Þjóðviljinn - 26.01.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.01.1943, Síða 1
I 8. á árgangur. Þríðjudagur 26. janúar 1948. 19. tölublað. mi nuidir tii annn nnilnMs? Rauðí herínn sækír hrati fram í Kákasus og hrekur síð- ustu leífar fasístaheríanna af Voronessvaeðínu. IMiniiM m nlllomiHI- Hn sítiasmi' sra I Snlierlis il Þjóðverjar tilkynna að brezk- ar strandhöggsveitir hafi reynt að setja lið á land við Larvik í Oslófirði. Hafi Bretar komið á sjö tund- urskeytabátum og œtlað að koma á land mönnum, er áttu að fram- kvœma skemmdarverk, en til- raunin hafi mistékizt. Engin tilkynning hefur verið gefin í London um strandhögg þetta, en brezka útvarpið minn- ir á að oft séu gerðar minni hátt- ar hernaðaraðgerðir án þess að frá þeim sé skýrt. Braut verðlagsnefnd landslög? Finnm• Jónsson beindi þeirri fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar í gær, hvort það væri rétt, sem Tíminn hefur haldið fram, að verð- lagsnéfnd hefði leyft Jóni ívárssyni, að hækka vöru- verð eftir að verðfestingar- lögin voru sett? Vilhjálmur Þór varð fyrir svörum, það er að segja, hann lýsti því yfir, að hann gæti ekki svarað að svo stöddu, enda væri ráðherra sá, er þetta heyrði undir veikur- Þjóðin býður svars. Braut verðlagsnefndin landslög? Sósíalistafundur á Stokkseyri Sósíalistafélag Stokkverja hélt fund á Stokkseyri s. 1. suraiudagskvöld. Gunar Benediktsson flutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið og Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur las úr Ævisögu Hitlers — bók um ævi Adolfs Hitlers, sem Sverrir hefur þýtt og mun koma út á næstunni. Fundurinn var vel sóttur. Talsmaður þýzku herstjórnarinnar flutti í gœr útvarpsrœðu og aðvaraði þýzku þjóðina um að vœntanleg kunni að vera til- kynning um almennt undanhaid þýzku herjanna á stórurn hluta austurvígstö ðvanna. Orustumar verða stöðugt stórkostlegri, sagði herfrdeðingur- inn. Rússneski herinn vœri margfalt fjölmennari og betur bú- inn hergögnum. Svo geti farið að þýzka herstjómin fyrirskipi almennt undanhald til styttri víglína og betri vamarstöðva. Þýzka útvarpið tilkynnti ennfremur, að hringurinn þreng- ist stöðugt um þýzka og rúmenska herinn vestur af Stálingrad. Rússar hafa brotizt gegnum vamarlínur þeirra bœði að norðan og vestan. í tilkynningu frá Moskva í gœrkvöld segir að rauði herinn hafi náð á vald sitt þeim út- hverfum borgarinnar Vorones og öllu landinu í nágrenni borg- arinnar, sem Þjóðverjar náðu í sókninni í júlí í sumar. Þýzka herstjórnin tilkynnti í gær að Þjóðverjar hefðu yfir- gefið „Voronesbrúarsporðinn“ og hörfað vestur yfir Don, til þess að „stytta víglínuna". Sókn rauða hersins suður af Vorones hefur gert aðstöðu þessa þýzka hers mjög erfiða. í þeirri sókn hafa 17 þýzk, ungversk og ítölsk herfylki verið sigruð og 75 þúsund fangar teknir. í Kákasus sækir rauði herinn hratt fram, og stéfnir úr þremur áttum til hinnar mikilvœgu járnbrautarstöðvar Tikoretsk. Sovéther sem sœkir fram eftir járnbrautinni frá Armavír er kominn um 50 km. norðvestur af borginni og nálgast bœinn Krapotkin. Rússneskar sprengjuflugvélar Heimilum 40 þús. manna jafnað við jö öu Þýzku hernaðaryfirvöldin hafa fyrirskipað að gömlu hafn- arhverfin í Marseille í Suður- Frakklandi skuli jöfnuð við jörðu, og íbúar þeirra, um 40 þúsund manns, fluttir úr borg- inni. Margir íbúanna hafa neitað að hlýða þessari fyrirskipun, gert sér virki í húsum sínum og skot- ið á þýzka lögreglu og hermenn, sem áttu að framkvœma brott- flutninginn. Jafnframt gerði franska lög- reglan húsrannsóknir um alla borgina og voru um 6000 menn handteknir. gerðu í gær harða árás á járn- brautarmiðstöðina Krasnodar, þar sem járnbrautirnar frá Kra- potkin, Tikoretsk og Tímosevs- kajá koma saman, og þaðan ligg- ur járnbrautin til Novorossisk. Þýzkir fangar sem teknir hafa verið á austurvígstöðvunúm hafa skýrt frá því, að þýzkur her hafi verið fluttur frá Dunkirk og Bordeaux í Frakklandi í síðustu viku til austurvígstöðv- anna. Er þetta talin ein ný sönnun þess hve aðþrengd fasistaríkin eru orðin að þjálfuðum her- mönnum. Er ameriska smjðrlð ódýrara en islenzk! smjör? Atvinn u m álaráðherra upp lýsti á Alþingi í gær, að rík- isstjórnin gerði ráð fyrir að hagnaðurinn af að selja X kg. af amerísku smjöri nægði til að verðbæta 1 kg. af íslemku smjöri, og þyrfti því að flytja jafn mörg kg. af smjöri inn og kæmi á markaðinn af innlendu smjöri til þess að ekki þyrfti að leggja fram fé úr ríkissjóði, til að lækka smjörverðið niður í 13 k.r kg. Verð á íslenzku smjöri hefur lækkað um 8,50 kr., eigi að bæta þá læltkun að fullu verður hagnaðurinn af hvcrju kg. að vera 8,50 kr. og ætti það þá raunveru lega að kosta 4,50 kr. eða nokkru minna en íslenzkt smjörlíki. Breski herinn heldur áfram sókn vestur ströndina milli Trí- polis og landamæra Túnis, og er talið að hann muni vera í þann veginn að reka síðustu leifamar af her Rommels út úr Líbíu. Flugher Bandamann hefur gert harðar árásir á allar helztu flugstöðvar fasista í Túnis, og undanfarnar nætur hafa brezk- ar flugvélar hvað eftir annað ráðizt á Palermo og fleiri helztu hafnarbæi og herstöðvar á Sik- iley„ Samningaiunleitanir hafa undanfarið farið fram í deilu frystihúseigenda og verkalýðs- félagsins í Sandgerði og nú síðast fyrir milligöngu sátta- semjara, Jónatans Hallvarðs- sonar, sem nú gegnir því starfi, en ekki náðist sam- komulag. Verkfall átti því að hefjast í gærmorgun, en sáttasemjari bað um tveggja daga frest. Lagði hann fram miðlunar- tillögu í deilunni og greiddu báðir aðilar atkvæði um hana í gær. í verkalýðsfélagi Sandgerð- is og Miðneshrepps greiddu 64 atkvæði af 75 er greitt gátu atkvæðL Úrslit þeirrar atkvæða- greiðslu voru ókunn í gær- kvöldi. VerðupQbætur á lanibúnaðarframleiðslu aranna 1941 og 42 er um 25 millj kr, Sömu ár er varið naer 3 mílljðnum króna úr ríkfssjódi til ad l^ekka verd á áburdi og sildarmjðlf Tíl ad laekka verð á koluni, fiskí otf smjörliki var varid 0,5 milljónum króna. Atvinnumálaráðherra Vilhjálmiu* Þór, gaf mjög athygl- isverðar upplýsingar um framlág ríkisins til verðlagsuppbót- ar á landbúnaðarafurðiun o. fl- á fundi neðri deildar í gær. Til að verðbæta landbúnað- arframleiðslu ársins 1941 hef- ur verið varið: Til verðb. á ull ca. 2 millj. kr. — berðb. á gær. ea. 2 mill. „ — verðb. á göm. ca. 398 þús. Alls ca- 4,4 millj. kr. I til að lækka vörur á inn- lendum markaði hefur verið varið: Vegna kola ca. 157 þús. — fisks — 37 — — smjörlíkis — 339 — — áburðar — 1 millj. Aætlað er að varið verði til verðbótar á landbúnaðfram- leiðslu ársins 1942: Vegna ullar 5,3 millj. kr. — kjöts 8,6 — — — gæra 6,0 — — Alls ca. 20 millj. kr. Aætlað er að verðlækkanir á síldarmjöli til bænda árið 1942 verði 1,8 milljón og að vegna lækkunar á kjöti á inn- lendum markaði ca. 2 milljón- ir. Það er ekki ástæða til að sltrifa meira um þessar stað- reyndir að sinni þær tala sínu málL Ifk sr. Sinrlir z. Elslanur Mil Lík séra Sigurðar Z. Gisla- sonar prests að Þingeyri fannst s. I. laugardag. Séra Sigurður hvarf á leið til einnar kirkju sinnar á nýjárs- dag. Maöur nokkur, er átti leið þar á mTli bæja sá göngustaf hans í skafli ofan við veginn. Lík sr. Sigurðar fannst þegar gi’afið var í skaflinn. Þetta var nokkuð fyrir utan Ófær- urnar, þar sem talið var að hann heföi farizt, en þó hafði oft verið leitaö þama.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.