Þjóðviljinn - 09.02.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 09.02.1943, Page 1
o. <u.gaa&u. 3L tðlnblaft. iiii ny WllrJIN Þriðjudafiror 9. febrúar 1943. M, iii limish eirkiskm tas- Islahtrima, I nIII rada lnrsiis Sovélher kominn að úihverfunum í Rostoff, — Nýír sigrar í Ukraínusóknínní. — Prengír/.aó þý2ka;Kákasushernum Harðar loftárásír á Lorient og Meapel Brezkar sprengjuflugvélar gerðu i fyrrinótt hörðustu árás sem gerð hefur verið á flotahöfn Þjóðverja, Lorient á Frakklands strönd. Var varpað miklum fjölda þungra sprengna og eld- sprengna, og er talið að stór- kostlegt tjón hafi hlotizt af ár- ásinni. Bandarískar sprengjuflugvéla- sveitir hafa undanfarna dægur Framhald á 4. síðu. f aukatilkynningu, sem birt var í Moskva í gærkvöld, var skýrt frá einum glæsilegasta áfang- anum í hinni miklu sókn sovétherjanna — töku borgarinnar Kúrsk. Rauði herinn tók Kúrsk með geysihörðu á- hlaupi, segir í tilkynningunni. Er enn verið að koma tölu á hið mikla herfang sem þama var tekið. Kúrsk er 200 km. norður af Karkoff, og ein mikilvægasta stöðin í varnarkerfi fasistaher janna, þar sem mið- og suðurvígstöðvamar koma saman. Er taka borgarinnar enn ein sönnun fyrir þeim mikla krafti sem einkennir sókn rauða hersins síðustu vikurnar, og virðist enn fara vaxandi. Kúrsk hefur verið á valdi Þjóðverja síðan 3. nóvember 1941. í gærkvöld var einnig til- • kynnt að rauði herinn hafi tekið bæinn Korotsa, á járnbrautar- línunni milli Kúrsk og Karkoff, skammt norður af BjelgorocL í fyrri fregnum frá Moskva hafði verið skýrt frá töku borg- arinnar Fates, en hún er 40 km. fyrir vestan járnbrautarlínuna milli Kiirsk og Orel, og enn- fremur stál- og járniðnaðarbæj- arins Kramatorskaja í Donets- héraði, 80 km. norður af Stalino. í síðustu fregnum segir að rauði herinn sé kominn að út- hverfum Rostoff, og fréttaritar- ar í Moskva símuðu í gær, að fréttin um að Rússar hefðu tek- ið borgina, gæti komið á hverri stundu. Enginn þýzkur her er eftir fyrir austan og sunnan Don, segir í Moskvafregn í gær, nema leifarnar af Kákasusher Þjóð- verja, sem flýja eins hratt og þeim er unnt til þess tiltölulega þrönga svæðis, sem þeir hafa enn á valdi sínu á Svartahafs- ströndinnL Verða fasistarnir að skilja eftir öll þungahergögn. Á sunnudaginn tók rauði her- inn hafnarbæinn Asoff, sem er 30 km. suðvestur af Rostoff. Saia seu MO fara ai hotna - Sagan um byggingu þjóðleik- hússins er orðin of löng, of grátbrosiegur vottur um það tómlæti, sem raunverulega er ríkjandi i pienningarmálum okkar þrátt fyrlr allar yfirlýs- ingar um það, að andleg menn- ing sé sverð okkar og skjöldur gagnvart stórþjóðunum, hið eina vopn okkar, sem þær kynnu að bera virðingu fyrir. Sagan um byggingu þjóðleikhússins er orð- in okkur til minnkunar. Fyrir um það bil tuttugu ár- um samþykkti alþingi lög um skemmtanaskatt,- er varið skyldi til þess að koma upp sæmilegri leikhúsbyggingu í þöfuðstaðn- ’um, Hverjum gat dottið f hug, að þjóðin væri að reisa sér ein- hvem hurðarás um öxl með þessari fyrirætlun. Hún hafði áður stofnað háskóla, þó að efni væru litil, og því skyldi hún þá ekki hafa ráð á að koma upp einu leikhúsi, þegar fjárhagur- inn var orðinn stórum betri. Þessi tuttugu ár hafa verið mesta íramfaratímabil í allri sögu okkar, en þjóðleikhúsið — þetta eina hús — er ekki komið upp enn nema til hálfs! öll þessi ár hefur leiklistin orðið að búa við sömu eymdar- kjör og frá upphafi, þegar Reykjavík var aðeins fátækur smábær: óboðlegt leiksvið og Framhajd á 4. síðu. ÞúsundírgBandaribjamanna hylla Sovéfríbín Á mikilfenglegnm fjöldafffhdtim f Madison Sqnare Garden f New York hylla þús- undir Bandarikjamanna Savétríkin og rauða herinn fyrir hetjubaráttu í þágu hins sameiginjega málstaðar. Ræða varforseta Bandarfkjanna, Henry Wallace, er hann ílutti á fjöldafundi f Madlon Square Garden 8. nóv. f haust, er birt hér í blaðinu í dag. Váð höfum varíd okkar hluta af vígstöðvum frelsislns — segir málgagn norsku verklýðshreyfingar- innar, Fri Fagbevegelse. Norska verklýðsblaðið „Fri Fagbevegelse“ sem gefið er út 4 Iaun í Noregí, birtir nýlega yfirlitegrein um árið 1942. Þar segir meðal annars; „Þetta liðna ár hefur verið erfiður reynslutími fyrir norsku þjóðina. Tvö fyrstu árin undir oki nazismans voru nógu erfið, en samanborið við þá skipulögðu grimmdar- og sveltípólitík voru þau ekk! nema inngangurlnn að þelrri skefjalausu harð- stjórn, sem norska stjómin á nú vlð að búa. Grimmdarverk eru nú orðin daglegur viðburður, húsrann- sóknir, uppljóstranir, ástæðu- lausar handtökur og f jöldamorð saklausra manna. Þúsundir norskra kvenna og karla eru lokuð inni í tugthúsum nazista og fangabúðum og aðrir hafa verið fluttir úr landi til Þýzka- \ landa , Hungur og vöntun brýnustu j lífsnauðsynja er ekki orðið nýj- j ung, og við vitum að komandi ár færa okkur enn meira harð- rétti. Samt er það bjartsýni og sigurvissa sem mótar norsku þjóðjna um þessi áramót. Við vitum að við höfum með heiðri varið okkar hluta af vígstöðv- < Frauah. á 4. sfðu- Ryskingar í .Gullfossi* Siðastiiðið laugardagskvöld nrðu ryskingar milli ísiendinga og útlendra sjómanna f veit- ingastoíunni Gullfoss i Hafnar- strætL Engin alvarleg meiðsli urðu, en allmikið var brotíð af hús- mnnum og borðbúnaðL Það var laust fyrir klukkan hálf tólf, að lögreglan var kvödd á vettvang. íslendingarnir segja þannig frá, að 4 þeirra hafi set- ið saman við borð, þegar útlend- ir sjómenn, sem einnig voru þar inni, komu til þeirra og fóru að erta þá, tóku af þeim höfuðfötin og klipu þá. Þegar íslendingarn- ir vildu ýta þeim frá sér, réðust hinir á þá og sló þegar í bardaga inni í veitingastofunni, sem end aði á þann veg, að sjómennirn- ir voru hraktir út á götu. franahald á 4. síðu,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.