Þjóðviljinn - 04.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. febrúar 1943 ÞJOÐ VILJIMN 3 HJÖOVIIilNIÍ Ötgefandi: Semeiningarflokkur alþýðu Sósialistaflakkurinn Ritstjórar: Eínar Olgeirsson (áb.) Sigfús Slgurhjartarson Ritstióm: GatÍaMratti 17 — Vflúngsptent Sími 2270. \fgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð Simi 2184 Víkingsprent h. f. Garðaratrœti 17 Stalíngrad Orustunni um Stalíngrad er lokið. Síðustu leifar hins þýzka hers hafa gefizt upp. Hörðustu og líklega mannskæðustu or- ustu, sem háð hefur verið, hefur lokið með glæsilegasta sigri, sem hernaðarsagan getur um: Ó- vinaherinn hefur beðið algeran ósigur, ekkert af honum • fékk umflúið fangabúðir eða dauð- ann. Hitler hóf orustuna um Stal- íngrad í ágústlok. í októbermán- uði geysuðu þar blóðugustu bar- dagar veraldarsögunnar. Hreysti verjendanna fór fram úr öllu því sem þekkst hefur fyrr. — Engu að síður lofaði Hitler þýzku þjóðinni því að hann skyldi taka Stalíngrad og kvaðst geta tekið hana þegar hann vildi. — Svo hóf rauði herinn sókn sína um miðjan nóvember. Á fjórum dögum tekst að rjúfa samgöngu- leiðir þýzka hersins. 9. janúar 1943 eru hernum svo settir úrslita kostir, sem hershöfðingjarnir vildu taka, en Hitler skipaði þeim að hafna. 2. febrúar gáfust svo síðustu leifar af 330 þúsund manna hernum við Stalíngrad upp. — Ósigur Hitlers var alger. * Sigurinn við Stalíngrad er í tvöföldum skilningi sigur sósíal- ismans yfir fasismanum. Það er sigur hins nýja, upp- rennandi sósíalistíska mannkyns yfir „úrvalsliði“ þeirrar auðvalds þjóðar sem farin var að telja sjálfri sér trú um að hún væri fædd til þess að drottna yfir öðr- um þjóðum. Mannval Sovétríkj- anna hefur sýnt sig vera þraut- seigara og fórnfúsara en talið var hugsanlegt að menn gætu verið. Nazistunumfannstsemhér væri ekki við mennska menn að berjast. Þeir mættu hér því afli, sem engin kúgun, engar vítis- vélar fá yfirsti'gið, — mönnum sem verja frelsi sitt, — fullt raun verulegt innihaldsríkt frelsi, — þeir mættu þjóð sem þekkir sitt hlutverk,- — þjóð, sem er að skapa sér nýjan heim, íegúrri en áður hefur þekkzt á jarðríki, og er reiðubúin til að fórna öllu til þess eins að geta varðveitt þann heim lífsgæfu og frelsis handa börnum sínum. — Það var mannval Sovétþjóðanna sem sigraði við Stalíngrad véluð her- dýr Hitlers, — hernienn sem att var út í stríð til þess að kúga, ræna og myrða, — málalið harð- svíraðasta auðvalds heimsins. Og í öðru lagi: Við Stalíngrad sigraði forusta hinna sósíalistísku þjóðá slyng- Frá Alþingi: Frnmvarp sljórnarlniiar nm þlngfrestnn lil I okt. Vcrfeefnín, sem fyrír næsfa þíngí líggfa mega cfefef bída Ríkisstjómin hefur lagt frumvarp fyrir þingið um frestun á samkomudegi reglulegs alþingis tU 1. okt. Rökstyður stjómin þetta með því að ekki sé unnt að leggja nýtt fjárlagafrumvarp fyrir þing, er komi saman 15. febr., af því eigi vinnist tími tU þess að útbúa það. Þessi rök ríkisstjórnarinnar eru að því leyti rétt að ekki er hægt að ætlast til þess að fjármálaráðherra geti undirbú- ið nýtt frumvarp rétt eftir að fjárlögin fyrir 1943 hafa verið afgreidd. Komi nýtt þing sam- an 15. febrúar eins og stjrónar- skráin mælir fyrir, þá verður fjárlagafrumvarpið, sem fyrir það verður lagt, eðlilega aðeins uppprentun á fjárlögunum fyr- ir 1943, sem síðar yrði að taka verulegum breytingum með samstarfi fjárveitinganefnda og ráðherra, þegar á árið líður, og meir er vitað um afkomuhorfur 1944 en nú. Hinsvegar verður ekki fram hjá þvi komist að byrja nýtt þing nú strax að þessu loknu, ef Alþingi íslendinga ætlar að taka á þeim stórmálum, sem bíða úrlausnar. Meðal þeirra má nefna: 1- Lýðveldisstjómarskráin, sem enn er ekki komin úr nefnd og er það ekki vansalaust né hættulaust fyrir þjóðina að ustu herforingja mestu hernaðar þjóðar heims. — Sigur Stalíns, Sukoffs, Shaposnikoffs, Timo- sjenkos og annara hernaðarleið- toga Sovétríkjanna yfir Hitler, Paulus, von Kleist & Co. er sig- ur herstjórnarlistar rauða hers- ins yfir fullkomnustu hernaðar- tækni, sem auðvaldinu hefur tek izt að skapa. Foringjar Sovétþjóð anna reyndust forsjálli, þolin- móðari og nákvæmari í allri stjórn sinni á gangi styrjaldar- innar heldur en herforingjar þeir sem brotið hafa undir sig mest allt meginland Evrópu. Herfor- ingjar Sovétþjóðanna kunna jafnt tökin á undanhaldi, vörn og sókn, — þar sem herforusta nazistanna settu oflátungshátt- inn öllu ofar þegar á reyndi og fórnuðu heilum herjum, þegar vitið bauð þeim frekar að fórna heilum héruðum. Flóðalda nasismans brotnaði á Stalíngrad. Það var. hlutskipti hins rauða hers, hins uppremiandi sósíalist- iska mannkyns undir forustu Stalíns, að bjarga allri menningu nútimans, borgaralegri og sósíal istískri frá tortímingu í villi- mennsku nazismans. Það er tími til kominn að yér íslendingar, sem aðrar frelsisunn andi þjóðir, sýnum það í verki að vér metum þær dýru fórnir sem færðar hafa verið til að vinna úrslitasigurinn mikla sem við Stalíngrad vannst. fresta afgreiðslu þess stórmáls lengur. 2. Dýrtíðarmálín. Það mun flestum ljóst að enn er ekki far- ið að taka þau mál þeim tök- um, sem þarf. Sósíalistaflokk- urinn bauð öllum flokkum þingsins samvinnu um lausn þeirra mála. Við fulltrúa Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins hafa farið fram nokkr ar umræður um þau mál, en árangur óséður enn. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur fram að þessu ekki tekið upp samvinnu um þau mál. — Hinsvegar er vitanlegt að án samvinnu rík- isstjórnar og þings, — og þá helzt allra þingflokka verður það mál ekki leyst. Þingflokk- arnir áttu að hafa frumkvæði um tillögu í þessu máli og bjóða ríkisstjóim vinsamlega sam- vinnu, — og það er ekki seinna vænna að svo verði, — ef þing- flokkarnir ekki skipa hið bráð-* asta ríkisstjóm sjálfir. Undir dýrtíðarmálin koma m. a. skattalögin og allir þeir samn ingar við verkamenn og bænd- ur , sem eru frumskilyrði heil- brigðrar lausnar á dýrtíðarmál- unum. Þessi mál verða ekki leyst án vinsamlegrar sam- vinnu þings og stjórnar. 3- Auðsöfnunin á einstakra manna bendur. Það er vitanlegt að sakir stríðsgróðans, hefur svo mikill auður safnast á ein- stakra manna hendur að stór- hættulegt er fyrir almennings hag og raunverulegt frelsi í þjóðfélaginu. Það er krafa meirihluta íslenzku þjóðarinn- ar og birtist greinilega f síðustu kosningum, að gerðar séu rót- tækar ráðstafanir til þess að firra þjóðina hættimni af svo gífurlegri misskiptingu auðsins, sem hér er nú. Og þær aðgerðir þola enga bið. Réttlætis- og ör- yggiskröfur hins vinnandi fólks í þessu efni verða að ná fram að ganga. 4. Landbtmaðurinn. Það munu flestir orðnir sammála um að þjóðin verði að gera mikið, sam- eiginlegt átak til þess ?ð leysa landbúnaðarkreppuna. Þingið verður að horfast hleypidóma- laust í augu við það vandamál og leysa það. 5. Utanríkismálin. Enn ríkir sama stefnuléysið og verið hef- ur í utanríkismálum íslaiids, þó frekar hafi þokast í þá áttina, sem rétt er. Ljúki stríðinu á þessu ári, þá stendur ísland frammi fyrir því að gera tafar- laust ákvarðanir, sem geta orðið afdrifaríkastar af öllum, sem gerðar hafa verið í sögu þess, — að samþykktum Alþingis 1262 og 1264 ekki undanskild- um. — Ætlar Alþingi að fljóta sofandi að feigðarósi í þessu máli? Ef ekki, þá verður að taka þau mál til ýtarlegra um- ræðna og ákvarðana á því þingi, er bráðlega skal hefjast. 6. Hagsmuna- og réttinda-mál alþýðu bíða tugum saman úr- lausnar. Það dugar enginn frest ur í þeim málum. Þingið er kos ið til þess að koma þeim fram. Sósíalistaflokkurinn hefur beð- ið með að flytja ýmis þessara stórmála, meðan samningar standa yfir við aðra flokka um samvinnu um þau. En eðlilega verður brátt að fá úr því skorið hvort samkomulag tekst um þau eða ekki. Þannig mætti lengi telja. Þjóðin vill sjá ávöxt af starfi Alþingis. Hann verður rýr eftir það þing, er nú situr. Næsta þing verður að koma strax sam an og sýna hvort það er fært um að framkvæma vilja þjóðar- innar eða ekki. Húsaleigufrumvarp ríkisstjórnarinnar Breytingatillögur til batnaðar. Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórn arinnar er komið frá nefnd. Breytingatillögur nefndarinnar eru yfirleitt til batnaðar- Nefnd in leggur til að 5. greinin, sem fjallar um skömmtun húsnæðis og notkun auðra íbúða orðist þannig: * „Húsaleigunefnd er heimilt að taka til umráða auðar íbúðir og ráðstafa þeim til handa hús- næðislausu innanhéraðsfólki, enda komi fullt endurgjald fyr- ir. Á sama hátt er húsaleigu- nefnd heimilað að taka til sinna umráða annað ónotað húsnæði og útbúa það til íbúðar. Bæjar- og sveitarstjórn getur, þegar alveg sérstaklega stendur á, ákveðið að taka til ráðstöfun- ar handa húsvilltu fólki til- tekna hluta af íbúðarhúsnæði, sem afnotahafi getur, að mati húsaleigunefndar, án verið og unnt er að skipta úr. Veita skal afnotahafa íbúðar minnst 3 daga frest áður en fólki er ráð- stafað í hluta af íbúð hans, til að ráðstafa því sjálfur til hús- næðislausra innanhéraðsmanna. Húsaleigunefnd annast fram- kvæmd þessara mála eftir fyr- irmælum hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórnar. Bæjar- og sveitarstjórnir geta, ef þðrf þyk ir og í samráði við húsaleigu- nefnd, sett reglugerð, er félags- málaráðherra staðfestir, um framkvæmd þeirra mála, er um getur í þessari grein. í reglu- gerð skal meðal annars til- greina hámark þess húsnæðis, Goethe-herbergi í nýja Garði Stúdentar, sem hafa stundað nám í Þýzkalandi, færðu bygg- ingarnefnd stúdentagarðsins í gærkvöldi að gjöf kr. 10.000.00, eða andvirði eins herbergis í Garðinum. Hafa gefendur gefið herberginu nafnið Goethe-her- bergi, og er ætlast til, að for- gangsrétt að því hafi þýzkur skiptistúdent, er stundar hér nám, eða nemandi í þýzkum fræðum við háskólann. Kaupþingið. Þriðjud. 2./2. 1943. Birt án ábyrgðar •3 u 1 h A i £ > & iS B 5 Veðd. 11. fl. 105% 105% 2 5 — 10. fl. 105% 5 V4 Jarðr.br. 1. fl. 108 (5% — 3. fl. 108% 1 5% Krepþubr. 107% 5 Nýbýlasj.br. 103% 4 Hitaveitubr. 100 130 3M> — 100 45 i 5 Rvík ’40 1. i n. 100% sem fjölskylda má nota, án þess að taka megi hluta þess. NÚ er tekinn hluti af íbúðarhús- næði og afnotahafi telur rétti sínum hallað, getur hann þá skotið máli sínu til bæjar- eða sveitarstjórnar, sem leggur ' fullnaðarúrskurð á deiluatriðið. Taki húsaleigunefnd húsnæði leigunámi skv. ákvæðum þess- arar greinar, ákveður hún leigu upphæð, leigutíma og annað það, sem þörf þykir að taka á- kvörðun um og málsaðilar koma sér ekki saman um. Úr- skurður nefndarinnar um þessi atriði, að undanteknu matinu á leiguupphæð (sbr. 2. mgr. 11. gr.), er fullnaðarúrskurður. Hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóður ábyrgist greiðslu fyrir húsnæði, sem tekið er sam kvæmt þessari lagaheimild, svo og greiðslu skaðabóta fyrir spjöll á hinu leigunumda, er leigutaki eða fólk á hans veg- um telst eiga sök á.“ Þeir Áki Jakobsson og Stefán Jóh. Stefánsson gera breytinga- tillögu, sem miðar að því að hindra nkur á húsnæði í verbúð um og hljóðar hún svo: „Öll ákvæði þessara laga um íbúðarhúsnæði gilda og um leigu á húsum, bryggjum og pöllum til línuveiðabáta, sem róa úr landi. Hafi leiga eftir slík hús, bryggjur og palla verið greidd með aflahlut, getur leigutaki krafizt, að leigan verið metin til peningaverðs, og má leiga þessi ekki hækka meira en sem svar- ar hækkun almennrar húsa- leigu.“ Orlofsfrumvarpið komið úr nefnd. Orlofsfrumvarp Alþýðuflokks ins er nú komið frá allsherjar- nefnd. Mælir öll nefndin með því, svo þessu þarfa frun-.varpi ætti loks að vera tryggður fram gangur í þinginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.