Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. iebrúar 1943. 32. tolublað. llODl DOFÍDD tODOF BjelDIFBd Fímm sovéfhcrír sækja að Karkoff, — Donefsher Rtissa aðeíns 150 km, norður af MaríupoL — Harðír bardagar í ausfur~ o$ suðurtilhverfum Rostoff Rauði herinn lætur nú skantmt stórra höggva milli.1 auka- tilkynningn sem birt var í Moskva í gærkvöld er skýrt svo frá, að sovéther hafi i gær tekið járnbrautarborgina Bjelgorod, en hún er 80 km. norðaustur af Karkoff, og ennfemur bæinn Sebe- kíno, suðaustur af Bjelgorod. Sóknin heldur áfram suður með járnbrautinni, og ijörir aðrir rússneskir herir sækja einnig fram í átt til Karkoff, og eru herirnir, sem koma úr austri og suðaustri, aðeins 50—80 km. f rá borginni. Bjelgorod var tekin eftir harða bardaga, og var herinn sem borgina tók undir forustu hershöfðingjanna Mensíkoffs og Kostotsins. Borgin er á járnbrautarlínunni fra Kúrsk til Karkoff, en til hennar liggur einnig mikilvæg járnbrautarlína að vest- an, er sveigir suðaustur tfl Kúpjansk og Donetshéraðsins. Rauði herinn sem sækir vest- ur eftir frá Kúrsk er aðeins 25 km. frá járnbrautarlínunni Brjansk-Karkoff, og takist að rjúfa hana hefur Karkoff aðeins járnbrautarsamband til vesturs. Sóknin á Donetsvígstöðvun- um verður stöðugt víðtækari. Þýzka herstjórnin viðurkenndi í gær, rauði herinn hafi brotizt vestur yfir Donets og komið sér fyrir vestan árinnar. öllum þýzka hernum í Donets-krikan- um er hætta búin af sókn rauða hersins vestar á Donetsvígstöðv- unum, en samkvæmt síðustu tilkynningum eru Rússar aðeins 150 km. norður af Maríupol. í suður- og austurúthverfum Rostoffs eru háðir harðir bar- dagar, og er í Moskvafregnum í gærkvöld skýrt frá hörðum gagnárásum Þjóðverja á Rostoff svæðinu. Árásum þessum var hrundið og tók rauðí herinn nokkrar stöðvar. Rússar þrengja stöðugt að leifum þýzka Kákasushersins, hafa tekið allan Jeiskskagann og eru um 40 km. frá Krasnodar. Þýzka hernum á þessum slóðum er þjappað saman á tiltölulega lítið svæði milli Krasnodar og Novorossísk. de Baulle uar eHhl Hal' með í . rílu ii Inríiln l llrlli 15 þúsutid pólíJískír fangar i frönsku nýlendunum Leiðtogl hinna Stríðandi Frakka, de Gaulle hershöfðingi, ræddl í gær við blaðamenn um ástandið í Norður-Afríku. Vakti það mikla athygli, að hershöfðinginn lýsti yfir því, að Stríðandi Frakkar hefðu ekki verið hafðir með i raðum, er Bandaríkja- menn og Bretar gerðu innrásina í frönsku nýlendumar í Norður- Afríku. „Við vorum skildir eftir utanr j garðs", sagði de Gaulle, „og þess vegna komst allt á ringulreið. Éf lög f ranska lýðveldisins væru látin gilda . í Norður-Afríku, mundu allir Frakkar sameinast til baráttu.. En 15' þúsund Frakk ar sitja enn í fangelsum og fangabúðum í Norður-Afríku fyrir pólitískar sakir". de Gaulle skýrði svo frá að Catroux hershöfðingi væri á íeiðimni tíl Norður-Afríku til að athuga framkvæmdaratriði varð- andi þá samvinnu Girands hers- höfðingja og Stríðandi Frákka, sem ákveðin var á Casablanca- ráðstefnunni. de Gaulle taldi að núverandi stjórnmálaástand í Norður- Af- ríku gæti ekki átt sér langan aldur. Breytingar þær 6em ný- skeð hefðu verið gerðir, væru alls ekki nógu víðtækar. Norður-Afríkumálin ¦ verða prófaéeinn é það, hvernig Banda- Kauptaxti Djjsörúur í fibrúar 1943 Dagvinna Eftirvinna Nætur-og helgidagav. Almenn vinna ................................;....... 5,52 8,28 11,04 Setuliðstaxtinn...................................... 6,10 9,15 11,36 Kola-, salt- og sementsvinna ............ 7,23 10,86 14,46 Fagvinnutaxti ........................................ 7,63 11,44 15,26 Boxa- og katlavinna ............................ 9,47 14,20 18,94 prumvarp flutt um end- urkosningu í útvarpsráð Svohljóöandi frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 16 6. apríl 1939, um breyting á lögum nr. 68 28. des 1934, um útvarpS' rekstur ríkisins hefur verið flutt af meirihluta allsherjarnefndar í efri deild (fulltrúum Sjálf- stœðisflokksins, Alþýöuflokks- ins og Sósíálistaflokksins: 1. gr. „4. gr. laga nr. 68. 28. des.1934 orðist þannig: Útvarpsráð skipa fimm menn. Skulu þeir ásamt jafnmörgum varamönhum kostnir hlutfalls- kosningu á Alþingi á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Kennslumála ráðherra skipar formann úr flokki hinna kosnu útvarpsráðs- manna. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Skal kjósa útyarpsráð samkv. lögum þessum á þingi því, er nú situr, og fellur þá niður umboð hinna fyrri útvarpsráðsmanna". Greinargerðin fyrir frumv. hljóðar svo: „Með gildandi lðgum er Al- þingi fengin kosning útvarps- ráðs. En kosningin gildir til nokkurra ára í senn án tillits til breytinga þeirra, sem verða kunna á styrkleikahlutföllum á Alþingi við almennar kosningar. Þetta er óeðlilegt, því að úr því að Alþingi er féngin þessi kosn- ingaréttur, sýhist sjálfsagt, að hvert nýkosið Alþingi kjósi út- varpsráð að nýju. Með því einu Framhald á 4. sfðu. menn framkvæma loforð sín og fyrirætlanir, sagði hershöfðing- inn að lokum lapanskí her~ ínti hörfar frá Salomonserf - um Japanar tilkynntu f gærfcvöld að þeir hafi flutt burt her sinn á Guadalcanal, einni af Salo* monseyjnm, og einnig er játað að enginn japansknr her sé eft* ir á Búnasvæðinu i Nýju-Gíneu. Segjast Japanar alls haf a misst 17 þúsund manns i hernaðarað- gerðum á þessum vigstöðvum Knox, flotamálaráðh. Banda- ríkjanna, telur að tilkynnirig Japana um brottflutning af Guadalcanal sé rétt, og bendi ýmislegt til að Japanar muni hverfa burt með lið sitt frá öll- um Salomonseyjum. Á fundi í sameinuöu þingi i gœr var þingsályktunartillaga Sósíalistaflokksins um ráðstaf- anir til eflingar íslenzkum land- búnaði samþykt með samhljóða atkvœðum, þannig orðuð: „Alþingi ályktar að fela Bún- aðarfélagi íslands eftirfarandi verkefni: 1. Að láta fara fram rannsókn á því, hvar heppilegust eru skil- yrði með tilliti til ræktunar raf- virkjunar, samgangna o. s. frv, til landbúnaðarfr'amleiðslu í ýmsum greinum með aukið þétt- býli og stofnun byggðahverfa fyrír augum 2..AÖ gera .^ætlun um raf- virkjun sveitabyggða og sam- göngukerfi sveitanna með hlið- sjón af rannsókn þeirri, er grein- ir í 1. lið, í samvinnu við aðrar hlutaðeigandi ríkisstofnanir. Guðmundur H Þárð- arson settur í gæzluvarðhald í gær var haf in réttarrann- sókn í lögreglurétti Beykjavik- ur út af gjaldþroti Guðmundar H. Þórðarsonar stórkaupmanns. Var hann úrskurðaður i gæzlu varðhald- Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Valdimar Stefánsson, fulltrúi sakadómara, annast rannsókn mélfiinyi 3. í sambandi við ofangreinda rannsókn að gera tillögur um stofnun fyrirmyndarbúa á ýms- um stöðum á landinu og um fyrirkomulag þeirra, og skulu verkefni þeirra vera m. a. að gera tilraunir í ræktun og bú- rekstri, halda námskeið fyrir bændur o. s. frv. 4. Að undirbúa löggjöf um framkvæmdir og aðstoð við land- búnaðinn á grundvelli þess und- irbúningsstarfs, sem að ofan greinir, og að endurskoða gild- andi búnaðarlöggjöf, til að greiða fyrir þróun landbúnaðar- ins í samræmi við þær niður- stöður, sem rannsókn sú, er um getur í 1. lið, leiði í ljós. Kostnaður greiðist úr ríkis- sjóði". Þjöðve iar í Ungverja landi kreíjast sjálf- stjörnar Þýzki minnihlutinn í Ungverja landi hefur krafizt þess að fá sjálfstjóm í beiuu sambaTidi uið Þýzkáland. Einstök ungversk blöð hafa þorað að mótmæla þessum kröf- um og sum gengið svo langt, að þau hafa ráðlagt Þjóðverjum i Ungverjalandi að flytja sig heim í rætur þýzka ríkisins, ef þeim líki ekki aðstæður í Ungverja- landi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.