Þjóðviljinn - 31.01.1943, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.01.1943, Qupperneq 3
ÞJÓÐVILJIRH V Sunnudagur 31. januar 1943. PJOWfllJINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjóm: Garðarstræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. fkfgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstrseti 17 Veríd á verdíí Það er nauðsynlegt að öll al- þýða sé á verði gagnvart því, sem nú er að gerast í íslenzkum stjórnmálum. Það er nauðsyn- legt að öll alþýða viti hvað það er, sem er að gerast að tjalda- baki. Afturhaldsöflin á íslandi eru að reyna að skapa nýja þjóð- stjórn afturhaldsins úr þeirri rikisstjórn, er nú situr, — og ætla sér að framkvæma aftur- haidspólitíkina fyrst og fremst með aðstoð tveggja ráðherra í henni: Björns Ólafssonar og Vil hjálms Þórs, og með því að blekkja þingið eða koma því að óvörum og fá þannig út úr þvi samþykktir, er afturhaldsklíkan getur piisnotað. Eftirfarandi atriði eru glögg merki þess hvað hér er á seiði: 1. Morgunblaðið kemur fram með þá kröfu, að laun verka- manna séu lækkuð, þannig að dýrtíðaruppbótin sé aðeins 80% í stað 100%. Samtímis fara verstu afturhaldsöflin í þinginu fram á slíkar launalækkanir og reyna að knýja það fram að frestað sé afgreiðslu allra ákvarðana þingsins um verkleg- ar framkvæmdir til 3. umræðu fjárlaganna- Það er auðséð að hér er á ferðinni skipulagður undirbúningur að launalækkun og samtímis eru svo eigendur hraðfrystihúsanna látnir ríða á vaðið til þess að kanna styrk- leik verklýðsfélaganna- 2. Ríkisstjómin spyr þing- flokkana að því hvort þeir vilji fresta fundum Alþingis 1943 til hausts. Morgunblaðið tekur áróður um að þingið sé bara til trafala og fiækist fyrir. Og í út- varpinu láta afturhaldsklíkum- ar svívirðingamar dynja á Al- þingi til þess að reyna að rægja það í augum fólksins. Og einn ráðherrann gerir samtímis leik að því að brjóta ákvæði ný- samdra laga frá þinginu, með skipunjnni í Viðskiptaráð. 3. Sami ráðherra sýnir verk- lýðshreyfingunni fullan fjand- skap með því að ganga alveg frara hjá henni við skipuu Við- skiptaráðsins. Og svo byrjar Morgunblaðið samtímis hatraman áróður gegn kommúnismanum i gamla stíln- um. Þetta málgagn afturhalds- ins, sem síðasta áratug hefur verið hér eins og útspýtt hund- skinn fyrir nazismann og allt versta afturhald, sem heimur- inn hefur þekkt, það heldur að nú sé loks komið tækifæri til að taka höndum saman við Jónas frá Hriflu og allt amiaíð aftur- Svcrrír Krísfjánsson: Hitler yfir Þýzkalandi Hið örlagaríka ár 1932 var flugvél jafnan á lofti í Þýzka- landi. Þá var oft kosið í Þýzka- landi, og Adolf Hitler flaug á milli kosningafundanna og tal- aði 3—4 sinnum á dag. Fáir þýzkir stjórnmálamenn gátu á þeim dögum veitt sér slíkan munað. En flugvéljn var gjöf þýzku stóriðjunnar handa þess- um bæheimska liðþjálfa, er kjörinn hafði verið til að veita þýzka afturhaldinu enn nokk- ur setugrið. Hitler uber Deutschland! — Hitler yfir Þýzkalandi — var heróp nazista á þessum mánuð- um. í tíu ár hefur þetta finn- gálkn svifið yfir Þýzkalandi og öllu meginlandi Evrópu. En á tíunda ársdegi hinnar nazísku valdatöku er finngálkni þessu loks farið að daprast flugið. Nú er Þýzkland ekki fánum skreytt, eins og jafnan áður 30. janúar. 30. janúar 1943 flýja hinir ósigrandi herskarar Hitl- ers vestur á bóginn. Maðurinn, sem ætlaði að „bjarga siðmenn- ingunni11 undan bolsévisman- um, þorir nú ekki eftir tíu ára völd að tala við þýzku þjóðina og svara til saka. En örlögin, sem Göring flugmarskálki varð svo tíðrætt um í ræðu sinni í gær, segja við Hitler í dag: læknir, bjargaðu sjálfum þér! **# Þessi áratugur, sem liðinn er síðan Hitler stóð sem nýbakað- ur ríkiskanslari við hliðina á Hindenburg gamla á svölum kanslarahallarinnar í Berlín, er óslitin chronique scandal- ense. Veraldarsagan varð að glæpareyfara. Þegar maður lít- ur um öxl og virðir fyrir sér röð viðburðanna, verður maður gripinn undrun og skelfingu yf- ir skammsýni og heimsku þeirra, sem með völd fóru í Ev- rópu og leyfðu, að svo ægilegt sambland harms og skrípa væri leikið á leiksviði 20. aldar. Og þó var þetta ekki heimska tóm — fjarri fer því! Valdhafarnir, innan Þýzklands og utan, sem lyftu Hitler í valdaséssinn og studdu hann í hvert skipti er hann tók til að verða valtur, tefldu djarfan og slóttugan leik — en biðu lægra hlut. Hitler gekk fram á sjónarsviðið og bauð þýzka auðvaldinu að bjarga því undan kommúnism- anum og hann kynnti sig auð- valdi alls heimsins sem bjarg- vættur þess gegn rússneskum bolsévismá. í tíu ár hafa- menn haft tæki- hald, sem kann að fyrirfinnast utan íhaldsins. Það er því engum blöðum um það að fietta, hvað afturhalds- klíkurnar undirbúa nú. Það verður að nota tækifærið við aðra umræðu fjárlaganna til þess að draga fyrirætlanir aft- urhaldsins fram í dagsljósið. Álþýðan og allir þeir sem hennar baráttu vilja heyja, verða nú að vera á verði færi til að sannreyna loforð Hitlers. Hann hefur efnt þau við þýzka afturhaldið. Öll Vest- ur-Evrópa ásamt Norðurlönd- um hefur verið ofurseld fjár- hagslegu arðráni og atvinnu- legri undirokun þýzkra banka og þýzkrar stóriðju. Þýzkur herra hefur sezt í bú hinna evrópsku þjóða allt frá Norður- höfða til Miðjarðarhafs, frá Ermarsundi austur á gresjur Rússlands. En hann gat ekki efnt loforð sín við erlend auð- valdsríki og bregst því vonum þeirra. **# Vjð vöggu hinnar nazisku valdatöku stóðu hin gömlu máttarvöld þýzka ríkisins, sem Weimarlýðveldið skorti þrek til að steypa af stóli. Stóriðjuhöld- arnir ,stórjarðeigendurnir og þýzki herinn tóku höndum sam an síðustu mánuði ársins 1932 og reyndu að höggva af sér her- fjötur hinnar pólitísku og at- vinnulegu kreppu með þv-í að hefja Hitler og flokk hans til valda í Þýzkalandi. Hitler var foringi fjölmenn- asta flokksins í Þýzkalandi. Á kreppuárunum hafði hann sóp- að að sér nálega allri smáborg- arastétt Þýzklands, bændum og ríflegum hluta atvinnuleysingj anna. En hann hafði í sama mund teygt til sín áhrifarík- ustu hluta hinnar þýzku yfir- stéttar. Og það voru afturhald- sömustu og átfrekustu klíkur þessarar yfirstéttar er studdu hann með fé og gerðu honum fært að reka íburðarmeiri áróð- ur en dæmi voru til í stjórn- málasögu Þýzkalands. Þarna var maðurinn kominn, sem þýzka yfistéttin hafði lengi vonast eftir: maðurinn, sem hafði múginn að baki sér og var reiðubúinn að varpa hags- munum þessa múgs fyrir borð til aukinnar dýrðar þýzkrar yf- irstéttar. En í ríkisþingskosningunum í októbermánuði 1932 tók múg- urinn að tvístrast: nazistaflokk- urinn missti tvær milljónir at- kvæða. Þá var sýnt, að Adolf Hitler gat ekki komizt til valda fyrir ramleik alþýðunnar. Þýzka afturhaldið var í voða statt. Gamlar pólitískar rottur sem lifðu skuggalífi sínu að tjaldabaki þýzkra stjórnmála, en voru heimagangur i húsum og forðabúrum auðmannanna og hins jarðauðuga aðals, tóku nú saman ráð sín. Hitler og flokkm' hans voru dubbaðir upp og eftir tveggja mánaða refskák ir og baktjaldamakk var svo komið í lok janúarmánaðar 1933, að hinn bæheimski lið- þjálfi sór Hindenburg gamla, ærum af elli og stéttarfordóm* um, hollustu eið. Markinu var náð. Myrkúr hinar nazisku óald ar grúfðist yfir „land spekinga og skálda.“ **# Saga Hitlerstjórnarinnar hef- uroft verið sögð; ög hév verður það ekki gert nema að litlu leyti. í nafni „menningarinnar“ var hafið leifturstríð gegn öllu því, er telja mátti skerf Þýzka- lands til heimsmenningarinnar. Allir rithöfundar og vísinda- menn, sem voru Gyðingaættar eða vildu ekki lúta valdi hins naziska óaldarlýðs, urðu að flýja land eða þola allar skelf- ingar fangabúðanna. Hin stolt- lega þýzka verklýðshreyfing, eitt hið glæsilegasta skipulags- afrek alþýðunnar á vorum tím- um, var moluð mélinu smærra. Allir fulltrúar handar og anda í Þýzkalandi urðu nú að þola píslarvætti, sem ekki á sinn líka síðan á dögum frumkristindóms ins og trúvillingaofsóknanna. Hér var grimmdin og siðleysið gert að vísindalegu kerfi. Heimurinn stóð höggdofa yfir þessum aðförum. Menn gátu tæplega skilið, að skrefið væri svona stutt milli manns 20. ald- arinnar og villidýrsins. Verka- menn, menntamenn og frjáls- lyndir menn um heim allan, sem höfðu ekki týnt almennum siðgæðishugmyndum, reyndu að vekja mótmælahreyfingu gegn ógnarstjórn nazismans og stofna til múgsamtaka gegn henni. En allt kom fyrir ekki. Því að í hinum svokölluðu lýð- frjálsu löndum áttu hinir þýzku nazistar mikil ítök og óbland- inni samúð að fagna meðal þeirra manna og stétta, sem lyklavöldin hafa í lýðfrjálsustu auðvaldslöndum. Hin evrópska og ameríska stórborgarastétt gleypti við áróðri nazismans um hið menningarlega hlutverk Hitlers gagnvart bolsévisman- um. Óttinn við bolsévismann hafði árum saman riðið húsum vestrænnar yfirstéttar og svipt hana bókstaflega pólitísku ráði og rænu þegar ekki óvitrari maðm' en Lloyd George fagnaði Hitler í fyrstu sem brimbrjóti Evrópu gegn flóðöldu bolsévism ans, þá má nærri geta, hvernig umhorfs hefur verið í hug- myndaheimi þeirra hluta borg- arastéttarinnar, sem guð hefur ekki ofhlaðið mannviti. Jafnskjótt og Hitle.r hafði fest sig í sessi og stjórnmálamenn lýðræðisríkjanna þóttust vissir um, að nazisminn væri annað og meira en pólitískur góugróð- ur, þótti það hámark allrar stjórnmálavizku að tryggja völd hans í pólitískum, alþjóð- legum og atvinntilegum efnum. Alþjóðasamtök auðvaldsms riðu hér fyrst á vaðið. Vorið 1934 komu nokkrir stórauð- menn Englands saman á fund í híbýlum Englandsbanka í Lon don. Þetta voru fulltrúar nokk- urra stærstu auðhringa Eng- lands, en frumkvöðull og for- seti samkundunnar var Mon- tague Norman, bankastjóri Eng landsbanka. Normann talaði um stjórn- málaástandið í Evrópu og fram- tíðarhorfur. Hann taldi nazism- ann ,eiga langa og örugga fram- fl tíð fyrir höndum sér, og Eng- landi væri nauðsynlegt að taka upp samvinnu við hið volduga þýzka ríki í þeim tilgangi að koma Sovét-Rússlandi fyrir kattarnef. En af því hlaut að leiða, að England gæti ekki stutt stefnuna um sameiginlegt öryggi, þ. e. England yrði að hverfa frá Versalasáttmálanum og því pólitíska millilandakerfi, er á honum hefði verið byggt. Á þessum fundi þeirra auðjölr- anna var það samþykkt, að Hitler skyldi fá leynilega fjár- hagshjálp frá London, þar til Norman tækist að beygja ensku stjórnina til að hætta samstarfi við Frakkland og taka þess í stað upp samvinnu við Þýzka- land. Þetta var upphaf að alþjóð- legu samsæri við auðvaldshring anna til að koma fótum undir hervæðingu Hitlers. Hitler breytti Þýzkalandi í vopna- smiðju og vígbjóst leynt og ljóst í stærri stíl en dæmi voru áður til. En hann gat þetta því aðeins, að hergagnahringar Eng lands og Frakklands réttu hon- um hjálparhönd. Hin óbrotna alþýða þessara landa hefði mátt minnast þess, að þegar vígvélar þýzka hersins ruddust yfir Norð ur-Frakkland vorið 1940 og þeg- ar þýzkar flugvélar helltu sprengjum sínum yfir Lundúna- borg, þá var þetta því aðeins mögulegt vegna þess, að auðug- ir og háttsettir brezkir og franskir valdamenn auðhring- anna höfðu staðið að smíði þess- ara vopna. Og þegar sjómenn bandamanna hníga í hafið þeg- ar tundurskeyti þýzkra kafbáta hafa skotið undan þeim skipin, þá mættu þeir minnast þess, er Bretland gerði flotasamninginn við Þýzkaland og leyfði því að smíða kafbáta í stórum stíl. Menn ættu að taka eftir ártal- inu: samningurinn er gerður einu ári eftir að brezka stórauð- valdið hóf stuðning sinn við víg búnað Hitlers. Sambandið milli auðvalds og stjórnmála hefur sjaldan komið berar í ljós en í þessum tveimur ártölum. **# Konungur vill sigla, en byr hlýtur ráða. Það varð aldrei neitt úr því, að listmálarinn frá V ínarborg yrði yfirherforingi yfir liðstyrk allra auðvaldsríkja í almennri herför gegn Ráð- stjórnarríkj’unum. Sagan fór aðrar og kynlegri brautir og gerði að engu hinar klóknu ráða gerðir auðdrottnanna, sem kippa í stjórnmálabrúður sínar að tjaldabaki. Sagan er stund- um „stjórnendum" sögunnar yf- irsterkari. Fyrir stuttleika sakir getum við kallað þetta örlögin. Og nú hrópa hinir vambmiklu leiðtogar þýzka nazismans, skjálfandi af ótta við þjóð sína og rauða herinn, að örlögin geti ekki verið svo ill, að nazisminn bíði ósigur. En örlögin hafa borið sigð dauðans að stofni nazismans. Og ef Þjóðverjar hafa ekki með öllu gleymt sínum klassísku skáldum, þá ættu þeir að minn- ast orða Schillers úr Don Carl- os: Der Henker steht hinter der Tur! — Böðullinn stendur að hurðarbaki!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.