Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 2
ÞJÖBVÍLJÍNN Sunnudaginn 17. janúar 1S43. JffiööEffiffiffifaaöö Pót til Vestmannaeyja. og Freyja til Breiðafjarðar á morgun (mánudag). Flutningi í bæði skipin veitt mótttaka til hádegis sama dag. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofimarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. Gjöf tíl sfiídi entagarðsítis Richard Thors framkvstj., fyrir hönd Kveldúlfs h. f. sendi nýja stúd- entagarðinum í dag að gjöf andvirði eins herbergis, kr. 10.000.00. Bygginganefndin hefur beðið blaðið að færa gefendunum alúðar- þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf, og var þess um leið getið, að þetta væri ekki fyrsti virjsemdarvottur frá fjölskyldu framkv.stj. til stúdenta, því að Thor Jensen gaf á sínum tíma tvö herbergi til byggingar gamla stúdentagarðsins. Daglega nýsodín svið. Ný cgg, S9ðín og hrá. Kaffísalan Hafnarsfrasfi 16. Munið Kaffísðluaa Hafnarsfræfí 16 Dagsbrúnarmenn Allsherjaratkvæðagreiðsla hefst kl. 10 f. h. í dag og verður lokið kl. 10 í kvöld. KJÖRSTJÓRNIN Málarasveinar! Aðalfundur Málarasveinafélags Reykjavíkur verður hald- inn sunnudaginn 24. jan. 1943 kl. 1.30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún verður haldinn í Alþýðuhús- inu Iðnó, mánudaginn 18. jan. 1943, kl. 8,30 e. h. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnarinnar. :•¦%* Reikningar félagsins. 3. Skýrsla um stjórnarkosningu og úrslít allsherjaratkvæðagreiðslu. 4. Ákvörðun um samninga félagsins. 5. Ársgjald yfirstandandi árs. 6. önnur mál. Félagar, mætið stundvísléga. Sýnið skírteini við innganginh. STJÓRNIN áBcéjat vóöbwvwwtr Í*~Gtt3Z-JfI£BB>. Tilraun, sem ekki tokst Þegar þingið kom saman í haust áttu afturhaldsseggir þess og auð- valdsherrar þjóðfélagsins aðeins eina ósk, — heita ósk og innilega og ,— hún var að gera Sósíalista- flokkinn og vinstri þingmenn, úr öðr um ílokkum, ábyrga fyrir aftur- haldspólítík, er stefnir að því að tryggja milljónamæringunum völd og aðstöðu til framhaldandi stór- gróða á kostnað hins vinnandi fjölda. Öll baráttan fyrir myndun „þjóðstjórnar" eða fjögurra flokka stjórnar stefndi að þessu marki og engu öðru. Hvernig gat þeim dottið þetta í hug? f, Margir munu undrast að aftur- haldsseggjunum skyldi koma tú hugar að hægt væri að ginna vinstrimenn þannig sem þursa. En þetta er þó alls ekki undarlegt, þc ar betur er að gætt, þeir höfðu reynt þetta áður og það hafði tekizt. Það er einmitt þetta, sem gerðist, þegar þjóðstjórnin sálaða var mynduð ár- ið 1939. Með hinar alkunnu blekk- ingar um þjóðarheill og þjóðarhag á vörum, fengu þeir frjálslynda menn úr Alþýðuílokknum og Framsóknar- flokknum til að aka vagni stríðs- gróðamannanna, en einmitt reynsl- an af þeim akstri, mun hafa forðað þessum sömu mönnum írá að gína við flugu afturhaldsins að þessu sinni. Ríkisvaldið getur ekki ver- ið hlutlaust í stéttabarátt- unni Sú staðreynd sem auðvaldsherrar allra auðvaldsríkja vilja fyrir hvern mun að þjóðirnar gleymi, er stétta- baráttan, og stundum tekst þeim furðanlega að láta hana gleymast. En hvort sem stéttabaráttan er gleymd eða munuð, innan auðvalds- þjóðfélags, þá er hún háð. Meðan þjóðirnar skiptast í launastéttir og stóreignastéttir, fer fram baratta milli þessara stétta um skiptingu arðsins, sú barátta verður háð, hvort sem mónnum líkar betur eða verr, meðan þessi stéttaskipting er til. Einn er sá aðili, sem sízt allra getur verið hlutlaus í þessari bar- áttu, það er ríkisvaldið, og ríkis- stjórn, sem einn áðalhandhafi þessa valds hlýtur því ætíð að verða aðili í stéttabaráttunni. Þetta er þeim ljóst Engum er þetta ljósara en auð- mönriunum og fulltrúum þeirra, þeim er einnig ljóst að máttur launa stéttanna er vaxandi, hann vex með aukinni þekkingu þeirra og þroska, þess vegna leggja fulltrúar aftur- halds og auðvalds nú megin áherzlu á, að gera þær ábyrgar fyrir ríkis- .stjórn, sem þegar Öllu er á botninn hvolft, tryggi að ríkisvaldið sé í þjónustu yfirstéttanna. Til að ginna vinstri menn til stuðnings við slíka stjóm munu auðjöfrarnir fúsir til að láta launastéttunum nokkur stundarfriðindi í té, vissulega munu þeir fúsir að kaupa rikisvaldi sínu líftryggingu fyrir all ríflegar upp- hæðir. Þegar þetta herbragð ekki tókst Þegar afturhaldinu tókst ekki að gera vinstri öflin i þinginu ábyrg fyrir nýrri þjóðstjórnarpólitík hóf það ramakvein, og barst lítt af. Þá var mynduð stjórn sú, sem nú situr. Sósíalistum var ljóst, þegar frá upp- hafi vega, að þessi stjórn hlaut að beit-a ríkisvaldinu til hagsbóta fyrir yfirstéttina, enda þótt þess mætti vænta, að hún gerði það ekki á jafn ósvífinn hátt og hrein flokksstjórn afturhaldsins mundi gera. Við þessu var ekkert að segja, þar sem vinstri öfl þingsins voru ekki reiðubúin til að taka ríkisvaldið í sínar hendur. Nú er afturhaldið að átta sig á þess- ari staðreynd og er nú svo komið að vart má á milli sjá, hvor annar stjórinn heitir Jónas Jónsson eða Ólafur Thors. Morgunblaðið, sem fjálglegast skrifaði um að þinginu bæri að mynda stjórn á venjulegum þing- ræðisgrundvelli, er nú orðið álíka akveðið stjórnarblað eins og Vísir. Þannig dregur að því sem verða vill og verða hlýtur að núverandi ríkis- stjórn verði stjórn afturhaldsins og verkfæri í höndum þess í stéttabar- áttunni. Frá Atþíngí Neðri deild: 1. mál var frumvarp til laga um stofnun embættis háskóla- bókavarðar 2. umræða. Breyt- ingartillaga Páls Zophqníasson- ar um að launakjör þessa bóka- varðar skyldi verða þau sömu og laun landsbókavarðar var felld. Frumvarpinu var yísað til 3. umræðu. 2. mál: Frumvarp til laga um heimild til að selja Stagley. 1. umræða. Vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. 3. mál: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um að reisa nýjar síldarverksmiðjur. 1. um- ræða. Efri deild hefur sam- þykkt þetta frumvarp og fer það í þá átt að engum sé heimilt að reisa lýsisbræðslustöðvar nema leyfi Alþingis komi til. Frum- varpinu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. 4. mál: Frumvarp til laga um nýbyggingasjóð fiskiskipa. 1. umræða. Vísað til 2. umræðu og s j ávarútvegsnef ndar. 5. mál: Frumvarp til laga um einkasölu á bifreiðum o. s. frv. og um úthlutun bifreiða, frh. 2. umræðu. Atkvæðag*reiðslu um málið var frestað. Þá voru önnur mál tekin út af dagskrá og fundi slitið. Jafnharðan var settur annar fundur og lá fyrir honum frum- varp til laga um innflutning og meðferð gjaldeyris endur- sent í'rá efri deild með þeirri breytingu, að í Viðskiftaráð mætti ekki skipa fulltrúa sér- stakra stétta eða félaga, né heldur menn, sem eiga beinna hagsmuna að gæta í sambandi við storf ráðsins, eða eru í þjón- ustu aðila, sem svo er ástatt um. Þannig breytt var frum- varpið samþykkt með 19 sam- hljóða atkvæðum og afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! Smisloff Moskvameistari í skák 1942. Skákkeppni um meistaratitilinn í Moskva 1942 var háð í nóvember, og varð sigurvegarinn Smisloff, 22 ára stúdent við Verkfræðingaháskólann í Moskva, hlaut 12 vinninga í 15 skákum. Öll efstu sætin voru unnin af ung- um skákmönnum. Úkraínumeistar- inn Boleslavski varð annar, hlaut 11 vinninga. Þriðja og fjórða sætið hlutu Kotoff og Lilienthal með 10% vinning hvor. Ýmsir af meisturunum, sem venju lega taka þátt í Moskvakeppninni voru fjarverandi að þessu sinni, flestir á vígstöðvunum. Nefndin sem stjórnaði skákkeppn- inni sendir nú skákfréttablað til her- mannanna á vígstöðvunum. Raddír verkalýdsins Dagsbrúnarmenn! Gerið skyldu ykk- ar í dag Heiðruðu félagsbræður, Dags- brúnarmenn! Kosning sú, sem nú fer fram í Dagsbrún er með öðru sniði en undanfarið. Nú er ekki deilt um stjórn eða trúnaðarráð, og er það gleðilegur vottur þess, að Dagsbrúnarmeðlimir kunna að meta vel unnin verk að mak- leikum. Þau verðmæti, sem vinnandi stéttinni háfa unnizt á síðast- liðnu starfsári, er þegar byrjað að rífa niður í skrifum auð- valdsblaðanna. Því ber öllum Dagsbrúnar- mönnum skylda til þess að mót- mæla við kjörborðið. Það er mesta traustið, sem við getum sýnt stjórn Dagsbrúnar, mesti styrkurinn til þess að halda unnum kjarabótum. Eg vona það, að samtakamáttur stéttar- bræðra okkar hafi á síðastliðnu sumri vakið okkur til vitundar um afl okkar. Með félagskveðju. Hjörtur. Gjof til Heyrnarhjálpar Fyrir nokkrum dögum færði valinkunnur , stórkaupmaður hér í bæ, mér 520 krónur frá tveimur litlum dætrum sínum með þeim ummælum að fé þetta ætti að ganga til greiðslu heyrn- artækis handa einhverjum, sem hefði þess brýná þörf en ætti erfitt með að greiða það af eig- in rammleik að áliti félags- stjórnarinnar. Færi ég hérmeð gefendum þessum hjartans þakkir fyrir gjöfina. Reykjavík 14. janúar 1943. f. h. Félagsins Heyrnarhjálp. P. Þ. J. Gunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.