Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1943, Blaðsíða 4
'tfk þJÓÐVILJINN Helgidagslæknir: Halldór Steíáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir: Ólafur Jóhannsson, Gunnarsbraut 39, sími 5979, Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir aðfaranótl þriðju- dags: Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. »OO0OOOO*OOOOOOOO Flokkurinn ?<xxxxx> x>oooo' Félagsfundur, sem verða átti n. k. mánudag (18. jan.) fellur niður. Rafvlrkjun Lagarfoss Framhald af 1. síðu. Eins og þessi lýsing ber með sér, verður innan skamms að gera einhverjar ráðstafanir til verulegra endurbóta í öllum þorpum þar eystra. Við þau flest háttar þannig til, að mögu leikar eru þar til smávirkjana, sem þó gera ekki meira en að fullnægja þröfinni í bili, ef i þær er ráðizt, hvað þá að vera til frambúðar. Sú skoðun ryður sér nú æ meira og meira til rúms, að stéfna beri að fáum en stórum virkjunum, en hverfa frá hinum mörgu og dreifðu smávirkjun- um. Fyrir Austurland er ekki um að ræða til slíkrar virkjunar nema eitt fallvatn, þar sem er Lagarfljót. Þrátt fyrir þetta hefur engin nákvæm rannsókn farið fram um virkjun Lagarfoss. Að vísu » er til ágizkun um virkjanlegt afl í fossinum og það talið um 30 000 h. a. en um aðstöðu til virkjunar og dreifingar orkunn- ar til byggða og þorpa austan- lands eru engar áreiðanlegar heimildir til. Má segja, að A'ust- urland hafi hér verið sniðgeng- ið, því að í öðrum fjórðungum landsins hafa verið gerðar all- verulegar athuganir um þessi atriði. Á síðasta Alþingi var kosin milliþinganefnd í raforkumál- um. Átti hún einkum að gera til lögur um fjáröflun til þess að koma upp rafveitum, sem'gætu komið nægri raforkt út um all-. ar byggðir landsins. Þá var og ríkisstjórninni falið að látá rann saka skilyrði til vatnsaflsvirkj- ana í fallvtönum landsins. Þessi tillaga, sem hér liggur fyrir, er fram borin þrátt fyrir þessar fyrri samþykktir, til þess að ákveða það skýlaust, að rann sókn á virkjunaraðstöðu fyrir: Austurland, í' Lagarfossi, fari fram á sumri komanda. Þorp og sveitir eystra bíða nú eftir að fá úr því skorið, hvort kleyft sé að virkja sameiginlega á einum stað eða hvort þau eigi að ráðast í sína virkjunina hvert. Rannsókn þessi er því að- kallandi nauðsynjamál, sem eng an drátt þolir. Það fer ekki hjá því, að ef þessi rannsókn leiðir það í ljós, eins og flutningsmenn búast við, að stórvirkjun í Lagarfossi sé heppilegri leið en sú, sem hing- að til hefur verið farin, muni rrföð fremíi sköpast nýrr ög sbór- I TJARNARBlO Þeir hnigu til foldar (They Died With Their Boots On). Amerísk stórmynd úr eevi Custers hershöfðingja. Errol Flynn Olivia de Havilland Sýnd kl. 4 — 6.30 — 9. Böiinuð fyrir börn innan 12 ára. Kl. 2,30 3,30: Smámyndasýning, NÝJA BÍÓ Drúfur reiðinnar (The Grapes of Wrath) Stórmynd gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögu eftir JOHN STEINBECK. Aðalhlutverkin leika: HENRY FONDA, JANE DARWELL, JOHN CARRADINE. Sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 3 og 5. PÓSTRÆNINGJARNIR Spennandi Cowboymynd með JOHNNY MackBROWN Bönnuð fyrir börn »» Dansinm í Hruna" eftir Indriða Einarsson. Sýning í kvöld kL 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. BreyfíngarfíUögur sósíalísfa voru fíka fefldar í efrí deífd Frumvarp rikisstjórnarinnar utn inuflutning og gjalde.vrismeðferð var til 2. umræðu á fundi efri deildar, er hófst kl. 1,30 e. m. i gær. Frumvarpinu hafði verið visað til fjárhagsnefndar og flutti hún svo- hijódandi breytingartiliögu við 1. gr. frumvarpsins: „Eigi má skipa í viðskiptaráð full- trúa sérstakra stétta eða félaga, né1 heldur menn, er eiga beinna hags- muna að gæta í sambandi við störf ráðsins eða eru í þjónustu aðila, sem svo er ástatt um". Brynjólfur Bjarnason benti á, að þó tillaga þessi væri til nokkurra bóta, að því leyti sem hún þrengdi vald ríkisstjórnarinnar til skipun- ar manna í viðskiptaráðið, þá væri hún engin lausn á því atriði, sem Sósíalistaflokkurinn hefði lagt aðal- áherzluna á, þ. e. samráð ríkis- stjórnarinnar og þingflokkanna um val manna í viðskiftaráðið. Flutti hann því breytingartillögu 6am- hljóða þeirri, sem Einar Olgeirsson flutti við afgreíðslu málsins í neðri deild. Breytingartíllaga Brynjólfs var felld með 10 atkv. gegn 3, en tillaga fjárhagsnefndar samþykkt. Sfrídsyfirlýsíng írafes Framhald af 1. síðu. sér einhuga um málstað Banda manna. Brezkur her hefur haft bæki- stöðvar í írak síðan í apríl 1941. Fasistinn Rasíd Alí hrifsaði völdin í landinu og hóf bar- áttu gegn Bandamönnum, en beið ósigur og flýði land. felldir möguleikar fyrir Aust- firðinga til margháttaðrar at- vinnu og menningarskilyrði einnig stóraukast. Var frumv. síðan samþ. þannig breytt, og á öðrum fundi strax á eft- ir afgreitt frá deildinni og endursent neðri deild, sem mun þá þegar hafa afgreitt það sem lög. Einróma samþykkt að fela Alþýðusambandsstjðrn að semja fyrir Verklýðs- félag Sandgerðis og Mið- neshrepps. í fyrrakvöld kl. 10 lauk alls- herjaratkvæðagreiðslu, sem fram fór í Verklýðsfélagi Sand- gerðis og Miðneshrepps um það, hvort f élagið vildi heimila stjórn Alþýðusambandsins að semja fyrir félagsins hönd við eigend- ur hraðfrystihúsanna og stöðva vinnu ef samningar ekki nast Hafði atkvæðagreiðslan þá staðið í tvo daga. Atkvæði greiddu 57 og voru allir með því að gefa stjórn Al- þýðusambandsins heimild til þess að stöðva vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem ekki væru búnir að semja fyrir 24. þ. m. Hreppstjórinn taldi atkvæðin og úrskurðaði hann 6 atkvæði ó- gild. Á 4 atkvæðaseðlum var krossað aftan við já, en á tveim var jé skrifað fyrir framen já. & DREKAKYN Eftir Peari Buck hafði, en hann þekkti hana svo vel að hann vissi að hún mundi fljótt finna ef hann reyndi að fela eitthvað fyrir henni, og áður en hann vissi voru þau komin heim og hann hafði ekki komizt að neinni niðurstöðu. Honum fannst hann aldrei hafa verið svo fljótur heim frá borg- inni, enda þótt hann héldi á barni í fanginu og þetta væri um næturtíma. Ling Sao hijóp inn i húsið og kveikti á oliulampanum, sem hún vissi að mundi standa á sínum stað á borðinu. Einhverskonar borð var þar, en borðplatan var lögð milli tveggja stólpa sem reknir h'öfðu verið í moldarglófið, og þegar hún sá þetta og allt það annað sem ljósið sýndi henni, brast hún í háværan grát. Hvar er allt sem ég átti, hrópaði hún, og starði allt i kringum sig. — Hvar eru allir stólarnir okkar og langa borðið, og fannstu aldrei kertastjakana? Eg heyrði ekki betur en þú segðist hafa gert við allt og sett hlutina á sinn stað.. Og meðan hún,bar upp kveinstafi sina horfði hún allt í kringum sig og tók alltaf eftir einhverju sem vantaði. Hvar eru litlu hliðarborðin mín sem ég kom með heim- an frá mér — eru þau líka týnd? Gaztu ekki fundið tvo stóla sem saman áttu. Karlmennirnir tveir voru orðnir herbergjunum vanir eins og þau voru, og þeir höfðu nærri gleymt öllu því sem átti að vera þar, af því að þeir voru karlmenn og höfðu ekki þann starf a að þurrka af innanhússmunum dag hvern. Þeir stóðu eins og fífl meðbörnin í fanginu en hún hljóp úr einu herberginu í annað og saknaði alstaðar einhvers, og settist loks niður og hágrét af söknuði yfir öllu því sem hún hafði misst. Karlmennirnir urðu að leggja frá sér börnin og fara að hugga hana, og þeir lðgðu sig svo fram að þeirra eigin harmur varð fjarlægari. Æ, hvernig á ég að geta stjórnað heimilinu, andvarpaði Ling Sao, og hvernig á ég að halda heiðri mínum gagn- vart öðrum konum? Heimilið mitt var alltaf öðrum til fyr- irmyndar, allt var bezt og fullkomnast hjá mér, en nú á ég ekkert sem í lagi sé. Hún vissi það ekki sjálf, en það var ekki af þessum ástæðum einvörðungu að hún grét. Hún grét vegna þess að hún var "dauðþreytt og af því að börn hennar voru dáin pg dreifð, og af því að hún hafði hugboð um að heim- urinn sem þau urðu að lifa í, yrði aldrei samur og áður. Henni fannst að hún gæti aldrei látið huggast, og karl- mennirnir tveir gáfust loks upp við að hugga hana; sonur hennar fór inn til sín en Ling Tan bölvaði hástöfum, fyrst kvenfólkinu, sem gæti saknað svo mjög dauðra hluta og svo formælti hann stríðinu og því að stríð skyldu vera til 56é í heiminum. Stilltu þig, gamli minn. Eg veit að ég hef ekki verið þér eins og góð kona á að vera, en nú skal ég hætta allri vitleysu. Komin er ég heim, og fer ekki aftur, hvað sem á dynur. Við skulum halda saman hér í húsinu okkar, þú og ég, hvað sem bölvuðum óvinunum líður. Hann hætti að gráta og þerraði augun, en hún virtist hlusta eftir einhverju og loks kom spurningin, sem Ling Tan vissi að hlaut að koma: Sefur yngsti sonur okkar svo fast, að hann heyri ekki móður sína koma heim? Þá vissi hann að hann mundi ekki geta leynt hana neinu og réttast var að segja henni sannleikann allan. Fyrst hún ætlaði að verða hjá honurn og þau urðu að bera sameiginlega það, sem framundan var, urðu þau að skipta byrðinni jafnt. Og hann sagði henni með erfiðis- munum og löngum þögnum hvað gerzt hafði. Bölvaðir séu állír'þeir karlmenn sem fæðast í heiminn til þess að eyðileggja allt með styrjöldum! hrópaði hann. Bölvaðir séu þeir sem leggja heimili okkar í rústir og saurga konur okkar og gera allt okkar líf að angri og ótta. Bölvaðir séu þeir strákslegu karlmenn, sem ekki geta látið sér nægja að slást og deila á unglingsárum, en eru þau. börn á fullorðinsárum að halda áfram að berjast og eyðileggja með því líf óg heimili heiðarlegs fólks eins og við erum! Bölvaðir séu þær konur, sem fæða karlmenn, er verða til að hleypa af stað styrjöldum og bölvaðar séu ömmur þeirra og allt þeirra slekti. KS & &

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.