Þjóðviljinn - 26.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. janúar 1943. ÞJÓÐVILJINN Álit Stephans G. Stephanssonar á sovét kipulaginu; ,Eina hjálpin úrþeim hreinsunar- eldi er mannheimur er staddur V þJOOVIUIHM Útgefandi: SamoininE«rflakkur alþtýðu Sósíalistafíokkurinn Ritstjórar: Einar OlgeirsBon (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. 'Ugreiosla og auglýsíngaskríí- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Neð eða móti lýðfrelsinu Hinir stórkostlegu sigrar rauða hersins, hrakfarir „hins ósigrandi" þýzka nazistahers, vekja nú óskiptan fögnuð allra sannra lýðræðissinna um víða veröld. Hvarvetna endurskoðá menn nú hugmyndir þær, sem rang- snúin auðvaldsblöð hafa þröngv að upp á menn, um Sovétríkin og sósíalismann. Milljónir manna, sem fyrir árum hötuðu Sovétríkin og óttuðust sósíal- ismann, viðurkenna nú sósíalism ann sem sterkasta aflgjafa, sem veraldarsagan hefUr þekkt, og þjóðfélag hans sem frjálsasta mannfélag, sem þróunin enn hefur skapað. Afstaðan til Sov- étríkjanna er nú meir en nokkru sinni fyrr prófsteinrlinn á það, hvort menn séu í raun og sann- leika með lýðfrelsi og framför- um eða fasisma og afturhaldi. En um leið og vonir alþýðu og frelsisunnandi þjóða um skjót an og algeran sigur yfir fasisma og afturhaldi glæðast, taka aft- urhaldsöflin í auðvaldsþjóðfé- lögunum, hinar síngjörnu bak- tjaldaklíkur að gera sínar ráð- stafanír til þess að reyna að hindra að alþýða heimsins upp- skeri arðinn af blóðfórnum sín- um og ótrúlegum þjáningum: fullt frelsi, pólitískt og þjóðfé- lagslegt. Afturhaldsklíkur auð- hringanna, sem áður réðu að- stoðinni við Hitler, svikunum við Spán, Kína, Tékkóslóvakíu, samningunum í Múnchen o. s. frv., — taka nú sem fyrr að brugga lýðfrelsishreyfingunni banaráð, og undirbúa samninga við hina og þessa quislinga og afturfealdseggi úr herbúðum fas ismans, til þess að hindra lýð- frelsishreyfingu þjóðanna, sem nú eru kúgaðar. Norður-Afríka er skýrasta dæmið um • makk af turhaldsins í Bandaríkjunum við frönsku quislingana. Þar er reynt með aðstoð „þrautreyndra" fasista að halda niðri frelsishreyfingu ibúana og andfasistunum enn haldið í fangabúðum. Fyrirætl- anir Bandaríkjástjórnar um her frjálsra Austurríkismanna undir forustu Habsborgarprinsins Otto (!!) er annað dæmi um hvernig afturhaldið f Bandaríkjunum, hugsar sér frjálsa Evrópu. Eða hvað segja menn um viðurkenn- ingu Bandaríkjastjórnar á fas- istastjórnunum í Vichy og Hels- ingfors. AUt er þetta visbendingar um Stephan G. Stephansson. Fátt sannar betur, hvílíkur vitmaður skáldið og bóndinn Stephan G. Stephansson var, en það hvaða skoðanir hann hafði á sovétskipulaginu. Það vill svo vel til, að geymzt hafa bréf frá honum, þar sem hann tekur af allan vafa um hvaða hugmynd- ir hann gerði sér um hið nýja þjóðskipulag, sem grundvallað var á einum sjötta hluta jarðar- innar eftir byltinguna í Rúss- landi 7. nóv. 1917. Að vísu mátti glöggt ráða af skrifum hans í bundnu máli, hvort hann taldi þessá miklu byltingu affarasæla fyrir mannkynið, en ummæli hans í bréfum til vina sinna, um þetta kjamamál, eru eins ský- laus og yafalaus og helzt verður kosið. Birtir „Verkam." hér á eft ir þessa merku og eftirtektar- verðu kafla úr bréfum þessa djúpvitra og hreinskilna skálds. . „En nú ríður á að duga fóstur- landi sínu, eins og hver er dreng þá pólitík, sem afturhald sterk- ustu auðvaldslandanna ætlar sér að reka í stríðslok. Meðan stríð- ið stendur kemur því hinsvegar ekki til hugar að birta þennan f jandskap sinn við lýðfrelsið svo greinilega að hatur þess til Sov- jetríkjanna yrði opinbert. Afturhaldsklíkurnar á íslandi hafa hinsvegar ekki fyrir því að dylja það. Allt frá fasistum í- haldsflokksins til Alþýðublaðs- klíkunnar er þess opinberlega óskað að Rauði hérinn bíði ósig- ur ( — og lýðfrelsið í heiminum líði þarmeð undir lok) og Sov- jetríkin verði afmáð. Það er nauðsynlegt að hver einasti lýðfrelsissinni, hver ein- asti andstæðingur fasisma og afturhalds, geri sér ljóst, að þeir sem þannig hugsa og breyta eru fjandmenn fólksins og að eitt fyrsta skilyrðið til þes að geta skapað vinnandi stéttum og og þarmeð þjóð vorri allri þann rétt, það frelsi og það vald sem þeim ber, er að hnekkjá al- gerlega áhrifum. aíturhaldsins í röðum alþýðunnar undir hvaða gerfi, sem það dylst. Og það ætti að vera hægur vandi, þega.r það kemur fram eins opin- berlega og ósvífið með aftur- haldsboðskap sinn og fjandskap við lýðfrelsið og þessar klíkur gera hér. Eftirfarandi smákaflar úr bréfum Stephans G. Stephanssonar, birtust í blaði Sósíalistaflokksins á Akureyri, Verkamanninum. Eiga þeir erindi til lesenda Þjóðviljans og birtist greinin úr Verkamanninum því hér í heilu lagi. Það fer ekki hjá því að í sífellu vaxi aðdáun á þessum „mesta mann'i islenzkra skálda", því meir sem menn kynnast speki hans og framsýni, skoðunum og list. Og eins og nú er astatt í heimin~ um á boðskapur hans brýnna erindi til vors íslendinga en nokkru sinni fyrr. ur til, og bylta henni úr martröð hræsninnar, eins mjúklega og verður. Sjálfur er ég allt illt: United Farmes of Alberta-fé- lagi, Non-Partizan, Socialisti, Bolsheviki og „óheiðarlegur". (Úr bréfi til Guttorms J. Gutt- ormssonar 5. apríl 1919). „Og nú eru þau (flokksblöð- j in) að byrja að ljúga sig með lagi út úr sinni eigin lygi um „bolshevismann" á Rússlandi, þegar engin brögð ætla að duga lengur til að skera hann niður, því hann sigrar heim allan á end anum, af því hann er sanngjarn- astur, og eina hjálpin út úr þeim hreinsunareldi, sem mannheim- ur er staddur í, hann — eða mennirnir í dýpra víti, að eilífu, það er ég viss um. Deiluefnið er ekki lengur, hvort „sovét"-fyr- irkomulagið eigi að komast á, heldur: verður það fáanlegt með góðu, eða aðeins með illu. Nú geng ég víst alveg fram af þér í „landráðum", sem einu sinni þýddi svipað og „pólitík" nú, en ég var ögn búinn að hugsa um þetta, og kominn eitthvað í átt- ina, áður en sovietta-sagan hófst, því undirstöðuatriði hennar voru orðin upphugsuð fyrir löngu, sem sé, engin stétt nema ein: iðjumennirnir. Þeir einir setja reglur um verk og viðurgerning, sem verkið vinna og kunna. ÖU störf unnin einstaklingum og þjóðum til ágætis, en engum sér stakling til auðlegðar. Þettavoru nokkrar grundvallarástæður, svo einfaldar og auðséðar, að ofur- lítil framsýni gat séð þær gler- augnalaust, ef hún rýndi í átt- ina. En að koma þessu fyrir, hef- ur soviet-stjórnin gert gangskör að, og ég hef lesið landbúnað- ar- og vinnumannalög þeirra, fljótlega, pg fann ekkert, sem 6- frjálslegt væri eður andstætt þessum reglum, en hitt er satt, ég alveg neita mér og öðrum um eignar-réttinn á því, sem er al- menningsþörf, og er þar að auki heimskur í því, hvernig bezt verði því fyrir komið, svo eitt- hvert boðorðabrot ekki smjúgi inn. Ég sting þessu nú svona að þér, ekki til áð ofbjóða þér né til ádeiiuefnis, en bara til „að íbrjóta upp nýtt land" milli okk- ar út úr húmi íslenzkrar „pólit- íkur". (Úr bréfi til Jóns Jóns- sonar frá Sleðbrjót 14. marz 1920).. „Bændapólitíkin eins og hún hefur reynzt („Agrarian Party") eingöngu, og hugsjónalaust, er ekki mín þrá. Það kann að vera ill nauðsyn. Ég er í bændadeild hér af einlægni — en vel að merkja, formaður okkar, Woods, heldur fram hugsjón, annarri en bæði Man-, Sask,- og Ontario- bændur, og sem ég felli mig við, víðsýnni, réttlátari stéttaflokk- un, útilokun utanstétta, iðnaðar- stétta alþing, í stað auðflokka- þings, framkvæmdastjórn á því, sem lögleitt er, sem fellur ekki, þó frumvarp hennar eitthvert falli á þingi, víkur aðeins yið van traustsyfirlýsing^ Þetta er nú að al-kjarnirin í sovét-stjórn svo nefndri, „democrasíið", sem á er stagazt, en hvergi er til nema í Rússlandi, þó Woods hafi þetta frá sjálfum sér. í minni ímynd- un hlýtur Ifkt þessu að ske — eða, heimurinn fer til andsk... á þessari öld. Svo er nú komið fyrir almenningi alls heims, að þetta þolir litla bið. Taflið aðeins um — fæst þetta með lögum, eða aðeins með bar- daga. Rússastjórn æskir einskis, nema friðar, til að fullkomna hjá sér þetta fyrirkomulag, sem hún trúir á, en fær ekki frið. öll ,Jiervöld helvítanna", auður og stjórnarvöld allra ríkja, sem nú eru uppi, siga á hana öllum hennar nágrönnum, með mút- um, undirróðri, liðstyrk, herbún- aði og hótunum. Þetta síðasta veit ég, því að það gerist nú samtíða mér. Hvernig nýja fyr- irkomulagið reynist, er ímyndun mín enn, því það er ekki svo þrautreynt enn, né verður í minni tíð, en eftir bezta viti sé ég ekki annað úrræði almenn- ingi lífvænlegt". (Úr bréfi til Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót, 2. júní 1920). „Ég hef engar fréttir, sem bréf tækar eru, en hef fylgzt ögn með heiminum og lesið við og við betri blöð en „fólk flest" veit um. Mikil íslenzk snilld var van- og traustsyfirlýsing þingsins heima, glöggasta og sannasta sýn ishorn af hugsunarhætti alls mannkynsins, í fárra stunda sýningu, alveg eins og hann er: Ótraust til alls, sem er, það hef- ur allt reynzt illa, en kvíði við því, sem koma mundi í staðinn, af því enginn hefur gert sér grein fyrir því glögglega, hvern- ig það ætti að vera, nema rúss- neskir ja^naðarmenn. — Kristur sá og sagði, hvað að var, þó hann reyndar fyndi fátt, sem aðrir góðir menn ekki höfðu rekið sig á áður og talað um, en hann fann ekki upp neitt fyrirkomu- lag til að koma því í félagslega framkvæmd, aðra en hugsjón einstaklingsins. Öldum seinna situr annar Gyðingur, Karl Marx, við að hugsa þessum „guðssyni" líkama og lögun, og síðan hafa jafnaðarmenn, fyrir- litnir lítilmagnar, verkafólk og alþýðumenn, verið að reyna að ýta þessu í áttina, en andleg ver- öld og veraldleg afneitaði bæði Kristi og Karli. Þangað til nú, að amerískar kirkjur hér setja samnefnd til rannsóknar og enska kirkjan á Englandi sér- nefnd, og komast báðar að sömu niðurstöðu: Menningin, eins og hún er í fyrirkomulaginu, er ó- kristileg. Ástandið neyddi þær til að segja satt, sjálfra þeirra vegna, en ekki sannleikans, og allt hið volduga og veraldarvana er nú æst út af því. Mér fínnst þetta eitt af táknum tímans, og svona skil ég söguna, og — trú- arbrögðin — og taktu nú við þessu, fyrst ég hef ekki fréttir að bjóða, heldur en engu". (Úr bréf i til Jóns Jónssonar f rá Sleð- brjót 5. maí 1921). „Fylkis-stjórn okkar byltum við bændur flatri. Sjálfsagt var hún þó mörgum stjórnum sann- gjarnari — en hváð um gildir, þeim verður öllum steypt í hefnd arskyni, þær steyptu heiminum — fólkinu — í glötun, allar, þó hvergi, nema í Rússlandi, sé neinn viss, hvað við eigi að taka". (Úr bréfi til Guttorms J. Guttormssonar 25. júli 1921). í heftið skrifar ritstjórinn, Haraldur Björnsson, um franska leikarann Moliere (frh,). Lárus Sigurbjörnsson skrifar um ísL nútíma leikritaskáld, er það fyrsti kafli í þeim flokki, og fjallar lim Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ævar Kvaran skrif ar um norska skáldið Nordahl Grieg, og Gísli Ásmundsson skrifar um konu hans, leikkon- una Gerd Grieg, sem íslenzkir leikhúsgestir gleyma ekki svo brátt eftir leik hennar í Heddu Gabler á s. L sumri Jón Auðuns skrifar um hina vinsælu leikkonu Soffru Guð- laugsdóttur, sem á 25 ára leik- afmæli á þessu ári Baldur Andrésson skrifar um Kristján Kristjánsson söngvara. Jón J. Sigurðsson skrifar um kvik- myndahúsin. Þá er ennfremur grein um listamannaþingið, sem haldið var á s. 1. hausti, fréttir af leikurum og leikstafsemi o. fL Heftið er prýtt fjölda mynda, prentað á vandaðan pappír og hið vandaðasta að öllum frá- gangi eins og Leikhúsmál eru vön að vera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.