Þjóðviljinn - 23.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1943, Blaðsíða 4
flJÓÐVIUINN LEIKFELAG REYKJAVIKUR. Næturlæknir: Kjartan Guðmunds- son, Sólvallagötu 3, sími 5351. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Dans inn í Hruna“ annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Skiðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði næstkom. sunnudagsmorgun. Lagt á stað stundvíslega kl. 9 frá Austur- velli. Farmiðar seldir á laugardag- inn hjá L. H. Muller frá kl. 10 til 5 til félagsmanna, en til utanféngs- manna frá kl. 5 til 6, ef óselt er. M* Mfi »».• «(’*• >.•»> uw -k1 Útvarpið í dag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit: „Húsfreyjan á Hömr- um“ eftir Davíð Jóhannesson (Haraldur Bjömsson o. fl.). 22.00 Fréttir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. K. R.-skíðaferðir að Skálafelli verða um helgina eins og hér segir: í dag kl. 2, í kvöld kl. 8 og á morgun kl. 9 f. h. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 5587 kl. 5—6 í kvöld og morg- unferðimar, en fyrir kl. 12 í dag í kl. 2 ferðina. Farið verður frá Vest- urgötu 2. Kaupþingið. föstud. 22./1. ’43. Birt án ábyrgðar. .a X > I M *rt c/j W) *0 G jr1 o) > W) 3 ^ tuo J2 fl & & 3 CuO a U X in '3 & w s 4 Veðd. 13. fl. 105V2 41/2 — 4. fl. 100 41/2 Ríkisv. br. ’41 101 4% Kreppubr. 1. fl. 101 4 Bygg.sj. ’41 100 4% — ’41 101 4% Sildarv.br. 101 4 Hitaveitubr. 100 99 3% — 100 135 Sendum veizlumat í bæinn. Steinunn og Margrét Valdimarsdætur. Sími 5870. 'mnnuunuummn uuuuuuuuuuuu nýkomin góð tegund af húsakolum. Símar: 1964 & 4017. Revkjavík uuuuuuuuuuuu D> TJARNARBÍÓ Um Atlants ála (Atlantic Ferry). Amerísk mynd um upphaf gufuskipaferða um Atlanz- haf. Michael Redgrave. Valerie Hobson. Griffith Jones. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. NÝJA BÍÓ „Penny Serenade" Stórmynd leikin af: IRENE DUNNE og CARY GRANT. Sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 5. Nýbyggjarnir (Oklahoma Frontier). Leikin af Cowboykappanum JOHNNY MACK BROWN. Bönnuð fyrir börn yngri en 12 ára. Hafnarsfúdentínn Framh. af 3. síðu. sá félagsskapur, sem Sakir nefnd ust. Eggert Ólafsson og þeir Svefneyjarbræður stóðu að þess- um félagsskap, sem virðist hafa haft þann tilgang einn að efna til samdrykkju meðal íslenzkra stúdenta. En það er ekki fyrr en á 19. öld, að íslenzkir Hafnar- stúdentar bindast samtökum er stefna að þjóðnýtum markmið- um. En það er eftirtektarvert, að pólitískir viðburðir á meginlandi Evrópu virðast hafa ráðið miklu um vaxandi þjóðmála- og menn- ingarstarfsemi íslenzkra Hafn- arstúdenta. Ári áður en Júlíbylt- ingin brýzt út á Frakklandi gef- ur Baldvin Einarsson út fyrsta árgang Ármanns á Alþingi. Á áramótunum 1830—31 stofnar hann félagsskap með stúdent- um, sem hann kallar „alþingi“ og skyldi örva áhuga og þekking manna á öllum þeim málum er ísland varða. Félag þetta lifði að vísu skamma stund og lagðist niður við fráfall höfundar síns, en upp frá því varð aldrei sam- takalaust með íslenzkum Hafn- arstúdentum, og frá þessum tíma gætir æ meira þátttöku þeirra í opinberum málum íslendinga. Þetta eru ár þjóðfrelsisstefn- unnar í Evrópu, ár hinnar miklu hreyfingar, sem tengdi þjóð- frelsi og persónufrelsi allsherjar mannréttindabaráttu. Öldur ’ þessarar hreyfingar skullu- einnig á ströndum Dan- merkur. Hið danska einveldi tók að riða og varð að veita hinni frjálslyndu hreyfingu nokkrar í-' vilnanir. Hinir íslenzku bænda- synir í Kaupmannahöfn, Hafn- arstúdentamir, tóku þessari hreyfingu tveim höndum. Þeir fylgdust nákvæmlega með öll- um pólitískum hræringum um- heimsins. Skírnir, tímarit Bók- menntafélagsins, birti eingöngu erlend tíðindi, og Hafnarstúd- entar skráðu fréttirnar. Fjölnir gaf erlendum tíðindum jafnan j mikinn gaum. Og í formálanum fyrir 1. árgangi Nýrra Félagsrita skrifar Jón Sigurðsson þessi orð: Þegar vér hugleiðum efni vor íslendinga, þá er því eins varið hjá oss og öðrum, að vér eigum einkum tvennt að athuga, ásig- komulag vort og ásigkomulag annarra þjóða. Hinn mikli vorhugur, sem ein- kennir íslenzka Hafnarstúdenta á árunum 1830—1850 er evrópsk ur að uppruna sínum. Þeir skildu ljóslega, að þeir höfðu heims- hreyfingu að bakhjarli, er þeir báru fram kröfur og bænarskrár um verzlunarfrelsi handa íslend- ingum og pólitísk réttindi. Ef ekki hefði notið þessarar evr- j ópsku hreyfingar þjóðínelsia- Dausinn i Hruoa eftir Indriða Einarsson. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. 44 H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS. stefnunnar mundu íslendingar ekki hafa hafið þjóðréttindabar- áttu sína. En það var gifta fs- lands á þessum árum, að mann- val hins íslenzka æskulýðs var við nám í Kaupmannahöfn, á næstu grösum við heimsviðburð ina. íslenzkir Hafnarstúdentar voru einir allra íslendinga þann- ig í sveit settir, að þeir gátu haf- ið skipulagsbundna pólitíska bar áttu um endurheimt íslenzkra frelsis- og þjóðréttinda úr hönd- um Danastjórnar. En það var einnig gifta íslands, að bænda- stéttin íslenzka sýndi fljótlega furðulegan pólitískan þroska og veitti pólitískum kröfum Hafn- arstúdénta brautargengi sitt. — Jóni Sigurðssyni forseta var ekki síður sýnt um að fylkja almúga sveitanna um þjóðréttarkröfur sínar en stúdentunum í Höfn. — Fyrir þá sök var afstýrt þeirri hættu, að sjálfstæðishreyfing vor yrði rótlaus menntamannahreyf ing, er einangraðist frá alþýðu landsins. — Hafnarstúdentarnir voru, að minnsta kosti til loka 19. aldar, flestir bændasynir, vinnustúdentar, sem úr hafði tognað við árina og orfið. Bilið milli þessara tveggja stétta, sem hafa báðar átt svo ríkan þátt í pólitískri þróun vor íslendinga, yar ekki svo breitt, að þær gætu ekki unnið í sameiningu að lausn þjóðtækra viðfangsefna. Ég gat þess áðan, að þjóðmála barátta Hafnarstúdenta hefði verið ein alda vakin á heims- hafi þjóðfrelsisstefnunnar. Ekk- ert sýnir ljósar en endalok þjóð- fundarins, hve örlög beggja hreyfinga voru samanslungin. Danastjórn gat því aðeins beitt okkur hervaldi, að afturhaldið á meginlandi álfunnar hafði þá gengið á milli bols og höfuðs á þjóðfrelsishreyfingunni. — En þetta var aðeins stundaráfall. — Sú hreyfing, sem fyrst hafði vaknað meðal íslenzkra Hafnar- stúdenta varð ekki kveðin nið- ur. Hún sótti í sig veðrið eftir því sem lengra leið, unz hún náði því marki, sem djörfustu höf- unda hennar hafði ei órað fyrir. Hafnarstúdentar voru enn sem . fyrr framarlega í flokki á síð- | ustu áföngum sjálfstæðisbarátt- 1 unnar, þótt ekki bæri þeir slíkan ægishjálm yfir hreyfingunni sem áður. En í því efni réð óviðráð- anleg þróun sköpum. Stúdenta- og menntamannastéttin var ekki lengur eins mikilsráðandi í þjóð félaginu og hún áður hafði verið. Nýjar stéttir höfðu risið upp og vaxið svo að þroska, að þær þurftu ekki handleiðslu sona i Mínervu. Og nú er svo komið, að Hafn- arstúdentúm hefur orðið að i Vér leyfum oss að benda viðskiptamönnum vorum á, að vörur, sem þeir eiga liggjandi í vörugeymsluhús- um vorum, eru þar á þeirra ábyrgð og að þeim ber sjálfum að sjá um brunatryggingu á þeim, og um aðrar þær tryggingar, sem þeir telja nauðsynlegar. Þetta gildir jafnt um þær vörur, sem eru í vorum vörzlum hér í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum vorum víðsvegar um landið. Reykjavík, 22. janúar 1943. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. víkja úr þeim sessi meðal ís- lenzkra menntamanna, er hann áður skipaði. Þeir hafa misst hin gömlu fríðindi Friðriks II. og njóta ekki þeirra forréttinda, er þeir áður höfðu. Meginþorri ís- lenzkra stúdenta gengur nú á innlendan háskóla, og á árunum milli heimsstyrjaldanna hafa þeir stúdentar, sem utan hafa farið, leitað sér menntunar í sundurleitustu löndum. Það er ekki nema vel að svo sé. Fjöl- breytni í uppfræðslu mennta- manna vorra ætti að aukast við það. En þrátt fyrir það, að aðr- ir og stærri háskólar lokki land- ann til sín, virðist hin aldna alma mater, Kaupmannahafnar- háskóli, ekki hafa misst aðdrátt- arafl sitt á unga íslenzka stúd- enta. Enn er hann mikið sóttur og flestir una þar vistinni vel. Við Kaupmannahöfn eru líka tengdar margar ljúfustu minn- ingar íslenzks menntalífs. — í Kaupmannahafnarháskóla hafa gengið lærðustu og gáfuðustu menn íslenzku þjóðarinnar. — Borgin er full af íslenzkum erfð um og minningum. Hún geym- ir þriggja alda lærdómsframa og æskusyndir íslenzkra mennta- manna. Og þegar við Hafnar- stúdentar beggja megin hafsins drekkum í kvöld full félags okk- ar, þá munum vér ekki gleyma háskólanum, sem miðlaði okkur lærdómi og vísindum, sem veitti okkur ómælt hina heiðu gleði stúdentsáranna. — Kaupmanna- hafnarháskólinn og Kaupmanna höfn kom okkur öllum til nokk- urs þroska. En um leið og við drekkum þetta full hörmum við um leið hin illu örlög, sem háskólinn og borgin hafa hlotið. Erlent her- vald heldur Danmörk í ánauð, og hefur þar sem annars staðar svipt háskólann akademisku frelsi. Við sem höfum kynnzt kennaraliði Kaupmannahafnar- háskóla skiljum bezt, hvílík á- nauð það er háskólanum að starfa fyrir framan brugðna byssustingi. íslenzkir stúdentar eru nú í miklum vanda staddir. Þeir geta nú ekki leitað til annarra' landa en Englands og Ameríku. Upp á síðkastið hefur það mjög far- ið í vöxt, að íslenzkir stúdentar leituðu til Vesturheims til að afla sér beirrar menntunar, sem eigi fæst hér á landi. Þetta eru mikil umskipti fyrir íslenzka stúdenta. Vér íslendingar erum Evrópumenn. í Evrópu eigum vér ætt vor og óðul í andleg- um og menningarlegum efnum. Kaupmannahöfn var í þrjár ald- ir gluggi okkar, er sneri að Ev- rópu. Það er afmælisósk mín til Félags íslenzkra stúdenta í Kaup mannahöfn, að þessi gluggi megi opnast brátt aftur, að Evrópa megi aftur verða íslenzkum menntamönnum það, sem hún hefur verið frá upphafi íslands byggðar: andleg arfleifð vor, er við megum nytja þegar okkur lystir) Fyrir rúmum 200 árum kvaddi ungur íslenzkur stúdent Kaup- mannahöfn að afloknu námi. — Það var Skúli Magnússon, sem síðar varð landfógeti fyrstur ís- lenzkra manna. Hann kvaddi með þessari vísu: Þótt eg Hafnar fengi ei fund framar en gæfan léði. Ljúft er hrós fyrir liðna stund. Lifði eg í Höfn með gleði. Íþróttasíðan Íþróttasíðan, sem vera átti í blaðinu s. 1. föstudag, kemur í blaðinu á morgun. ReykjíiVík rafmagnlaus s?- í fyrrakvöld kl. um 9% varð Reykjavík rafmagnslaus. Ástæðan til þess var sú að krapstífla komst í ristarnar við Sogstöðina og síðar túrbínuna. Um kl. 8V2 í gærmorgun hafði krapinn verið hreinsaður burtu og hægt var að hleypa straumi á að nýju. Vegna rafmagnsleysisins var ekki hægt að prenta Þjóðvilj- ann og kom hann því ekki út í gær. Fallhlífarhersveitir Framhald af 1. síðu. Þrátt fyrir yfirlýsingamar um að Hitler og Antonescu hafi náð fullu samkomulagi um öll mál sem rædd voru á fundinum í Berlín, er talið að engin varan- leg lausn hafi náðst um helztu ágreiningsmálin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.