Þjóðviljinn - 09.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Unglinga- og karlmanna-frakka mjög ódýrir. Ingólfsbúð, Hafnarstræti 21. Efni í inni og ytri GLUGGATJÖLD nýkomin Einnig dívanteppaefni Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 iii ,Frey|a‘ Vörumóttaka til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms og Búðar- dals fyrir hádegi í dag. 1.0 G T. St. Verðandi nr. 9. Þingstúka Reykjavíkur. Otbreiösufundur verður haldinn í Góðtemplara- húsinu í kvöld kl. 9. Bindíndisfélag Kennaraskólans kemur í heimsókn. Fundarefni: Erindi, upplestur, einsöng- ur o. fl, Öllum heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Útbreiðslunefnd Þingstúkunnar. HREINSA OG GYLLI KVENSILFUR Til sölu: Snotrir steinhringar nettar nælur Þorst. Finnbjarnarson Gullsmiður — Vitastíg 14 o- Qullmunir . handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sfmi í fyrst um sinn) 4503 nnnmmnmmtía: | Guöm. Helgi I Fæddur 10. úg. 1095 - Okkur, sem þekktum Guð- mund Helga Pétursson og fylgzt höfðum með heilsufari hans síð- ustu árin, kom það ekki sérstak- lega á óvart þótt dagurinn ent- ist honum ekki lengur. Hann hafði flestum öðrum nánari kynni af þeim erviðleikum, sem langvarandi sjúkdómar valda, og átti jafnan hin síðari ár í stöðugri baráttu um að halda velli eða falla. Hann tók hlut- skipti sínu með eindæmum karl- mannlega og æðrulaust, og still- ingu hans skeikaði í engu þótt grunur dauðans færðist nær. Sú hugsun liggur næst, að hann hafi fyrir löngu litið á sjúk- dómsbaráttuna sem óhjákvæmi- legt stríð, þar sem aðeins var um tvær leiðir að velja: að bera sigur af hólmi eða falla með sæmd. Guðmundur Helgi var prent- 'ari að lífsstarfi. Hann hóf nám í prentsmiðjunni Gutenberg 1913. Til Seyðisfjarðar fluttist hann 1920 og vann þar um nokk- urt skeið í prentsmiðju, sem keypt var þangað um það leyti. Annars starfaði hann í Prent- smiðju Ág. Sigurðssonar og síð- ar í Gutenberg, unz hann síð- astliðið sumar tók að sér fram- kvæmdastjórn á byggingu 14 sumarbústaða prentara á jörð þeirra í Laugardal. Þrátt fyr- ir vanheilsu vann hann þar mik- ið og óeigingjarnt starf, sem honum mun seint verða full- þakkað, en bera mun drengskap hans, skapfestu og dugnaði gott vitni. Guðmundur var á yngri árum ötull þátttakandi skátahreyfing- arinnar og vann að málum hennar óskiptum huga. Síðar tók hann mjög að hugsa um mál- efni stéttar sinnar. Hann tók mikinn þátt í félagsskap prent- ara, gegndi þar ýmsum trúnað- arstörfum, átti margar og nýtar tillögur um málefni þeirra, en áhrif hans á þeim vettvangi eru meiri en skráð verði. Guðmundur Helgi var gæddur óvenju miklu fjöri og kjarki til að lifa. Hann átti mörg áhuga- mál og skipaði sér aldrei þar í sveit, sem hann vissi sigrana auðveldasta, heldur valdi hann sér félagsskap og verkefni eftir •því sem greind hans og víðsýni bentu honum til. Hann var traustur í lund, skapfastur, harð- ger í raun og fylginn sér að j framgangi mála. Hann reyndist 1 vinum sínum, konu og skyld- i fólki sannur og trúr og þannig ' var hann einnig hugsjón sinni, sósíalismanum. Þar var hann : samkvæmur sjálfum sér, samur og jafn, hvort sem byr stóð í segl eða barið var í móti. Við, sem störfuðum með Guð- : mundi Helga Péturssyni, vitum, að við eigum á bak að sjá góð- um dreng og mikilhæfum starfs- bróður, en minningu hans hæfir ekki grátur né víl, heldur karl- mannlegt handtak. ' Hann hafði kjark til að lifa og brast heldur ekki þor til að kveðja. Stefán Ögmundsson. - :'V •■í'ý' i Bókabúð Kron hefur tekizt að fá nokkur eintök af ritum Halldórs Hermannsonar prófessors: Bókaskrá Fiskesafnsins, en það-er ítarlegasta heildarskrá, sem til er, um íslenzkar bækur. Verð kr. 80,00. íslandiea, • rit í 28 bindumum íslenzk fræði, þar á meðal bókaskrár, útgáfur og ritgerðir. Verð kr. 296,00. Bókasöfn og fræðimenn verða látnir ganga fyrir um kaup á ritum þessum. ■ ■ uó MiKtH ilí*> 9- ímbi'újLV n "■ ...... 1111 ——— áBcciat póótuvmn Úrvals reflr — úrvals lista- menn. Herra ritstjóri! Viljið þér birta þessar línur í Bæj- arpósti? Við 2. umræðu fjárlaganna lá fyr- ir tillaga frá fjárveitinganefnd um að ríkiö keypti 30 úrvals refi handa bændaskólanum á Hvanneyri. Til- laga þessi var felid, og þotti refun- um meo því lítill sómi sýndur aí tnnu haa Alþingi. Somuieiöis lá fyrir tillaga þriggja þmgmanna um, að ríkið veitti 32 rithöfundum, skáldum og listamönn- um viðUrkenningu fyrir storf þeirra, með því að taka inn á 18. gr. fjár- laganna lítið eitt hærra fjárframlag I tfi peirra en varið skyldi til að kaupa refina. Þessi tillaga var einnig felld, og listamönnunum þannig vísað á sömu leið og refunum. Um þetta var kveðið: Rægðir voru reíir enn, raun er frá að segja. Látnir voru listamenn líkt og þessir deyja. Gömul eða ný stofnun? Herra ritstjóri! Broslegt tilbrigði í starfsháttum Alþýðuflokkurinn kom fram á fundi er boðað hafði verið til í full- trúaráði verklýðsfélaganna fyrir skömmu. Stjórn íulltrúaráðsins hafði boðað fundinn með lögmætum fyrirvara i bréfi til fulltrúanna. í byrjun fundarins kvaddi Sigurjón Á. Oiafsson sér hljóðs og áskildi sér rétt til þess að lýsa allar alyktanir er kynnu að verða gerðar á fundin- 1 um ólögmætar, þar sem ólöglega væri til hans boðað. Vitnaði Sigur- jón í reglur fulltrúaráðsins, en þar segir að fundir þess skuli vera boð- aðir með sólarhrings fyrirvara í Al- þyðúblaóinu. Við boöun fimdarins hafði stjórn fulltrúaráðsins ekki ! getað stuðst við reglur þess, þar sem fyrrverandi stjórn hafði látið það eftir sér að vanrækja að skila þeim af sér í hendur núverandi stjórnar. Fyrrverandi fulltrúaráðsstjórn hef- ur elnnig vanrækt að skila í hendur ráðsins fundagerðabokum þess frá byrjun. Forsvarsmenn Alþýðuílokks- ins afsaka þessa vanrækslu sinna manna með því að fulltrúaráðið hafi verið til 1940 pólitísk stofnun Alþýðuflokksins, og að núverandi fulltrúaráð sé ný stofnun. Eftir þess- um skilningi Alþýðuflokksmanna ættu reglur gamla fulltrúaráðsins einnig að vera eign Alþýðuflokks- ins og hinni nýju stofnun óviðkom- andi. En í sambandi við þessi bros- legu tilþrif Alþýðuflokksmanna á fulltrúaráðsfundinum rifjast það upp, að fulltrúaráðið hefur sam- kvæmt eðii sínu jafnan átt að sinna málefnum verklýðsfélaganna í bæn- ( um, enda hefur ráðið frá fyrstu tíð nær eingöngu verið skipað fulltrú- ■ um þeirra. Venjulegast átti aðeins eitt póli- ! tískt félag tvo til þrjá fulltrúa í ráð- inu, Breytingin, sem orðið hefur á skipan íulltrúarjðsins er sú eip, að þessir 3 pólitísku flokksfulltrúar hafa vikið þar sæti. En Alþýðublaðs- menn, sem hafa einir ráðið fjárskipt- um milli Alþýðuflokksins og verk- lýðsfélaganna, hafa leyst sína póli- Miinið Kaffisöluna Hafnarsfræfí 16 aannnaDonianQ --JÁ.-- A. ————————------------ tísku íulltrúa út úr fulltrúai'áðinu með eignum verklýðsfélaganna og bókum ráðsins. Alþýðublaðsmenn hafa einnlg ráð- ið skuldaskiptum milli flokksins og verklýðsfélaganna. í þeim skiptum hafa þeir sýnt verklýðsfélögunum sýnu meira ör- læti, sem sjá má m. a. af því, að fyrv. stjórn Alþýðusambandsins skilaði sambandinu af sér með kr. 85.000 skuld. „Auglýsingar Kron“. Fyrir nokkxum dögum birti Bæj- arpósturinn greinarstúf frá reyk- vískum lesanda, sem beinir nokkrum spurningum til forráðamanna KRON. Skal þeim svarað eftir röð. 1. spuming. Eftir hvaða reglum auglýsa forráðamenn KRON í dag- blöðunum. Svar. Sú meginregla hefur verið upp tekin í KRON, að auglýsa jafnt í öllum dagblöðunum I Reykjavík og er viðkomandi auglýsingastjórum bezt kunnugt um þetta. Hins vegar hefur sú spamaðarráðstöfun verið tekin upp nú um áramótin að aug- lýsa ekki sömu vörutegund í öllum dagblöðunum éins og áður, heldur eingöngu í 1 eða 2 blöðum á víxl, þannig að meginreglunni yrði fram- fylgt, að blöðin fengju öll jafnmarg- ar auglýsingax' frá KRON, en aug- lýsingakostnaður minnkaði. 2. spurning. Álíta þeir, að lesend- ur Morgunblaðsins eigi að hafa for- gangsrétt að vitneskju um nýjar bækur? Eða eiga þetta að vera heið- urslaun til Morgunbiaðsins fyrir af- stöðu þess gegn KRON á fyrstu og erfiðustu árum þess? Svar. Þessar aðfinnslur hafa að ýmsu leyti við rök að styðjast, þó að fyrirspurnin hefði mátt vera kurt- eislegri. Spyrjandinn hefur rétt fyrir sér, þar sem hann ályktar sem svo, að áðurgreind auglýsing frá Boka- búð KRON hefði átt að koma í öll- um dagblöðunum í Reykjavík, vegna þess, að eftirspurnin eftir amerísk- um bœkum er gífurleg og verða því lesendur hinna dagblaðanna útundan í kapphlaupinu um bækurnar. Vér þökkum fyrir þessar ábendingar og munum framvegis breyta þessu, án þess þó að hvei'fa frá þeirri megin- reglu að auglýsa jafnt í öllum blöð- unum, fyrr en annað verður ákveð- ið. 3. spurning. I hverra þjónustu halda þessir menn að þeir séu? (þ. e. forráðamenn KRON). Svar. í þjónustu félagsheildar- innar. Ánnars ætti spyrjandinn, ef hann æskir frekari upplýsinga um það mál, að kynna sér lög og reglu- gerðir kaupfélagsins. 4. spurning. Getum víð karmske átt von á því að sjá einhvem dag- inn i sveitablaðinu Tímanum aug- lýsingu á þessa leið: Reykvíkingar. Gerið svo vel að líta á nýju bækurnar í KRONbúð- inni. Svar. Jú, það einkennilega skeð- ur, að nefnd auglýsing birtist í Tím- anum sama dag og grein reykvísks lesanda birtist í Bæjarpóstinum. Þótti þetta kynlegt að vonum, enda jÁnljóst og reykvískum lesanda, að auglýsing þessi átti ekki heima þar. Auglýsingastjóri Tímans gaf þær upp lýsingar viðvíkjandi þessu máli, er hann var spurður, að hann hefði ver- ið búinn að klippa auglýsinguna út úr Morgunblaðinu og ætlað að spyrj- ast fyrir um það, hvort Tíminn gæti ekki fengið hana, en án hans vit- undar hafi auglýsingin borizt með öðrum auglýsingum niður i prent- smiðju og verið þar sett og prentuð. Bað hann afsökunar á þessum mis- tökum og gat þess jafnframt, að að sjálfsögðu þyrfti KRON ekki að greiða nefnda ’auglýsingu. Jens Fígved.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.