Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgíragur. VILIBNN Þrlðjudagur 19. janúar 1943. 14. tölublað. Rauðí hcrínn brýzt vcstur yfir fljótin Donefs og Manífs (í Kákasus) og fekur kín ðflugu ígulvírki Þjóðverfa Míllerovo og Kamenskaja Sovéther- undir stjórn hershöfðingjanna Vorosíloffs og Súkeffs, hefur rofið umsáturshring fasistaherjanna um Leníngrad. Eftir sjö daga harða bardaga hefur Leníngradherinn og Volkoffherinn náð saman, og þar með bundið endi á umsátur annarrar stærstu borgar Sovétríkjanna, sem hófst fyrir 16 mánuðum, er fasista- herimir brutust norður til Ladoga. - Fregnin um þennan nýja stórsigur kom í aukatil- kynningu er sovétstjórnin birti f gærkvöld. Efni til- kynningarinnar er sem hér segir: Fyrir nokkrum dögum hóf sovétherinn suður af Ladoga sókn araðgerðir í því skyni að rjúfa mnsáturshringinn um Leningrad. Á þeim mörgu mánuðum, sem umsátrið hefur varað, hafa Þjóð- verjar gert þetta hérað að ramlega viggirtu vamarsvæði, sem m. a. var búið öllum nútímavamartækjum gegn skriðdrekum. IM Mo i Hiu i öfluori sfihi, 190 hm. ira IMs Á laugardagsmorgun hóf áttundi brezki herinn sókn í Líbíu, og hafði í gær sótt fram á 100 km. breiðri víglínu til norðvesturs. svo að hann á aðeins 150 km. ófama til Tripolis, höfuðborgar Líbíu. Sótti her Montgomerys fram bæði meðfram ströndinni og lengra inn til landsins og braut á bak aftur mótspymu fasista- herjanna. Flugher Breta heldur uppi stöðugum árásum á undanhalds- sveitir Rommels, og baka þeim mikið tjón. Sovétherinn sótti fram úr tveim áttum. Herinn inni i borg- inni hóf sókn frá vestri bakka Nevafljótsins, suðaustur af Slússelbúrg, en herinn frá Ladogavatni sótti að austan. Er herimir höfðu rekið um 14 km. fleyg inn í vamarsvæði fas- istaherjanna, brotizt austur yf- ir Neva og tekið virkisborgina Slússelbúrg og þrjá stóra víg- girta bæi, tókst að brjóta mót- spymu vamarhersins, sem var óvenju hörð, og sækja fram um 80 km. Eftir sjö daga harða bardaga gat herinn á Leníngradsvæðinu í dag, 18. janúar, tekið höndum saman við Volkoffherinn, og þar með bundið endi á umsátur Leníngrads. Fjögur þýzk herfylki, 61., 96., 170 og 227. fótgönguliðsherfylki og þrjár hersveitir úr öðrum her fylkjum, voru sigruð í bardög- um þessum. Þrettán þúsund Þjóðverjar féllu, en 1260 voru teknir til í enskum fregnum er talið aö Montgomery muni ekki ætla sér neitt miima með ! þessum kafla. söknarinnar en töku höfuðborgarinnar Tripol- is, enda hafi áttundi herinn aldrei teflt fram eins miklu liði frá því að sóknin hófst við E1 Alamein. Hersveitir stiíðandi Frakka undir forustu Leclercs hers- höfðingja hafa sótt fram frá Tsad í Mið-Afríku þvert í gegnum Líbíueyðimörkina og sameinazt 8. brezka hemum í strandhéruöunum. Barn verður fyrir bif- reið rg deyr af meiðslunum I fyrradag skeði það slys að f jögurra ára gamall dreng- ur varð fyrir herbifreið á Hafnarfjarðarveginum og slas- aðist svo mikið, að hann lézt í gær á sjúkrahúsinu í Hafnar- firði, en þangað var hann fluttur strax eftir að slysið gerðist. Slysið vildi til siðari hluta dags. Voru 4 börn að leika sér rétt við veginn og ætluöu yfir hann og bar þá þar að ameríska herbifreið. Voru þá þrjú börn á veginum og hægöi bifreiðin á sér meöan þau fóru yfir, en í því kom það síðasta upp á veginn og ætlaði á eftir hinum, en varö fyrir bifreiðinni. Bifreiðarstjór- inn flutti bamió á sjúkrahús- ið í Hafnarfirði. Litli drengurinn hét Einar Örn, sonur Guömundar Ólafs- sonar og Sesselju Einarsdótt- ur á Bakka. MMHI Itrlín N Mtn Brezkar spreng juflugvélasveit ir hafa gert harðar árásir á Berlín tvær nætur í röð, aðfara- nótt sunnudags og mánudags. Komu upp miklir eldar í borg- inni. Þjóðverjar gerðu loftárás á London í fyrrinótt. Eru um 20 mánuðir síðan loftárás var síð- ast gerð á höfuðborg Bretlands. Tíu af sextíu flugvélum sem árásina gerðu voru skotnar nið- ur. fanga. Framh. á 4. siðu M sennUnia u 20 nl. irína Fyrri umraeða um fj árhagsáæfiim Rcýkfavlkurbaeíar fer fram í dag Breyfingarfillögur vænfanlegar frá öllum flokkum • v- i. Fyrrí umræða um fjárhagsáætlun fyrir Reykjavikurbæ fer fram á aukafundi bæjarstjórnar sem hefst kl. 5 i dag. Áætlunln er byggð á reikuingum ársins 1941 og 1942. Tölur allar eru færðnr fcil núverandi verðlags, raeð visitölunni 272. Gjöld eru áætluð 23 millj. 229 þúsund og 7 hundruð krónur. Útsvör eru áætluð 17 millj. 491 þús. og 7 hundruð krónur og aðrar tekjur bæjarins 5—6 millj. kr. 1068 greiddu afkvæðí — 975 með^því að halda fasf víð óbreyff grunnkaup, en aðeíns 23 á mófí — La$a~ breyfíngarnar samþykkfar með 964 atkv, gegn 27 Aðalfuudur verkamannafélagsins Dagsbrún var haldinn í gær í Iðnó og var hanu mjög fjölsóttur. Eins og áður hefur verið frá sagt, þá var stjórn Dagsbrúnar sjálfkjörin, þar sem afturhaldið treystist ekki til þess að stilla gegn henni, en á aðalfundinum í gær voru birt úrslit atkvæða- greiðslunnar um lagabreytingar og tUlögu um að halda fast við grunnkaupið og var hvorttveggja samþykkt með næstum öllura greiddum atkvæðum, Hagur féiagsins er nú mjög góður og voru félagsmenn mjög ánægðir með aila stjórn á málefnum félagsins undanfarið ár. Að aflokinni þessari fyrri um- ræðu munu væntanlega allir flokkar bera fram breytingar tillögur við fjárhagsáætlunina og verða þær ræddar í bæjar- ráði og síðan afgreiddar við síð- ari umræðu á næsta bæjarstjórn arfundi. Má vænta þess að út- svörin verði því allt að 20 millj. kr. Ef borið er saman við reikn- inga ársins 1941, sést, að það ár námu útsvörin 10 millj. 82 þús. og 6 hundruðum króna og eru því nú áætluð tæpl. 8Vz millj, kr. hærri fyrir árið 1943. Árið 1941 námu tekjur af eignum bæjarins kr. 613475,06; nú áaetlaðar kr. 801000,00. Fast- Fwu»h. á 4. slðu. Formaður félagsins flutti langa og ýtariega skýrslu um störf félagsins og hag þess á árinu. Stendur fjárhagur fél- agsins mjög vel. Eignir félags- ins í árslok námu kr. 198 619, 09. Tekjur félagsins námu kr. 118 903,27, þar af námu inn- borguð félagsgjöld kr. 78 400, 70. Nettóágóði ársins nam kr- 44140*3. Að lokinni skýrslu stjórnar- innar voru reikningar félags- ins samþykktir í einu hljóði. í því sambandi var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Legg til að félagsstjórn og trúnaðar- ráði veröi falið að semja fjár- hagsáa?tlun fyrir félagið á yfirstandandi ári“. Þá var skýrt frá úrslitum allsherj aratkvæöagreiðslunnar aem fram fór í félaginu s. I laugardag og sunnudag. At- kvæði greiddu 1068. Með til- lögimni um að slaka ekki til á grunnkaupinu voru greidd 975 atkv. en 23 á móti. Með laga breytingunum voru greidd 964 atkv. en 27 á móti. Auðir j seðlar og ógildir voru um 70- l Þá var rætt um vinnusamn- inga. félagsins og samþykkt ^ eftirfarandi tillaga: „AÖalfund- ur Verkamannafélagsins Dags- brún, haldinn 18. janúar 1943, samþykkir að segja ekki upp núgildandi samningum sínum mn kaup og kjör við Vinnu- veitendafélag Islands og aðra aðila“. Þá var tekin ákýæiröun um ársgjald félagsmanna og sam- þykkt svohljóðandi tillaga: Aðalfundur Verkamanna- Framh. á 4. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.