Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1943, Blaðsíða 2
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 19. janúar 1943. NÝKOMIÐ: Rúllebúk Vatt Millifóður Diskaþurrkur Barnasokkar Kvensokkar Karlm.sokkar Verzltin H. Toft Skólavörðnstig 5. — Sími 1035. 000000000000 Lítið eitt af Karlm.-nærfötum Og Kvenbolum sem hafa dálítið óhreinkazt, seld með afslætti. Verzlun H Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trxilofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. aauuunaatsaaa Daglega nýsodín svíð, Ný e$g, soðín o$ hrá. Kaffísalan Hafnarsfræfí 16, Hafnarstræti 16. CH3DDönDQQDQD oBcejat yóyluvmn Er það fyrir þennan lýð, sem fólkið á að fóma? Það var í boði bjá ónefndum venjulegum borgara þessa bæjar milli jóla og nýárs, — svo sem tíðk- ast. Það er veitt af íslenzkri gest- risni, svo sem sæmileg efni leyfa. Það er borið fram wiský. Ein heildsalafrú segir; „Svona vín get ég ekki drukkið. Eg get ekki drukk- ið nema kampavín, eins og ég geri heima.“ Það er borið fram smurt brauð. — „Er ekkert brauð með sardínum ofan á? segir heildsalafrúin. „Eg er hissa á að bjóða smurt brauð án þess að hafa sardínur." — Einhver gestanna segir að þær muni ekki hafa fengizt í bænum. Heildsalafrú- in: „Eg á alltaf nóg af þeim.“ Það er borðað með silfur-plett borðbúnaði. Heildsalafrúin: „Mér finnst eiginlega ekki hægt að borða nema með ekta silfurborðbúnaði." Og þannig boðaði heildsalafrúin áfram hugsunarhátt hinna nýríku uppskafninga, mannanna, sem eru að springa af peningagorgeir. Eg vil spyrja Vísi, blað þessa pen- ingaskrils: Er það fyrir þennan lýð, sem fólkið á nú að fara að fóma — enn einu sinni? Vill þetta fasistablað i alvöru halda þvi fram að vandræði þjóð- félagsins stafi af því að Dagsbrúnar maður, sem vinnur hvern virkan dag hafi 420 kr. grunnkaup á mánuði, i' en hitt sé bara til góðs að yfir 50 gjaldendur í Rvík hafi 30 þús. króna tekjur á mánuði hver að meðaltali? Mnolð Kafflsðluna Hafnarstrætt 16 Flugf erðlr Þar til öðruvísi verður ákveðið, mun flugferðunum verða hagað svo sem hér segir: TIL AKUREYRAR — hvern mánudag, miðvikudag og föstudag. TIL HORNAFJARÐAR — annanhvem þriðjudag. FLUGFÉLAG ÍSLANDS h.f. Kvennadeild Slysavamafélagsins. Dansleikur í Oddfellowhúsinu miðvikudaginn 20. janúar. Hefst stundvíslega klukkan 9. TIL SKEMMTUNAR: Steinunn Sigurðardóttir: Einsöngur. Sigvaldi Indriðason: Gamanvísur. Maríus Sölvason: Einsöngur. D a'n S. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Slysavarnafélags- ins allan daginn í dag og á morgun frá kl. 5 siðdegis, í Oddfellow, ef eitthvað kann að vera óselt. Hvað eru héraðabönn? Svo virðist af ýmsu því, sem fram hefur komið í ræðu og riti síðustu dagana, að menn gera sér ekki ljóst, hvað það er, sem kallað er héraða- bönn. Héraðabönnin eru fólgin í því að kjósendur í hverju byggðarlagi ráði því með atkvæði sínu, hvort áfengissaia skuli starfa þar eða ekki. í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi, um héraðabönn, er gert ráð fyrir að fara skuli fram atkvæða- greiðslur um hvort loka skuli eða opna slíka útsölu ef bæjarstjórn eða sýslunefnd í viðkomandi lögsagnar- umdæmi, ákveður, eða þriðjungur kjósenda óskar. Þó geta slíkar at- kvæðagreiðslur ekki farið oftar fram en á tveggja ára fresti. Breytingin frá því sem nú er. Héraðabönn eru nú í lögum hér á landi, en gilda ekki fyrir þá sjö kaupstaði, þar sem áfengisútsölur eru starfandi, en þessir sjö kaupstað ir eru: Reykjavík, Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar, Seyðisfjörður, Ak- ureyri, Siglufjörður og ísafjörður. Norðfirðingar geta ráðið þvi með at- kvæði sínu, hvort þar er áfengisút- sala eða ekki, Seyðfirðingar fá engu um það ráðið, Húsvíkingar ráða hvort þar er útsala eða ekki. Akur- eyringar ráða engu um það, svo nefnd séu dæmi. Þegnarnir hafa þvi hvað þetta snertir misjafnan rétt eftir því hvar þeir eru búsettir, en úr þessu misrétti yrði bætt ef frum- varpið um héraðabönn yrði að lög- um og kæmi til framkvæmda. Kostir þessa fyrirkomu- lags. Það er í alla staði rétt og sjálf- sagt, að láta lýðræðið gilda í þessum sökum sem öðrum, hafi þeir útsöl- uraar sem það vilja, en hinir eiga . að vera lausir við þaér, sem ekki ! vilja hafa þær. Verði þessi skipan j upp tekin, mun það leiða til þess að meiri ábyrgðartilfinning skapast varðandi áfengismálið, en nú tíðkast. Þar sem útsölur yrðu starfandi eftir að lögin kæmu til framkvæmda, væri það á ábyrgð þeirra, er áfengið vilja hafa um hönd og mætti þá ætla að þeir gerðu það sem í þeirra valdi stæði til þess að stuðla að „siðmennilegri" meðferð áfengis, þar sem útsölunum yrði hinsvegar lok- að, væri það á ábyrgð bindindis- og bannmanna, og myndu þeir þá gera alit, sem þeim væxú auðið, til þess að tryggja að áhrif lokunarinnar yrði ; sem mest og bezt. í þessu sem öðru ■ er það áreiðanlega vænlegasta leiðin j til árangurs, að fjöldinn beri ábyrgð á hinu ríkjandi ástandi. Vísir hefur mælt mjög ákveðið gegn héraða- , bönnum og Alþýðublaðið virðist taka undir við hann. Mikil lýðræðisblöð Vísir og Al- þýðublaðið! Hannes er úr allri hættn. ! 'I ■ Hannes á hominu heíur nú íengið .lausn hinnar miklu gátu um Önnu frá' Moldnúpi, þakkað veri Bæjar- póstinum. Þegar Bæjarpósturinn skýrði frá hugárangri Hanneshr út , af nafni konu þessarar, og fór að gefa honum ráð um hverju hann skyldi til geta, tók Anna sig til og leysti vandann, birti mynd af sér í Alþýðu- blaðinu og upplýsti, að hún héti fullu nafni ög réttu Sígríður Anna Jóns- dóttir frá Moldnúpi undir Eyjafjöll- um og eigi heima á Sjafnai-götu 12 hér í bæ. Þetta er öllum hlutaðeig- andi til vitundar gefið. Ekki heiti ég Sverrir. Sverris Kristjánssonar hefur mjög Frá Aiþíngí Ncðri deild. GengiS var til atkvæða um frumvarp til laga um bifreiða- einkasölu. — 2. umræða. Var frumvarpinu vísaö til 3. umræðu. Breytingatillaga E. Olgeirssonar var tekin til baka og verður flutt aftur við 3. umræðu. Þá var til umræðu frum- varp til laga um viöauka við húsaleigulögin. Flutningsmaö- ur Lúðvík Jósefsson — 1. um- ræða. Fer frumvarpið í þá átt, aö leiga eftir verbuöir hækki ekki meira en nemur hækkun almennar húsaleigu. Við umræður um málið var allmikið talaö um leigukjör austfirzkra báta viö útgeröar- stöð Kaupfélagsins í Horna- firði. Lúövík Jósefsson upp- lýsti í því sambandi viö hve ósanngjörn kjör austfirzkir flskimenn hafa átt við að búa á HornafirÖi undan farin ár og hvernig þeir hafa marg sinnis reynt með samningatilraunum aö fá úr þessu bætt, en jafnan fengið daufar undirtektir Kaupfélagsins- Sem eitt dæmi má nefna þaö m. a. sem hann gat um, aö bátaeigendur eru skyldir til að greiöa andvirði IV2 skp. fiskjar (ca. 350 kr.) í ljósagjald, í leigu eftir 40.00 króna lukt. Margt annaö þessu líkt upplýsti hann. 3. mál var frumvarp til laga um eignarnámsheimild handa Neskaupstað á jörðinni Nesi í Norðfii’ði. — 1. umi’æöa. Var visaö til 2. umræöu og alls- herjarnefndar . Þá voru afgreiddar tvær þingsályktunartillögur um að fullnaðarrannsóknir færu fram urn hafnarskilyrði á Þórshöfn og í Bolungarvík. Nú var tekiö fyrir frumvarp til Iaga um breytingu á lögum um verzlunaratvinnu 2. um- ræðu. Frumvarpinu var visaö til 3- umræöu. Frumvarp til laga um breyt- ingu á hafnarlögum Hafnar- fjarðarkaupstaðar var sam- þykkt og vísað til 3. umræöu. Frumvarp til laga um jöfn- unarsjóð afiahluta — 2. um- ræða. Var frumvarpinu vísaö til 3. umræðu. Frumvarp til hafnarlaga fyrir Keflavík — 1. umræöa. Var vísað til 2. umræöu. Fi'umvarp til laga um breyt- ingu á lögum um rithöfunda- rétt og prentrétt — 1. um- ræöa. Var vísað til 2. umræöu. Frumvarp til iaga um virkj- un Fossár í Ólaf svíkur- hreppi — 1. lunræöa. Sam- þykkt til 2. umræöu og fjáx- hagsnefndar. Alls voru 16 mál á dagskrá en önnui’ • mál- • en ,hér voru néfnd voru tekin út af dag- skrá- verið við getið í s^mbandi við skriíin um nafn Önriú frá Moldriúpi. Þetta er að óíyrii’synju gert. Svérrír'hefur engan staf um það mál skrifað. Það sem Bæjarpósturinn hefur sagt um það mál, án þess nafns væri við get- ið, er skrifað af ritstjóra Bæjar- póstsins og ekki heitir hann Sverrir. Ritstjóri Bæjarpóstsins. Banninu á Kommúnista- flokki Ástralíu aflétt Seint í desember tilkynnti dóms- málaráðherra Ástrlíu, dr. Berbert Evatt, að stjórnin hefði aflétt bann- inu á Kommúnistaflokki Ástralíu og blöðum hans. Flokkurinn var bannaður í júní 1940 af fyrrverandi stjórn, og banninu viðhaldið af stjóm Verka- mannaflokksins þar til nú. Svisslendingar verjast með vopnum, ef á þá verður ráðizt Sviss er nú umlukt á alla vegu af fasistaríkjum, en virðist ætla sér að halda áfram lýðræðisstjórn, þrátt fyrir hótanir og mútutilboð frá hin- um volduga nágranna, Hitlers- Þýzkalandi. Dr. Schmidt, talsmaður þýzka ut- anríkisráðuneytisins, deildi harðlega á svissnesku blöðin í útvarpsræðu nýlega og sakaði þau um „skrif, er ekki væri í samræmi við hlutleysis- afstöðu landsins." „Þolinmæði foringjans er að þrot- um komin", sagði dr. Schmidt, „Hlut laus riki mega ekki taka afstöðu né láta á sér bex-a.“ „Glæpur" svissnesku blaðanna var sá, að þau höfðu látið í ljós álit sitt á aðförum þýzkra nazista í Fi’akklandi, á þann hátt, að Hitler þótti óviðeigandi. Fjallaskörð og járnbrautargöng Svisslandsmegin landamæranna eru nú undir strangri gæzlu svissnesks 'herliðs, og erlendir fréttaritarar telja engan vafa á því að Svisslend- ingar muni verjast með vopnum, ef til innrásar komi. ítalskir liðhlaupar flýja til fjalla. 1 fjallahéruðum ítalíu hefst við fjöldi líðhlaupa úr ítalska hemum. Sumstaðar hafa þeir myndað sveit- ir, og ráðast á flutningalestir og meira að segja matvælavagna hers- ins til að afla sér matvæla. Eftir sumum fjallvegunum er far- ið að senda hermenn með birgðalest unum þeim til varnar. 2000 Ungverjar handteknir Ungverska lögreglan hefur gert skyndileit í gististöðum og kaffihús- um hundruðum saman og handtek- ið um 2000 manns, sem sakaðir eru um að hafa dreift „villandi fregn- um og orði’ómi um atburði í Sovét- ríkjunum og Norður-Afríku.“ Sumum þessara manna hefur ver ið sleppt aftur með aðvörun, en flest ir þeirra hafa verið fluttir til ein- hverra hirina alræmdu fangabúða ungversku fasistastjórnarinnar. Rússneskar útvarpstöðvar með fréttir á ensku. Útvarpsstöðvar í Sovétríkjunum útvarpa fréttum daglega á flestum málum heims, þar á meðal Norður- landamálunum, ensku og þýzku. Ensku fréttatímarnir og bylgjulengd ir þeirra eru sem hér segir: M O S K V A: Kl. 0.15: 19.70; 19.85; 25.10 m. — 0.30: 25.10 m. — 2.15: 19.70; 19.85 m. — 10.40: 19.05; 19.70; 20.17; 2872; 31.43; 42.98 m. — 13.15: 19.70; 31.43 m. — 14.00: 25. 36 m. — 15.00: 42.98 m. — 16.00 41.10 m. — 18.00: 41.10 m. — 19.00: 41.10 m. -- 20.00 41.10 m. — 21.00 39.68; 40.76; 41.10; 42.98; 50.93 m. — 21.48: 19.70; 19.85; 24.61; 25.10; 42.98; 54 m. KUBISJEFF: KI. 4: 23.06; 25.64 m. — 12: 23.06; 25.64 m. — 12.45: 23.06; 25.64 m. 18.30: 37.27, 48.75 m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.