Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. janúar 1943, ÞJÖÐ VIE3 INN þlðOVIiJINII Qtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. \fgreiðsla og auglýsingaskrif- átofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.í., Hverfisgötu 4. B. Borísoff: Þegar frumvarp ríkisstjórn- arinnar um að festa verð á vör- um til febrúarloka var til um- ræðu í þinginu, var á það bent af hálfu Sósíalistaflokksins, að til þess gæti komið að einstakir seljendur vara vildu ekki selja þær á sama verði og hótuðu að hætta sölu á þeim, ef ekki feng- ist hækkun. Var á það bent að ríkisstjórnin þyrfti í tíma að gera ráðstafanir til þess að mæta slíku, ef fram kæmi. í gær var hér í blaðinu bent á þá sögu, er gengi um bæinn viðvíkjandi kröfum olíuhring- anna um hækkun á olíuverðinu. Sem stendur skal hvorki játað né neitað þeim sögusögnum, en rétt er að vera við slíku bú- inn. Og hvort sem innlendir eða erlendir aðiljar eru þar að verki eða hvorttveggja, þá verð ur að standa fast á rétti þjóð- arinnar í þessum málum. Bandaríkjastjórn gerði hátíð- legan samning við íslenzku stjórnina, er hún tók að sér her- vernd landsins, um hagstæða verzlunarsamninga. Það hlýtur eðlilega að verða ríkt eftir því gengið af hálfu íslendinga, að slíkir samningar verði haldnir. Nýi sáttmáli, eins og hann er orðaður, er sá grundvöllur, sem íslendingar verða fyrst og fremst að halda sér við í við- skiptum sínum við Bandaríkin, hvort heldur það snertir það að forðast íhlutun um íslenzk mál, ..tryggja nauðsynlegar siglingar til landsins“ eða gera „hagstæða verzlunar- eða viðskiptasamn- inga við“ oss. Gagnvart hinu mikla herveldi Bandaríkjanna getum við aðeins haldið oss við tvennt: helgi samninga, — eins og þeirra, er vér höfum gert við Bandaríkin, — og almenn- ingsálitið í heiminum, sem vér yrðum að skírskota til, ef oss fyndist samningar rofnir og vér kúgun beittir af þeim, er hefði lofað að „styðja að hagsmunum íslands á allan hátt“. — (Hins- vegar megum vér íslendingar gjarnan muna það um leið, að haga oss ekki þannig í alþjóða- málum, að vér glötum neinu af þeirri virðingu, sem menning vor og þrautseig vinna hefur skapað oss meðal menningar- þjóða heims, — því þá yrði til lítils að ætla að treysta á al- menningsálitið í heiminum). Og hvað innlenda aðilja snert ir í því máli, sem hér er minnst á sem hugsanlegt eða öðrum Sóknin við Don undirbúin Hin mikla sókn rauða hersins á austurvígstöðvunum og sig- urvinningar Kússa allt frá Leníngxad til Kákasus liafa vakið furðu og aðdáun um allan heim. Eftir margra mánaða undan- hald snýr sovétherinn viðstöðulaust vörn í sókn og greiðlr fas- istaherjunum þyngstu högg sem þeir hafa hlotið í þessari styrjöld. í eftirfarandi grein lýsir rússneski liðsforinginn B. Borisoff undirbúningi sóknarinnar á Donvígstöðvunum. Borganöfnin Bogútsar og Kan- temirovka vekja hjá manni minn- ingu um hina erfiÖu júlídaga, þeg ar sovéthersveitirnar börðust á undanhaldi um þessar sömu snævi þöktu hæðir, er þa voru sumargrænar. ^ Hvarvetna um sveitirnar rekst maður á hina ryðguðu skrokka af eyðilögðum þýzkum sknðdrekum frá bardögunum í sumar. Þeir voru fléiri í sumar, en Þjóðverj- ar hafa látið gera við allt sem nothæft gat orðið. Nú hafa þessir gömlu, við- gerðu skriðdrekar, ásamt þeim nýju, sem koma beint úr verk- smiðjunum, aftur fengið sig full- keypta á þessum gömlu vegum. En að þessu sinni snúa þeir til vesturs en ekki austurs. Með bví að grafa sig niður, með því að hylja stöðvar sínar í margföldum gaddavírsflækjum og leggja jarðsprengjum í stór land- svæði tókst sovéthersveitunum þessa sumardaga að stöðva sókn Þjóðverja á Mið-Donsvæðinu. En hver einasti sovéthermaður vissi, að það var ekki nóg. Gleðitíðindi bárust frá Ordso- nikdse. Þruman frá Stalíngrad bergmálaði um allan heim, og rauði herinn á vígstöðvunum hóf sókn. En við Don var allt rólegt. — Sveitir sovéthermanna héldu fundi og lýstu yfir fögnuði sín- um vegna sigranna a Stahngrad- vígstöðvunum og þvi, að þeir væru reiðubúnir að hefja sokn hvenær sem kallið kæmi. Meðan þessu fór fram, var ver- ið að leggja síðustu hönd á hinn geysimargbrotna undirbuning sóknar á öllum vígstöðvunum. — Þúsundir manna unnu sem einn / slíkum, bá eru það nú lög á ís- landi, að ekki megi hækka vör- ur til febrúarloka. Þau lög voru sett sem byrjunaraðgerðir gegn dýrtíðinni — og það verður að krefjast þess af þeim, sem hing- að til hafa stórgrætt á verzlun sinni eða atvinnurekstri, að þeir beygi sig undir slík lög. En um leið verður auðvitað að nota þann frest. sem gefinn var með þeim lögum, þannig að útséð sé þá um hvað gera þurfi á hinum ýmsu sviðum atvinnu- og verzl- unarlífsins. Það verður engan sigur hægt að vinna í dýrtíðarmálunum og hagsmunamálum íslenzkrar al- þýðu nema með baráttu við voldugustu auð- og stríðsgróða- mennina, máske þarf líka bar- áttu við þá hringa, er ákveða verðlag erlendis, til slíks. En sú barátta verður að heyjast. Það verður að knýja fram eins mik- ið og hægt er. Og um það verð- ur þing og þjóð að standa sam- an. maður væri að skipulagningu hinnar miklu sóknar. Á aða’víg- stcðvunum var samin stunda- skrá bardaganna. Járnbrautar- mennirnir fluttu með leynd lest eftir lest af skotfærum fram í fremstu herlínu. Nýir vegir voru lagðir gegnum skóga og yfir gresj urnar. Varaliðssveitirnar komu fram til stöðva sinna að næturlagi. — Könnunarliðar laumuðust gegn- um varnarlínu óvinanna. Stór- skotaliðarnir kynntu sér nákvæm- lega mörk sín. Jarðsprengjusveit- irnar athuguðu vegina, sem sov- étskriðdrekarnir urðu að nota, og bjuggu sig undir að hreinsa jarð- sprengjusvæðin framan við stöðv- ar Þjóðverja. Meðfram vegunum sem liggja að Don voru byggðir skjólgarðar, til að varna því að vegirnir færu á kaf í snjó. Merki voru sett upp. Upphituð jarðhús voru útbúin fyrirfram meðfram sóknarleiðun- um, til þess að taka við þeim, sem særðust lítillega, og gátu beðið þar eftir sjúkravagni. Við vegina voru meira að segja settir upp bréfakassar, svo að her mennirnir, á leið til vígvallanna, gætu komið áleiðis bréfum til ástvina sinna. Vel var séð fyrir líðan hermannanna, bezta bygg- ingin í hverju þorpi á sóknar- svæðinu var notuð sem hermanna skáli, og þar gátu hermennirnir hvílzt og hlýjað sér. Húsið var þvegið hátt og lágt, og með öll- um veggjum settar upp svefn- kojur með hálmmottum. Nýjustu blöð og tímarit voru alltaf við hendina. í hverju þorpi var við- gerðarverkstæði, sem hægt var að flytja til. Loks kom stundin, sem rauði herinn við Vorones og á suðvest- urvígstöðvunum hafði beðið með svo mikilli óþreyju. Tveir sóknar- armar, með fullkomnustu sam- vinnu, spruttu upp úr skotgröfun- um og teygðust lengra og lengra til vesturs. Margt hefur verið ritað um þá stund. Það er ekki þörf á að lýsa því, hvernig stórskotaliðið ruddi brautina, hvernig jarðsprengju- Rauðir liermenn. sveitirnar hreinsuðu vegina fyrir skriðdrekana, hvernig skriðdrek- arnir brunuðu fram. eða hvernig fótgönguliðið þusti fram til árás- ar. Það nægir að segja, að rauði herinn lét stálið dynja á þýzku hersveitunum við Don. Þjóðverj- um var ljóst hvað var í húfi og vörðu af öllum mætti hvert virki. Árás á eina slíka virkishæð, eða víggirt þorp, morandi af byss um líkt og oddar á ígulkeri, álíka erfið og árás á stórborg í heims- styrjöldinni fyrri. En rauði her- inn varð að taka þau í sókninni til að eiga þau ekki að baki sér. Varnarlína óvinanna var rof- in. Hliðið víkkaði og sovéther- sveitirnar breiddu úr sér. Þýðing- armiklar samgönguæðar cvinanna voru skornar sundur. Sovétflug- menn létu engin i Iviðri aftra sér frá því að ráðast á.óvinaherinn á undanhaldinu. Þjóðverjar urðu að hverfa úr stöðvum, sem þeir hafa verið að víggirða mánuðum saman. Nú eru þeir að reyna að koma sér upp í skyndi nýju varnarbelti. En þeim hefur ekki verið gefið tóm til þess. Rauði herinn lætur ekk- ert aftra sér í sókninni, baráttu- þrek og sigurvilji sovéthermann- anna eykst með hverju skrefi. Þeir finna, að tíminn er kom- inn til að gjalda nazistunum rauð- an belg fyrir gráan. Hinir stuttu desemberdagar eru fljótir að líða. Nóttin drekkir gresjunum í niða- myrkri. En hin mikla orusta á vesturbakka Donfljótsins heldur áfram og færist úaukana. Víg- stöðvarnar eru hvergi í hvíld. Á eftir frémstu sveitunum kemur enda’aus straumur varaliðs, fylk- ingar skriðdreka og skotfæra- vagna — og stefnir allt til vest- urs. .. Útburður pó tserd- inga í úthverfum Reykjavikur Samkvæmt tilkynningu frá póst- og símamálastjórninni veröa frá 15. janúar 1943 al- mennar póstsendingar bornar út frá póststofunni í Reykjavík einu sinni í viku til viötakanda á svæöi, er takmarkast aö noröan af Bústaöavegi frá Reykjanesbraut (Hafnarfjarö- arvegi) til Elliðaánna og aö sunnan af Nýbýlavegi frá sjó til Elliöaánna gegnt Artúnum. Póstnotendur í nágrenni Reykjavíkur, — utan þessa svæöis og áöur ákveöinna ú.buröarsvæöa Reykjavikur (Skildinganess, Grímsstaöa- holts, Sogamýrar, Laugarnes- hverfis og Kleppsholts m. m.) veröa aö vitja sendinga sinna í póststofuna, nema þeir geri ráöstafanir (skriflega) um af- hendingu þeirra á tilteknum stööum á útburöarsvæöunum. Bíl stolid I fyrrakvöld var bifreiðinni R. 1197 stclið við Laugarás- veginn. Skrapp bifreiöarstjórinn snogg\,,ast frá henni, en þegar hann kom aftux var hún horfin. Þýzkir fangar á austurvigstöðvunum. Leitað upp’ýsinia um ættingja Eiríks Bjdrna- sonar, sjómanns Sendiráði íslands í London hefur borizt tilkynning um lát íslenzks sjómanns, Eiríks Bjarnasonar, fæddur 25- des. lr-74, en eíöast bús." u í Grímsby. Utanr.kisráuuneytiö hér leit- ar upplýeinga um nánustu ættmenni Eiríks heitins, og vcnar aö þ'eir, sem þær geti gefiö, snúi sér þangaö. Reykjavík, 19. janúar 1943. Utanríkismálaráðuneytið Rvík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.