Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 1
o 8. árgangur. Miðvikudagur 20. janúar 1943. 15. tölublað. uhlr hratl Iran Brezki áttundi herinn sækir hratt fram í átt til Tripolis, tók bæinn Misúrata í gær, og varð vel ágengt í sókn sinni til versturs, foæði eftir strandvegunum og sandauðninni inní í landi. , Samkvæmt fregnum í gær áttu fremstu sveitir Breta þá áðeins 60—70 km. ófarna til Tripolis. Flugher. Bandamanna gerir harðar árásir á her Rommels á undanhaldinu. A daglnn ráöast orustuflugvélar með vélbyssuskothríð á hinar flýj- andi hersveitir, en um nætur taka sprengjuflugvélarnar við. laiði heriin 120 hn. atstur at Mffi í sóknínní á Voronesvígstöðvunum hefur sovélherinn dBBBaá tekíd 52 þúsund [fanga, en þar af aðeíns 2700 þ'jcdverja Arshátíð Hlífar er á laugardaginn Árshátíð verkamaimafélags- siu Hlíf í Hafnarfirði veröiu: næstkomandi laugardag. í fyrrakvöld hélt Hlíf fund til þess að ræöa breytingar á félagslögunum. Veröa þær afgreiddar viö þriðju umræðu á næsta fundi. Sókn rauða hersins heldur áfram á vígstöðvunum við Lenín- grad, suður af Vorones, við Don og í Kákasus, með miklum árangri. Harðast var barizt í gær suðvestur af Vorones. 1 aukatil- kynningu sem birt var í Moskva í gærkvöld staðfesti sovét- herstjórnin fregnina um töku járnbrautarborganna Valúíki og ÍJratsova, en þær eru báðar á járnbrautarlínunni er tengir Kar- koff aðaljárnbrautarlínunni milli Vorones og Rostoff. Bærinn Úratsova er aðeins 120 km. austur af Karkoff. Fyrir vestan Vorones-Rostoffjárnbrautina, á svæðinu milli Rossos og Kamenka, hefur fjölmennur þýzkur her verið um- kringdur, og á engrar undankomu von. Síðan sóknin hófst á Voronesvígstöðvunum hefur rauði her- inn tekið 52 þúsund fanga. Þar af eru 27 500 Ungverjar, 22 000 italir og 2 700 Þjóðverjar. Á Donetsvígstöðvunum hefur rauði herinn nú treyst yfirráð sín í Kamenskaja og tekið bæ- inn Belaja Kalitva, sem er 40 km. austar en Kamenskaja og stendur einnig við Donets. í Norður-Kákasus tók sovét- herinn járnbrautarbæinn Petr- 1 ovskoje, 80 km. norðaustur af í Vorosilovsk. Hver járnbrautarlestin eftir , aðra hlaðin matvælum, komu til Leníngrad í gær, og var j þeim tekið með miklum fögn- uöi af borgarbúum, sem hafa j liðið sáran skort vegna aö- flutningserfiðleika. meöan um- sátriö varaði. ,,Rússneska kraftaverkið verð ur stöðugt mikilfenglegra og furðulegra", segir enska blaðið News Chronicle í ritstjómar- grein í fyrradag. „Það verður að teljast til kraftaverka, að rauði herinn, eftir allt það manntjón og her- gagna, sem hann hefur beðið, Framh. á 4. síðu. Frá fundí bæjarsf jórnar Aðalfundur stjórafélagsins Þráttur ÁKveðið að stofna fræðsluliilltrúastarf fyrir Reykjavik Á fundi bæjarstjórnar í gær var fjárhagsáætlun bæjarins afgreidd til annarrar umræðu, og gert er ráð fyrir að fari fram þriðjudaginn 2. febrúar. Frestur til að bera fram breytingartillögur var ákveðinn til 30. þ. mán. Fræðslufulltrúi ráðinn fyrir Reykjavíkurbæ. Lagt var fram að nýju bréf fræðslumálastjóra, dags. 29. okt. s. 1., um að ráðinn veröi sérstakur fræðslumálafulltrúi fyrir Reykjavík. Skólanefnd- irnar hafa mælt með erindi þessu. Fræðsluráðið samþykkir að mæla með því, að embætti þetta veröi stofnað, að þvi tilákyldy. að samkomulag verði við fræðslumálastjórn- ina um starfssvið og launa- greiðslu Steinþór Guðmundsson bar fram eftirfarandi tillögu i sambandi við máliö: „Bæjarstjórnin samþykkir, aö ráðinn verði sérstakur fræðslumálafulltrúi fyrir Reykjavíkurbæ, ef samkomu- lag næst við fraiðslumálastjóra um starfssvið hans og við kennslumálaráðuneytið um þátttöku ríkisins i greiðslu launa hans. Mcðan ekki er sett löggjöf um embætti þetta, skal frajðslumálafulltrúinn ráöhin á sama hátt og yfir- kennarar barnaskólanna og Framh. á 4. síðu Friðleifur Friðriksson, formaður „Þróttar". Vörubílstjórafélagið Þróttur hélt aðalfund sinn s. 1. sunnu- dag. Fór þar fram m. a- stjórnar- kosning og er hin nýja stjórn þannig skipuð: Formaður: Friðleifur Friðriksson, vara- form.: Sveinbjörn Guðlaugs- son, ritari: Einar Ögmunds- son, gjaldkeri: Pétur Guð- finnsson, meöstjórnandi: Jón Guðlaugsson. Hervarnir landsins auknar vegna innrásarhættu. ForsætisráBherra Svta aðvarar þjöð sfna * Per Albin Hansson, forsætisráðherra Svía, hélt ræðu í sænska þinginu um hlutleysi Svíþjóðar og aðstöðu í styrjöldinni, er fjárlagafrumvarpinu var vísað til nefndar, en þá er venja að fram fari almennar pólitískar.umræður. Forsætisráðherrann sagði m. a. að Svíþjóð teldi sig ekki í yf- irvofandi hættu, en heldur ekki örugga. Hin miklu átök færu að vísu fram á vígstöðvum langt frá landamærum Svíþjóðar, en það væri eðlilegt að styrjaldar- aðilar leggi nú fram sitt ýtrasta, og geti stríðið í skjótri svipan nálgazt sænsku landamærin. Ríkisstjórnin hefði því nú eins og nokkrum sinnum áður í styrjöldinni gefið fyrirskipun um aukinn hernaðarviðbúnað og kallað nýtt herlið til vopna. Styrkur hervarnanna byggð- ist þó ekki einvörðungu á ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar og yfirvaldanna, heldur á fram- komu hvers einstaks borgara. Hugsanlegt væri að árásarher eða fylgismenn hans í landinu reyndu að koma á ringulreið Per Albin Hansson. innan hersins með því að gefa falsaðar fyrirskipanir og breiða út ósannar fregnir, meðal ann- ars gegnum útvarp. Komið gæti Framh. á 4. síöu. Eining oj gðð forusta tærði þ:im sigra síðasta árs. Einhuga skipa þeir sér um réttliidi sin og hagsmunamál Aðalfundur Dagsbrúnar í fyrrakvöld var talandi vottur um þá miklu einingu, er nú ríkir í félaginu. AHar ýfingar milli ein- stakra hópa í Dagsbrún eru nú alveg úr sögunni. Oft áður báru fundir Dags- brúnar raunalegan svip af inn- byrðis átökum, er spilltu félags- starfseminni, jafnvel meira en nokkur fékk í ráðið. Því ánægju legri er sú breytni og, sem orð- ið hefur í þessu efni. Nú koma verkamennirnir í Da'gsbrún á fundi til þess að ræða um málefni sín og greiða atkvæði um þau, án tillits til alls annars en sameiginlegra hagsmuna sinna. Síðasta starfsár Dagsbrúnar var að mörgu leyti meira reynsluár en nokkurt annað ár í sögu félagsins. Á árinu fékkst úr því skorið með góðum ár- angri, til hvers forusta verka- manna sjálfra dugar. Ekkert eitt ár hefur fært Dagsbrúnar- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.