Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. FÖstudagur 5. febrúar 1943. 28. tölublað. Af inníkróada fasisfahcrnum vcsfur af Voroncs hafa 17 þúsund hcrmcnn fallið en 21 þúsund vcrid fcknír fil fanga. — Broffflufningí þýzka Káka~ sushcrsíns haldíð áfram Bauði herinn nálgast óðum eina sterkustu varnarstöð þýzka hersins, Kúrsk- í aukatilkynningu, sem birt var í Moskva I gær- kvöld, segir að sovéther hafi í gær tekið bæina Tsigri og Tim. Tsigri er 55 km. frá Kúrsk, á járnbrautinni til Vorones, en Thn er 65 km. suðaustur af Kúrsk. í fyrradag var tilkynnt að rauði herinn hefði tekið bæi á járnbrautinni milli Kúrsk og Orel, svo að Rússar sækja nú að Kúrsk úr þremur áttum — norðri, austri og suðri Áður hefur verið skýrt frá að mikill þýzkur her hafi verið innikróaður milli Kastomoje og Vorones. I aukatilkynningunni í gærkvöld segir, að tekizt hafi að skilja þennan her að í ein- angraða hópa, og hafi 17 þúsund fasistahermenn fallið síðan 27. janúar, en 27 þúsund verið teknir til ftanga, þar á meðal tveir ungverskir hershöfðingjar. Mikið herfang hafa Rússar tekið á þessum slóðum, þar á meðal 143 skriðdreka, 516 fallbyssur, 32 birgðalestir og 2300 flutningabíla. Brezkar og bandarískar sprengjufiug- vélar gera harðar árasir á þýzkar borgir Öflugar sveitir brezkra sprengjuflugvéla gerðu mjög harða loftárás á Hamborg í fyrrinótt, en Hamborg er ein mesta kaf- bátastöð Þjóðverja. Þungum sprengjum og eldsprengjum var varpað á hafnar- hverfin og höfnina, og komu upp miklir eldar. Sextán brezku flugvélanna fórust. Stöðugt þrengir að fasistalierj unum í Vestur-Kákasus og rauði herinn færist nær Rostoff bæði að austan og sunnan, en mótspyrna Þjóðverja er mjög hörð. Brottflutningur liðs vestur yf ir Kertssund heldur áfram, en Þjóðverjar hafa ekki reynt að flytja her burt um Novorossisk, því að sá bær liggur þegar und- ir stórskotahrið rússneska Svartahafsflotans. Þýzka herstjórnin hefur ný- lega flutt mikið lið frá herteknu Síðasta varaliði 3 kvatt tilhernaðarfranileiðsl- unnar í Þýzkalandi Þýzka stjórnin tilkynnti í gær aö í þessurn mánuði verði lokað 100 þús.—120 þús. búðum í Þýzkaland.i til að spara elds- neyti og vinnuajl. Stjórnin tilkynnti jafnframt að víðtœkar ráðstafanir vœru i undirbúningi, er miðuðu að því að nota allan mannafla þjóðar- innar til hernaðarþarfa. í grein sem Göbbels ritar í tímaritið Das Reich, kvartar hann yfir því að ýmsar þjóðir láti sér ekki skiljast hve gífur- legar fórnir verði að færa í bar- áttunni við bolsévismann. „Sigri Rússar verður allt meginland Evrópu varnarlaust fyrir komm únismanum“, segir Göbbels. „Má vera að enn séu til menn í Lond- on það skynsamir menn að þeir skylji hvað það þýðir“ löndunum í Vestur-Evrópu til austurvígstöðvanna. Pravda, aðalmálgagn Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, birti í gær frásögn af handtöku þýzka hershöfðingjans Paulus í Stalíngrad. Könnunarflokkur úr rauða hern um hafði komizt að því hvar Paulus og herforingjaráð hans hafðist við. Sterkar rússneskar áhlaupasveitir voru sendar á vettvang og tókst þeim eftir harða bardaga að sigrast á varn- arliðinu og umkringja virkið sem Paulus hafðist við í. Þegar þýzku hershöfðingjunum varð ljóst, að virkið var umkringt sendu þeir liðsforingja til að til- kynna uppgjöf. . Eftir uppgjöfina sló í harða deilu milli rúmensku hershöfð- ingjanna og Þjóðverjanna. Sök- uðu Rúmenarnir Paulus um að hafa haldið leyndum úrslitatil- boðum sovétstjórnarinnar. 27 franskir kommún- istaþingmenn iátnir lausir í Alsír Tilkynnt var í Alsír í gœr- kvöld, að Giraud landstjóri hafi fyrirskipað, að 27 franskir komm únistáleiðtogar, sem verið hafa í haldi í fangabúðum frá því að Vichystjórnin tók við völdum, skyldu látnir lausir. Þeir eru allir þingmenn, áttu sæti í full- trúadeild franska þingsins. Jafnframt var tilkynnt að 900 pólitískum föngum hafi verið sleppt úr fangabúðum frá þvi að innrás Bandamanna í Norð- ur-Afriku hófst. Enn eru þó 5500 Frakkar i fangabúðum í nýlendum Frakka í Norður-Afriku, af pólitískum ástæðum. í gær gerðu bandarískar sprengjuflugvélar ' harðvítugar árásir á herstöðvar og iðnaðar- borgir í norðvesturhluta Þýzka- lands. Sló víða í ákafa loftbar- daga við þýzkar orustuflugvél- ar, og voru margar þeirra skotn- ar niður. Bandaríkjamenn misstu 5 flugvélar." Yiðskiptamálaráð- herra krafinn svars f verð hækkunarmðiun - um Á fundi neðri deildar Alþing- is í gær við 2. umr. um frv. stjómarinnar um verðlag end- urtók Finnur Jónsson fyrir- spurn sína til viðskiptamálaráð herra Björns Ólafssonar, um hverju það sætti, að ýmsar vör- ur væru með vitneskju ríkis- stjórnarinnar seldar nú hærra verði en þann 18. des. s.l., er verðhækkunarbannið var sam- þykkt á Alþingi. Svo sem lesend um er kunnugt hefur verkalýðs- félagið í Höfn í Homafirði kært Jón ívarsson fyrir ólöglega hækkun á kolum og ýmsum mat vörum. Björn Ólafsson svaraði fyrirskipuninni snúðugt og vís- aði til þess sem hann hefði sagt í útvarpsumræðunum í fyrra- Framhald á 4. síðu. Bæpinn mrni laha pehstur fiamla- os Hýja biD í sínap hendup Utsvörín munu verða um 20 mílfjónír kr. Bæjarstjómarfundinum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi og því eigi hægt að skýra frá ölium sam- þykktum fundarins að þessu sinni. Tillaga Sósíalistaflokksins um 600 þús> kr. til fæðingar- heimilis var samþykkt Tillaga Sósialistaflokksins og Alþýðuflokksins um að hækka stórgróðaskattinn úr 1 millj. upp í Vfz millj. var samþykkt. Líklegt má telja að tillaga þessara flokka um stofnun fram- kvæmdasjóðs verði samþykkt, en í hann á að ganga það af stríðsgróðaskattinum, sem er fram yfir 1 millj. kr. Ennfremur var talið að samþykkt yrði að undirbúa stofnun æskulýðsheim- ilis. — Fulltrúar Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins stóðu yfirleitt saman í atkvæðagreiðslunni. Gera má ráð fyrir að útsvörin verði um 20 millj. kr. og að varið verði til bygginga 4 millj. kr. Ennfremur var talið víst að samþykkt yrði að bærinn tæki rekstur tveggja kvikmyndahúsa í sínar hendur. Fyrir fundinum lá svohljóð- andi tillaga frá Alþ.fl.: „Bæjarstjórnin samþykkir að taka í sínar hendur rekstur kvik myndahúsa í bænum og felur borgarstjóra og bæjarráði að leita samninga við núverandi eigendur kvikmyndahúsanna um kaup á þeim. Náist ekki viðun- andi samkomulag um þetta efni felur bæjarstjórn borgarstjóra að fá lagaheimild til eignar- náms á næsta Alþingi." Við þessa till. flutti Árni frá Múla þá breytingartillögu, að upphaf till. orðist svo: „Bæjar- stjórn samþykkir að taka f sín- ar hendur rekstur kvikmynda- húsanna Gamla Bíó og Nýja Bíó“. Er þar með ákveðið að háskólinn reki Tjarnarbíó á- fram. Þá bar Árni Jónsson ennfrem ur fram svohljóðandi viðauka- tillögu: „Rekstrarhagnaður kvik- myndahúsanna renni óskiptur í sérstakan sjóð, er varið sé til nauðsynlegra mannúðar og menningarframkvæmda, svo sem heilsuverndarstöðva, fæð- ingarspítala, mæðra- og fæðing- arheimilis o- s. frv. Var talið víst, að tillagan með þessum breytingum yrði sam- þykkt Kosning fastra nefnda og starfsmanna bæjarstjómar í fastar nefndir og sem starfs- menn bæjarstjómar voru þessir menn kosnir: Forsetakosning: Forseti: Guðmundur Ásbjörns son. Varaforsetar: Jakob Möller, 1. Valtýr Stefánsson, 2. Skrifarar: Helgi H. Eiríksson, Björn Bjarnason. Varaskrifarar: Gunnar Þor- steinsson, Steinþór Guðmunds- son. Bæjarráð: Guðmundur Ásbjörnsson, Ja- kob Möller, Helgi H. Eiríksson, Sigfús Sigurhjártarson, Jón Ax- el Pétursson. Varamenn í bæjarráði: Valtýr Stefánsson, Gunnar Thorodd- sen, Guðrún Jónasson, Björn Bjarnason, Haraldur Guðmunds son. Framfærslunef nd: Guðmundur Ásbjörnsson, Guðrún Jónasson, Gísli Guðna- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.