Þjóðviljinn - 07.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1943, Blaðsíða 3
Punnudagur 7. febrúar 1943. ÞJÖÐVILJINM 8 j ÞlðOVIUINN Útgefandi: SBmeiningarflokkur alþýðu Sósí alistafiokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðar»trœti 17 — Víkingsprent Sími 2270. íVfgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. heeð) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Fjárhagsáætiun Rcfbjavíkur Fjárhagsáætlun Reykjavíkur vekur að þessu sinni meiri at- hygli en oft endranær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn og bæjarráði tóku þann kostinn að fallast á ýmsar til- lögur Sósíalista og Alþýðuflokks ins, og ber f járhagsáætlunin þess nokkur merki. Alls eru áætlaðar 8.4 milljónir sem fara til verk- legra framkvæmda, 3.9 milljón- ir til bygginga, 2.5 milljónir til gatna, um 0.5 milljónir til at- vinnuaukningar og 1.5 milljón til framkvæmdasjóðs. Mjög er sennilegt að þetta fé verði ekki notað á árinu, að öllu leyti, því að líkur eru til að ekki fáist byggingarefni til að reisa þær byggingar sem áætlað er, vonandi verður atvinnuástandið þannig að ekki þurfi að grípa til fjárframlaga til sérstakra fram- leiðslubóta eða atvinnubóta, og óvíst er að vinnukraftur fáist til að framkvæma þær endurbæt ur á götum bæjarins, sem áætl- aðar eru, þó vissulega sé biýn nauðsyn að framkvæma þær. Fari svo, sem líklegt er, að aðeins lítið af hinu áætlaða fé verði notað á árinu, ber að leggja það í sjóð og geyma það til þess tíma, er efni og atvinnu ástæður gera framkvæmdir kleif ar. Sumpart er þetta ákveðið í samþykktum bæjarstjórnarinnar svo sem með framkvæmdarsjóð inn, og sumpart er það viður- kennt með yfirlýsingu borgar- stjóra og bæjarstjómar. Með binni nýsamþykktu fjár- hagsáætlun bæjaxdns ætti því j í senn að hafa fengizt trygging fyrir því, að bætt verði úr vönt- j un á húsnæði til íbúðar og til skóla og sjúkrahússhalds, eins fljótt.og auðið er, og að opinber ar framkvæmdir bæjarins vaxi að sama skapi sem setuliðsvinna og önnur óvenjuleg vinna þverr, og þannig verði komið í veg fyrir atvinnuleysi í náinni framtíð. Bæjarstjórninni ber samkvæmt fjái'hagsáætlunínni, að nota þá miklu möguleika sem nú eru, til að afla bæjarsjóði tekna, og verulegum hluta þessa fjár ber henni að breyta í bygg- ingar og önnur varanleg verð- mæti, eða geyma það í sjóði, unz hægt er að verja því til sköpun- ar slíkra verðmæta. Bæjarbúar munu fylgjast vel með fram- kvæmd þessarar áætlunar og borgarstjóri og flokkur bans mun vissulega verða krafinn reikningsskapar ráðmennskunn- ar að ári loknu. í árslok ber að skila þeim byggingum og öðr- ByltingarhreyiÍDgingeBniaslsman nm I Uim mðsdnlveldanna vex Riðsfefnur andsfððuflokka nasismans i Þýzkalandí og Ungverjatandi heímta frið og kollvörpun fasísmans Fregnimar, sem berast frá löndum möndulveldanna benda allar til þess að andstaða gegn fasistastjórnunum fari ört vax- andi og krafan um tafarlausan frið fái mikinn byr. í Búdapest í Ungverjalandi var jólakvöld haldin ráðstefna ýmissa andstöðuflokka fasistastjómarinnar. Mættu þar m. a. fulltrúar frá verklýðsfélögunum, Kommúnistaflokknum, Sósí- aldemokrataflokknum, Kossuth-flokknum, ýmsum flokkum bænda og annarra millistétta. Á ráðstefnunni var sameigin- Iega skipulögð barátta fyrir því að þátttöku Ungverja í styrj- öldinni væri tafarlaust hætt, barátta tekin upp gegn nazisman- um og áhangendum hans, lýðræði og lýðræðisstjóm komið á í Ungverjalandi o. s. frv. Snemma í janúar sl. hélt friðarhreyfingin þýzka leynilega ráðstefnu einhversstaðar í Rínarhéruðimum, til þess að ræða um framtíð þýzku þjóðarinnar. j Ávarpi því, sem ráðstefnan samþykkti var útvarpað frá „Útvarpsstöð þýzka fólksins“, sem starfar leynilega í Þýzka- landi. Ávarpið fer hér á eftir: Með hverjum deginum sem líður verður þjóðinni það ljós- ara, að stjórnin leynir hana sann leikanum. Þjóðinni var talin trú um þá vísvitandi lýgi, að stríð- ið væri háð til varnar tilveru Þýzkalands. Síðar hafa stjórn- endur Þýzkalands játað opinber lega, að um landvinningastríð væri að ræða. Frá upphafi hef- ur þjóðin verið blekkt, henni var talin trú um að stríðið myndi standa aðeins skamma hríð. En friðurinn hefur sjaldan virzt fjarri en einmitt nú. Af ásettu ráði hefur verið log- ið að okkur um mannfallið í sti'íðinu. Við höfum verið blekkt ir hvað snertir árangurinn af kafbátahernaðinum. Það sann- ar landganga hinna miklu am- erísku og brezku herja í Norð- ur-Afríku. Þeirri staðreynd að heilir þýzkir herir hafa orðið að hörfa langar leiðir, eða hafa ver- ið umkringdir og upprættir á austurvígstöðvunum er vandlega haldið leyndri fyrir okkur. Það er reynt að dylja fyrir okkur þá staðreynd að f járhagur Þýzka lands fer stöðugt versnandi og matvælabirgðir minnkandi. Við krefjumst að fá að vita sannleikann. Kraftar Þýzkalands þverra Lenging stríðsins gaf . Eng- landi, Ameríku og Sovétríkjun- um tækifæri til þess að efla og sameina þá óhemju krafta, sem þessar þjóðir ráða yfir, aftur á móti eru kraftar Þýzkalands að þrotum komnir eftir þriggja og hálfs ái*s styrjöld. Skorfur á vinnuafli, flutningaerfiðleikar og hið mikla og aukna vélalíð veldur því að iðnaðarframleiðsl- um framkvæmdum, sem áætlun in gerir ráð fyrir, eða því fé sem til þeirra er ætlað. Borgarstjóra og flokki hans er bezt að gera sér þetta ljóst og muna það hvern dag þessa árs, í árslok ber þeim að skila fram- kvæmdum eða fé. Húsum eða sjóðum til húsabygginga. an hraðminnkar. Skortur á vinnuafli við landbúnaðinn og örðugleikar valda þvi, að mat- vælaframleiðslan fer minnk- andi. Þýzki herinn er nu dreijður um margar vígstöðvar. Hann hefur ekki nœgilegan mannafla, skriðdreka né flugvélar á hinum löngu vígstöðvum. Þýzki herinn hefur nú ekki lengur yfirburði í vopndbúnaði og hann hefur tapað yfirráðunum í lofti. Herir andstæðinganna eru nú orðnir liðfleiri, þeir hafa betri hergögn og annan útbúnað. Aðstaða Möndulveldanna í Ev í'ópu veikist stöðugt. Það hefur ekki tekizt að sveigja hinar her- numdu þjóðir Evrópu til hlýðni við Þýzkaland með vopnavaldi. Herstjórnin hefur vakið hatur þjóðanna. í Júgoslavíu eiga sér enn stað bardagar. Hollendingar, Belgíu- menn; Norðmenn og Grikkir sýna opinberan • mótþróa gegn „nýskipan Hitlers“. Og nú síðast hefur Hitler, með því að her- nema allt Frakkland vakið gremju allrar frönsku þjóðarinn ar og sameinað hana til að sýna opinn mótþróa. í löndum banda- rnanna Þýzkalánds, einkum ítal- íu, eykst þeirri skoðun stöðugt fylgi, að segja skilið við Þýzka- land og semja sérfrið. Takmarkalausar landakröfur og hernaðarstefrxan hafa leitt af sér algera einangrun Þýzka- lands. Síðustu atburðir í Norð- ur-Afríku sýna, að nýjar víg- stöðvar verða myndaðar og sam tímis hefjast uppreisnir her- numdu þjóðanha. Verði stríðinu haldið áfram mun verða barizt í Þýzkalandi sjálfu. . Vegurinn til dauðans Því lengur sem stríðið stend- ur og S.S.-Iiðar og Gestapomenn halda áfram að drýgja hin him- inhrópandi . glæpi sína í her- numdu löndunum, því fleiri her föngum sem verður misþyrmt, því heitari verður haturseldur þjóðanna gegn þýzku þjóðinni. Því lengur sem hermenn okk- ar halda áfram að berjast fyrir hinn vonlausa málstað Hitlers, því harðari verða friðarskilmál- arnir, sem við um síðir verðum að skrifa undir. Við verðum að gera okkur ljóst, að áframhald stríðsins er ekki leiðin út úr ógöngunum, ekki leiðin til björgunar, heldur villigötur—vegurinn til dauðans. Við ákcerum núverandi stjórn Þýzkalands fyrir að hafa leitt þjóðina út í ógöngur og niður- lceginguna í Versölum á ný. Hver er leiðin út úr þessum ó- göngum? Sú stjóm sem nú fer með völd i Þýzkalandi hefur með samningsrofum sínum, hin um takmarkalausu landakröfum, valdagrœðgi, grimmd og glœp- um gagnvart öðrum þjóðum fyr- irgert því, að þýzka þjóðin fái réttlátan frið. En þýzka þjóðin getur samt öðlast réttlátan frið, ef hún bindur sjálf endi á stríð- ið, kollvarpar valdakerfi Hitlers og stjórnarfari qrimmdarinnar! Þá vaknar spurningin: Eru til nógu sterk öfl með þjóð vorri til að kollvarpa Hitlers- stjórninni? Svarið er: Já. Enn sem komið er eru þau sundruð. Þessi öfl verður að sameina í volduga þýzka friðarhreifingu! Enn leynist þróttur með flokkum og samtökum, sem Hitler hefur bannað, einnig er þau öfl að finna innan hersins og meðal andstöðuhópa í Nazistaflokkn- um. Hver sá, sém er á móti stríð- inu og móti Hitler, verður að skipa sér í raðir þýzku friðar- hreyfingarinnar! Ekkert hik, engan ótta! Látið hinni hlut- lausu þögn og hikandi bið vera lokið! Friðarkröfunum vex nú fylgi með þjóðinni. Ný öfl eru' að myndast. Er ekki til staðar sterk, þjóðleg, lýðræðisleg hreyf ing, með þjóðinni, jafnvel innan herstjórnarinnar, sem er and- stæð Hitler, andstæð stríðinu. Hefur ekki Hitler svipt marga herforingja völdum? Eru ekki til andstöðuhópar, jafnvel inn- an sjálfs Nazistaflokksins? Sú hreyfing fer nú vaxandi, því að allir heiðarlegir Þjóðverjar, sem fylgt hafa Hitler eru nú óá- nægðir. Þeir sjá að í stað heiðarlegrar stjórnar hafa þeir hlotið rang- láta og hlutdræga stjórn, í stað þess að hugsa um velferð fólks- ins hafa nazistaforingjarnir beitt öllum meðulum til þess að auðga sjálfa sig. í stað þess að hagur bændanna væri tryggður hefur hann versnað og flótti átt sér stað úr sveitaþorpunum. í stað þess að kjör smáiðnaðarmanna hafi verið bætt, hafa þeir nú verið sviptir öllu athafnafrelsi. í stað þess að áður höfðum við 6 milljónir atvinnuleysingja, höf um við nú yfir 6 milljónir fall- inna og bæklaðra manna. Meðal þjóðarinnar eru hæfir menn, sem geta tekið forustuna. Heilbrigð öfl eru fyrir hendi í röðum fólksins. Við skulum sam einast í hinni þjóðlegu friðar- hreyfingu. Við leggjum til að sameinuð barátta okkar fyrir sameiginlegu takmarki verði byggð á eftirfarandi atriðum: 1. Stríðinu sé tafarlaust hœtt. Þýzki herinn sé kallaður heim, og Þýzkáland afsali sér öllu tilkalli til yfirráða i öðrum löndum. 2. Hitlersstjóminni sé steypt af stóli og komið á þjóð- legri lýðrœðis- og friðar- stjóm. 3. Þeir sem ábyrgir eru fyrir að hafa komið af stað þess- ari styrjöld, verði handtekn ir, þeim refsað og eignir þeirra gerðar upptœkar. S.S.-sveitimar og Gestapo verði leystar upp. 4. Prestar, þingmenn leiðtog- ar flokka og verklýðsfélaga, sem Hitlersstjórnin hefur haldið í fangelsi af pólitísk- um ástœðum, verði látnir lausir. Fangabúðirnar verði lagðar niður og hin auðmýkj andi kynþáttalög verði af- numin. 5. Komið verði á máífrelsi, rit- frelsi og fundarfrelsi, trú- og skoðanafrelsi. Guðsdýrk- un verði leyfð. Veittur verði réttur til að stofna stjórn- mála- hagsmuna- og menn- ingarfélög. 6. Afnám allra þeirra laga, er Hitlersstjórnin hefur sett, sem þrengja efnahagsleg kjör alþýðunnar. Bœndum og handverksmönnum séu veitt sín fyrri réttindi. Smærri bændum, iðnaðar- mönnum og atvinnurekend- um sé tryggð aðstaða til að stunda atvinnurekstur sinn. Réttlát t hlutfall í skattaálagningu. Ríkis- styrkur til þeirra, sem framleiða nauðsynjavörur og útflutningsvörur. Eignar- rétturinn sé tryggður l stj ómarskránni. 7. Vinna, rétt hlutföll í launa- greiðslum, 8. stunda vinnu- dagur, allir verkamenn og starfsmenn fái rétt til hvíld ar. Borgaraleg réttindi séu tryggð á ný. Styrkur til upp eldis og menntunar œsku- lýðsins. 8. Fúllkomnir styrkir séu veltt ir þeim sem orðið hafa ör- kumla í stríðinu og þeim, sem misst hafa sína nánustu í stríðinu og sé til þess var- ið upptœkum eignum þeirra sem ábyrgir eru fyrir strið- ínu og eignum striðsgróða- manna og annarra slíkra. 9. Utanríkismálastefnan sé grundvölluð í góðri sambúð við önnur ríki. Viðurkennt sé sjálfstœði og sjálfstjórn- arréttur allra þjóða. 10. Látnar séu fara fram kosn- ingar með jöfnum og leyni- legum atkvœðarétti, til rikis þings, er semji stjórnarskrá og önnur lög og reglur á lýðrœðisgrundvellú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.