Þjóðviljinn - 07.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 7. febrúar 1943. 30- tölublaft. Allur fasistaherínn i Suðausfur«Ukraími i haettu vegna sigra Rússa á Donetsvígstðdvunum* — Sovéther tekur Batafsk (16 km« frá Rostoff) og Jeísk (víd Asovshaf) Drengur bíður bana af þvf að hanga aft- an í bfl / fyrrakvöld, kl. 'rúmlega 6, vildi það slys til, að 10 ára dreng ur, Kristján Vestfjörð að nafni, beið bana af því að hanga aftan x bifreið. Slys þetta vildi til með þeim hætti að herbifreið ók vestur hjá Alliance, en þar ók hún nokkuð aftui’ábak. Varð drengurinn Frámh. á 4. síðu. i aukatilkynningu sem birt var í Moskva í gærkvöld segir að rauði herinn hafi í gær náð á vald sitt þremur mikilvægum borgum í Úkraínu. Borgir þessar eru Barvenkova (40 km. suð- vestur af ísjúm), Balaklea (40 km. norðvestur af isjúm) og Lisitsjansk, sem er ein þýðingarmesta miðstöð kolanámuhér- aðanna í Úkraínu. Þessi öfluga sókn Rússa á Donetsvígstöðvunum er farin að ógna öllum hinum mikla her, er Þjóðverjar og bandamenn þeirra hafa enn í suðausturhluta Úkraínu. Fréttaritarar í Moskva eru famir að ympra á að hér muni vera um stórkostlega tangarsókn að ræða, og muni Rússar ætia sér að brjótast suður að Asovshafi vestan við Taganrog samtímis því sem sótt er að Rostoff að austan og sunnan. Sóknarher Rússa frá Kákasus tók í gær bæinn Batajsk, sem er aðeins J6 km. suður af Rostoff og hafnarbæinn Jeisk við Asovshaf, eftir harða bardaga, að því er segir í aukatilkynn- ingu, sem birt var í gærkvöld. Þar með er mjög þrengt að þýzka hernum sem enn er i Vestur-Kákasus, og er talið líklegt að mikill hluti hans eigi ekki undankomu auðið. NtnlasUlw nílnzla rfln lirfl- inrslans fll al flslrlla alOlaala Almennur fundur nemenda Menntaskólans, haldinn 27. jan. sJ. hefur sent Alþingi mótmæli gegn reglugerð þeirri, sem kennslumálaráðuneytið gaf út í nóvember s.1., þar sem Verzl- unarskólanum voru veitt réttindi til þess að útskrifa stúdenta. Ályktunin, sem var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, er svohljóðandi: „Almennur fundur nemenda almenna menntun né svipaðan Menntaskólans í Reykjavík, undirbúning undir háskólanám Þýzku herstjórninni er sýni- lega ljóst hvílík hætta fasista- herjunum stafar af sókn rauða hersins í Úkrainu. í þýzkum fregnum í gær var sagt að mik- ið og öflugt varalið hefði verið sent til Karkoff-svæðisins, og í þýzkum útvarpsfyrirlestrum um hernaðarmál er hvað eftir annað vikið að Karkoff-Kúrsk- Orel-línunni sem aðalvarnarlínu '„fasistaherjanna er reynast muni ósigrandi“. Norskar flugsveilir gera árðsir & megin- la dið með Banda- mðnnum Norskar flugsveitir táka daglega þátt í þeim loftárásum sem Bandamannaflugmenn gera á meginlandið. Norsku flugmenn- imvr skutu niður þýzkar flug- vélar í árásunum á þriðjudag j og miðvikudag í þessari viku. í skeyti frá London í gær er tilkynnt að norskir flugmenn hafi einnig tekið þátt í árásun- um á fimmtudag og hafi skotið niður þrjár þýzkar flugvélar. Brezka flugstjórnin hefur lát- ið í ljós mikla viðurkenningu á hugrekki, snarræði og dugnaði norsku flugmannanna. haldinn í hátíðarsalnum föstu- dagirni 27. janúar 1943, telur nauðsynlegt að mótmæla reglu- gerð útgefinni af kennslumála- ráðuneytinu 5. nóv. 1942, þar sem Verzlunarskólanum eru veitt réttindi til þess að útskrifa stúdenta, og skorar á hið háa Alþingi og kennslumálaráð- herra að koma nú þegar í veg fyrir, að reglugerð þessi komi til framkvæmda." f greinargerð «fyrir ályktun þessari er gerð rækileg grein fyrir því, hversu gerólík kennsla og nám sé í Mennta- og Verzlunarskólanum, og enn- fremur því, hversu erfitt það hljóti að vera að samræma nám skólanna. Þar segir ennfremur: „.... Stúdentar, sem útskrif- aðir yrðu úr Verzlunarskólan- um gerð, hefðu hvorki jafn víðtæka og stúdentar, útskrifaðir úr Menntaskólanum. Þeir mundu lækka menntastig íslenzkra stúdenta, spilla fyrir því góða orði, sem íslenzkir stúdentar hafa áunnið sér, hvar sem leið þeirra hefur legið. Því er þessi ályktun fram komin. Hitt er svo annað mál, að ef kennslunni í Verzlunarskólanum verður breytt eða kenrtslan í framhalds deild hans aukin svo, að telja megi stúdenta útskrifaða úr henni, á svipuðu stigi og stúd- enta útskrifaða úr Menntaskól- unum, þá er ekkert um það að segja, þótt Verzlunarskólanum verði veitt réttindi til þess að útskrifa stúdenta. En telja verð ur öllu hentugri og betri leið til þess að fullnægja þeirri eftir- spurn, sem er eftir stúdenta- menntun, með því að stækka Dómur f máli sildarð tvegsnelndar gegn Þóroddi Guðmundssyni alþingismanni Þeffa er fyrsfí démurffin samkvæmf hínum hneikslan legu ákvæðum 108« gr« refslfaganna sem þjéðsfjórnin sáluga Iðgleiddi samkvæmt þessari reglu- j Menntaskólana á einn eða ann- j an hátt“ 15. janúar s.l. var uppkveðinn í hæstarétti dómur yfir Þór- oddi Guðmundssyni alþm. f máli sem ríkisstjómin lét höfða gegn honum, samkvæmt beiðni síldarútvegsnefndar, vegna greinar, er hann birti hér í blaðinu um störf síldarútvegs- nefndar. Dómur þessi er að mörgu leyti athyglisverður. Þetta er fyrsti dómurinn sem byggist á 108. gr. núgildandi hegning- arlaga. Þykir blaðinu rétt- að birta dóm hæstaréttar í heild sinni. „Ár 1943, föstudaginn 15. janúar, var í haestarétti í málinu nr. 67/1942: Réttvísin gegn Þóroddi Guðmunds- syni, uppkveðinn svohljóðandi dómur: Héraðsdómurinn er kveðinn upp af lögfræðingi Sigurði Guðjónssyni, dómara samkv. umboðsskrá, útgef- inni 11 .des, 1940. í stefnu til héraðsdóms er ákærða stefnt til ábyrgðar fyrir brot gegn ákvæðum 108. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, en ekki greind þau um- mæli, sem honum voru gefin að sök. Áður en rannsókn málsins væri haf- in, kom fram kæra af hendi síldar- útvegsnefndar, þar sem kvartað er undan ákveðnum ummælum. Rann- sókn héraðsdómara varðar eingöngu þau ummæli, og ákærða hefur gefizt kostur á að koma fram vörnum, að því er til þeirra tekur. Verður að telja héraðsdómarann hafa afmark- að sakarefnið við ummæli þessi, og er því unnt að dæma um þau. Þyk- ir þessvegna ekki nægileg ástæða til að ómerkja héraðsdóm og máls- meðferð frá útgáfu héraðsstefnu vegna framangreinds galla á með- ferð málsins. Ummaeli þau, sem ákærði er sak- sóttur fyrir, hefur hann viðhaft um síldarútvegsnefnd í heild og ein- staka nefndarmenn, svo og fram- kvæmdarstjóra, sem nefndin réð séri Telja verður menn þessa opinbera starfsmenn, þegar litlð er til starfs þess og valds, sem þeim er fengið með lögum nr. 74/1943. Gegn mótmælum ákærða er eigi sannað, að hann eigi hlut að fyrir- sögn og undirfyrirsögn greinar þeirr ar, sem ummæli þau eru tekin úr, sem hann er sóttur til sakar fyrir. Verður hann því eigi sakfelldur vegna þeirra ummæla, sem þar koma fram. í héraðsdómi eru greind öll þau ummæli, sem ákærði er sakaður um. Eftirtalin ummæli þykja fara út fyr- ir takmörk leyfilegrar gagnrýni og Framh. á 2. síðu Sllin friisig ideiliaua I Mor- M DnW I Irjflsligri hirl Fullfrúi Sfrídandi Frahba fsr sennílega saeli í sfjóra nýlendoanna Mlklar breytingar hafa verið gerðar á stjórn frönsku ný- lendnanna í Norður-Afríku. Ráðið er Darlan stofnaði hefur ver- ið leyst upp, og ný stjómamefnd mynduð, er hafa á yfirstjóra allra mála nýlendnanna. 1 ráði þessu eiga sæti landstjórar ný- lendnanna, en gert er ráð fyrir að fulltrúi frá stjóm Stríðandi Frakka taki þar sæti. Giraud hershöfðingi er forseti ráðsins. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar, er benda til þess að tek- in verði upp frjálsynd stjórnar- stefna. Fasistasinnuð félög hafa tísku fanga, sem hafðir eru í fangaþúðum í Norður-Afríku þúsundum saman, verður tekið til meðferðar tafarlaust. verið bönnuð, mál hinna póli-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.