Þjóðviljinn - 29.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1943, Blaðsíða 1
WSLJINN 8. árgaagur. Föstndagur 29. janúar 1943. 22. tölublað Brynjólfur Bjarnason flutti á þessu þingi i annað skipti á Jþessu ári frumvarp um gagngerða umskipun á elli- og örorku- ; tryggingunum og hefur blaðið skýrt ýtarlega frá þeim tillögum áður. Samkvæmt frumvarpinu er öllum gamalmennum og ör- yrkjum tryggður réttur til að fá greiddan árlegan lífeyri að upphæð sem hér segir, miðað við vísitöluna 272: I Reykjavík: einstaklingur 4095 kr. og hjón 6006 kr. 1 kaupstöðum: einstaklingur 3722 kr. og hjón 5733 kr. I kauptúnum með yfir 300 íbúum: einstaklingar: 3276 kr. og hjón 4914 kr. Annarsstaðar á landinu: 4095 kr. Allsherjarnefnd efri deildar skilaði eftirfarandi nefndaráliti vun frumvarpið: „Nefndin hefur athugað frv. og leitað álits tryggingarstofn- unar ríkisins um það. Samkvæmt skýrslum þeim, sem úthlutun ellilauna og ör- orkubóta fyrir 1942 er byggð á, ættu að vera til úthlutunar sam kvæmt frumvarpinu ca. 18.64 millj. króna, og svarar það til, að 62,2% af öllum gamalmenn- um og öryrkjum gætu fengið fullan lífeyri. Ér það miðað við tekjur Lífeyrissjóðs íslands árið 1942 og vísitöluna 272. Tryggingarstofnunin telur vafamál, hvort tekjur Lífeyris- sjóðs samkv. frumv., mundi nægja til þess að standa við skuldbindingar hans samkvæmt frumvarpinu, án þess að grípa þyrfti til höfuðstólsins, ef frádráttarreglur IV- kafla al- þýðutryggingarlaganna yrðu einstaklingur 2730 kr. og hjón látnar gilda áfram óbreyttar. Nefndin er sammála um að mæla með því að Alþingi geri ráðstafanir til að færa elli- og örorkutryggingamar í það horf, sem felst í meginsjónarmiðum frumvarpsins, en telur, að jafn- framt þurfi að gera frekari breyt ingar á þessari grein trygging- anna. M. a. þurfi að endurskoða frádráttarreglur IV. kafla al- þýðutryggingarlaganna og jafn- framt að taka til athugunar, hvaða breytingar þurfi að gera á framfærsluskyldu aðstand- enda og hvernig hægt væri að gera fyrirkomulag hennar hag- anlegra og meira í samræmi við þær aðstæður, sem skapazt hafa á síðari árum. Ríkisstjórnin hefur nú til- kynnt, að hún hefur ákveðið að- láta endurskoða lögin um al- þýðutryggingai'. Er þéss að vænta, að þeirri endurskoðun Framh. á 4. síðu. Kolin eru þau beztujsem hér hafa fundizt og jafn- gilda erlendom kolum að hitamagni Þjóðviljlnn hafði f gær tal af Haraldi Guðmundssyui frá Háeyri, sem er formaður og framkvæmdarstjóri H.f. Kol, sem stofnað var tíl þess að rannsaka kolavinnslu á Skarðströnd í Dalasýslu. Lét hann blaðinu í té eftir farandi upplýsingar. 1. H.f- Kol var stofnað seint á árinu 1941 til þess að rannsaka skilyrði til kolavinnslu á Skarð- strönd í Dalasýslu. 2. Kolasvæðin athuguð síðast- liðið vor af enskum kolanámu- sérfræðingi, V. Johnson og Jó- hannesi Áskelssyni, jarðfræðing. 3. Rannsóknin á hitagildi kol- anna leiðs í lýós, wð staðbaBfing Sigurðar Þórarinssonar, jarð- ; fræðings í skýrslu til ríkisstjórn- J arinnar árið 1938, að kolin á Skarðströnd séu „kannske þau beztu á öllu íslandi“, er rétt. 4. Jörðin Tindar á Skarðströnd sem er á miðju kolsvæðinu þótti að athuguðumáliæskilegust sem aðalaðsetur kolavinnslunnar. Framhald á 4. síðu. Clæssen & Co. íór á stúfana suður í Hafnarfirði í gær í því skyni að fá afgreiddan bíl, sem er í verkbanni hjá Alþýðusam- bandinu, en mistókst hrapallega. Þegar hann spurði hvort eng- inn verkamaður væri hér, sem vildi afgreiða þennan bil, hlógru verkamenn að honum og fór bíllinn óafgreiddur. Þessi tilraun Claessens sýnir ljóslega, að afturhaldið er nú að þreifa fyrir sér, hvort ekki muni tiltækilegt að ráðast á verkalýðsstéttina á ný. Stórskemmdir á verk- smiðjum Burmeister & Wain í útvarpsjregn frá Kaupmanna höfn segir að vinna hafi stöðv- azt í vélaverksmiðjum Burmeist er & Wain skipasmíðastöðvanna í Kaupmannáhöfn í gœr vegna afleiðingu loftárásarinnar i fyrra dag. í Stokkhólmsfregn segir hins- vegar að vélaverksmiðjur Burm eister & Wains hafi verið ger- eiðilagðar. í gær var verið að skipa út fiski, sem fluttur var í bílum sunnan með sjó. Nokkru fyrir hádegi kom þangað bíllinn G. 85, sem er í banni Alþýðusambandsins. Um svipað leyti sáu hafnar- verkamennirnir óvæntan gest vera að spóka sig á bryggjunni, sem fram að þessu hefur hvorki óhreinkað né slitið skóm sínum á þeim stað. Þessi óvænti gestur var Egg- ert Claessen, í fylgd með hon- um var Finnbogi Guðmundsson Gerðum og Þorleifur Jónsson framkvæmdarstjóri Geirs Zo- ega í Hafnarfirði. Um kl. 314 kom að því að bíll- inn skyldi afgreiddur og voru fyrrnefndir þremenningar þar viðstaddir. Þorleifur Jónsson skipaði verkamönnumi að afgreiða bílinn. Hermann Guð- mundsson formaður Hlífar sagði þá að bíllinn væri í banni Alþýðusambandsins og Hlíf hefði ákveðið að afgreiða hvorki bíla né skip er væru í banni Al- þýðusambandsins- Þorleifur Jónsson spurði þá: Framhald á 4. síðu. uep hlnnap MM sdhnar soséthersins fSígufsætl$óka]Riíssa vestur af Vorones Kauði herinn hefur náð mikliun árangrl í sókninni á Voro- nes- og Kákasusvigstöðvunum síðastliðinn sólarhring. í miðnæturtilkynningunni frá Moskva segir að rauði her- inn hafi f gær tekið járabrautarbæinn Kastoraaja, 75 km, vest- ur af Vorones. Sovéther sækir fram á breiðri víglínu í átt til borgarinnar Kúrsk. Þýzka herstjómin tilkynnti i gærkvöld undanhald fasista- herjanna á Voronesvígstöðvununx, til nýrra vamarstöðva. t Kákasus er rauði herinn nú aðeins 12 km. suðaustur af Krapotkin, og um 50 km. frá Tikoretsk. Vestur af Salsk hefur rauði hreinn tekið bæina Atamansk 0g Egolitsa, og færist stöðugt í áttina tii Bostoff, og eykst stöð- ogt hættan á innikróun fyrir fasistaherina í Kákasus. Rauði herinn virðist vera í þann veginn að ná valdi yfir Majkophéraðinu. Sækja Rússar fram bæði frá Svartahafsströnd og austar, og haia tekið bæ sem er um 50 km. frá bænum Majkop á járnbrautinni frá Armavír. Stöðugt þrengir að leyfum 6. þýzka hersins við Stalíngrad í gær voru teknir 1400 fangar í bardögum. 2000 manna innikró- uð sveit lagði niður vopn. Enska blaðið Times birtir í gær ritstjórnargrein, er nefnist „Síðustu dagarnir við Stalín- grad“, og segir þar m. a.: „Hernaðarsagan á Þjóðverj- um að þakka tvö eftirminnileg- ustu dæmi nútímans um um- kringingu og eyðingu óvina- herja. Nöfnin Sedan og Tann- enberg eru öllum kunn. Þriðja dæmið er nú komið til sögunnar, en að þessu sinni er þýzkur her umkringdur, og bíð ur gjöreyðingar af hálfu Rússa. Af sjötta þýzka herriúm, sem jafnvel eftir hið mikla mann- Framhald á 4. síðu. Árshátíð Degsbrún- ar annað kvöld Árshátíð Dagsbrúnar verður haldin í Iðnó annað kvöld. Er ekki að efa að Dagsbrúnar- menn fjölmenni þangað. Til skemmtunar verður stutt- ar ræður, fluttar af formanni félagsins og Sverri Kristjáns- syni- Þá verða einnig fluttar kveðjur frá öðrum verklýðsfé- lögum hér í bænum og Hlíf í Hafnarfirði, Síðan verður söng- ur, kvartett, upplestur Lárus Pálsson, gamanvísur Alfreð Andrésson, fjöldasöngur, og að lokum verða dansaðir gömlu dansarnir. Dagsbrúnarfélagar komið og skemmtið ykkur eina kvöld- stund með félögum ykkar. Fjöl mennið á árshátíð ykkar eigin féalgs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.