Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. jauuar 1943. plðOVIiJINM Útgefandi: Sameiningarflokhur alþýðu Sósíalistaflokkurtnn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (,fib.) Sigfús Sigurhjartareon Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. fifgreiðsla og auglýsingaskrií- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Sjálfkjörín Dagsbrúnarstjórnin er sjálf- kjörin. Þrátt fyrir víðtækari lýð- ræðislega möguleika til baráttu um stjórnarsætin býður enginn aðili fram gegn stjóm þeirri, sem setið hefur að völdum í Dagsbrún síðasta ár. Það mun vera í fyrsta skipti í sögu Dagsbrúnar, sem stjórn þar er sjálfkjörin og er áreiðanlega í fyrsta skipti, síðan Dagsbrún varð eitt fjölmennasta félag landsins og. einhver voldugasta samtakaheild íslenzkrar alþýðu. Betri traustsyfirlýsingu en þetta getur engin stjórn fengið frá meðlimum félagsins. Og stjórn Dagsbrúnar verðskuldar þessa traustsyfirlýsingu líka full komlega. Hún tók, við félaginu, þegar afturhaldið í landinu hafði lagt það í fjötra eins og önnur vei'klýðsfélög. . Undir stjórn hennar. sleit Ðagsbrún af sér f jötra þessa, braut ísinn fyrir alla verklýðshreyfingu landsins og knúði fram mestu grunn- kaupshækkun, sem verklýðsfé- lögin nokkru sinni hafa fengið. Og samhliða því kappi og dirfsku, sem sýnd var í þessum átökum, sýndi stjórnin hina ýtr ustu gætni og forsjá í þeim mál- um, sem gátu haft hættulegar afleiðingar, svo sem í kaupdeil- unni við setuliðið. Þessari stjórn hefur tekizt að skapa einingu í þessu stærsta verklýðsfélagi landsins, sem er bæði alþýðunni og allri þjóðinni til fyrirmyndar. Sigur einingarinnar í Dags- brún og traustsyfirlýsing Dags- brúnarmanna til stjórnar sinn- ar verður enn meiri, þegar þess er minnzt, að þegar þessi stjórn var kosin með tæpum 1100 at- kvæðum, þá fengu andstæðing- ar hennar um 700 atkvæði, — en nú bjóða þeir ekki fram. Og stjórn þessi hefur svo sem ekki farið varhluta af árásum á þessu fyrsta stjórnarári sínu. Henni hefur ýmist verið borið á brýn „fantatök“ við íslenzka atvinnu- rekendur eða „undirlægjuhátt“ við þá útlendu, — en svo þegar á á að herða, þá dettur engum þeim, sem hæst hefur talað gegn henni, í hug að reyna áð bjóða fram á móti henni. Sigur Dags-. brúnarstjórnarinnar er því að öllu leyti einhver mesti sigur, sem nokkur stjórn hefur öðlazt í sínu verklýðsfélagi. Og sá sig- ur er afleiðingin áf því að undir forustu þessarar Dagsbrúnar- stjprnar hafa reykvískir. verka- menn unnið sína stærstu sigra á sviði kaupgjaldsmálanna og einingarinnár. ÞJÓÐVILJINN Ilfa Eretibúrg: Sjakalarnir eru þefvísír í gömlu mdversku kvæði seg- ir, að þegar tígrisdýrið fari í veiðiför, þá fari sjakalarnir einn ig á kreik — jafnvel fuglar fylgi því eftir, en þegar tígrisdýrið sé á flótta vilji enginn vera vinur þess. Tígrisdýrið er ekki á flótta sem stendur, en þegar hafa nokkrir farfuglar flogið í suð- urátt. Ýmsir af sjakölum Hitlers eru leiknir í því að bregða yfir sig skikkju sakleysisins. Heima fyr- ir ræða Finnar gremjufullir um „hið mikla Finnland“, sem Hitl- er hafi lofað þeim, en gagnvart útlendingum setja þeir upp mæðusvip og andvarpa þungan. Já, og í Colorado héldu gamlar meykerlingar að Finnar ættu í „hreinu varnarstríði“.*) En sjakalarnir í suðri gerðu enga tilraun til meylegrar feimni. Þeir kjömsuðu svo hátt, að allir máttu heyra, og nöguðu beinin, sem lágu eftir í slóð tígr- isdýrsins. „Hin nýja Evrópa“ er fjármál í skáldsögustíl. Hitler greiðir fyrir fallbyssufóður með heilla- skeytum. Mússolíni og Anton- escu eru ekki á föstum launum. Þeir hafa einu sinni ekki fengið loforð um launahækkun. Þeir taka við því, sem að þeim er rétt og lifa í voninni. Mússolíni verður að berjast um Korsíku á sléttunum við *) Hvað sögðu ekki ýmsar „gamlar konur“ hér á íslandi á dögum finnagaldursins?! Það mun enginn neita því, að í Dagsbrún ríki hið fyllsta lýð- ræði. Það er hverjum frjálst að bjóða þar fram. Samt er stjórn- in og allur trúnaðarmannalist- inn sjálfkjörinn. Því hrópa nú ekki vissir menn um einræði. Þetta er alveg það sama og gerst hefur i Rússlandi! Verkamenn ræða hverja þeir skuli hafa sem trúnaðarmenn sína. Reynslan sýnir þeim að þetta eru merrn, sem þeir geta treyst. Og þeir verða sjálfkjörn- ir næst, þótt allir hafi rétt til þess að stilla upp á móti. Það er eining vinnandi stéttar, sem fundið hefur til máttar sins, sem hér er að verki, — stéttar, sem veit að eining vígreifs fjölda er grundvöllurinn að öllum mögu- leikum hans til frekari sigra. Og við skulum vona að það sé ein- mitt skilningurinn og tilfinning- in fyrir nauðsyn þessarar em- ingar, sem veldur þ\n að þeir, sem voru andstæðingar Dags- brúnarstjómarinnar fyi'ir ári .siðan, bjóða nú ekki fram. Beztu óskir alls íslenzks verka lýðs fylgja Dagsbrún og hinni sjálfkjörnu stjórn hennar á hinu nýbyrjaða starfsári. Við skulum vona að Dagsbrún takist að sækja eirts fram á öllum sviðum menningar og félagsþroska á þessu ári, eins og henni tókst að sækja fram á sviði kaupgjalds- niálanria á aiðagfca ártrm Don og skjálfandi af kuldanum á rússnesku steppunni dreymir Bersaglieri um sólarhitann í Riviera. í hverjum mánuði læt- ur Hitler Transylvaníu vera þrætuepli milli Rúmeníu og Ung verjalands. Þó að smáþjófarnir hafi barizt innbyrðis og barið sér að búmanna sið, þá hafa þeir allt til þessa alltaf trúað á færni háyfirþjófsins. En í nóvember 1942 gerðust margir óheillavænlegir fyrirboð ar. Vissir farfuglar hröðuðu sér frá hinum fölnuðu ti’jám í Vichy til grænna og tígulegra pálma. Og nú þegar ræða vissir svart- stakkar um það, að amerískir hafrar séu miklu kraftmeiri fæða en makkarónur úr gervi- efni Rúmenar eru átakanlegasta dæmið um alla krossfara Hitl- ers. Fyi'ir 7 eða-8 árum lá leið mín um Rúmeníu. Bændakon- urnar í Rúmeníu gengu berfætt | ar þegar kaldast var veður. En rúmensku auðmennirnir lifðu, þrátt fyrir allan sinn ruddaskap og nesjamennsku, hinu íburðar- mesta óhófslífi. Einmitt þessi ó- þvegnu smámenni og þessa kúg- uðu þræla hefur Hitler sent til þess að „vernda Evi'ópumenn- inguna fyrir bolsévismanum.“ Svo lengi sem rán og gripdeild ir voru aðalatriðið stóðu Rúmen amir sig vel. Þeir svívirtu Odessa, eyðilögðu á Krímskag- anum og saurguðu vatnið í Don- fljótinu. En þá rak tígrisdýrið upp vejn. Ein af kúlum veiðimannsins hafði hitt markið. Sjakalinn fór að þefa í kringum sig. Vera Ilja Erenburg. kunni að nú væri kominn tími til þess að hypja sig og þykjast hvergi hafa nærri komið: Eg gerði eiginlega aldrei neitt í Rússlandi, herra. Eg var aðeins á leiðinni til Transylvaníu frá Búkarest og beygði heldur langt, herra. Við vitum að bændurna í Rúmeníu dreymdi ekki um Stal- íngrad né Novorossisk. Við vit- um að Þýzkaland hefur rúið „Stór-Rúmeníu“ og þjóðin hungrar. En við vitum einnig um fram- ferði Rúmenanna í borgum okk- ar og þorpum. Við vitum hvern- ig þeir kæfðu með gasi íbúana i Odessa, sem höfðu leitað hælis í neðanjarðarbyrgjunum. Við vitum hvernig þeir rændu og brenndu í þorpum Kósakkanna. Við vitum að stund reiknings- skilanna kemur og sjakalarnir reyna að forða sér á flótta ásamt tígrisdýrinu. Félag isMra sfýdenta i Haup- uerðup iinliii ára 21. )ID. D. i Félagið gengst fyrir merkilegri menningarstarfsemi meðai íslendinga á meginlandi Evrópu. Áskorun tii íslendinga um að styrkja þjóðemisstarfsemi Hins íslenzka stúdentafélags í Kaupmannahöfn. Hinn 21. jan. n.k. á Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn hálfrar aldar afmæli. Þótt hljótt hafi verið um þetta félag nú um stund, er þess skylt að minnast, að það á sér merka og viðburðarika sögu og hefur mjög komið við íslenzk stjóramál og menningarmál almennt I , Þegar styrjöldin hófst uröu íslenzkir náxnsmenn og aörir landar á meginlándi Evrópu mjög einangraðir. Mikil hætta er bxíin þessum löndum. vor- ' um ef þeh' slitna algerlega úr ( tengslum við ættland sitt, tungu og þjóöerni. Fyrir þá sök hefur Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn hafizt handa og haldið uppi kvöldvökum fyrir íslendinga í Kaupmannahöfn. Hóf félag- ið' þessa starfsemi haustiö 1941 og hefur haldið henni á^ fram síðan. Kvöldvökurnax fóru þannig fram, aö á hverri vöku var tekið fyrir eitthvert ákveöiö íslenzkt efni, og voru lesnir beztu og skemmtileg- ustu kaflarnir, sem um það fundust í íslenzkum bók- menntum- Kaflarnir voru svo tengdir saman meö' nokkrum orðum til skýrmgar og yfir- lits. Á hverri kvöldvöku var útbýtt fjölrituöum blööum meö íslenzkum kvæðum, sem voru sungin, ýmist af öllum, eöa af kór stúdenta. Voru m- a. rifjuð upp gömul íslenzk tvisöngslög og rímnastemmur. ____________________________3 Lúðvík Jósepsson flyt ur frv. uir. eignar- námsheimild handa Neskaupstað 1. gr. Bæjarstjórn Neskaup- staðar er heimilt að taka eign- arnámi þann hluta jarðarinnar Ness í Norðfirði, sem ekki er þegar í eigu bæjarins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Flestir kaupstaðir landsins munu nú orðið eiga land það, er bæimir eru byggðir á, og með lögum um jai'ðakaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa frá 1941 hefur Alþingi eiimig á- kveðið að stefna að því, að kaup- tún öll eignist allar lóðir og lend ur innan sinna umdæma. Neskaupstaður er einn þeirra kaupstaða, sem eimþá ræður ekki yfir bæjarlandi sínu. Af því á bæjafélagið nú um 18 hxmdr- uð, í óskiptu landi, en um 11 hundruð eru í eigu 6—7 manna. Þessir fáu landeigendur ráða al- gerlega útlánum og leigukjör- um á bæjarlandinu og njóta í ýmsu sérstakra hlunninda, sem þeir sjálflr veita sér. Langur rökstuðningur fyrir þörf og réttmæti þess, að bæjar- stjórnir ráði að fullu yfir landi bæjanna, er óþarfur. Sú rök- semd ein skal nefnd hér, að bæj- arfélögin og eins ríkið auka verð mæti lóða og lendna í kaupstöð- um með margvíslegum fram- kvæmdum, og sjá allir hve óðli- legt er, að einstaklingar skuli njóta þeirra verðhækkana lóð- anna, sem þannig verða til. Hið háa verð lóðanna, sem hið opinbera hefur á þennan hátt skapað, verður síðan beinlínis fjötur um fót bæjarfélaganna með ýmiskonar nauðsynlegar framkvæmdir á bæjarlandinu. Frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt beiðni bæjarstjórnai Neskaupstaðar, sem hefur æ of- an í æ rekið sig á vandkvæði þess að ráða ekki yfir landi því er bærinn er byggður á. Kvöldvökur þessar iuöu mjög vinsælai’ meöal landa í Höfn og kom á völdvökurn- ar margt fólk, sem aldrei hef- ur áöur sézt á samkomum ís- lendinga í Kaupmannahöfn. En kvöldvökur stúdentaí'é- lagsins ná ekki nema til Is- lendinga í Höfn. Þessvegna færðist félagið' þaö stórvhki í fang, að gefa út tímarit á íslenzku, er senda skyldi öll- um íslendingum á meginland inu, sem í næóist. Tímarit þetta hefur nú hafi'ó' göngu sína og heitir „Frón“. En það' má vera vitanlegt öllum mönnum, aö . svo fá- mennt og fátækt félag, sem Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn mun ekki geta staðiö eitt saman undir útgáfu slíks tímaríts. Haustiö 1941 veitti íslenzka ríkisstjóm in félaginu 1000 kr. danskar í styrk til þess aö auka.starf- semi félagsins. Styrkur þessi Framh. á 4. sí'öu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.