Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 1
DOii sfihi siiMa f III 01 Ofrst, Itrloff, Oisfifl n Orasudar VoWunustu samtok >e ðdhso.u it,, Churchill, forsætlsráðherra Breta er kominn til Kairo úr för sinni til Tyrklands- Á leiðinni kom hann við á eynni Kýprns, sem er brezk ný- lenda, Flutti hann þar ræðu yf- ir heldra fólki höfuðborgarinn- ar, Nicosia, og lét svo ummælt, að aldrei í veraldarsögunni hefði þekkzt eins voldug sam- fylking Bandamanna. Tilkynnt var í gær, að Stalín hafi fengið jafnharðan fregnir af því, er gerðist á viðræðufund um Churchills og tyrknesku stjórnmálamannanna, og hafi útvarp og blöð í Sovétríkjunum veitt viðræðunum mikla at- hygli. Annan febrúar 1943 lauk hinni stórfenglegu bar- áttu um Stalíngrad með fullum sigri sovétherjanna, segir í aukatilkynningu, sem birt var í Moskva í gær kvöld, þar sem skýrt er frá að síðustu leifar fas- istaherjanna við Stalíngrad hafi verið neyddir til að gefast upp. Síðasti flokkurinn af þessum 330 þúsund manna her varðist norður af Stalíngrad. í gær lagði hann einnig niður vopn, og foringi hans Strecker, ásamt sjö öðrum hershöfðingjum þýzkum, var tekinn til fanga. Rússar hafa alls tekið 91000 fanga á Stalíngrad- vígstöðvunum á þremur vikum, þar af 24 hershöfð- ingja og 2500 aðra foringja fasistaherjanna. — Rauði herinn hefur tekið gífurlegt herfang. Rauði herinn heldur áfram sigursælli sókn í átt til f jögurra höfuðstöðva fasistaherjanna, Kúrsk, Karkoff, Rostoff og Krasnodar. Her Rússa, sem sæklr fram til Kúrsk á tæpa 100 km. ófarna til borgarinnar, og hefur skilið eft- ir að baki sér innikróaðan þýzk- an her, sem á engrar undan- komu von. t átt til Karkoff sækir rauði herinn á 200 km. víglínu, og er aðeins 100 km. frá borginni. Sovétherinn sem næst er Rostoff, er aðeins 48 km. suð- austur af borginni, og eru þar háðir harðir bardagar. Hafa Þjóðverjar sent þangað varalið í því skyni að reyna að stöðva hina miklu sókn rauða hersins. Krasnodar, einu mikilvægu í nanöunDiroiiu lil Finnlands Fínnsfea ríbíssfjórnín lætur sem hún vítí ekkí af þessu hneykslí Þjóðverjar hafa sent 150 norska pilta til Norður- Finnlands, undir því yfirskyni, að þeir eigl að vinna þar að skógarhöggi í skógi, sem „norska ríkið hefur keypt“. • . i. \' . ' x Um þessa ráðstöfun segir sænska blaðið Dagens Nyheter, að það sé furðulegt að finnsk yfirvöld hafa lýst yfir, að þeim sé ókunnugt um þessa ráðagerð. Ástæðan til þess er talin sú, að finnsku stjórnarvöldin viti ekki neitt um mál, sem varða norðurhluta síns eigin lands, en þar ráða Þjóðverjar öllu. ríkið“, samkvæmt skeyti frá Osló, keypt skóg, Þetta getur verið rétt, ef’ litið er á „norska ríkið“ sem lepp fyrir þýzku her námsyfirvöldin, en það bætir ekki fyrir finnsku stjórninni, segir þetta sænska blað að lok- um Finnar verða auk þess að þola að Þjóðverjar taki á vald sitt finnsk atvinnufyrirtæki og land areignir. Ungu Norðmennirnir, segir Dagens Nyheter ennfrem- ur, eiga að fara til skógarhöggs f Enare,' en þar hefur „norska járnbrautarborgina, sem Þjóð- ; verjar eiga eftir í Kákasus, nálg ast Rússar úr þremur áttum. Fregnir í gær hermdu, að þýzki herinn væri á hröðu undanhaldi til flotahafnarinnar Novorossísk og fylgdu Rússar þeim fast á eftir. Þýzka útvarpið játaði í gær, 1 að Þjóðverjar hefðu hörfað af talsverðu landsvæði suður af Ladogavatni, en þær vígstöðvar hafa ekki verið nefndar í síðari tilkynningum Rússa. -------------------------- ; Umræðurnar um fjárlögin Útvarpsumræður fara fram í kvöld Umi-æður um fjárlögin (2. umræða) héldu áfram í fyrra- kvöld og fram á nótt. Af hálfu sósíalista töluðu auk þeirra, sem sagt var frá í gær, þeir Steingr. Aðalsteinsson og Sigurður Guðnason. í gær kl. 2 var svo umræð- unni haldið áfram- Kristinn Andrésson talaði þá fyrstur. Jónas Jónsson hélt eina af sín- um dómadagsræðum út af Hall Framhald á 4. síðu. 200 brezkar orustufhig- vélar í árásarför til Belg- íu og Frakklands Tvö hundruð brezkar orustu- flugvélar fóru f gær árásar- ferðir inn yfir Belgiu og Frakk- land, og gerðu f jölda árása á jámbrautarstöðvar og herstöðv ar Þjóðverja. Allar flugvélamar komu aft- ur úr árásarferðunum Matvælaskömmtunin í Bandaríkjunum Almenn matvælaskömmtun verður tekin upp í Bandaríkjun- um frá 1. marz n. k., að því er tilkynnt var opinberlega f gær. Ýmsar aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar, sem miða að auknu hernaðarátaki þjóðarinn ar, einkum mun lögð áherzla á að nota mannafla Bandaríkj- anna betur en hingað til. Sir Walter Citrine tekur að sér að ráðstafa Rússlandssöfnun íslenzku verkðlýðssamtakanna Söfnun brezku verkalý ísfélaganna komin upp I 442 búsund sterlingspund Eftirfarandi bréf hefur Eggert Þorbjarnarsyni, formanni fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, borizt frá Sir Walter Citrie, aðalritara brezka verkalýðsfélaga-sambandsins, en hann er einn þeirra, sem annazt hafa sendingar á hjálpar- gögnum þeim, er send hafa verið til Sovétríkjanna fyrir söfn- un brezku verkalýðsfélaganna, en sú söfnun nam 15. jan. s. 1. 442 þús. sterlingspundum, þ. e. 11 millj. 490 þús. íslenzkum kr. (Grein um söfnun brezku verkalýðsfélaganna birtist á 3. síðu blaðsins í dag). BRÉF WALTERS CITRINE „15. janúar 1943. Kæri herra Eggert Þorbjarnarson, RÚSSLANDSSÖFNUNIN Eg vil þakka yður fyrir símskeyti yðar, þar sem þér spyrjið, hvort vér mundum vilja taka að oss að verja því fé, er fulltrúa- ráð yðar mun safna í Rússlandshjálpina- Þér munuð þegar hafa fengið svar vort í símskeyti, þar sem vinsamlegast er fallizt á uppástungu yðar, og eins og ég hef gefið í skyn, höfum vér getað gert verkalýðsfélögiun Nýja Sjálands og Suður-Afríku sama greiða. Hjálparsjóður vor er þessa stundina orðinn 442000 £ og svo að þér fáið nokkra hugmynd um það, hvernig peningunum hefur verið varið, sendi ég hér með eintak af síðustu reikningsskilum (þann 30. sept. 1942). Það mundi verða oss mikil hjálp, ef þér vilduð leyfa oss að verja þeim peningum, er þér sendið oss, til kaupa á vörum, sem auðvelt er að afla, og að vér þyrftum ekki að einskorða oss við ákveðna vörutegund. Vér þökkum yður hjartanlega fyrir áhuga yðar á starfi voru og vér metum mikils það traust, er þér sýnið oss með því að leita aðstoðar vorrar. Eg get fuílvissað yður um, að vér munum gera allt, sem 1 voru valdi stendur til þess að verja fé því, er þér kunnið að senda, á þann hátt, að til sem mestra nytja verði. Mér er ekki með öllu ljóst, hvernig þér ætlið að koma fénu til vor, en ef það verður greitt mér á þennan viðtökustað munum vér senda yður opinbera kvittun, þegar féð hefur borg- azt oss í hendur. Með miklu þakklæti, yðar einlægur Walter Citrlne aðalritari“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.