse. Sókn rauða hersins í Kákasus hefur verið svo hörð að Þjóðverj ar hafa víða orðið að skilja eftir mikið af hergögnum. í blaði, sem Þjóðverjar gáfu út í Pjati- gorsk, er feitletruð forsíðufyrir- sögn í síðasta tölublaðinu svo- hljóðandi: „Vér höfum tryggt yf irráð vor í Kákasus að eilífu." Litvinoff, sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington, sagði í ræðu í gær, að rússneska þjóðin væri Bretum og • Bandaríkja- mönnum þakklát fyrir hjálp þeirra, sem hefði ekki átt lítinn þátt í því að.Rússar gátu snúið vörn i sókn. Litvínoff taldi aust- urvígstöðvarnar þýðingarmestu vígstöðvar Bandamanna, og lagði áherzlu á að þeim væri Kommúnistaflokknr Frakklnnds styður de Gaulle Einn af miðstjórnarmeðlim- um Kommúnistaflokks Frakk- lands kom í gær til London, frá París. Flutti hann með sér form- lega samþykkt miðstjórnar hins leynilega franska Komm- úsistaflokks um fylgi við frels ishreyfingu ,Stríðandi Frakka' undir forustu de Gaulles. . Kommúnistaleiðtogi þessi hafði fyrir nokkru síðan slopp ið úr fangabúöum nazista í Frakklandi. sýnd verðskulduð athygli. Afrek rússneska loftflotans „Þegar líður að vori, má vænta þess að fyrir alvöru r*eyni á sovétloftflotann", ritar Mase- field í Su'nday Times, London. „Þá má vera að þýzki loftflot- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.