Þjóðviljinn - 28.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. janúar 1943. ÞJÓÐVILJINH Þiðoinumii > j v Útgefandi: Sameiningarfloklsur alþýðu Sósíalistafiokkurinn Rit8tjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurbjartarson Ritstjórn: Gar&arotræti 17 — Vlkingeprent Sími 2270. áígreiífela og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Gar&arótraeti 17 Eining alþýðunnar gegn ágengni milljðnavaldsins Það er auðséð að auðvalds- öflin í landinu hugsa sér til hreyfings. Það hefur færzt nýtt líf í þau eftir hrakfarirnar f fyrra. Þau halda að sá eðlilegi undirbúningstími, sem lýðfrels- isðflin þurfa til þess að samein- ast um hin miklu verkefni, er þeirra bíða, sé vottur um hik og ótta alþýðunnar við að fylgja eftir unnum sigri og leggja til nýrrar baráttu. Ágengni milljónavaldsins birt- ist í smærri og stærri atriðum. Miljónavaldið reynh- auðsjáan- lega að orka á — einkum tvo- meðlimi ríkisstjómarinnar — og beita þannig ríkisstjórninni fyrir sig. Ágengnin hefur eink- um birzt í eftirfarandi myndum; 1. Við skipun viðskiptaráðs eru fyrst sýndar tilhneigingar til þess að einskisvirða þingið og hafa þingviljann að engu — og svo að síðustu lögin brotin — eða opinberlega farið í kring- um þau, til þess að geta skipað harðsvíraða fulltrúa Verslunar- ráðsins og afturhaldsins í S. í. S. í ráðið. 2. Verkalýðsstéttinni er sýnd- ur fjandskapur með því að ganga algerlega fram hjá henni við skipun ráðsins, þar sem hún átti þó áður fulltrúa í innflutn- ingsnefnd og hefur auðvitað — sem neytandi og framleiðandi landsins — miklu meiri rétt á að tillit sé tekið til hennar en fámennar höfðingjaklíkur. 3. Afturhaldsblöðin hefja á- róður fyrir beinni grunnkaups- lækkun hjá verkamönnum. Eig- endur hraðfrystihúsa byrja árás á launakjörin og þarmeð vinnu- deilur. 4. Hin smávægilega lækkun dýrtíðarinnar, sem hafin er, er kostuð af almenningsfé, m. a. sex miljónir króna greiddar fyr- ir I kr. lækkun á kjötkílóinu. Þetta fé er óbeint tekið úr vasa alþýðu, en stríðsgróðamönnun- um hlíft við vægðarlausum sköttum á eignir þeirra. 5. Afturhaldsblöðin og aðrir boðberar einræðisins hef ja kerf- * isbundnar árásir á þingræðið og lýðveldið til þess að reyna að i traðka áliti þess og ryðja braut- ' ina fyrir einræði „sterkrar stjómar" í hugum almennings. 6. Milljónavaldið og aftur- haldsseggimir búa j haginn fyr- ir að þingið sé sent heim, svo núverandi stjórn geti stjórnað með bráðabirgðalögum á meðan. Ríkisstjómin fer sjálf fram á \ K. K. öwen: Gegn um hafís og sprengjuregn í eftirfarandi grein lýsir amerískur sjómaður, K- K. Owen frá Texas, ferð sinni með skipalest frá Ameríku til Murmansk á norðurströnd Sovétríisjanna. Hann lýsir sprengjuregni nazistaima, hugrekki sjómann- anna, sem berjast á brennandi skipum, velkjast í ísköldum sjónum — eða sökkva með skipum sínum, — Að lokinni ferðinni er svar sjómannanna þetta: Við vilj- um gjama fara aftur, svo siglingamar stöðvist ekkL Greinin er tekin úr ameriska tímaritinu New Masses. Haldið úr höfn. arnar voru enn í skipulagri röð Skipið, sem ég var á, var hlaðið hergögnum til Sovétríkj- anna. Við höfðum beðið alllengi í höfn við norður-Atlanzhafið og skipshöfnin vildi ólm kom- ast af stað. Loks kom hið lang- þráða augnablik, þegar herskip kom til okkar og skipstjórinn var boðaður á ráðstefnu morg- uninn eftir. Við vissum að inn- an tuttugu og fjögurra stunda yrði haldið af stað. Allir komust í gott skap við þessa frétt. Næsta morgun fórum við inn ' í langa röð skipa, er sigldu út úr höfninni. Brátt komu herskip af ýmsum gerðum til móts við okkur. Það var stórkostleg sjón, þegar skipalestin var tilbúin. Þegar við stóðum á afturþilfar- inu og horfðum yfir skipin, sagði Red kyndari: „Lagsmaður, það er eins og við séum með öllum þessum herskipum að storka Hitler til að ráðast á okk- ur“. Það virtist næstum svo, Engu að síður þóttumst við öruggir. Eftir fárra daga siglingþ flaug þýzk njósnaflugvél í grennd við okkur. Við máttum því eiga von á árás. Skömmu síðar var fyrsta árásin gerð. Hún var í frekar smáum stíl. Nazistarnir voru vafalaust að kanna varnir okkar. Fyrsta stór- árásin kom um það bil 4 klst. síðar. Eg var við eina loftvarna- byssuna aftur á með ungri skyttu frá Alabama. Junkervél- og skutu á okkur úr mikilli hæð. Þegar þær komu yfir skipalest- ina skiptu þær sér og steyptu sér niður. Fjórar þeii'ra stefndu þangað sem við vorum. Herskip. in bjuggust til vamar. Kúlurn- ar úr stóru loftvarnabyssunum þeirra voru þegar farnar að springa uppi í loftinu umhverf- is flugvélarnar. Allar byssur sem skipalestin hafði til varnar, vora nú í fullum gangi, hávað- inn, skjálftinn og skæðadrífa sprengjubrotanna var allt ægi- legt. Þriggja daga eldhríð. Ég litaðist um og sá lítið rúss- neskt skip auka hraðann til þess að vera á sínum ákveðna stað í skipalestinni, hver maður var á sínum stað við byssurnar. Junk- erflugvél var yfir skipinu. Við sáum kúlur Rússanna hitta flug- vélina, sem sleppti tveim sprengjum er fóra í sjóinn í að- eins tveggja feta fjarlægð frá skipinu. Tvær nasistaflugvélar stefndu á okkur. Ég spurði skyttuna: „Hvernig lýzt þér á drengur minn?“ Hann svaraði: „Skrambi óstyrkur.“ „Heldurðu að þú standir þig?“ „Sannarlega skulum við gera það sem við getum.“ og hann stóð sig eins og hetja. Miðaði byssunni og ég sá kúlurnar dynja á belg flugvélarinnar. Ein við þingflokkana hvort þeir vilji fresta samkomudegi þingsins 1943 þar til síðar á árinu. 7. Útnefning Jóns ívarssonar í Viðskiptaráðið er gott tákn um hve gersneyddar allri tillitssemi til alþýðu þær valdaklíkur ei'u sem orka á ríkisstjórnina bak við tjöldin- Dagana áður en maður þessi var skipaður í í'áð- ið var upplýst í þinginu að hann leigði fiskimönnum lugtir, sem kosta 40 ki'ónur, á 350 kr. yfir vertíðina og fengju þeir ekki verstöðvax-pláss nema ganga að þessum „luktatoIIs“-kjörum. Og sama dag sem skipun hans í ráðið er gerð heyram kunn berst kæran á hann fyrir brot á lögum, sem hann á að fram- fyigja. * Það er ekki aðeins nóg að al- þýðan sé á verði gegn þeim fyi'- irbrigðum og tiltækjum, sem hér er farið að bóla á. Alþýðan verður að hefja sókn gegn þeim og sú sókn getur hæglega orðið að úrslitabaráttu við valdaklík- ur þjóðfélagsins, þær, sem mest hafa ofmetnast af auðfengnum auð, — ef þessar klíkur vilja af engu sjá til alþýðunnar, heldur taka nú þegar upp baráttuna um völdin í þjóðfélaginu. Alþýðunni nægir ekki að und- irbúa þessa sókn innan veggja þingsins, sem þó vissulega er eitt höfuðatriði og nú er unnið að sleitulaust. Frelsun alþýðunnar verður að vera verk hennar sjálfrar, heild- arsamtaka hennar. Tillögur Al- þýðusambandsins um myndun bandalags alþýðusamtakanna eru upphafið að samkpmujagi allra alþýðusamtakanna um hvernig stjórna skuli landinu. Það gengur enn sem komið er ekkert með starfið á þessu sviði. Á þessu verður að verða gerbreyting og það strax. Hin ýmsu pólitísku, faglegu og menningarlegu samtök, sem vinnandi stéttirnar eiga, mega sízt láta sitt eftir liggja, þegar þingflokkarnir loks hafa þó haf- izt handa. Tafarlaus eining alþýðunnar á öllum sviðum er eitt höfuð- skilyrðið fyrir árangursríkri róttækri stjórn í landinu. Hér sést amerískur sjómaður á verði á skipi sínu. Stöðugt er höfð gát á því hvort nokkuð sjáist til ferða fjandmannanna í lofti eða á legi. — Hann er klæddur loðfeldi til þess að verjast kuldanum á Norður-Atlanzhafinu. flugvélin flaug rétt yfir skipið og varpaði tveim sprengjum sem rétt strukust við bóg skips- ins. Um leið beygði nazistinn og réðist á rússneska skipið og varpaði tveim sprengjum að því. í því lenti hann á krosseldi þriggja skipa. Hann reyndi að hækka flugið, en áður en það tókst kviknaði í flugvélinni. og hún steyptist í hafið. Eftir þrjá daga, en allan þann tíma gerðu flugvélarnar árásir með um tveggja stunda milli- bili, vorum við allir orðnir stein uppgefnir. Við sofnuðum hjá byssunum þegar eitthvert hlé varð. Skotfærin voru farin að núnnka og við fengum fyrirskip anir um að eyða engu skoti til ónýtis. í þessa þrjá daga hafði nazistunum ekki tekizt að hitta neitt skipanna vegna þess hve skothríð okkar var öflug. „Skipið sekkur.“ Einn morguninn var himininn skafheiðríkur — hafið rjóma- lygnt. Við vorum nú komnir í rekís og urðum öðra hvoru að breyta um stefnu til þess að rek ast ekki á hafísjaka. Öðru hvoru sáum við seli spóka sig á ísn- um. Þeir minntu okkur svo mjög á kyrrð og frið, að það var erfitt að átta sig á því, að svo grimm barátta væri háð í þessu friðsamlega umhverfi. Þýzku flugmennirnir gátu ekki kosið sér betra veður. Einn af skyttunum lét þau orð falla við morgunverðinn, að nú ætt- um við víst von á góðu. Ég var á vakt niðri, þegar stæi'sta árás- in vai' gerð. Hitler sendi allar sínar vítisvélar gegn okkur, allt frá kafbátaskeytum til tundur- skeyta frá flugvélum. Allar byss ur skipalestarinnar spúðu eldi. Djúpsprengjum var varpað og öldugangurinn var svo mikill, að skipið hossaðist eins og kork- tappi á öldunum. Þilfarsplöturn ar gengu til af áreynslunni, er skipið varð fyrir, og málningin hrundi af því. Það var fjári óglæsilegt að eiga að sökkva með skipinu þarna niðri, én við mátt- um ekki hvika frá, til þess að gufuþrýstingurinn væri nægur. Ég leit af öðru ristargólfinu nið- ur til vélamannsins og hrópaði: „Hvernig er gangurinn?" „Við hljótum að lenda bráðlega í því ef þessu heldur áfram!“ — og: Bang! Við lentum í því. Skipið kastaðist ógurlega til öll ljós slokknuðu. Ég hljóp að stiganum, þegar sprengui'nar hæfðu skipið, síðan varð allt myrkt. Ég og vélamaðurinn vor- um þeir einu, sem heppnaðist að komast upp úr vélarúminu. Við sáum hina aldrei aftur. Ég hljóp upp á bátadekkið. Við settum út björgunarbát og ýtt- um frá skipinu. Nokkur hluti skipshafnarinnar, sem hafði ver- ið svo heppinn að vera á þilfar- inu hafði hent sér í sjóinn og náð í timburbrak. Nokkrir héldu sér í björgunarbát á hvolfi. Okkur var öllum bjargað af herskipum hinna sameinuðu þjóða. Um leið og við komum um borð í þau, var okkur gefið romm og hresstumst við þá. Sum ir voru hálffrosnir eftir baðið í ísköldum sjónum. Það var hugs að um þá fyrst og þeir færðir í þurr föt. Sjómennirnir lánuðu okkur föt, gáfu okkur mat og tóbak, lánuðu okkur rekkjurnar sínar og sváfu sjálfir á beru gólf inu. Það var mjög þröngt á þessu skipi því það hafði bjarg- að þeim, sem af komust af tveim skipum, en við létum fara vel um okkui’, Meðal dáðrakkra drengja. Við dáðumst allir að 17 ára gömlum sjóliða, flaggmerkja- manni. Hann spurði hvernig mér þætti rommið, og þegar ég svar- aði að mér þætti það gott, bauð hann mér hélminginn af dag- skammti sínum. Þá spurði hann mig hvort ég hefði nokkra Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.