Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 1
iiÁntiii iita lUIIVllrJIII 8. árgangur. Sunnudaginn 17. janúar 1943. 13. tblublað. Raufli herinn hefur sóíf íram 50-90 i. í Af ínníkróada hcrnum vesfur af Sfalíngrad (200 þúsund manns) er ekkí effír nema 70—80 þúsund manna her - úrslífakosfum sovéfhersins hafnad ~ alisherjarsókn hafín I tveimur aukatilkynningum, sem birtar voru í Moskva seint í gærkvöld segir frá nýrri stórsókn af hálfu rauða hersins á vígstöðvunum suður af Vorones, og hafa Rússar unnið mikla sigra eftir þriggja daga bardaga, sem þó virðast aðeins byrjunarstig á enn víð- tækari hernaðaraðgerðum. Hin aukatilkynningin skýrir frá úrslitakostum, er sovétstjórnin hefur sett 6. þýzka hernum, sem innikró- aður er vestur af Stalíngrad, og sigursælum árásum á stöðvar hans, eftir að þýzka herstjórnin hafði hafnað úrslitakostunum. 1 fyrri aukatilkynnlngunni segir: Rauði herinn hefur hafið nýja stórsókn suður af Vorones, brotizt gegnum varnarlínur Þjóðverja á þremur stöðum, og sótt fram 50—90 km. á þremur dögum. Þrjú þýzk og sex ungversk herfylki hafa verið sigruð og neydd til undanhalds. Rauði herinn hefur tekið 600 bæi í sókn þessari, 70 þúsund fanga en 15 þúsund fasistahermenn hafa fallið. Fasistaherirnir hafa misst geysimikið herfang. Nyrzti sóknarherinn hefur sðtt fram til staðar sem er um 90 km. suðvestur af Vorones og 30 km. vestur af Don. Miðher- inn hefur tekið tvær járnbraut- arstöðvar á linunni milli Voro- nes og Rostoff og sá syðsti hef- ur tekið bæ sem er á járnbraut- arlínunni 125 km. suður af Kantemírovka. . Verður megín þorra 6, . hersíns forfíml? t seinni aukatilkynningu frá Moskva segir: Um miðjan nóvember voru 200 þús.—225 þús. fasistaher- menn innikróaðir vestur af Stal íngrad. Frá 23. nóv. hefur hring- urinn um her þennan verið al- gerlega lokaður. Aðstaða þessara herja varð brátt mjög erfið, einkum vegna þess, að matvæli voru af skorn- um skammti eftir að aðflutn- ingsleiðunum hafði verið lokað. Mannfall hefur verið svo mik- ið, að hirm innilokaði her telur nú varla nema 70—80 þúsund menn. Hinn 8. janúar sendi sovét- stjórnin yfirmanni innikróaða hersins, Paulus hershöfðingja, úrslitakosti. Var þess krafizt að allur innikróaði herinn gæf i upp vörn og afhenti hergögn sín notkunarhæf. Gegn því ábyrgð- ist sovétstjórnin að allir her- menn og liðsforingjar skyldu líf i halda, og verða fluttir heim til Þýzkalands að stríðinu loknu. Svar átti að berast f yrir kl. 10 að morgni 9. janúar, og var ná- kvæmlega kveðlð á um hvar og hvemig svarinu skyldi skilað. Þýzka herstjórnin neitaði að ganga að þessum úrslitakostum. Daginn eftir, 10. janúar, hóf rauði herinn árásir í stórum stíl á stöðvar innikróaða hersins og hefur sótt fram 20—30 km. á þeim sex dögum sem liðnir eru. Á þessum dögum hefur rauði herinn tekið 30 þorp og virki hundruðum saman. Herfang Rússa er mjög mik- ið, þar á meðal 370 járnbraut- arvagna, 500 skriðdreka, 900 fallbyssur, 10 þúsund vélbyssur og 15 þúsund vélknúin farar- tæki. Auk þess hefur gífurlega mikið af hergögnum fasistaherj- anna verið eyðilagt í bardögun- um. Rauði herinn hefur tekið 7000 fanga og 5000 fasistahermenn hafa fallið í bardögum þessum. Kákasusvígstöðvarnar Rauði herinn í Kákasus hefur sótt hratt fram eftir aðaljám- brautunum í átt til borganna Armavír og Vorosilovsk. Herinn sem sækir fram til Salsk, hefur tekið hæðir öðru megin Manitsdalsins, er hafa mikla hernaðarþýðingu. Uppreisnarhreyfing magnast í Frakklandi Það má heita að hernaðará- standi hafi verið lýst yfir í Ly- on, og hafa 90 menn verið hajtid- teknir. Þeim er gefið að sök þátttaka í leynilegri pólitískri starfsemi og er tilkynnt að skjöl og áróð- ursbæklingar hafi verið tekin á heimilum þeirra. í hafnarhverfunum í Marse- illé hefur lögreglan framkvæmt víðtækar húsrannsóknir og hand tekið fjölda manna. írak segir þýzkalandi ítalíu og Japan stríð á hendur írak hefur sagt Þýzkalandi, Italíu og Japan stríð á hendur, og segir í fregn frá London að það sé „fyrsta Arabaríki, sem farið hefur í stríð sem banda- maður Bretlands". Forsætisráðherra íraks flutti stríðsyfirlýsingu í útvarpsræðu, og lýsti yfir því, að þjóðin fylkti Framh. á 4. síðu. DaDsbFðnariBenn! FulMð uhhur n haosmunamííl yiar. Greiöið aHi! AUsherjaratkvæðagreiðslan í Dagsbrún gegn kaup- lækkun og fyrir eflingu félagsins hófst í gær. Mörg hundruð vérkamenn neyttu atkvæðisréttar síns. í dag heldur atkvæðagreiðslan áiram frá ki. 10 ár- degis til kl. 10 í kvöld og verður henni þá lokið. í dag verður aðalsókn Dagsbrúnarverkalýðsins. Enginn má liggja á liði sínu. Hver einasti verka- maður þarf að greiða atkvæði sitt gegn kauplækkun- arherferð stríðsgróðamannanna. Öll alþýða landsins fylgist með frammístöðu ykk- ar, Dagsbrúnarmenn. Því betur, sem þið f jölmennið á kjörstað, því öflugra verður viðnám félagsins gegn yf- irvofandi árásum og því öflugri verður viðnámsþrótt- ur alþýðunnar í heild. — Allir á kjörstað í dag! EINHUGA GEGN KAUPLÆKKUN! Sósíalístar í Dagsbrtin Sósíalistar í Dagsbrún Munið að greiða atkvæði í Dagsbnin og hvetja alla, sem þið hittið til þess að gera slíkt hið sama. Vinnið að því, að milljónamæringarnir fái verðugt svar frá öllum verka mönnum við launalækkun- arherferðinni, sem þeir hafa á prjónunum. Stjórn Sósíalista- * félags Reykjavíkur Llifluíh lQSiisson flufnp ti ingsUtDRar. Iðiu É afl rannsaha uirhjun baoaríoss ÞingsályktunartiUaga sú, sem Lúðvík Jósefsson f lytur um þetta mál hefur hina mestu þýðingu fyrir Austurland, fer hér á eftir, ásamt greinargerð. í Neskaupstað er olíuhreyfi- stöð algjörlega ófullnægjandi. Á Eskifirði er ein elzta vatns- aflsstöð á landinu mjög úr sér gengin, svo að þorpið verður raf- magnslaust, ef ekki verður bráð lega ráðin á þessu bót. Frá Reyðarfirði liggur nú fyr- ir þinginu beiðni um allmikla ábyrgðarheimild til óverulegrar aukningar á rafveitunni þar. Fáskrúðsfjörður á við alltof litla raforku að búa,- sem tæp- lega nægir til ljósa. Héraðið allt er rafmagnslaust, nema hvað Eiðaskóla og Hall- ormsstaðaskóla viðvíkur, auk einstakra bæja. Frh. á 4. síðu. „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta fram fara á sumri komanda ýtarlega rann- sókn á virkjun Lagarfoss og dreifingu orkunnar með tilliti til raforkuþarfar Austurlands. . Greinargerð. Á Austurlandi er raforkumál- um illa komið. í þeim þorpum, sem rafmagn hafai eru rafstöðv- ar og veitur gamlar og ófull- nægjandi, og má heita, að í sum um þeirra sé nú sem næst raf- magnslaust, Á Seyðisfirði er gömul og ó- nóg vatnsorkustöð, og stendur fyrir dyrum allveruleg aukning | á henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.