Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 17. janúar 1343. ÞJÓÐVILJINN 3 þlðOVIUINR Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýfiu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. íVfgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Simi 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Baráftan víd gagnrýnína Versti óvinur sérhvers þjóð- félags, sem komið er að fótum fram, er gagnrýnin. Þetta hafa valdhafarnir á íslandi ljóslega fundið, og þeir hafa látið sér að kenningu verða og hafið skipulagða og vel undirbúna herferð gegn gagnrýninni. Hvað eiga líka handhafar rík- isvalds að gerat sem hefur ver- ið misbeitt á eins herfilegan og svívirðilegan hátt, eins og ís- lenzka ríkisvaldinu? Þeir hafa um tvennt að velja, að gefast upp, sleppa ríkisvald- inu úr hendi sér, eða verja víg- ið með „kjafti og klóm“, og þá fyrst og fremst með því að þagga niður í öllum gagnrýn- endum. íslenzka auðvaldið hefur val ið síðari kostinn. Þegar nefndir þess og starfkerfið í heild, var orðið svo fúið og maðksmog ið, að hvergi varð fingri á drep- ið án þess sjúkt væri fyrir, samdi það ný hegningarlög, og ákvað að fyrir hverskonar að- dróttanir og ásakanir í garð op- inberra starfsmanna, skyldi refsað verða, þótt sannar og sannaðar væru. „Aðdróttun þótt sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlíðilegan hátt“, segir í 108. grein hegningarlag- anna, sem íslenzka auðvaldið setti í árslok 1939 til þess að þagga niður gagnrýnina þegar það sjálft fann að málstaður þess var óverjandi. Ákvæðum þessara laga og þessarar greinar hefur nú verið beitt af Hæstai'étti, til að dæma Þórodd Guðmundsson alþingis- mann í sektir fyrir að lýsa nokkrum þáttum og þó senni- lega ekki þeim verstu, í starfs- ferli síldarútvegsnefndar, vænt anlega með þeim árangri, að ýmsir, þó vonandi ekki allir, veigri sér við að segja það sem þeir vita sannast og réttast um þessa virðulegu nefnd, því nefndarmenn hafa nú fengið hæstaréttardóm fyrir því, að þeir séu opinberir starfsmenn, og óleyfilegt að segja um þá óþægilegan sannleika, þótt sannað sé að satt sé sagt. Öllum hugsandi mönnum ber að gera sér ljós þau sjúkdóms- einkenni, sem á síðari árum hafa komið í ljós hjá íslenzka auðvaldsþjóðfélaginu. Það atr- iði, sem hér er gert að umtals- efni, er aðeins eitt af mörgum, en það eitt út af fvrir sig, að Brúin Einn góðviðrisdag síðast í | október, þegar hlé hafði orðið ; á bardögunum, teygðu nokkr- j ir foringjar rauöa hersins úr sér á grasflöt inni í skógun- ■ um, og ræddu hið komandi i verkefni: að brjótast gegn um yrarnarlínur fjandmannanna. Þessi hluti vígstöðvanna hafði verið treystur í ágúst og lá víglínan meðfram á nokkurri, sem aðgreindi þýzka herinn og stöðvar rauða hersins. Einn þein’a, sem lá í gras- inu þetta hlýja haustkvöld, var Mukin hershöfðing5. Hann gerði boö fyrir Sosnov- kin verkfræðing og sagði hon um hvað rætt hefði verið um. „Nú verður þú að finna ráð til þess að skriðdrekarnir komist yfir fljótið, en ....“, — það varö þýðingarmikil bögn — „í fyrsta lagi, verður brúin að vera byggð áður en >óknin hefst, en ekki meðan á hcnni stendur, og í öðru lagi, þá mega Þjóðverjar ekki hafa minnstu hugmynd mn hvað þú ert að gera“. Sosnovkin bað um tuttugu og fjögra stimda frest til þess að ráða fram úr þessu vanda- máli er virtist óframkvæman- anlegt að ráða fram úr. Um nóttina byggði hann í hugan- um fjöldan allan af hinum ótrúlegustu brúm. Loks um morguninn, meðan hann meö dofnum fingrum vafði sér vindling, datt honum í hug síðasta'og eina nothæfa, hug- myndin um gerð brúarinnar. Þegar hann hafði klætt sig fór hann á fund hershöfðingj ans og ’ skýrði honum frá ráöagerð sinni- Brúin yrði gerð eins og venjulegar brýr, að öðru leyti en því, að í fyrsta lagi yröi hún ekki sam- hún undir yfirborði árinnar. Hverjum kafla brúarinnar skyldi komið fyrir niðri í vatninu, og milli þeirra skyldi hera um eins meters bil. Slík brú yrði vitanlega ónothæf *yrir fótgöngul’ö, en hún yrði fær skriödrekum. Þjóðverj- arnir myndu ekki koma auga á hana, því hún yrði 18 bumlimga undh* yfirborði 'atnsms í ánni. Áætlunin var samþykkt og tafarlaust hafizt handa á verkinu. Viður var höggvinn ’iægilega mikill i tvær brýr, - þá, sem átti að koma fyr- ir í ánni og aðra, sem skrið- Irekastjórarnir áttu áð æfa sig á. Meðan á þessu stóð at- hugaði Sosnovkin áðstöðuna við ána. Austurbakkinn, þar sem rauði herinn var, var lágur með aflíðandi halla nið- ur aö straumnum. Vestur- handhafar ríkisvaldsins telja sér nauðsynlegt að beita sér með þessum hætti gegn gagn- rýninni, sýnir, að sjúkdómurinn er alvarlegur og sjúklingurinn ekki lífvænlegur. Konstantín Símonoff: niöri í árstraumnum KONSTANTIN SIMONOFF bakkinn var hár og brattm, og þaðan gátu Þjóðverjar haft ágæta útsýn yfir allt sem gerðist á austurbakkan- | um aö degi til. Með þýzkri ' skyldurækni héldu þeir uppi skothríð á austurbakkann um nætur. Það kom ekki til mála að byggja brúna að degi til, þvi þá gátu Þjóðverjamir fylgst meö hverri hreyfingu. En hvernig var þá hægt að koma bjálkunum fyrir, án þess fjandmennimir yrðu þess var ir? Sosnovkin braut heilann um það án afláts. — Víst sáu Þjóðvegjar allt sem gerð- ist við austurbakkann. En hvað gerði það til? Þá var ekki annað en flytja bjálk- ana fram með vesturbakkan- um. Hæð hans, sem gaf Þjóð- verjum útsýni yfir austur- bakkann, huldi um leið fyrir þeim þáð, sem gerðist við vesturbakkann. Spölkorn fyrir ofan var bugða á ánni. Þar var hægt að draga bjálkana út í ána, fleyta, þeim vestur yfir og láta siðan straumihn bera þá þangaö sem brúin átti að vera. Til frekara öryggis gekk Sosnovkin þannig frá brúnni, að skriðdrekum var aöeins fært að fara hana frá austur- bakkanum, en alls ekki aust- ur yfir. Vestasti hluti hennar var svo snarbrattur niður að bakkanum, að skriðdrekar komust ekki þeim megin frá út á brúna, en skriðdrekar, sem komu austan yfir gætu hæglega farið yfir á árbakk- ann. Það tók tvo daga að fella trén og telgja bjálkana til. Þeir, sem að því unnu fengu strangar fyrirskipanir um að láta ekki heyrast til sín, þeg- ar þeir voru að vinna á næt- uraar, Nú var ekki hægt að merkja tré þau, sem saman áttu að falla, meö skriftölum, eins og venja er tii, þáð hefði verið óös manns æði aö nota ljós í aðeins 150 metra fjar- lægð frá stöðvum fjandmann- anna. í þess stað voru trén merkt meö skorum. Þriðju nóttina hófst Sos- novkin handa meö að koma brúnni fyrir í ánni. Það var köld haustnótt og áin var hemuð. Vatnið í ánni náði mönnunum í geirvörtu, þar sem þeir ýttu bjálkunum vestur yfir. Þeir fóru mjög gætilega, því hið minnsta skvamp heföi ljóstráð öllu saman upp. Mennimir unnu tveir og tveir saman og fluttu ekki aðeins trén yfh að vesturbakkanum, heldur einnig grjót og sand, til þess að festa bjálkana með og tókst aö leysa þetta af hendi, án þess að gjálfrið í vatninu kæmi upp um þá. Um morguninn höfðu þeir lokið við 2 hluta brúarinnar, sem voru ósýnilegir, bæði fyr- ir Þjóðverjunurh og rauöa hernum. Næstu nótt luku þeh við aöra tvo og þriðju nóttina viö þrjá, og þar með síðasta hluta hennar. Kúlumar hvinu yfh höfð- um þeirra allar nætur, því Þjóðverjar brugðu ekki vana sínum, áð halda uppi skot- hríð, til þess að koma í veg fyrir alla „óvænta atburði“. Nokkr.'r þeirra, sem unnu að brúarsmíðinni særöust nokkr- ir féllu, en sjúkraber- arnir unnu sitt verk jafn hljóðlaust og brúarsmiöirnir. Brúin var fuligcrö. Síðan liðu dagar 1 eftirvæntingar- fuUri bið, því enginn vissi nvenær sókin skyldi hafin. Kvíðafullur fylgdist Sos- novkin með því, þegar áin fraus og. vatnið lækkáði. Auðvitað hafði hann gert ráð fyrir því. En segjum að áin minnkaöi óvenjulega mikð? Að lokum rann stund sókn- arinnar upp. Um nóttina læddist Sosnovkin og menn hans yfir ána, brutu vakir í ísinn og komu fyrir stólpum til þess að leiðbeina skriðdrek unum. í dagrenningu tóku hundruð byssna að þruma, og samtímis brunuðu skriðdrek- i arnir niður áö ánni og út í j hana. Hinn þunni ís gat eþki haldið þeim uppi, en þvert á móti öllum guðs og manna lögum virtist vatnið gera það. Á undan hinum ferlegu vígvélum fór maður, sem vís- aði þe'm veginn — Sosnov- kin verkfræöingur, lágvaxinn maður í gráum frakka. Von á nýrri bók eftir Theódór Friðriksson Sjálfsævisaga Theodórs Friðrikssonar, í verum, kom út 1941. Var það mikið rit, í tveim bindum, samt. 729 bls. Nú hefur Theodór nýja bók f smíðum, sem ráðgert er að komi út á þessu ári. Þegar bókin 1 verum kom út, sagði einhver að hún væri „íslandskvikmynd í 60 ár“. 1 þessu sambandi er rétt að geta atburöar, sem varpar nokki’u ljósi yfir það, hvemig valdamenn „bókmenntaþjóð- ar'nnar" búa að rithöfundum hennar: Þegar Theódór hafði lokið þessu verki lækkuðu þeir vísu menn, sem úthluta styrkjum til skálda og lista- manna, ritlaun Theódórs úr 1500 kr. niöur í 1000 kr. Vera. má, að þeir hafi haldiö áð Theodór væri nú hættur að skrifa og ekki þyrfti að gera sér rellu út af honum lengur. — Ellilaunin skyldu einkennast af hinu sama og ellilaun annara al- þýðumanna hér á landi til þessa: huðuleysi, vanþakklæti I og nízku. En Theódór Friðriksson er alls ekki hættur að skrifa. — Hann hefur nefnilega aldrei skrifað sér til fjár, heldur af ómótstæöilegri þörf til þess aö tjá hugsanir sínar og reynslu. Þegar ég spurði Theódór um efni þessarar nýju bók hans, svaraði hann: — Það var fyrir hreina tilviljun, að þessarar væntanlegu bókar var getið í blaði fyrir skömmu, annars ætláði ég ekki aö ræöa hana í blööunum, fyrr en ég hef lokið að fullu við hana. Þegar hún er komin út mega blöuin segja þaö sem þeim sýnist um hana. Efni bökarinnar er að miklu leyti frásagnir af ýmsu úr ævi minni, sem ekki er getið úm ííverum, eruþessar frásagnir af atburðum, mönn- um og málefnum, sem ég hef kynnst. Eg hafði hleraö, að' Theódór nefndi einn kaflann í bók s nni: „Ofan jar'ðar og neðan“ og spurði hann því sérstakiega um þann kafla. Hann hló við og svaraði: — Víst er svo, og það er einnig rétt, áö þar er sitt af hverju saman komið og á máske eftir að veröa meira áður en lýkur. Meira vildi hann ekki láta hafa eftir sér, en hitt er víst, aö margan mun fýsa áö lesa 1 það, hvernig augum Theódór iítur á lif ð — „ofan jarðai' og neðan“. Bókin verður 20—25 arkir aö stærð, og mun koma út á þessu ári- Arnór Sigurjöns- son mun skrifa formála að henni. Auglýsið í Pjódv.Ijaaum H>«OO«íPO«0<XK(OÖ0O<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.