Þjóðviljinn - 27.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. janúar 1943. ÞJÓÐVILJIMW þlÖOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistafiokkurizm Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Garðarstræti 17 — Víkingsprent Sinu 2270. Mgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð Sími 2184. Víkingsprent h.í., Hverfisgötu 4 Styrkjaleiðin er ófær Það verður varið um 25 millj. kr. úr ríkissjóði til að bæta upp verðlag á landbúnaðarframleiðsl unni árin 1942—43, og það verð- ur ennfremur varið um 3 millj. kr. til að lækka verð á vörum, sem bændur þurfa til framleiðsl unnar, svo alls munu rekstrar- styrkir til landbúnaðarins á þess um tveimur árum nema að minnsta kosti 28 milljónum kr. Það er ekki furða, þó menn nemi staðar, þegar þessi stað- reynd verður kunn, og spyrji: Er nokkurt vit í þessu? Aður en þessari spurningu er svarað þykir rétt að taka fram að bændur munu almennt ekki hafa lifað við neina ofsæld þessi miklu styrkjanna ár. Rétt er einnig að vekja athygli á, að styrkirnir hafa verið miðaðir við kg. ullar, kjöts eða gæra, og hefur þeim því verið úthlutað eftir fínustu kokkabók aftur- halds og auðvalds, þeir snauðu hafa fengið lítið og þeir ríku mikið, og þannig hefur bilið orð ið enn lengra milli snauðra bænda og ríkra. En sleppum því, en hverfum að því, sem %r mergurinn máls- ins. Er nokkuð vit í því, að fleyta einum atvinnuvegi þjóð- arinnar á afrakstri annars at- vinnuvegs.? Öllum hlýtur að vera ljóst að það er þetta, sem verið er að gera, það er verið að flytja hagnað, sem verður af sjávar- útveginum, fyrst og fremst, yf- yfir til landbúnaðarins. Slíkt getur verið afsakanlegt um stutta stund, ef bjarga þarf þeirri atvinnugrein, sem styrkt er yfir einhverja óvenjulega og tímabundna erfiðleika, en að reka atvinnuveg að staðaídri með rekstrarstyrkjum úr ríkis- sjóði er fjarstæða. Því er haldið fram, með rök- um, að stríðið hafi valdið sér- stökum erfiðleikum á sölu ullar og gæra. Hinsvegar má öllum vera ljóst, að það hefur ekki valdið sérstökum erfiðleikum á kjötsölunni. Málið virðist því blátt áfram liggja þannig fyrir, að íslenzkur landbúnaður sé ekki fær um að framleiða kjöt fyrir erlendan markað, og því síður smjör, eftir því, sem nú er upplýst með verð á amerísku smjöri. Það er því naumast nema um tvær leiðir að ræða. Að hætta að framleiða meira kjöt en þarf til neyzlu í sveitunum og hægt er að selja á innlendum mark- aði, eða að gjörbreyta búnaðar- háttunum, svo að framleiðslan verði ódýrafi og varan sam- Harry Pollift; Verið á verði! Hin öfluga sókn og mikil- vægu sigrar, sem rauði herinn vinnur nú á degi hverjum í stríði hinna sameinuðu þjóða, eykur nauðsyn þess, að fram- kvæmd séu tvo atriði er krefj- ast tafarlausrar úrlausnar. í fyrsta lagi, samtímis því sem lögð er aukin áherzla á Afríkustyrjöldina, að skapa nýj ar vígstöðvar í Evrópu undir sameiginlegri yfirstjórn hinna sameinuðu þjóða. í öðru lagi, að koma á einingu í verklýðshreyfingunni brezku. Það, og ekkert annað getur byggt upp það traust á einingu þjóðarinnar og samheldni og myndað þá raunhæfu fjölda- hreyfingu, er leitt getur þessa þjóð sigursæla gegnum þá miklu baráttu og hörðu átök, sem framundan eru. Hvers vegna er þetta tvennt óhjákvæmilegt? Vegna þess að framkvæmd þess bindur endi á sérhagsmunaleg sjónarmið vissra þjóða er tilheyra hinum sameinuðu þjóðum. Vegna þess, að á þann hátt er tryggt, að all- ir kraftar komi að notum og ráðin bót á þeim ágöllum, sem komið hafa í ljós á herstjórn- inni, og ennfremur eflir verk- lýðshreyfinguna og eykur áhrif hennar á stjórn landsins. Þetta eru allt mjög þýðingar- mikil atriði, sem krefjast bráðr- ar úrlausnar, ef tal okkar um sigur á ármu 1943 á að verða að veruleika. Og þetta er einmitl rétti tíminn til þess að fram- kvæma þau, meðan öll sérhags- munasjónarmið verða að hverfa til hliðar Tækifæri þau, sem nú bjóð- ast, koma ekki á hverjum degi. Þær nýju hugsanir- og hin nýju viðhörf, sem nú eru að mynd- ast í Bretlandi, eru einnig að ryðja sér til rúms í Evrópu. svo mikillj breyimga má vænta. Frá póiit;.-.ku og skoðanalegu stjónarnúði hefur aldrei verið eins ákjósanlegt fyrir hinar sam einuðu þjóðir, að sameina krafta sína til sameiginlegra á- taka í Evrópu. Allar Evrópu- þjóðirnar, sem nú eru undir á- nauð fasistanna, eru reiðubún- ar- Andstöðuhreyfingin gegn fasismanum fer vaxandi. Ekkert getur' hindrað vöxt þeirrar hreyfingar. Hún vex jafnhliða því, sem rauði herinn sækir lengra fram. Ekkert afl.'er til, sem gæti hindrað þá hreyf- ingu í því að neyta ítrustu krafta, ef brezku og amerísku keppnisfær á erlendum mark- aði, án þess að lífskjör bænda og búaliðs versni. ]pessar leiðir verður að íara, aðrahvora eða báðar, og það verður að halda inn á þær án tafar. Fullkomnar og víðtækar rannsóknir verða að fara fram á verkefninu, engin hlutdrægni eða togstreyta má þar koma til greina, þjóðarhagur krefst að málið verði leyst, styrkjaleiðin er ófær. 1 eftirfarandi grein, sem birtist í brezka blaðinu News and Wiews, 9. þ. m., ræðir Harry Pallitt að sameining brezku verk- lýðshreyfingarinnar sé skilyrði fyrir því, að takast megi að skapa fullkomna einingu brezku þjóðarinnar um að leggja fram alla krafta til þess að vinna sigur á fasistaríkjunum á þessu ári. herirnir gerðu innrás að vestan. Brezka þjóðin vill allt á sig leggja til þess að það verði fram kvæmanlegt. - Við vitum að árás á hinn „við kvæma og veika blett“ Suður- Evrópu er þýðingarmikil. En árás á meginvígi fasismans í Evrópu er þó enn þýðingar- meiri. Vegna þessa er það nauðsyn- legt að hinar sameinuðu þjóðir hafi samvinnu og samráð um allar aðgerðir sínar. Vegna þessa ætti að binda endi á áróðurinn og í stað hans að sannfæra fólkið um að allir starfskraftar og stjórnaraðgerð- ir hinna sameinuðu þjóða verði skipulagðar í samvinnu og sám- einingu, byggðar á sameinaðri herstjórn er beini meginþunga sínum af fullum krafti og nógu snemma gegn höfuðandstæð- ingnum: Hitlers-Þýzkalandi. Það verður að binda endi á að svo ólík sjónarmið komi til greina, eins og við sjáum nú, að Afríka er vglin sem vettvangur fyrir sókn brezku og amerísku herjanna, en ekki Evrópa. Hvers vegna er nauðsynlegt, að allir heiðarlegir andstæðing- ar geri sér þetta fyllilega ljóst — allir, sem óska þess, að ráða niðurlögum fasismans? Vegna þess að sigrar rauða hersins vekja ekki óblandna gleði í brjóstum allra. í hvert sinn er rauði herinn vinnur nýjan sigur, eru til afturhalds- öfl, er reyna að finna ný ráð til þess að draga úr áhrifamætti hinna sameinuðu þjóða. Það sýnir sig í myndun Iberi- an-klíkunnar og þeim stuðningi er hún hefur fengið frá aftur- haldinu í kennimannastéttinni og ýmsu sem gerist í Suður- Ameríku. Það kemur fram í til- raunum til þess að sýna og sanna að Darlan, Franco og Sal- azar séu allt öðruvísi fasistar en Hitler. Það kemur fram í tillög- unum um að loftárás skuli ekki gerð á Róm, eins og árásin er gerð var á Canterbury. Það kemur fram í andstöðu aftur- haldssamra atvinnurekenda, einkum Vickers-samsteypunnar og. kolaeigendanna gagnvart framleiðslunefndunum. Við munum bráðlega verða vitni að fleiri atburðum af þessu tagi, og það er einmitt nú, sem við verðum að vera á verði gagnvart þeim. Aldrei hefur nokkur sigur ver ið jafnmikið kominn undir ár- vekni og nú. Eining verklýðshreyfingarinn ar er þvx ekki lengur aðeins deiluatriði milli verkamanna- flokka, er halda þvi fram, að þeir hafi ósamrýmanlegar grundvallarskoðanir, heldur er sköpun þeirrar einingar óhjá- kvæmilegt skilyrði fyrir því, að allar þær fórnir, sem fólkið hef ur fært, í þessari styrjöld, hafi ekki verið færðar til einskis. Það er einungis með einingu verklýðshreyfingarinnar hægt að skapa knýjandi baráttuþrótt, árvekni og áhrif verklýðshreyf- ingarinnar, ásamt öðrum sam- tökum er vilja ráða niðurlögum fasismans á grundvelli þjóðlegr- ar einingar og samheldni. Það er aöems með einingu verklýðshreyfingarinnar og stuðningi hennar við ensk-rúss- neska sáttmálann, að hægt er að hvetja hinar undiroxuðu Evrópuþjóóir til nýrra dáða og ráða bót á þeirri óánægju, sem Darlanmálið vakti í öllum her- numdu löndunum. Það er aðeins með einingu verklýðshreyfingarinnar hægt að koma þýzka verkalýðnum í skilning um það, að meðal vor hefur hann tryggan bandamann í baráttunni gegn hinum inn- lendu kúgurum og aðVansittart ismi er útrækur ger úr verklýðs hreyfingunni. Það er vegna þessa, sem. Kom múnistaflokkurinn berst fyrir einingu nú og krefst þess, að öllu sem stendur í vegi fyrir að hún megi takast, verði rutt úr vegi. Þetta er ástæðan til þess að hann hefur sótt um samein- ingu við verkamannaflokkinn. Engir sérhagsmunir flokksins liggja því til grundvallar, held- ur er hér um velferð fólksins, verklýðshreyfingarinnar og þjóðarinnar að ræða. Og þetta þarf að framkvæm- ast fljótt. Nú dugir ekki að slá slöku við. Ekki að láta allan þungann hvíla á brézka hernum í Afríku og rauða hernum á austurvíg- stöðvunum. Við verðum að gera okkur ljóst hvað við þurfum að gera hér og nú þegar. Þess vegna verðum við aftur og aftur að sýna fram á hvað fasisminn er, hvert takmark hans er, hvaða starfsaðferðum hann beitir og hvernig hann á volduga vini og aðdáendur hér í Bretlandi. Sýna fram á kænskubrögð hans og hið raun- verulega irmihald „friðartil- boðanna", sem hann mun koma til með að gera með tilliti til vina sinna í Bretlandi. Ef við gerum okkur þetta ekki ljóst erum við þar með að afvopna okkur sjálfa. Að skilja það er okkur nauðsynlegt vopn í þessari baráttu. Nú er það hlutverk okkar að fylkja okkur til nýrrar baráttu gegn fasistunum og áhangend- um þeirra, til baráttu fyrir ein- ingu í öllum aðgerðum hinna sameinuðu þjóða, fyrir stofnun Vtðskípfaráð- íð fullskípað Eftirtaldir menn vorn í gær skipaðir varamenn í Viðskipta- ráði: Sigtryggur Klemenzson, lög- fræðingur, Gylfi Þ. Gíslason, hagfr., Klemenz Tryggvason, Einar Bjarnason, stjórnarráðs- endurskoðandi. Viðskiptaráðið átti að taka við störfum í gær- Stúdentafundurinn Frh- af 2. síðu. Atlantshafið. Það eru þessi stór- veldi og svo Sovétríkin sem öll hafa hagsmuna að gæta um norð anvert Atlantshaf og þessvegna hlýtur afstaða þeirra að grípa inn í mál þessarar þjóðar, án alls tillits þess, hvaða stjórnarfyrir- komulag ríkir í hverju þeirra fyrir sig. Hvað mundi vera sagt um oss sósíalista, ef við settum hnefann í borðið og mótmæltum harðlega að nokkurntíma væri samið um nokkurn skapaðan hlut við Biætaveldi og Banda- í ríkin, af því að þetta væru auð- valdsríki? Við myndum vera nefndir ábyrgðarlausir æsinga- menn gegn hverjum nauðsyn væri að grípa til sérstakra ráð- stafana, og hafa slík ummæli komið fram að minna tilefni, En þetta væri sami verknaður- j inn og sama rökleysan og Sig- ui’ður Bjarnason gerði sig sekan < um á stúdentafundinum og Morgunblaðið gerir að sínu máli bæði fyrr og síðar, að fara hinum mestu óvirðingarorðum um til- lögu um samninga við Sovétrík- in, vegna þess að þar er ríkjandi sósíaliskt þjóðfélag. Slíkt viðhorf sýnir hvorutveggja í senn, skiln- ingsskort á eðli utanríkismála- starfsemi og fullkomið ábyrgð- arleysi gagnvart sjálfstæðisbar- áttu vor íslendinga, auk skorts á almennri háttvísi.' Ég vil leyfa mér að færa Stúd- entafélagi Reykjavíkur þakkir fyrir að efna til þessara um- ræðna. Og ég tel það illa farið, að pólitísk málgögn bæjarins skuli ekki kunna sig betur en svo, að svona félagsfundir skuli vera dregnir inn í dægurmasið með óviðeigandi frásögnum. Teldi ég rétt, að Stúdentafélagið færi þess á leít við blöðin, að fundir þess megi vera friðhelgir gegn yfirgangi þeirra og félagið sjálft fái að skýra frá því í starfi sínu, er því þykir máli skipta. En jafn hliða vil ég eindregið mælast til þess, að'félagið haldi áfram á þeirri braut, er það hefur stigið inn á með þessum fundi, efna til umræðna um mikilvægustu mál þjóðfélagsins á hverjum tíma. Með því einu móti gætu stúd- entar vænzt þess að verða færir um að hafa forustu í lausn mik- ilsvarðandi mála. Gunnar Benédiktsson. nýrra vígstöðva, fyrir styrkingu ríkisstjórnarinnar og eflingu verklýðshreyfingarinnar til þess að tryggia það, að öllum mætti Bretaveldis verði beitt til þess að vinna endanlegan sigur á árinu 1943,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.