Þjóðviljinn - 27.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 27. janúai' 1943. Guntiar Benedíkfsson; Síðastliðinn föstudag efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til umræðu um utanríkismál vor ís- lendinga. Sýnilegt var að stjórn félagsins vildi vel til þessa, vanda, tveir alþingismenn, hvor úr sínum ýtrustu andstöðuflokk- um þingsins, voru fengnir til framsögu og þar með tryggt að hinar fjærstu skoðanir til beggja handa mættu koma fram til grundvallar framhaldandi umræðum. Af fundinum fór ég hinn glaðasti sem sósíalisti, því að þar höfðu skoðanir vors flokks unnið glæsilegan sigur í umræðunum, en sem stúdent var ég ekki eins ánægður þar sem umræðurnar höfðu ekki bor ið vott þeirrar festu og skýrleika sem full þörf hefði verið á og BLÖNDAHLS-KAFFI kostar nú aðeins kr. 1.50 pakkinn (250 gr.), í smásölu. Grípið tækifærið þið, sem enn ekki hafið reynt þetta vinsæla kaffL yxyxyxvx y.< y.< y.< y:<y.<y.<y.<y.< iMi iXXi M Xa rA vyÆ&wymxmíZí}. Sendum veizlumat í bæinn. Steinunn og Margrét V Idimarsdætir Sími 5870. mátt hefði vænta þegar Stúd- entafélagið ríður á vaðið með félagslegar umræður um þessi mál, sem í mestum barndómi eru allra vorra mála og þó mest und ir komið að réttum tökum séu tekin á þessum örlaga tímum. — þótt tveir þingfulltrúar væru fengnir til framsögu, þá kom það í ljós, að aðeins annar þeirra hafði gert sér fulla grein fyrir því, um hvað umræðurnar stóðu og hvað utanríkismál eru í raun og veru, og þriðji maðurinn, sem þó er prófessor að nafnbót og doktor í einhverju, virtist ein göngu líta á þessi mál sem brand araefnivið og tilefni til árása á andfasista í hvaða herbúðum sem þá er að finna. Þetta var mjög leiðinlegt, en þó ekki ástæða til að ræða um utan þess vettvangs þar sem umræðurnar fóru fram. En Morgunblaðið tekur sig til og fer að lýsa þessum fundi og þá á þann hátt að lepja upp allt það ómerkilegasta, sem þar kom fram og skilur þannig við málið að ókunnir mættu ætla, að á þessum fundi Stúdentafélagsins hefði ekki komið fram neitt, er til þess bendir, að íslenzkir stúd- entar hafi snefil af skilningi á því, hvað það er sem um er að ræða þegar utanríkismál em tek in á dagskrá. Það skal tekið fram, að frammi staða Sigurðar Bjarnasonar var ekki líkt því eins aum og Morg- unblaðið vill vera láta, í frum- ræðu sinni hélt hann sig um skeið nærri kjarna málsins, þar sem hann ræddi um hlutleysis- afstöðu vora, veikleiki hans í því efni var sá, að hann virtist líta svo á, að j hlutleysisafstöðu vorri gæti öll vor utanríkisstefna vérið fólgin,-og benti Einar 01- geirsson mjög skýrt og greini- lega á það, hve alvarleg villa það væri, ef vér ætluðum að tak- marka utanríkisstefnu vora við svo þröngt svið. Þennan þátt umræðnanna minnist Morgun- blaðið ekkert á, þar sem rætt var þó um veigamikið atriði og mátti Dðmflelnd i uerðlaosiflálum hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð: I heildsölu 1 smásölu Camy handsápa kr. 130/48 pr. 144 stk. Casco — — 77/05 — 144 — Fiskbollur 1 lbs- 12 oz — 2.95 — dós Fiskbollur. 2 Ibs. — 3.35 — — kr. 1-20 pr. stk. — 0.70--------- — 3.85 — dós — 4.35--------- Smás'alar utan heildsölustaðar mega auk smásöluálagning- ar leggja á sápur og þvottaefni, te og cacao fyrir flutnings- kostnaði kr. 0.30 pr. kíló. Reykjavík, 23. jan. 1943. Dómnefnd í verðlagsmálum. oBcejai ipóztwvi/nn „Hupsandi menn“ Fleetir eru því marki brenndir aS vilja láta kalla sig „hugsandi menn“ og þyk- j ir sér meiri smán gerð er þoluð verði ef ótaf er brugðið. Það er heldur ekki á- stæða til að smána menn með köpuryrð- um, bezt að hver og einn beri þá smán eða þá sæmd, sem verkin sjálf veita hon- um, en því miður „bölvaðar staðreynd- irnar“ hafa til að mótmæla því sjálfsá- liti fjölda manna að þeir séu „hugsandi menn." Hvað segja nú t. d. staðreyndirnar um menn, sem ekki viðurkenna að fjármála- og framleiðslukerfi það, sem flestar þjóð- ir hafa búið við, síðustu hálfa aðra öld- ina, orðið úrelt og getur ekki veitt fjöld anum sómasamlegt lífsframfæri á svoköll- uðum „friðartímum". Er hægt að kalla slíka menn hugsandi? Slitin flík Sannleikurinn er sá, að skipulag sam- keppninnar og hins ótakmarkaða einka- rcksturs er slitin flík. sem þjóðirnor verða að fleygja, og klæðost annarri í hennar stað ef þær eiga ekki að ferðast hrjáðar, kaldar og tötrum búnar, um lönd tak- markalausra auðæfa, hver sá sem ekki viðurkennir þessa staðreynd, getur ekki talizt hugsandi maður. Ekki er þetta í fyrsta sinn, sem mannkynið þarfnast nýrra fata. I Allir eru sammála um að mannkynið hefur gengið þróunarbraut, og hana langa og allerfiða á stundum. Það er svo löng leið frá frummanninum í skógum hita- vera báðum ræðumönnum til nokkurs hróss. Morgunblaðið tekur það eitt, er Sigurði Bjarn- arsyni og stúdentum yfirleitt má vera til minnkunar, marg- þvældan og marg hrakinn þvætt ing sem ekkert kemur málinu við, um línu frá Moskva, hringl- andahátt kommúnista og grimmd og kúgun Rússa. Jafn- vel andstæðingar Einars Olgeirs sonar hlutu að dázt að því hve vel hann varðist því að láta teygja sig út í þetta margtuggna ; þras en hélt sig fast við þunga- miðju málsins, hnattfx-æðilega afstöðu lands vors og þar með afstöðu vora í yfiri'áðastreitu og hagsmunaafstöðu stórveld- anna, hver hætta oss stafaði af ! þessari afstöðu og á hvern hátt vér gætum hagnýtt oss hana til tryggingar sjálfstæði voru, ef réttilega vaeri á haldið. Það virðist ekki vera í mikið ráðizt þótt sú krafa væri gerð til málgagna stórra stjórnmála- flokka í landinu, að þeir á slík- um alvörutímum sem nú eru uppi, vendu sig af þeim fávita- hætti að vera að blanda stjóm- málafyrírkomulagi erlendra i ríkja inn í afstöðu vora til að ná | við þau vinsældum og hagsælum J samningum. Þegar við sósíalist- ar leggjum áherzlu á það, að | afla þurfi yfirlýsinga frá Breta- veldi og Bandaríkjunum um á- byrgð á sjálfstæði voru í fram- tíðinni, þá gerum við það án tij- lits til þess, að þetta eru auðvalds ríki sem beitt hafa yfirgangi við fámennar þjóðir og frumstæðar. Það sem afstöðu vorri veldur, er aðstaða þessara stórvelda við FVamhald á 3. síðu. beltisins og til borgarans í núÖíðarmenn- ingu þjóðfélagsins, og vissutega hefur mannkynið oft þarfnaat nýrra fata á þeirri leið, oft hafa úreltar venjur og úrelt þjóð- félagsform, verðið á bál borin á göngunni. „Hugsandi menn“ hafa oetíð skilið nauð- syn- slíkra fataskipta, en hinir sem lítt eða ekki geta talizt hugsandi, hafa stritast á móti, þeir hafa viljað ganga í gömlum slitnum görmum, og þannig er þetta enn þann dag í dag. En ekki verður þróunin stöðvuð. Þjóðfélagsform, sem við búum | við, hverfur á allra næstu tímum og ann- að nýtt og betra kemur þess í stað. Hvaða efni eru í Coca-cola ? Það er mikið talað um hinn nýja drykk Coca-cola, ýmsar sögur ganga um hvern- ig hann er saman settur. Því er t. d. mjög almennt haldið fram að í honum sé vottúr af cocaini, sem valdi því að ménn verði sólgnir í drykkinn, og jafn- vel svo að ástríðu megi kalla. Ekkert skal um það fullyrt hvað hæft er í þessum orðrómi en aðeins skal á það bent að ástæða er til að fá úr þessu skor- ið. Hvað segir matvælaeftirlitið? Heyrir þetta ekki undir verkahring þess? Því er hér með beint til matvælaeftir- litsins að láta efnagreina Coca-cola og birta niðurstöðurnar. En hvað um innflutn- inginn ? Fjármálaráðherra, herra Björn Ólafsson, hefur talað mjög fjálglega um þann voða sem þjóðinni stafajbi af þvf að skipakostur til vöruflutninga frá Vesturheimi til ísjands mundi verða mjög takmarkaður f náinni framtfð. í þessu sambandi dettur mani í hug: Hvað mikið er flutt af sykri til landsins vegna Coka-cola framleiðslunnar? Væri ekki réttara að sþara það skips- rúm sem til þessara sykurflutnings fer? Er ekki flutt inn allmikið af flöskum og ýmislegt freira, sem Coka-cola fram- leiðslan þarfnast? Væri ekki réttara að spara það skips- rúm sem til þessara flutninga þarf. Björn Ólafsson fjármálaráðherra væri ef til vill tilleiðanlegur að spjalla við um þetta við Björn Ólafsson Coca-cola framleiðenda, og ef ekki fengizt sam- komulag milli þessara nafna, gæti kom- ið til mála að fá Vilhjálm Þór atvinnu- málaráðherra sem sáttasemjara, ef at- vinnumálaráðherrann skyldi þó lenda í deilu við Vilhjálm Þór Coka-cola félaga Björns Ólafssonar, mætti reyna að fá Jón ívarsson til að jafna deiluna. vera stórir Það er oft, að menn sem eru litlir að vexti, líkamlega eða andlega, langar til þess að sýna að þeir séu „stórir’*. Kemur þetta fram á ýmsan hátt. i draumum um ,,foringja“-hlutverk eða valdaaðstöðu til þcss að gcta látið til sfn taka. Síðastliðinn fimmtudag lagði inn- heimtumaður leið síná inn í skrifstofu Elliheimilisina Grund með reikning til þess, — útborgunartfmi þar kl. 10—12 á fimmtudögum. Kl. 101/£ þenna fimmtudag barði inn- heimtumaðurinn þar að dyrum. Inni sat Gísli í Ási og drakk kaffi. Tók hann við reikningnum og sagði um ieið: „Viljið þér gjöra svo vel og taka ofan meðan ég borga yður reikninginn". Innheimturnaðurinn sem ekki hafði ætl- að sér að sýna neina ókurteisi, svaraði með annari spurningu: „Er það skilyrði fyrir greiðslunni?" „Já,“ svaraði Gísli og stóð kyrr með reikninginn í höndunum, rétti hann síð- an aftur að innheimtumanninum, er tók við honum og fór út. — Vei þeim, sem ekki ber hina réttu virðingu fyrir GfaJa í Ási! 1 LO FASISTAHERIRNIR HRAKT- IR ÚR LÍBÍU. Tripolis, höfuðborg Lfbfu, er á valdi brezka hersins, sem sótt hefur þangað frá E1 Alamein í Egiftalandi á tveimur mán- uðum. Þegar bandarískur og brezkur her hóf innrás í Norður-Afriku og náði valdi á Marokkó og Alsfr, var talið líklegt að lokaátökin um suðurströnd Miðjarðarhafs- ins yrðu um Tripolis. En sókn banda- mannaherjanna að vestan hefur tafizt, og nú er áttundi brezki herinn meira að segja kominn inn í Túnis. Það er vel af sér vikið, en þó ber þess að gæta að f Norð- ur-Afriku hafa fasistaríkin ekki haft nema 15—20 herfyki (samkvæmt brezkum fregnum), á sama tfma og 240 fasistaher- fylki hafa barizt gegn rauða hernum á austur vígstöð vunum. „ÞRJÁR BORGIR“. Borgin Tripolis stendur á höfða sem teygist út í Miðjarðarhaf. Það var í fyrnd- inni nýlenda Fönikíumanna, sem reistu borgirnar Sebrata, Oea og Leptis magna. | Oea stóð milli hinna borganna tveggja, | varð höfuðborg landsins og hlaut nafnið i Tripolis (þrjár borgir). Hún varð mið- stöð í viðskiptum hinna evrópsku hafna við Mið-Afriku og Súdan. Frá borginni gengu langar úlfaldalestir suður yfir Sa- haraeyðimörkina. Grikkir hernámu land- ið, síðar Egiftar og loks Rómvcrjar. Það varð háð Karþagó og landið sem nefnist Tripolitania (vesturhluti Lfbíu) varð rómverskt skattland. Á 16 öld komst Trípolis á vald Tyrkja og hélst það þar til ítalir hemámu lond- ið 1911. Árið eftir, 1912, viðurkenndu stórveldin yfirráð ítala í Lfbfu allri. ÁGÆT HÖFN. 1 . Nú á tínium er Tripolis fræg fyrir hina ágætu höfn, rómverskar byggingar og trjáskrúð sitt. íbúarnir eru 70 þúsund, flestir Arabar, en allmargt Gyðinga býr í borginni. íbúar allrar Líbíu, sem er 679 þús. ferkílómetrar að stærð, eru innan við milljón. Þar af eru aðeins 90 þúsund ítalir. VIN ÁTTU SÁTTMÁLI MILLI TYRKLANDS OG SOVÉT- RÍKJANNA V/ENTANLEGUR. Rétt fyrir áramótin kvaddi tyrkneska stjórnin sendiherra sína f London, Moskva og Berlín heim, til að ráðgast við þá um stjórnmálahorfurnar. Um sama leyti kvaddi brezka stjórnin heim sendiherra sína í Ankara og Moskva. Talið er að allar þessar sendiherraferð- ir standi f sambandi við nýjan sáttmála milli Tyrklands og Sovétríkjanna, sem væntanlegur sé innan skamms. Þýzki sendiherrann í Ankara, von Papen. hefur með blíðmælum og hótunum reynt að hindra þessa samninga, en árangurslaust. Arakan, sendiherra Tyrkja f Berlín, kom með harðort hótunarbréf frá þýzku stjórninni. Ef Tyrkland ætlaði sér að tako stefnu gegn fasistarfkjunum biðu lands- ins örlög Póilands. FÆR ÞÝZKALAND MEST- ALLA KRÓMFRAMLEIÐSLU TYRKJA 1943? Þýzka stjórnin óttast að vináttusáttmáli Tyrldands og Sovétríkjanna geti Ieitt til j þess að Tyrkir Ieyfi herskipum Banda- manna að fara um Dardanellasund. og þá hafa Þjóðverjar engu síður áhyggjur af því hvað verður um hina dýrmætu krómframjeiðelu Tyrkja. Þýzk-tyrkneski viðskiptasáttmáiinn, sem gerður var fyrir tveimur árum, mælir svo fyrir að Þjóðverjar fái mestan hluta af krómframleiðslu Tyrklands á þessu ári. Viðskiptafulltrúi Hitlers, dr. Karl Clo- dius, lofaði Tyrkjum skriðdrekum, fall- bysaum, flugvélum og öðrum hergögnum > skiptum fyrir króm, sem er þýðingar- mikið hergagnahráefni. Þessi loforð hafa Þjóðverjar ekki geta haldið, og svo getur farið að Tyrkir lýsi viðskiptasáttmálann fallinn úr gildi af þeim ástæðum. Á hverjum degi fer flugvél frá Ankara til Berlín með skýrslur von Papens um gang þessara mála. Húsbóndi hans von Ribbentrop, hefur heimtað nákvæmar 1 skýraiur daglega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.