Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Nceturlœknir: Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Nœturvörður er í Laugavegs- apóteki. Málfundahópur Æ. F, R. Fundur á sama stað kl. 9 í kvöld. Mætið stundvíslega. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: Krj^tín Svía- drottning, III (Sig. Grímsson lögfr.). 21.15 Erindi: Iðnaður frá hagfræði- legu sjónarmiði (Guttormur Erlendsson lögfræðingur). 21.40 Hljómplötur: Frægir söngvar- ar. Viðskiptamálaráðherra krafinn svars kvöld. Þar sagði Björn að þess- ar verðhækkanir hefðu verið gerðar með samþykki dóm- nefndar í verðlagsmálum þegar fyrir 18. des. og hafi stjórnin vitað það er hún lagði verð- hækkunarfrumvarp sitt fyrir Alþingi 18. 'des., og væri því á- stæðulaust að gera slíkt veður úr þessum hækkunum sem gert hefði verið. Útaf þessum ummælum Björns upplýsti Áki Jakobsson, að þegar verðhækkunarbanns- frumv- var til umræðu í allsherj arnefnd, hafi Björn lýst því yfir við nefndina, að verðhækkunar- kæmi engin verðhækkun til greina fyrir lok febrúarmánað- ar. Ennfremur lýsti Gunnar Thoroddsen því yfir, að dóm- nefnd í verðlagsmálum hafi ekki leyft neina verðhækkun á nokkurri vöru, enda talið sér það óheimilt vegna verðhækk- unarbannslaganna. Með þessum yfirlýsingum þeirra Áka Jakobssonar og Gunnars Thoroddsens var Björn viðskiptamálaráðherra orðinn ber að því að hafa leyft verð- hækkanir þvert ofan í sín eigin lög og yfirlýsingar í sambandi við þau. Björn Ólafsson kaus líka þann kostinn að þegja og viðurkenndi þar með brot sín gegn verðhækkunarbanninu. Það verður varla búizt við að undir stjórn slíks manns verði barizt með árangri gegn aukinni dýrtíð. Fél. ísl. iðnrekenda lOára Félag íslenzkra iðnrekenda er 10 ára á morgun. í tilefni af' því kallaði stjórn félagsins blaðamenn á fund sinn að Hótel Borg í gær. Sigurjón Pétursson formaður félagsins hafði orð fyrir stjórn- inni og ræddi um áhugamál félagsins og ýmislegt, sem að innlendum iðnaði snýr. — Verð- ur nánar sagt frá því á morgun, Í.S.Í. heiðrar methafa Framh. af 3. síðu. Sigurður Jónsson er þegar orð inn landskunnur af afrekum sín- um sem bringusundmaður og má sá árangur sem hann hefur náð eftir aðeins 4 ár teljast alveg ágætur. Hann er aðeins 20 ára svo gera má ráð fyrir að viljinn til æfinga og frekari afreka sé í fullum maslí. NÝJA BÍÓ Nótt í Ríó Skemmtileg söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE DON AMECHE CARMEN MIRANDA og hljómsveit hennar „The Banda Da Lua“. Kl. 3, 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ 4 Kl. 5, 7 og 9: VERKSTJÓRINN FÓR TIL FRAKKLANDS The Foreman went to France). TOMMY TRINDER CONSTANCE CUMMINGS CLIFFORD EVANS Mynd frá undanhaldinu í Frakklandi 1 júní 1940. Jarðarför mannsins míns Hannesar Péturssonar frá Hellisandi, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 6. febrúar n. k. kl. 11 f. h. Ingibjörg Bjarnadóttir. Skjaldarglíma Ármanns Framh. af 3. síðu. sé í vandræðum með að taka brögð, og við það verður glíman ekki glæsileg. Hann útfærði hið tekna bragð vel, svo að verjand inn þurfti ekki að vera hrædd- ur um meiðsli, og er það aðal- kostur glímunnar- Hann fékk önnur fegurðarglímuverðlaun og 7 vinninga. Haraldur Jónsson, sem var lengst til vinstri í glímuröð, er mikill glímukappi, fjölhæfur með afbrigðum. Hann er lágur vexti, þrekinn, og vel sterkur, miðað við hæð. Hvert einasta bragð sem Haraldur tók var út- fært með ágætum, og varnir hans voru eftir því. Hann hlaut 1 fegurðarglímuverðlaun og hafði 5 vinninga. Næstan Haraldi að mjög skemmtilegri framkomu tel ég Ingólf Jónsson, en hann var þarna ekki vel sigursæll, hafði aðeins tvo vinninga. Hann virt- ist hafa í huga að sigra með sæmd eða liggja ella. — Þetta eiga glímumenn að hafa hug- fast. Davíð Hálfdánarson tók sum brögð vel, en var í vörnum of stífur og þreyttist fljótt vegna- Bæjarstjórnarfundurinn Framhald af 1. síðu. son, Katrín Pálsdóttir, Amgr. Kristjánsson. Varamenn í framfærslunefnds Bjarni Benediktsson, María Maack, Stefán A. Pálsson, Zop- hónías Jónsson, Soffíá Ingvars- dóttir- Brunamálanefnd: Guðrún Jónasson, Helgí H. Eiríksson, Gunnar Thoroddsen, Steinþór Guðmundsson, Jón Axel Pétursson. Byggingarnefnd: Guðm. Ásbjörnsson, Björn Bjarnason (bæjarfulltrúar), Hörður Bjarnason, Ársæll Sig- urðsson (utan bæjarstjórnar). Nánar verður sagt frá fundin- um á morgun þess. Eg býst við að hann eigi eftir að sýna fjölhæfa glímu. Hann fékk þrjá vinninga. Sigurður^ Hallbjörnsson virð- ist ákveða fyrirfram sóknar- brögð á keppandann, og nær stundum settu marki, að leggja keppandann með góðu bragði, en þegar þetta mistekst fer glíma hans í fum. Sigurður verð ur að gæta sín að kalla ekki til dómaranna á meðan að keppnin stendur yfir. Sigurður hafði fjóra vinninga- Davíð Guðmundsson hafði rétt glímutök og glímustöðu. Hann virtist hafa mjúk glímu- tök milli bragða, en vantaði hraða í sóknina, jafnframt sem j hann gætti þess ekki vel, að I lágu brögðin þurfa yfirleitt meiri snerpu, en þau háu, en hann virðist kunna meira af lág um brögðum. Davíð fékk þrjá i vinninga. | Benóný Benónýsson glímdi mun betur en í fyrra, það er líka mikið um vert að hann vill bæta glímuhæfleika sína. Sókn- in. er samt ennþá nokkuð sof- andi og tilþrifalítil. Benóný hafði tvo vinninga. Sigfús Ingimundarson virðist vera sveigjanlegur og mjúkur í vörnum, en sóknin lin, hann gekk of þreytulega að og frá keppendunum- Sigfús fékk tvo vinninga. Tveir glímumannanna, Jón Guðnason og Sigurður Ingason gengu úr leik vegna lítilsháttar meiðsla. Dómarar dæmdu vel. Forseti í. S. f. afhenti verðlaunin, einn- ig þakkaði hann Ármann fyrir það að lofa öllum keppendun- um að æfa í félaginu, enda þótt •að þeir fengju síðan að keppa á móti því, það væri öðrum félög- um til fyrirmyndar. Þar næst hélt Ármann sam- sæti fyrir keppendur og fleiri. Formaður félagsins, Jens Guð- björnsson, ávarpaði glímumenn ina með hvatningarorðmn. Þar næst talaði Þorsteinn Einarsson & 3S5 & & 5Ö5 DREKAKYN Eftir Pearl Buck Ef þú verður að fara vildi ég að þú legðir leið þína til fjalla og leitir að yngsta bróðir þínum, og látir okkur svo vita hvernig honum líður. Ég er enn hálfhræddur um að hann hafi lagt lag sitt við ræningja en ekki góðu fjallabú- ana. Finndu hann og leiddu hann á góðar brautir ef hann skyldi vera á villigötum. Ling Tan sagði þetta til að gefa manninum verkefni að vinna, það var honum hollara en að fara eitthvað út í blá- inn með örvæntingu í huga, og líka gat svo farið að það færði honum vitneskju um yngsta son hans. Skiparðu mér að gera þetta, spurði elzti sonurinn. Já, svaraði Ling Tan. Þá verð ég að hlýða, svaraði sonur hans. Og eftir nokkra daga, þegar Ling Sao hafði þvegið af honum og saumað inn í jakka hans dálitla peningaupp- hæð, sem Ling Tan lumaði á, horfðu þau á eftir homnn, þar sem hann lagði af stað með rúmteppi í stranga á baki sér, matarböggul í hendi og nýja ilskó á fótum. Hvernig ætlar þú að komast yfir allt það sem vinna þarf? spurði Ling Sao. Það veit ég ekki sjálfur, sagði hann, en ég gat ekki feng- ið af mér að halda honum heima nauðugum. Það er aðeins eitt sem við getum gert, sagði hún. Það hlýtur að vera vilji himinsins. Þú verður að skrifa næst- elzta syni okkar og kalla hann heim. Þá leit Ling Tan til hennar og brosti- eilítið. Ertu viss um að það sé einungis vilji himinsins, gamla mín? Ég varð þess ekki var að þú reyndir að aftra elzta syni okkar. En hún svaraði: Heldurðu að það hafi verið mimi vilji að börnin dóu? og henni stökk ekki bros. Brosið hvarf af andliti hans og hann svaraði dapur: Nei, ég veit fullvel að það var ekki þinn vilji. Þau horfðu á eftir syni sínum niður eftir veginum í átt til fjalla, þar til einnig hann hvarf þeim, og þau voru alein eftir. Þau fóru inn í þögult húsið, en þau höfðu aldrei áður verið þar ein, því að áður en foreldrar Ling Tans dóu voru elztu börn þeirra fædd, svo þau höfðu aldrei reynt það sem nú beið þeirra. Ling Sao gat ekki lifað við slíka kyrrð og hún hélt áfram að nauða á manni sínum að skrifa bréfið góða. — Hversvegna viltu ekki skrifa bréfið í dag? Það gæti tekið þau mánaðartíma að komast hingað. Bíddu sagði hann, og næsta dag sagði hann einnig: Bíddu. Og hún varð að bíða þar til hugsunin var fullþroskuð í heila hans, og hann var orðinn sannfærður um að þetta væri viturlegt, en sá dagur kom. Því meira sem hann hugsaði um vonzku styrjaldarinnar, þeim mun sannfærð- ari varð hann að hún yrði ekki yfirstigin nema af mönnum eins og honum, sem væru ákveðnir að halda háttum sín- um hvað sem á gengi. Hann sá að þetta mundi verða lang- varandi barátta. Og næstelzti sonur hans líktist honum mest af börnunum, og einhver varð að vera til þess að taka við af honum. Þessir óvinir myndu ekki auðveldlega sleppa því sem þeir höfðu náð, svo baráttan gat gengið frá föð- ur til sonar og meira að segja lengra, og þeir ui'ðu að finna í sér styrk til að lifa lífi sínu, hvað sem fyrir kynni að koma. Þegar Ling Tan hafði unnið aleinn útivið í sjö daga, urðu þessar hugsanir að sterkri ákvöi'ðun, og á áttunda morgni er hann fór á fætur sagði hann við konu sína: Nú ætla ég að senda bréfið til sonar okkar í dag. Við þetta varð hún svo glöð, að hún fór að hamast við matinn og hún sagði: Þér veitir ekki af að fá þér gott egg til að halda kröftum, — og hún tók úr körfu sinni ferskasta eggið, hellti úr því i skál og lét hann gleypa það í sig áður en hann borðaði morgúnmatinn. Þegar hann var búinn að borða, fór hann til frænda síns. Iþróttafulltrúi, og rökræddi hve mjög heilbrigt fordæmí væri í því. að miklir hæfileika- menn utan af landi gætu fengið tækifæri til þess að æfa í góðu húsi og hjá ágætum kennara, Jóni Þorsteinssyni, en hafa samt sem áður frjálsræði til að keppa við hvaða félag sem þeir vildu. — Ýmsir fleiri tóku til máls um félagslegt og menning- arlegt gildi glímunnar. Ranólfgaon frá Hólmi Leiðrétting í greininni um í. R. 8. jan. s.l. þar sem rætt er um árangur Sig urgísla Sigurðssonar hafa tölurn ar um árangur hans alveg snú- ist við. í 3000 m. hlaupi hafði hann lakari tíma en árið áður, eða 9,48,8 mín. 1942, en 1941 9, 46,8 mín. Aftur á móti í 1500 m. hlaupi var tími hans betri, eða 4,28,0 mín. 1942 en 4,39,8 mín. 1941

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.