Þjóðviljinn - 21.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 21. janúar 1943. 16. tölubíað. Rauli heriin helir áfn sóhnínni Max Werners Híflcr áffí cim ad velfa að sfeppa her~ itumdu héruðunum eða hæifa her sínum: Hann kaus að halda herfekna landínu en affeíðíngín gefurorðíð að hann míssí bæðí fandíð og herínn Bauða hernum hefur orðið vel ágengt í sókniuni suðvestur af Vorones og í Kákasus síðastliðinn sólarhring. Á Voronesvígstöðvunum tók sovéther borgina Ostrogojsk og mjög mikið herfang. Tilraunir þýzka hersins sem innikróaður er nálægt Rossos, að brjótast út, hafa mistekizt. Rauði herinn sem sækir fram eftir járnbrautinni frá Stalín- grad til Svartahafs hefur tekið járnbrautarstöðina Proletar- skaja, 22 km. frá Salsk og ramlega víggirtan járnbrautarbæ á línunni frá Mið-Kákasus til Armavír. Enginn þýzkur her er eftir fyrir norðan Manitsskipaskurðinn. Á vígstöðvunum vestur af Rseff, suðvestur af Velíkíe Lúkí og suður af Ladoga, hefur sovétherinn sótt fram og tekið mörg þorp og byggðir. Hinn kunni herf ræðingur Max Werner flutti útvarpsræðu á þýzku frá New York í gær um ástand og horfur á austurvíg- stöðvunum, og fara hér á eftir aðalatriðin úr ræðu hans: Hitler fórnaði Stalingradher sínum. Það er hugsanlegt að hann fórni einnig Kákasus- hernum. 1 sumar átti rúss- neska herstjórnin erfitt val: Hún kaus að varðveita herina þó að það kostaði þyngstu fórnir og undanhald. Þegar Rússar hófu sókn varð Hitler að velja um það sama. En hann hugsaði ekki um það fyrst og fremst að varðveita heri sín'a, þorði ekki að fyrirskipa ahnennt undan- hald- Svo getur farið að sú Snörp loft~ árás á London síödegís í gær 11 árásaulugpélanna skofnar niður Þjóðverjar gerðu snarpa loftárás á London og bæi á Suðaustur-Englandi síðdegis í gær. Tuttugu og fimm orustu- flugvélar með sprengjur flugu inrí yfir ströndina, en aðeins 6 þeirra komust inn yfir Lon- don. Um 50 orustuflugvélar þýzkar komu litlu síðar og gerðu árásir á marga staði á suðausturhluta-Englands til að dreifa varnarkröftum Breta Loftvarnirnar reyndust mjög I vel. Kom viða til harðra lort- bardaga og voru 11 þýzku flugvélanna skotnar niður og margar fleiri skemmdar. Tals- vert tjón varö á mannslífum og eignum. ákvörðun kosti hann bæði herinn og landið. Herlínan á austurvígstöðvun- um hefur breytzt mikið undan- farnar vikur. Það eitt er áreiðanlegt, að þýzki herinn hefur ekki hörfað af fúsum vilja. Sannleikurinn er sá, að á stórum hluta víg- stöðvanna hefur varnarlína Þjóðverja verið rofin. Þeim hef ur ekki tekizt að mynda stöð- uga varnarlínu í hennar stað, herlínan er enn á reiki — til vesturs. Orusturnar eru ekki lengur háðar um Stalíngrad og ekki heldur um rússnesku olíuna í Grosní eða Bakú. í þess stað berst sovétherinn um leiðirnar til vesturs. Það getur haft geysi mikla þýðingu fyrir sóknar- áform Rússa, að geta nú á ný notað stórborgina Leníngrad sem bækistöð. Þjóðverjar eru farnir að tala um hina „teygjanlegu vörn". Sú hernaðaraðferð virðist ein- kennast af því, að þýzki herinn sé neyddur til að hörfa og sleppa mikilvægum járnbrautar stöðvum og ígulvirkjum! Gott dæmi um þetta er Slúss- elbúrg. Þjóðverjar höfðu í 16 mánuði víggirt þennan bæ, en rauði herinn tók hann í einnar viku sókn. Á skömmum tíma hefur rauði herinn tekið ígulvirkin Kotelní- koff, Georgíevsk; Pjatigorsk, Millerovo, Valúíki og Velíkíe Lúkí. Allt eru þetta bæir, sem mikla hernaðarþýðingu hafa; virki, sem Þjóðverjar hafa' talið óvinnandi. Rauði herinn nálg- ást Rostoff. Bilið sem allir að- flutningar til hins fjölmenna þýzka Kákasushers fara um, verður stöðugt þrengra. Á öllum austurvígstöðvunum hefur rauði herinn nú frumkvæð ið. Allt svæðið milli Vorones og Framh. á 4. síðu. hsl&fiMiir afl ihih TriDDlls ? Brczkí herinn 40 fcm. frá borgínni Seint í gærkvöld bárust fregn ir frá Norður-Afriku um að Rommcl væri að flytja her og birgðir burt úr Tripolis, höfuð- borg Líbíu, en framsveitir átt- unda brezka hersins áttu í gær 40—60 km. ófarna þangað. Brezkir flugmenn, sem árás gerðu á Tripolis í fyrrinótt, skýrðu frá því að endalausar Iestir flutningabíla streymdu Framh. á 4. siðu Furðuleg grein í Daily MaSI um ísland Brefap ætluflu afl Hæfa Islenðinga I umliuflðlii en hala ehherf borifl ír itt- um nema „Við ætluðum að kæfa íslendinga í umhyggju, en þeir eru ekki þakklátir"! Þannig endar illkvittnisleg grein um fsland, sem Daily Mail birtir með þrídálka fyrirsögn: So Madam its no wonder you cant get enough fish (Þessvegna, frú, er ekki að furða að þú fáir of lítið af fiski). Eftir að blaðið hefur gert að umræðuefni ásakanir í garð fiskikaupmanna vegna þess að íslendingar hafi neitað að sigla á austurstrandarhafnir, segir það: Það er vafasamt að nokkuð þurfi að ýta undir íslendinga. Þeir neita eða samþykkja eftir því sem þeim býður við að horfa, og við getum ekkert við því sagt, af þeirri einföldu á- stæðu, að þeim er alveg sama. Þeim er sama h'vort þeir fá borgað fyrir fisk sinn eða ekki. Þó verðíð sem boðið er sé ævin- týralegt eftir friðarmælikvarða, er það ekki lengur nógu hátt til að þeir (íslendingar) vilji taka á sig neina áhættu, hve lítil sem er. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að íslendingum fellur ekki við okkur. Hvers vegna? Þeim er illa við alla útlendinga, þeir eru sem þjóð eins einrænir og ís- kaldir og hinir eilífu jöklar. Síðan segir að þetta eigi sér- staklega við Reykjavík, bændur hafi ekki verið alveg eins frá- hverfir vinmælum setuliðsins. Bretar hafi gert allt til að vinna hug íslendinga, en það hafi al- gerlega brugðizt!! Skípun vídskípfaráds Einn uiÐsHiplaFáQs-li&ppann, lón iuapsson Björn Ólafsson i'jármálaráðherra skýrði blaðamönnum frá því í gær, að ríkisstjórnin hefði skipað í Viðskiptaráð, sam- kvæmt hinum nýju lögum, þessa menn: Svanbjörn Frímannsson, aðalgjaldkera Landsbankans, og er hann formaður ráðsins. Gunnlaug Briem, stjórnarráðsfulltrúa, og er hann varafor- maður ráðsins. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóra í Viðskiptamálaráðu- neytinu. Jón ívarsson, fyrv; alþingismann og dr. Odd Guðjónsson, hagfræðing. Frumvarpi til laga um verð- lag var útbýtt á Alþingi í gær, en í því eru gerðar víðtækari ráðstafanir um verðíagseftirlit en hingað til hef ur verið. Er þar gert ráð fyrir að skipaður verði sérstakur verðlagsstjóri, sem hafi á hendi framkvæmd verð- lagseftirlitsins undir yfirliti Við skiptaráðs. Skipun verðlagsstjóra og manns, sem með honum verður í starfi hans, mun fara fram þegar verðlagslögin hafa verið samþykkt á Alþingi. Er ætlazt til þess að þessir tveir menn taki sæti í Viðskipta ráði þegar um verðlagsákvæði er að ræða, en tveir menn víkji úr sæti úr ráðinu í þeim málum, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn arinnar. Jón ívarsson, Oddur Guðjóns- son og Svanbjörn Frímannsson hafa þegar látið af þeim störf- um, er þeir hafa gegnt. Þeir menn, sem víkja sæti úr Viðskiptaráði fyrir verðlags- stjóra og samstarfsmanni hans, verða Jón ívarsson og Oddur Guðjónsson. Hinn nýskipaði Viðskipta- ráðs-hcrra, Jón fvarsson, hækkaði vöruverðið á Hornafirði eftir áramót Samtímis sem þessi skipun fer fram, hefur Verklýðsfélagið á Hornafirði skrifað stjórn Al- þýðusambandsins bréf, þar sem það ásakar Jón ívarsson, sem helzt mun eiga að vera einskon- ar fulltrúi neytenda í þessu ráði(!) (kominn inn fyrir áhrif S. í. S.-forstjóranna), fyrir ólög- legar verðhækkanir. Mun stjórn Alþýðusambands- ins leggja fram í dag ákæru á hendur Jóni ívarssyni fyrir ólöglegar verðhækkanir. Sá hluti í bréfi Verklýðsfélags ins Jökull til stjórnar Alþýðu- sambandsins, fer hér á eftir: „Alþýðusamband íslands, Reykjavík. ----- Einnig minnumst við hér á annaö mál, sem við ósk- um einnig eftir aö Alþýðu- sambandið taki, sem fyrst, til athugunar, en það er um vöruverS. \ Samkvæmt ,yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar álítum við að verölag einstakra vörutegunda megi ekki hækka frá 18. des. s. 1. að telja, til 28. febrúar n. k. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.