Þjóðviljinn - 31.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Suunudagur 31. janúar 1943. 24. tölublað Hré 09 Malboi i lai Bússa lárnbrautín frá Míð-Kábasus tll Rosfoff lofeuð þýzfea hernum, — Hroð sc bn Rússa á Voronesvlgstöðvunum Aðalundanlialdsleið þýzku fasistaherjanna í Kákasus hef- ur verið rofin. Rauði herinn tók í gær tvær mikilvægar Káka- susborgir, Tikoretsk og Majkop. í Tikoretsk skerast jámbrautarlínurnar frá Mið-Kákasus til Rostoff og frá Stalíngrad til Svartahafs. Hafa fasistaher- irnir því. aðeins hliðarlínuna miili Rostoff og Novorossisk á valdi sínu, og er því lítil eða engin von til þess að sá her sem enn er í Kákasus komizt undan um Rostoff. Majkop er miðstöð olíulinda- svæðisins í Vestur-Kákasus, sem Þjóðverjar náðu í ágúst í sumar. Ekki er þess getið í til- kynningu Rússa að mikið hafi verið barizt um borgina, og ekki ólíklegt að þýzki herinn , Vest- ur-Kákasus sé á hröðu undan- haldi- Eina járnbrautin sem liggur um Majkop hefur að endastöðv um Túapse og Armavír, en báð ir þeir bæir eru á valdi Rússa. Sókn rauða hersins vestur af Vorones heldur áfram af full- um krafti, og hafa fasistaherira ir verið hraktir úr mörgum bæj um síðasta sólarhringinn. Þjóðverjar skýra frá mjög hörðum árásum rússneskra fót- göngullðs- og skriðdrekasveita suður af Ladoga. Segir í þýzkri tilkynningu að Rússar tefli þar fram mjög miklu liði, og séu liðfleiri en Þjóðverjar. „L.eyndardómurinn viö hina síðustu miklu sigra rauöa hersins er hin ágæta sam- vinna þessara rússnesku aöila: Skriödrekasveita, fótgönguliös Enn brotizt inn ( skart- gripaverzlun Jóhanns Ármanns í fyrrinótt var enn brotizt inn í skartgripaverzlun Jóhanns Ár manns í Tjamargötu 10 og stol- ið 11 úrum. Aðfaranótt 20. þ, m. var brot- izt inn í sömu verzlun og stolið 42 gullhringum og 30 úrum- í þetta sinn hafði ekki verið farið inn í búðina sjálfa, heldur brotinn sýningargluggi úr 10 m.m. þykku gleri og úrin tekin úr glugganum. Rannsóknarlögreglan hefur haft tal af tveim mönnum, er hittu erlendan sjóliða að kvöldi 20. þ- m., er bauð þeim úr og hringi til sölu. Gáfu þeir sér ekki tíma til að athuga varning inn, en veittu því eftirtekt, að sjóliðinn bauð fleirum vegfar- endum vöruna og fallbyssusveita“. símar fréttaritari enska blaösins Daily Telegraph frá Moskva. „Fallbyssusveitirnar fylgdu framsveitunum fast á eftir, en þar við bætist, hve snjallir Rússar eru í því aö brjóta á bak aftur varnir hinna þýzku virkja. Sovéthermenn- imir sækja fram dag og nótt, í allt aö 40 stiga frosti, og hergögn og hverskonar birgö- ir eru flutt nær jafnhratt eftir hinum ísuðu vegum. Nazistahermennirnir hræö- ast mest af öllu hin ægilegu hergögn. Rússa, mótorsleöana. Þeir líkjast vængjalausum flugvélum, meö hverja vél- byssuna við aðra, og þjóta Framhald á 4. síðu. Ho oo Ginels lueiia lil amnnnar oeoa HMBilalaaiaaMi Þeir bera .sig illa yfir.vonsku og vígbúnaói bolsévika Á tíu ára afmæli valdatöku nazismans í Þýzkalandi flutti Göring og Göbbels útvarpserindi, og Göbbels las ávarp frá Hitler. Ræðurþessar voru mjög með sama blæ og „hátíðaræðiu,“ nazistaforingjánna hafa verið, en þó var áberandi, að þeim þótti mikils við þurfa að sannfæra þýzku þjóðina um að hún yrði að leggja allt sitt fram í þarfir hernaðarins, því um líf og dauða væri að tefla. Hótuðu þeir hörðu hverjum þeim sem ekki legði fram fullan skerf til styrjaldarstarfsins. Aðaltexti þeirra allra, Görings, Göbbels og Hitlers var baráttan gegn kommúnismanum og Gyðingdómnum í heimin- um, hin mikla barátta þýzku nazistanna fyrir menningu heims- Ins! blekking veraldarsögunnar, — Rússar hafi aðeins beitt nokkr- um hersveitum og úreltum vopnum! Bretar gerðu loftárás á Berlín á meðan Göring og Göbbels töluðu Brezkar hraðfleygar sprengju flugvélar gerðu árás á Berlín í gærmorgim, rétt um það leyti sem ræða Görings átti að hefj- ast, og varð að fresta henni í klukkutíma, vegna árásarinnar. Önnur árás var gerð síðar um daginn meðan stóð á ræðu Göbb els. Ein flugvélanna úr þeirri árás kom ekki aftur, en allar úr fyrri árásinni. Þetta eru fyrstu árásirnar á Berlín að degi til. í fyrrinótt gerðu brezkar sprengjuflugvélar árásir á ýms- ar helztu kafbátastöðvar Þjóð- verja. Göring kvartaði sáran yfir vonzku bolsévika og vígbúnaði þeirra, sem menn í Vestur-Ev- rópu hefðu yfirleitt ekki haft hugmynd um. Fyrri styrjöldin við Finnland hafi af bolé- vika hálfu verið snjallasta Mr Doioð Doi Dlai i iirtmnii I Bæjarráð hefur að undanförnu rætt allítarlega um leiðina til að bæta úr húsnæðisvandræðum bæjarbúa til frambúðar. I því sambandi hefur meðal annars komjð til álita að byggja ofan á ýms hús í bænum. Á fundi bæjarráðs í gær hreyfði borgarstjóri því, að ein hagkvæmasta leiðin til að bæta úr húsnæðisleysi í bænum væri að byggja eina hæð ofan á verkamannabústaðina í Vestur- bænum. Bæjarráð samþykkti að fela borgarstjóra að leita samnjnga við Byggingarfélag alþýðu um að slíkar byggingar yrðu leyfðar. Nannaskipti f þýzku flotastjórninni Tilkynnt var opinberlega í Berlín, að Raeder flotaforingi hafi látið af störfum sem yfir- maður þýzka flotans, en Döhn- itz, yfirmaður kafbátaflotans tekið við. Jarðskiálfti í Hrísey I í .fyrrakvöld kom allsnarpur jarðskjálftakippur í Hrísey svo hún hristist. Undanfarið hefur þai- orðið vart jarðhræringa, en þó aðeins í smáum stíl. Engar sættir í Sand- gerðisdeilunni Sáttasemjari háfði í gær kl. 6 fmid með fulltrúum beggja deiluaðila í Sandgerðisdeilunni. — Ekkert samkomulag náðist Fallist Byggingarfélag alþýðu á að semja við bæinn um þetta mál, mundu þarna fást 93 íbúð- ir. Auðvitað yrðu þessar nýju íbúðir eign Byggingarfélags al- þýðu og að sjálfsögðu fengju þeir sem eru á biðllista hjá fé- laginu forgangsrétt til íbúð- anna. í þessu sambandi er rétt að benda á, að bærinn er nú þeg- ar byggður á alltof stóru svæði, borið saman við fólksfjölda. , Ránnsóknarlögreglan skorar nú á þá menn, er hitt hafa sjó- liða þenna eða keypt af honum að hafa tal af rannsóknarlög- roglunni nú þegar. Það ber því tvímælalaust að stefna að því, að nota betur það land sem bærinn er byggður á, bæði með því að byggja stærri hús og með því að bæta skipu- lag byggðarinnar. Væri horfið að því ráði, sem er hið eina sjálf sagða, að taka fyrir verst byggðu bæjarhverfin og endur- byggja, á félagsgrundvelli, mundi bærinn, í senn verða ó- dýrari, fegurri og heilnæmari. Varla er þess að vænta, að svo róttækar ráðstafanir verði gerð ar, meðan bænum er stjórnað af þeim flokkum, sem er, en spor er það í rétta átt, ef byggt verður ofan á verkamannabú- staðina. satnar 1 í dao Slysavaraadeildin ,Jngólfur“ var stofnuð á síðastliðnu ári, um það bil er lögum Slysavarnafélagsins var breytt á þann veg að það verður landssamband allra sylsavarnadejlda á ís- landi, en jafnframt urðu þeir er töldust félagar í Slysavarna- félagi ísland í Reykjavík svo og ævifélagar, meðlimir í deild- inni Ingólfur. Deild þessi stefnir að því, j eins og aðrar deildir Slysa- . varnafélagsins að: sporna að slysum á sjó og ’ landi, drukknunum og öðrum slysum og vinna að því að hjálp sé fyrir hendi handa ! þeim, sem lenda í háska. að: auka þekkingu almenn- ings á orsökum sjóslysa og annarra slysa og helztu ráð- um til þess að afstýra þeim. í að: efla fræðslu meðal al- ! mennings um það hvað gera skal þegar slys ber að hönd- um. Til þess að ná þessu marki þarf Ingólfur að njóta aðstoðar og velvilja Reykvíkinga. Nú eru tæplega eitt þúsund með- limir í þessari slysavarnadeild höfuðstaðarins, en hér búa, eins og kunnugt er, yfir '40 þúsund manns. Ef þetta er borið saman við slysavarnadeildir annars- Framhald á 4. sföu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.