Þjóðviljinn - 28.01.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 28.01.1943, Side 1
'ILJINN 8. árgangur. Fimmtudagur 28. janúar 1943. 21. tölublað. 55fc. L w.íj ilier mnslun hli insiiM- endUHi f Sand- lerfli di Gardi Eins og frá var skýrt í blað- inu í gær hófst vinnustöðvun í gærmorgun hjá nokkrum fyrir- tækjum í Sandgerði og Garði, þar sem bæði verkamenn og at- vinnurekendur höfðu hafnað miðlunartillögu sáttasemjara í deilunni milli verkamanna og hraðfrystihúseigenda. Var ekkert unnið í gær hjá þeim atvinnurekendnm í Sand- gerði og Garði, sem eiga í deilu- Bif reiða einkasölufrum varpið fellt með jöfnum atkvæðum Frumvarp Framsóknar og Al- þýðuflokksins um bifreiðaeinka sölu var til 3. umræðu í neðri deild í gær. Fyrir lá breytingai-- tillaga frá Einari Olgeirssyni um að tryggja rétt bílstjóra við úthlutun bifreiða. Var það yfir- lýst, að Sósíalistaflokkurinn myndi greiða atkvæði með frumvarpinu, ef breytingartil- lagan væri samþykkt, en sitja hjá ella. Engu að síður hafði Framsókn og Alþýðuflokkurinn atkvæðamagn til þess að sam- þykkja þá frumvarpið, ef allir Framh. á 4. síðu. Óvenjuleg afgreídsla meíríhluta fjárveíl- ínganef ndar á fjárlagaf rumvarpínu fyrír 1943 Mcírí hlufí nefndarinnar neífar ad leggja fram íillðgur um fjárveífingar fil verklegra framkvaemda svo sem vegagerda, haf nar~ og brúargerda og ýmíssa annarra framkvœmda# fyrr en víd 3« umraedu í gær var útbýtt á Alþingi nefndaráliti ijárveitinganeindar um fruinvarp til fjárlaga fyrir árið 1943. Nefndin hefur eins og venja er til unnið að athugun á frumvarpinu og undirbúið ýms- ar breytingatillögur við það. Samtals hefur hún þegar haldið 53 fundi og komizt að raun um, að margar og miklar breytingar er óhjákvæmilegt að gera við frumvarpið. Það hefnr komið-í Ijós að frumvarpið hefur verið mjög illa undirbúið af fyrrver- andi stjórn og því óhjákvæmilegt að breyta að verulegu leyti t. d. rekstraráætlunum skóla, sjúkrahúsa og ýmsra annarra stofnana á vegum rikisins, og miða flestar þessar breytingar til hækkana á gjöldum. Þá var öllum ljóst frá upphafi að framlög þau, sem frumvarpið gerir ráð fyrir til verklegra framkvæmda ná engri átt, þar sem þau eru miklum mun lægri en þau hafa reynzt s.I. ár. Sama gildir um fjárframlög til menningarmála, sem yfir- leitt hafa ekki verið hækkuð þrátt fyrir stórum hækkaða dýrtíð. Samkvæmt tillögu nefndar- innar hækka útgjaldaliðir frum varpsins um ca. 7 millj. króna. Nefndin leggur engar tillögur fram um tekjuhliðina, en sam- kvæmt frumvarpinu eru tekj- urnar áætlaðar 47% millj. kr. S.l. ár reyndust tekjurnar um 86 millj. kr. og má því öllum Þjóðverjar skýra frá hlrBum árásum Rússa á miB- vfgstðOvunum viB Rsetf og Velfkle Lúkf Bauði herihn heldur áfrara sókn á sömu vigstöðvunum og nndanfama daga, og náði miklum árangri á Vorones- og Káka- susvígstöðvunum, segir í miðuæturtilkynningunni frá Moskva. Á Voronesvígstöðvunum tók rauði herinn allmarga bæi, þar á meðal mikilvægan jámbraútárbæ. Fimm þúsund manna fas- istaher gafst upp á þessum vígstöðvum í gær. í Kákasus tók rauði herinn bæinn Novo Alexandrovskaja, sem er 64 km. frá Krapotkín- öflugi sovéther, sem sótti að vestan og náði í gær til borgar- innar sjálfrar, búi sig þegar til þátttöku í þeim miklu átökum, sem nú fai'a fram í vestri og suð vestri, þar sem rauði herinn Framhald á 4. siðu. í nágrenni Stalíngrads og í borginni sjálfri heldur rauði herinn áfram að „hreinsa til“ og voru í gær teknir 1350 fangar. Hernaðara.gerðum á þessu svæði er um það bil lokið, og seg ir í fregn frá Moskva að hinn vera ljóst, að tekjuáætlunin nær engri átt. Ástæðan til þess, að meirihluti nefndarinnar bregst þeirri skyldu sinni að leggja þegar fram tillögur um framlög til verklegra fram- kvæmda og menningarmála, mun fyrst og fremst vera sú, að hann ætlar að verja til þeirra smánarupphæðum og rökstyðja þær gerðir sínar með því, að ekki sé unnt að áætla tekjurnar nema lítið eitt hærri en þær eru í frumv. nú, og tekjuhallafrum- varp megi ekki samþykkja. Öllum hlýtur hinsvegar að vera það ljóst, að hér er um blekkingu að ræða. Tekjurnar ættu ekki að vera mikið minni 1943 en þær reyndust 1942, og auk þess er í ráði að breyta skattalögunum til tekjuauka fyrir ríkissjóð- Afgreiðsla meirihluta fjár- veitinganefndar á frumvarpinu. er með fádæmum og er sjálf- sagt að Alþingi vísi frumvarp- inu að nýju til nefndarinnar og krefjist þess af henni, að hún leggi tillögur um fjárframlög til verklegra framkvæmda o. fl. þegar fram við 2. umr. Fulltrúar sósíalista í fjárveit- inganefnd hafa mótmælt. þess- ari aðferð meirihlutans og taka ennfremur fram, að þeir séu and vígir ýmsum einstökum tillög- um nefndarinnar, er þeir munu gera grein fyrir við 2. umræðu. Hálftíma ráðstefna í Kreml um árangur Casablancafu.darins Samtímis og yfirlýsingin um ráðstefnuna í Casablanca var birt, afhentu sendiherrar Banda- ríkjanna og Bretlands í Moskva Stalín skjöl frá Roosevelt og Churchill. Molotoff, utanríkisþjóðfull- trúi Sovétríkjanna var viðstadd- ur, og ræddu þeir Stalín við sendiherranna 1 hálftíma. Standley flotaforingi, sendi- herra Bandaríkjanna, staðfesti í viðtali við blaðamenn að Stalín hefði fylgzt með öllum þeim hernaðaráætlunum sem ræddar voru á Casablancaráðstefnunni. Blöð um allan heim rœddu i gœr yfirlýsinguna um ráðstefnu þeirra Roosevelts og Churchills og eru brezku blöðin ánœgð með yfirlýsinguna um að sóknarað- gerðir gegn fasistarikjunum verði auknar á þessu ári, og Bandamenn muni ekki láta sér nœgja neitt minna en skilyrðis- lausa uppgjöf fasistaherjanna. Tveir norski- kormfir- istaleiSiogar enn ler.de f höndum nazista: flttar Lle og Arne Gauslaa Norska og þýzka leynilög- reglan höfðu lengi leitað að þeim Arne Gauslaa og Ottar Lie, norskum kommúnista- leiðtogum. í byrjun nóvember tókst þýzku lögreglunni að finna þá, þar sem þeir ásamt konum sínum höfðu falizt í afskekktu húsi í vesturhluta Oslo. Kon- urnar sáu, er Þjóðverjarnir komu og læstu dyrunum. Brutust nú Þjóðverjarnir inn. Gauslaa var drepinn, þeg- ar hann reyndi að komast nið ur af svölum. Lie hlaut mikil skotsár í fæturnar og tókst lögreglunni að ná honum. Var farið með hann í sjúkradeild þýzks fangelsis í Oslo og er ókunnugt um örlög hans. Kon ur þeirra voru teknar fastar. Gauslaa gerðist sem ungur sjómaður þáttakandi í verka- lýðshreyfingunni. Sem með- limur í Sambandi ungra kommúnista , tók hann þátt í hinni liörðu baráttu norska verkalýðsins 1930—’31. Hann var einn af leiðtogum hinnar nafntoguðu Menstad-deilu 1931. Þá var Quisling landvarn- arráðherra Noregs. Lét hann lögreglu og hermenn bæla verkfallið niður. Gauslaa var settur í sex mánaða fangelsi. Var hann þá formaður Félags ungra komm únista í Menstad. Síðan varð hann formaður Þelamerkur- deildar Sambands ungra kommúnista og frá 1934 for- seti Sambands ungra komm- únista í Noregi. 1936 ,varð hann meðlimur miðstjórnar norska Kommúninstaflokks- ins og var þekktur um allt landið fyrir starf sitt. Gauslaa var þrítugur að aldri er hann var myrtur. Hefur hann bar- izt gegn nasistunum sleitu- laust allt hernámstímabilið. Ottar Lie er fimmtugur að aldri og er einn af þekktustu leiðtogum norska Kommún- istaflokksins. Loftárásir á Kaupmanna- hðfn og Wilhelrashafen Fyrsta árís bandarískra flugvéla á pýzkar borgir Brezkar og bandarískar flugvélar gerðu í gær harðar árás- ir á stöðvar Þjóðverja á meginlandinu, allt frá Kaupmanna- höfn til Bordeaux á Frakklandi. Brezkar sprengjuflugvélar flugu lágt yfir Kaupmaunahöfn og vörpuðu sprengjum á skipasmíðastöðvarnar. Urðu þar mikl- ar sprengingar, að því er segir í fregn frá London. Bandarískar sprengjuflugvélar réðust á þýzku herskipa- höfnina Wilhelmshafen og fleiri staði í Þýzkalandi. Þetta er fyrsta loftárás sem bandarískar flugvélar gera á Þýzkaland. Engar orustuflugvélar fylgdu sprengjuflugvélunum. Þrjár Bandaríkjaflugvélanna komu ekki til stöðva sinna. Harðar árásir voru einnig gerðar á frönsku hafnarborg- irnar Lorient og Bordeaux og skip úti fyrir ströndum Hol- lands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.