Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 2
s ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. febrúar 1943 Anylýsing um umferð í Reykjavík Bæjarstjóm Reykjavíkur hefur með tilvísun til 7. gr. umferðalaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að eftir- farandi vegir í Reykjavík skuli teljast aðalbrautir og njóta þess forréttar, að umferð bifreiða og annarra ökutækja á vegum, er að þeim liggja, skuli skilyrðis- laust víkja fyrir umferð aðalbrautar, eða staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf: Aðalstræti, Austurstræti, Bankastræti, Laugavegur (austur að Vatnsþró), Hverfisgata, Hafnarstræti, Vesturgata, Túngata. Fyrirmæli þessi ganga í gildi frá miðnætti að- faranótt fimmtudagsins 4. þ. m. Lögreglustjórinn í Reykjavík,2. febr. 1943. AGNAR Kofoed-Hansen Æ. F. R. heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna annað kvöld, (fimmtudaginn 4. febrúar) kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Upplestur: Sverrir Kristjánsson, sagnfr. 3. Erindi: Áki Jakobsson, alþingismaður. 4. Upplestur: Jón Júl. Sigurðsson, kennari. 5. Önnur mál. 6. „Marx“. Félagar, mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti og nýja félaga. STJÓRNIN Trésmið vanfar víð ínnívínnu Vélsmfðjan Jotunn Hríngbrauf Sími 5761 Muiiið Kaffisðluna rfafnarsfrðefí 16 Helztu breytingartillögur, sem þingmenn sósíalista fluttu við 2. umræðu fjárlaganna x>c»oo<xxx>«ooo«aoa' Diglega nýsoðín svíð. Ný egg, soðín og hrá. Kaffísalan Hafnarstræti 16. Þingmenn Sósíalistaflokksins fluttu ekki nema nokkuð af þeim breytingartillögum, sem þeir berjast fyrir við 2. umræðu fjárlaganna, — en þó nægilegt til þess að prófa afstöðu þings- ins til ýmissa mála. Meginþorr- anh af því sem sósíalistar berj- ast fyrir/halda þeir áfram að fá í gegn í fjárveitinganefnd og kemur svo endanlega til kasta þingsins við 3. umræðu. Af tillögum þeim sem þing- menn Sósíalistaflokksins bera fram við 2. umræðu skal hér get- ið þessara. Til Öxnadalsheiðarvegar fari 180 þús. (í stað 80 þús. á fjárlaga frumvarpinu), til Suðurlands- brautar 500 þús., til brúargerða 1 milljón (í stað 150 þús. á frv.), til malbikunar á vegum í kaup- stöðum og verzlunarstöðum 100 þús. (í stað 40 þús.). Hinsvegar gerðu þingmenn Sósíalistaflokks ins ekki tillögur um hina ein- stöku smærri kafla þjóðveganna við þessa umræðu. Til hafnargerða á Húsavík 250 þús. í stað 18 þús. á frv., til bryggjugerðar á Flatey á Skjálf anda 50 þús. Til flugmála 200 þús. (í stað 50 þús. á frv.) Til heilsuverndarstöðva 100 þús. í stað 50 þús. Styrkur til byggingar barna- skóla 500 þús. í stað 100 þús. — Til íþróttasjóðs 400 þús. í stað 125 þús. — Til bókakaupa handa Landsbókasafninu 250 þús. í stað 50 þús. Til Þjóðleikhúsbyggingarinn- ar 500 þús. Til verklegra framkvæmda í atvinnuaukningarskyni, í sam- ráði við bæjar- og sveitarstjórn- ir hálf önnur milljón króna, í stað 200 þús. kr. sem nú er á- ætlað að hin svokallaða bjarg- ráðanefnd eigi að ráðstafa. F rammistöðustúlka og eldhússtúlka óskast strax Vaktaskipti Gott kaup Matsalan Laugaveg 126 DE7-* mmxzmnmt Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullam., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. tmnnnzœxzmnn ! Til alþýðutrygginga 6 milljón ir í stað 2 millj. Til vitabygginga 500 þús. í stað 200 þús. Þá er lagt til að ríkisstjórn sé heimilað að nota allt að 5 millj. króna til verklegra framkvæmda ef ástæða verður til vegna at- vinnuleysis. | Ennfremur er lágt til að héim ild sú, sem verið hefur í lögum undanfarið að ríkisstjórn megi skera niður 35% allra þeirra út- gjalda, sem ekki eru lögboðin ! (þ. e. a. s. allra verklegra framT | kvæmda, styrkja o. s. frv.), ef erfitt verður um tekjur, — falli burt. Þá flytja þeir Kristinn Andrés son, Gunnar Thoroddsen og Sig- urður Bjarnason tillögu um að skáld og listamenn séu nú aft- ur teknir inn á 18. gr. fjárlag- anna og gera þeir tillögu um þessa menn og þessar upphæð- ir: Árni Thorsteinsson ... 2500 Ásgrímur Jónsson ... 3000 Ásmundur Sveinsson .... 3000 Davíð Stefánsson ... 4000 Eggert Stefánsson ... 2500 Fi’iðfinnur Guðjónsson ... 1500 Gúðmundur Friðjónsson á Sandi ... 3000 Guðmun,dur G. Hagalín ... 3000 Guðmundur Kambarl ... 5000 Guðrún Indriðadóttir ... 2000 Gunnar Gunnarsson ... 5000 Gunnþórunn Halidórsdóttir 1500 Halldór Kiljan Laxness , ... 5000 Jakob J. Smári .... 2000 Jakob Thorarensen 2000 Jóhannes S. Kjarval ... 3000 Jóhannes úr Kötlum ... 4000 Jón Stefánsson ... 3000 Jón Þorsteinsson Arnar- vatni .................. 500 Kristín Sigfúsdóttir ..... 1000 Kristleifur Þorsteinsson á Ki’oppi .............. 500 Kristmann Guðmundsson 5000 Magnús Ásgeirsson ....... 3000 Ríkharður Jónsson ........ 3000 Pétur Á. Jónsson ......... 2500 Sigurður Jónsson Arnar- vatni ................. 1000 Sigvaldi Kaldalóns ....... 2500 Theodor Friðriksson ...... 2000 Tómas Guðmundsson ........ 4000 Unnur Benediktsdóttir Bjai’klind ............ 1000 Þórarinn Jónsson tónskáld 2000 Þórbergur Þórðai’son ..... 4000 Af smærri tillögum frá þing- mönnum Sósíalistaflokksins má geta um: Til bókasafns verkamanna sem eru í vegavinnu 10 þús. í stað 2 þús. — Til endurbóta leik fimihúss Menntaskólans á Ak- ureyri 60 þús. — Tillag til Nátt- úrufræðifélagsins. 15 þús. í stað 6 þús. — Þá er lagt til að auka- styrkurinn til 8 bókasafna á landinu tvöfaldist, að framlag til Leikfélags Reykjavíkur verði 20, þús. í stað 12 þús., til Bandalags ísl. listamanna 6000 í stað 1200. Styrkir til listamanna til náms erlendis samkv. ákvörðun menntamálaráðs, að fengnum tillögum frá félögum Bandalagi ísl. listamanna verði 48 þús. Og styi’kurinn til Menntamálaráðs til skálda og listamanna hækki upp í 250 þús. Til styrktarsjóðs verkamanna og sjómannafélaganna 8 þús. í stað 4 þús. — Til mæðrastyrks- nefndar 5 þús. í stað 2 þús. Rððstafanir gegn rottugangi Víst má teija, að rotturnar séu orðnar fleiri en bæjarbúar, og ef gert er ráð fyrir, að rotturnar geri svipaðan skaða hér og er- lendis, mun ekki ofreiknað, að hver rotta skemmi eignir baej- arbúa fyrir 20 kr. að meðaltali á ári, eða að rottumar valdi spjöllum, sem nema að minnsta kosti einni milljón króna á ári. Auk þess stafar sýkingarhætta af þeim, sem ekki verður metín til fjár og er óútreiknanlegt á þessum tímum þegar skip koma hingað fíá Bretlandseyjum, Ameríku og Rússlandi, þar sem ýmsir sjúkdómar ganga, sem hér eru óþekktir, en- geta borizt með rottum. Vegna skoi’ts á starfsfólki annarsvegar og og mikillar út- breiðslu á rottum hinsvegar er ekki unnt að komast yfir á svo skömmum tíma, sem nauðsyn er t'ij, að senda menn til að eitra fyrir rottum út um allan bæ samkvæmt beiðni, eins og áður hefur verið gert, en bærinn hef- ur ákveðið að hefja eitrun í stórum stíl í sorphaugum og annai-sstaðar, þar sem mikill rottugangur er á bersvæði. Hins Vegar er þess vænst, að allir bæjarbúar, sem eiga við í’ottugang að búa, geri sitt til að að hi-einsa heimili sín af rottun- um, og til að ná sem beztum ár- angri þarf eitrun að fara fram samtímis allstaðar í bænum. Þessvegna hefur verið ákveðið að hefja allsherjarherferð gegn rottunum dagana 1.—6. þ. m. og verður rottueitur afhent ókeyp- is í skriístofu heilbrigðisfulltrú- ans, Vegamótastíg 4 fram að 6. þessa mánaðar Ennfremur hef- ur bæði ameríska og brezka setuliðið lofað að leggjast á eitt með bæjarbúum í bar* áttunni gegn rottunum, eyða rottum í kringum herbúðirnar og gera á allan hátt það, sem á herliðsins valdi er í þessum efn- xun. Menn eru beðnir að minnast þess, að rotturnar lifa svo að segja eingöngu á mannamat, og að fyrsta skilyrðið til að halda rottunum í skefjum er að ganga Framh. á 3. aíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.