Þjóðviljinn - 30.01.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1943, Síða 1
8. árgtmgur. Laugardagur 30. janúar 1943. 23. tölublaO. Rauði herinn á VoronesvígstöSvunum sækir fram 50 km. á 70 km. hreiðri víglínu á þremur dögum. - Krapolkin á valdi Rússa í aukatilkynningu sem birt var í Moskva í gærkvöld er skýrt frá nýjum sigrum rauða hersins á Voronesvígstöðvunum. Eftir þriggja daga harða bardaga sigraðist sovétherinn á sjö herfylkjum andstæðinganna, brauzt í gegnum vamarlínur fasistaherjanna á 70 km. breiðu svæði, og hefur síðan sótt fram allt að 50 km. og tekið 200 bæi og þorp. Fasistaherinn er á hröðu undanhaldi í átt til Kúrsk. Á þessum þremur dögum hefur rauði herinn tekið 25 þús- und fanga, þar af 14 þús. Þjóðverja og 11 þúsund ítali. Meðal fanganna eru þrír ítalskir hershöfðingjar. AUs hefur rauðj herinn tekið 100 þúsund fanga á Voronesvígstöðvunum, síðan sóknin hófsi Bærinn Novo Oskol, 70 km- frá Valúíki, féll í hendur rauða hersins í gær eftir harða bar- daga. f bardagunum undanfarna daga hefur sovétherinn á Voro- nesvígstöðvunum tekið mikið herfang, þar á meðal 107 skrið- dreka, 370 fallbyssur, 1200 vél- knúin farartæki, 24 járnbraut- arlestir, hlaðnar hergögnum, og 26 birgðastöðvar. í Kákasus sækir rauði herinn hratt fram, og tók í gær jám- brautarbæinn Krapotkin með áhlaupi, en sá bær er 120 km, suður af Rostoff, og styttist nú óðum leiðin til Tikoretsk, en þar mætast jámbrautirnar frá Mið-Kákasus og Stalíngrad. Missi þýzki herinn Tikoret.sk, getur hann ekki notað jám- brautina um Rostoff til undan- hlads úr Kákasus. Súkoff marskálkur hefur ver ið sæmdur Súvorofforðunni, en það er æðsta hemaðarheiðurs- merki Sovétríkjanna. í tilefni af því rifja sovétblöð upp, að Súkoff stjórnaði vörn Moskva og sókninni á miðvígstöðvunum í fyrravetur, stjórnaði fram- kvæmd á áætlun Stalíns um sóknina á Stalíngradvígstöðvun um nú í vetur, og ásamt Vorosi- loff marskálki sókninni á Len- ingradvígstöðvunum. Bifvélavírkjar endurkjósa slji rn sína Félag bifvélavirkja hélt aðal- fund sinn í fyrradag. Var stjómin endurkosin, en hana skipa: Formaður: Valdimar Leon- hardsson, varaformaður: Ámi Stefánsson, ritari: Sigurgestur Guðjónsson, gjaldkeri: Jón Guð jónsson, vargjaldkeri: Gunnar Bjarnason- Fjárhagsafkoma félagsins á árinu var mjög góð. Samþykkt I var að hækka félagsgjöldin upp í 6 kr. á viku. SfsialisMloHn nfifnaliF iMrttti i Tekst að knýja fram frestun 2. umræðu og sóma- samlega afgreiðslu fjárlaganna? Fjárlagafrumvarpið kom til 2. umræðu í gær á Alþingi, af- greitt frá fjárveitinganefnd með eins atkvæðis meirihluta með þeim endemum, sem lýst var í fimmtudagshlaði Þjóðvilj- ans: engar breytingatillögur um verklegar framkvæmdir og önnur stærstu málin, sem vitanlegt er þó að hljóta að koma og hækka fjárlögin um tugi milljóna króna og engar áætlanir nm tekjuraar, sem eru áætiaðar 48 milljónir en urðu síðasta ár 86 milljónir! F.inar Olgeirsson talaði fyrir hönd Sósíalistaflokksins og sýndi fram á hvílíkt hneyksli það væri að ætla að sleppa raun- verulegri 2. umræðu fjárlaganna og afgreiða þau með einni umræðu á þinginu. Lagði hann til að 2- umræðu væri frestað, og fjárveitinganefnd skilaði öllum aðalbreytingatillögum sín- um við 2. umræðu, svo hægt væri að sjá að henni lokinni hvert stefndi um afgreiðslu fjárlaganna. Þorri þingmanna var andstæð ur þessari flausturlegu af- greiðslu fjárlaganna, sem hér var stefnt að, en þeir Jónas frá Hriflu og Pétur Ottesen, — ein- ræðisherramir, sem drottnað hafa undanfarið í fjárveitinga- nefnd, — lintu ekki látum í sín um flokkum, fyrr en þeir fengu flokksmenn sína til þess að ganga gegn tillögu Sósíalista- flokksins. Var hún því felld gegn atkvæðum sósíalista, en flestir alþýðuflokksþingmenn sátu hjá. Flðlll hFflstinn I lið atuiflnureHenda Alþýðusambandíð náðí í $ær samningum víð Ulvegsmannafélag Gerðahrepps um Dagsbrúnarkaup Þarmeð er ekki sagt að fyrir- ætlanir Jónasar og Péturs hafi tekizt: að hroða fjárlagafrum- varpinu af, svo hægt væri fyrir afturhaldsklíku þeirra í þing- inu að koma fram — þingi og þjóð meira eða minna að óvör- um, — þeim áformum sínum, sem enn eru í myrkrunum hul- in. Það getur enn tekizt að láta þessa 2. umræðu fjárlaganna standa svo lengi að tími vinnist til að bæta úr því hrákasmíði, sem nú liggur fyrir þinginu. Þegar atkvæðagreiðslu var lokið um tillögu Einars, lá við að forseti lýsti umræðu lokinni, því enginn af þingmönnum gömlu þjóðstjómarflokkanna gerði sig líklegan til að taka til máls. Virtust því vera samtök þeirra á meðal um að láta 2. umræðu enda svo. Kvaddi Einar Olgeirsson sér þá hljóðs og flutti alllanga raéðu og kom víða víð. Næstur talaði Framhald á 4. síðu. Hitler. í dag eru liðin 10 ár frá valda- töku Hitlers. Á morgun mun Þjóðviljinn birta grein sem fjall aír tw i*ofitócifcril naz&fmtmi I gær undirritaði Gísli Sighvatsson, fyrir hönd tltvegs- mannafélags Gerðahrepps, samning við Alþýðusambandið um kaup og kjör verkamanna þar syðra. Er samningur þessi sam- hljóða, að þvi er snertir kaup og kjör, samningum Dagsbrúnar og Hlífar, Er hér um mikinn sigur að ræða fyrir verkamenn þá, sem f þessari dcilu hafa, átt. Stjórn Alþýðusambandsins hefur tekið röggsamlega á móti þessari kauplækkunartilraun afturhaldsins, sem átti að vera upphaf að allsherjarárás á kjör verkalýðsins. Verkamenn hafa heldur ekki látlð sitt eftir liggja. Þær móttökur sem Claessen fékk lijá verkamönnunum í Hafnarfirðl í gær, þegar hann gerði tilraun til að brjóta samtök verka- manna, sýna ótvírætt, að verkamenn eru staðráðnir í því að láta ekki ganga, á rétt sinn. Stjótn Hiífar í Hafnarfirfii sjálfkjörin Aðalfundur verðir haldinn á nsstunni Aðalfundur verkamannafélagsins Hlíf i Hafnarfirði var haldinn 24. þ. m. Á þeirn fundi var samþykkt lagabreyting þess etnis, að allsherjaratkvæðagreiðsla færi fram um stjórnarkosningu. í gær var haldinn fundur i Hlíf þar sem uppstillingarnefnd lagði fram tillögur sínar. Engar aðrar uppástimgur komu fram og er stjómin þvi sjálfkjörin. Við þetta losna úr banni 7 bílar af 12 og 8 bátar af 14. Bíl- ar þeit, sem losnað hafa úr banni eru þessir: G. 349, G146, G350, G. 357, G. 259, G. 132 og G. 336. Eftirtaldir bátar hafa losnað úr banni: Faxi GK 95. Lagarfoss GK516, Jón Finnsson GK 506, Gunhar Hámundarson GK 357, Víðir GK 510, Freyja GK 275, Hákon Eyjólfsson GK 212 og Garðar GK 211. í gærkvöldi héldu verkamenn í Sandgerði fund og mættu þar þeir Sigurður Guðnason formað ur Dagsbrúnar og Jón Sigurðs- son starfsmaður Alþýðusam- bandsstjórnarinnar. Það leiðinlega atvik hefur Framhald é 1 síðu Stjórnin er þannig skípuð: For- maður Hermann Guðmundsson, varaformaður: Grímur Kr. And résson, ritari: Ólafm’ Jónsson, gjaldkeri: Jón Hélgi Jónsson, fjármálaritari: Sigurbjörn Guð- mundsson, vararitari: Sigurður T. Sigurðss-, varagjaldkeri: Jens Runólfsson. Aðrn* varamerm í stjórninni eru: Bjarni Erlends- son, Guðjón Sigurfinnsson og Óskar Eggertsson. Framhaldsaðalfundur verður haldinn á næstunni. f gær var í Hafnarfirði stöðv- uð viðgerð á bifreiðinni G 85, sem er ein af þeim bifreiðum, sem eru í banni Alþýðusam- bandsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.