Þjóðviljinn - 06.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1943, Blaðsíða 1
'¦.....11« 8. ásgangur. Laugadagur 6. febrúar 1943. 29. tölublað. Fjárhagsáæiltin bæjaríns Eín og hálf tníilfón í franikvæmdasíód, — Bæjarreksfur á Gamla~ og Nýja bíó, — Heíldarupphæð úfsvara um 20 mílljónír Fundi bæjarstjórnar lauk kl. 2*£ í fyrrinótt og var þá lok- ið afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1943. i Það sem vekja mun mesta athygli í sambandi við í'jár- hagsáætlunina er tiliaga sú, sem birt var í blaðinu í gær um að bærinn tæki rekstur Gamla- og Nýja-bíós í sinar hendur. Tillagan var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7, og kemur nú væntanlega til kasta Alþingis að heimila bænum eignarnám á bíóunum, því ekki er sennilegt að eigendur þeirra vilji selja af frjálsum vilja. Hér á eftir er skýrt frá helztu breytingum sem urðu á fjárhagsáætluninni á meðferð bæjarráðs og bæjarstjórnar- Þrjár milljónir og níu hundruð þusund til bygg- inga. Sósíalistaflokkurinn lagði til að áætlaðar yrðu 5,8 milljónir kr. til bygginga íbúðariuisa, skóla, sjúkrahúss og fæðihgar- stofnunar á árinu. |[ulltrúaf flokksins féllust þó á að lækka þéssa upphæð sem svaraði því er áætlað var í framkvæmda- sjóði, hiðurstaðan varð að alls, var áætlað til bygginga íbúðar- húsa, skóla, sjúkrahúss og fæð- ingarheimilis 3.9 milljónir og er þá framlagið til bygginga og framkvæmdasjóðs alls áætlað 5,4 milljónir króna. f sambandi við byggingamál- in lagði Sósíalistaflokkurinn fram eftirfarandi tillögu: „Fari svo, að ekki reynist kleift, sökum skorts á bygging- arefni eða annarra óviðráðan- legra ástæðna, að hefja fram- kvæmdir á árinu, við byggingar þær, sem fé er áætlað til á fjár- hagsáætlun þessa árs, skal fé það, sem áætlað er í þessu skyni, lagt til hliðar, unz hægt er að hefja umræddar bygging- ar." Þessi tillaga fékk sjð atkvæði, og ekkert mótatkvæði, er það ekki nægileg þátttakaíatkvæða greiðslu til þess að tillagan væri samþykkt. Sex hundruð þúsund til fæðingarheimilis. SósíalÍ6taflokkurinn lagði til að áætlaðar væru 600 þús. kr. til stofnunar fæðingarheimilis. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn lögðu til að áætl- aðar yrðu 400 þús. kr. í sama skyni Alþýðuflokkurinn féllst á til- lögu sósíaiista, og var hún sam- þykkt með 8 atkvæðum gegn 7. Með tillögunni greiddu atkvæði ^fulltrúar sósíalista, Alþýðu- 'flokksins og Guðrún Jónasson. Eftirfarandi ályktun var og samþykkt í málinu í einu hljóði: „Bæjarstjórn felur bæjarráði og borgarstjóra að leita sam- komulags við heilbrigðisstjórn- ina um stækkun fæðingardeild- ar1 Landsspítalans og byggingu fársóttahúss. Jafnframt skorar bæjarstjórn á þingmenn bæjarins að virma að því á Alþingi, að ríkissjóður leggi fram styrk til byggingar- innar, eigi minni en venja er að veita til sjúkrahússbygginga og felur borgarstjóra í samráði við bæjarráð að leita samninga Við ríkisstjórn um að fæðingarheim ilið verði reist á lóð Landsspítal ans og rekið í sambandi við hann með sérskyldum fjárhag svo og um önnur atriði er varða framkvæmd í máli þessu." Fyrrihluti tillögunnar var fluttur af Sjálfstæðisflokknum en síðari hlutinn af Alþýðu- flokknum. Ein og hálf milljón til framkvæmdasjóðs. Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn lögðu fram sin- ar tillögurnar hvor um stofnun framkvæmdasjóðs er verja skyldi til framleiðslubóta í bæn um þegar þörf gerist. Sósíalistaflokkurinn tók sína tillögu aftur og féllst á tillögu Alþýðuflokksins. Borgarstjóri flutti breytingartillögu, sem bæði Alþýðuflokkurinn og Sósí- alistaflokkurinn féllust á, var tillagan síðan samþykkt með samhljóða atkvæðum og var hið endanlega form hennar þannig: „Bæjarstjórnin samþykkir að stofna sérstakan framkvæmda- sjóð í því skyni að mæta örðug- leikum komandi ára. Skal sjóðn um varið til öflunar eða stuðn- ings nýrra framleiðslutækja — sjávarútvegs — iðnaðar — garð- ræktar, til þess að tryggja fram- tíðaratvinnu bæjarbúa. í framkvæmdarsjóð skal leggja fram hluta stríðsgróða- skattsins er fer fram yfir eina milljón og kemur í hlut bæjar- sjóðs. Sjóðinn má eigi skerða nemá samkv. sérstökum sam- þykktum bæjarstjórnar." Gjaldamegin á fjárhagsáætl- uninni var samþykkt IVz millj. kr. til framkvæmdasjóðs. Æskulýðshöll. Sósíalistaflokkurinn lagði til að áætlaðar yrðu 100 þús. kr. til stofnunar æskulýðshallar og að bænum yrði heimilað að taka allt að 2 milljón kr. að láni til að reisa æskulýðshöll, enda skyldi bæjarbókasafnið fá þar húsnæði. Báðar þessar tillögur voru felldar, en samþykkt var svohljóðandi tillaga frá Gunn- ari Thoroddsen: „Bæjarstjórn felur bæjarráði . Framh. á 2. síðu ðreífí setfur af! Mússolíni tekur sjálfur embætti utanríkisráð- herra Mussolini hefur sett af utan- ríkisráðherra sihn, Ciano greifa, og tekið sjálfur embætti hans. Mussolini var áður her-, flota-, flug- og innanríkisraðherra! Talsverðar breytingar aðrar voru gerðar á ítölsku stjórninni, t. d. var Grandi, sem var sendi- herra í London fyrir stríð, lát- iim fara úr embætti dómsmála ráðherra. Dómur fyrir röng starfsheiti / lögreglurétfi Reykjavíkur var í gær uppkveðinn dómur í máli nokkurra manna, sem Verk fræöingafélag íslands hafði kært fyrir brot á lögum nr. 24 1937 um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara eða iðnfrœðinga. Framh. á 4. síðu. oo sian l Kákasusher Þjódverja klofínn í tvennf — leífarnar á hördu undanhaldí fíl Rosfoff og Novorossísk Haai^UaSsi. Rauði herinn tók í gær borgina og járnbrautarstöðhia Stari Oskol á Voronesvígstöðvunum, en sú borg haíði verið umkringd skömmu eftir að Rússar hófu hina miklu sókn á Voronesvíg- stöðvunum. Stór hluti af setuliði Þjóðverja þar var stráfelld- ur og fjöldi fanga tekinn. í gær tók rauði herinn einnig járnbrautarbæinn tsjúm við Dohets, 110 km. suðaustur af Karkoff. Sá bær er kunnur úr stríðsfregnum, því að í nánd við hann hófu fasistaherirnir sókn- ina á síðastliðnu sumri Á Kákasusvigstöðvunum vúrðist þess nú skammt að bíða, að rauði herinn sé ehiráður. Leifar fasistaherjanna í Kákasus hafa nú vjerið klofnar í tvennt, og heldur annar hlutinn undan í átt til Bostoff, en hinn til Kertssunds og Novorossisk- Flug» vélar og herskip Rússa gera látlaust árásir á herflutnlngaskip og báta fasista í Kertssundi, þar sem verið er að reyna að flytja herinn úr Kákasus yfir á Krim. Árás á stúlku Um miðnætti í fyrrinótt var ráðist á stúlku á horni Ljósualkt götu og Hringbrautar. Sló árásarmaðurinn stúlkuna í andlitið svo sprakk fyrir á munni hennar og tönn brotnaði. Stúlkan var, þegar árásin var gerð, með handlegginn í fatla og gipsumbúðum eftir handleggs- brot. — Næturlæknir athugaði áverka hennar. Ekki er vitað hvort árásarmað urinn var íslenzkur eða útlendur Þjoðverjar tilkynntu í gær, að rússneskar áhlaupasveitir hafi verið settar á land í nánd við Novorossísk, að baki fasistaherj unum í Vestur-Kákasus, í því skyni að hindra undanhald þeirra- í svoétfregnum hefur enn ekki verið getið um þessa hernaðaraðgerð. Moskvaútvarpið skýrði svo> frá í gærkvöld, að öflugir rúss- neskir skæruflokkar á Krím hafi gert Þjóðverjum mjög erf- itt fyrir undanfarnar vikur, og fellt fasistahermenn svo þúsund um skiptir. Brefap oera MMm í M í Italíu, Frahhlandi oa Piznalanm Brezkar sprengjuflugvélasvéitír gerðu í fyrrinótt harðar loftárásir á borgir í ítalíu, Frakklandi og Þýzkalandi. Var að- alárásinni beint að ítölsku iðnaðarborginni Túrln og hafnar- borginni Spezia við Genoaflóa, en þar eru miklar skipasmíða- stöðvar. Mjög hörð árás var gerð á herskipahöfnina Lorient i Frakk- landi, og sögðu flugmenn er þátt tóku i árásinni, að höfuin hefði verið eitt eldhaf, er þeir sneru heunleiðis- Árásir voru einnig gerðar á J Brezkar og bandarískar flug iðnaðarborgir í Ruhrhéraði J Frarnh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.