Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓfi V ILJ ÍN N Miðvikudagur lO. febi’Rar 1,943. *> Bókaúfgáfa Menníngarsjóds o$ Þjóðvinafélagsfns Útgáfustjómin hefir ákveðið að félagsmenn fái á næstu ár- um, auk Almanaksins og Andvara, Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar og íslendingasögur, úrvalsljóð eða sögur íslenzkra höfuð- skálda, og í úrvali heimsbókmenntanna, þegar lokið er skáldsög- unni Anna Karenina, þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Illions- og Ódysseifskviðu. í hverju bindi af íslendingasögunum verður inngangur með bókmenntalegum skýringum, æviágrip hvers skálds með úrvali af verkum hans og með þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar inn- gangin-, skýringar landabréf og myndir. Saga íslendinga verður seld eiris og nú gegn sérstöku á- skriftargjaldi. t Jónas Jónsson, Bogi Ólafsson, Ámi Pálsson, Þorkell Jóhannesson, Guðmundur Finnbogason, Barði Guðmundsson, Pálmi Hannesson. IIIH iélai Berhsniliufdllis heldur aðalfund í* Iðnó föstudaginn 12. febr. kl. 9 e. h. DAGSKHÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi í skrifst. félagsins frá 5—7. STJÓRNIN. / Sund S. R. R. Æflis verður í kvöld í Sundhöllinni kl. 8%. Keppt verður í eftir- töldum vegalengdum: 50 m. skriðsimd 500 m. skriðsund 100 m. baksund 4x50 m. bringusund 100 m. bringusund f. drengi. 50 m. skriðsund f. drengi 50 m- bringusund, stúlkur innan 16 ára. Spennandi keppni! Allir upp í höll! SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford’s Associated Li es, Ltd. 25 LONDON STREET, FLEETWOOD. Kaffísoluia Hafnarsfraefí 16 Daglep nýsoðin *tið, Ný egf, soðín og hrá. Kaffísalan Hafnarstræti 16. Óperubók. Til skamms tíma hefúr það verið tízka að skamma útvarpið fyrir flutning sígildra tónverka. Hannes á horninu og aðrir yfir- spekingar þjóðarinnar hafa keppzt um að fara háðsyrðum um „óperur og symfóníur“ útvarpsins, enda varla við að búast, að menn, sem hafa fengið undanþágubíla, með meiru, geti þreytt sínar blessuðu hlustir með „óperu og symfóníu gargi“. En hvað sem því líður, þá er það skoðun margra manna, að hin sí- gilda hljómlist, sem útvarpið flytur, sé ekki aðeíns það bezta, heldur það langbezta í dagskrá þess. Hinu ber svo ekki að neita, að við mundum njóta óperanna betur ef við vissum á þeim fyllri deili en við flestir vit- um. Útvarpið hefur vissulega sýnt nokkra viðleitni í þá átt, að kynna okkur efni óperanna, höfunda þeirra og sögulegan uppruna. Þetta er gert með þeim kynningum, sem við og við fylgja flutningi þessara tónverka, en þetta er ekki fullnægjandi. Gæti ekki útvarpið gefið út óperu- bók, þar sem birt væri meginefni og helzt orðréttir textar þeirra ópera sem búizt er við að verði fluttar í náinni framtíð? í slíkri bók þyrfti að vera sagt nokkuð frá höfundum óperanna, hin helztu listrænu ein- kenni þeirra skýrð, o. fl. o. fl. Þetta mundi hjálpa okkur, sem unnum sígildri hljómlist, til að njóta enn betur þess bezta, sem útvarpið flytur, og þetta mundi vissulega verða þjóðinni til menningarauka, og drýgri en flesta grunar. Forráðamenn útyarpsins ættu að athuga þessa tillögu og reyna að koma henni í framkvæmd í einni eða annarri mynd. Þingmenn! Gleymið ekki bílferjunni yfir Hvalfjörð. Vill ekki Bæjarpósturinrt vera svo góður að færa þingmönnum þessar línur. Eg skrifaði í sumar í 89. tölubl. Þjóðviljans allýtarlega grein um nauðsyn þess áð byggð yrði full- kötnin bílferja yfir Hvalfjörð, og færði sterk rök fyrir því að slík framkvæmd væri mjög aðkallandi. Eg ætla ekki með línum þessum að endurtaka það nú, sem ég sagði þá, beldur aðeins að hreyfa málinu aft- pr, ef það mætti verða til þess að forráðamenn þjóðarinnar gleymdu því ekki innan um aUt annað sem þeir þurfa að hugsa um á þessum alvarlegu tímum. Síðan hefur það gerzt í málinu, að nokkru seinna rit- uðu um 40 þingmenn þáverandi rik- isstjórn og skoruðu á hana að láta rannsaka möguleika fyrir því að koma bílferju á Hvalfjörð, og bentu á í því sambandi, að heppiiegt væri að njóta aðstoðar þeirra amerísku verkfræðinga, sem hér kynnu að vera staddir á vegum herstjómar- innar, og reynztu o’g þekkingu hefðu á sUkum bílferjum í heimalandi sínu. Nú væri mjög fróðlegt að vita hvað gerzt hefur í þessu máli, og þá að hvaða niðurstöðu komizt hefur verið. Það eru fjölda margir sem vona að þessir 40 þingmenn, sem rituðu ríkisstjóniinni í sumar, og sem flest- Ir eru þingmenn ennþá, gangi eftir svari, svo almenningur fái að vita ura það. Það er mikiU áhúgi fyrir þessu hjá fjölda fólks, en þó sér- staklega hjá öllum bílstjórum og bflaeigendinn inn allt land, því reynslan er búin að kenna þeim hvað Hvalfjarðarvegurinn kostar þó, einnig að þingmennirnir láti málið ekkl falla í djúp gleymskunnar og sinnuleysisins, þótt ríkisstjórnin hafi ef til vill ekki gert neitt í því. Nú vr tooisitopjðL þoQor vweíð wr yð ganga fró afgreiðslu fjórlaga fyrir yíirstandandi ár, að taka upp í þessi fjárlög fjárveitingu til þess, ef nokkur kostur er á því að bílferjan komi á næsta sumri, svo ekki verði ; hægt að kenna því um að ekki sé til fjárveiting fyrir henni, eins og oft hefur heyrzt þegar rætt hefur verið um framkvæmd ýmissa'mála. Hér er um að ræða allt í senn, stórkostlega vegabót sem tengir höf uðborg landsins og vegakerfi Suður- landsundirlendisins saman við vega- kerfi Borgarfjarðar héraðanna Vest- ur-, Norður- og Austurlands, og þá um leið af létt stórkostlegum og margvíslegum flutningaerfiðleikum, bæði á fólki og vörum, sem er og hafa verið. sérstaklega á sumum tímum árs, mjög tilfinnanlegir. Með því pr bægt frá okkur þeirri ómenn- ingu að hafa í nágrenni höfuðstað- ai'ins, stundum alófæra og alltaf hálfófæra, stórhættulega troðninga, sem hanga utan i snarbröttum fjallahlíðunum eða niðri í fjöru á svo þýðingarmikilli samgönguleið sem þessari, vegurinn styttist til stórra muna og er langtum fljótfamari en áður, og síðast en ekki sízt allur sá sparnaður á tíma, bensíni, gúmmíi og bifreiðum, sem verður við það að komast á ferju yfir, er stórkost- legri en svo að hann verði reiknað- ur, því vjm leið og það er sparnaður fyrir einstaklinga, er það sparnaður fyrir þjóðarheildina, því allt slit og eyðsla í sambandi við bifreiðar, kemur fram í auknum og dýrum inn- flutningsvörum. Því er hér með skorað á þingmennina sem stóðu að áskoruninni á ríkisstjómina I sum- ar, að þeir endurtaki hana Æftur nú, og samþykki fjárveitingu á fjárlög- um 1943 til bílferju yfir Hvalfjörð. Það er einnig vert til athugunar ef það reynist óframkvæmanlegl að koma ó fullkominni bílferju sökum stríðs erfiðleika á meðan ó styrj- öldinni stendur, hvort ekki væri hægt með einhverjum ráðum að koma á bráðabirgðaferju, sem flutt gæti 1—2 hlaðnar bifreiðar í einu. Það mundi bæta mikið úr brýnustu þörfinni, þangað til stríðinu léttir, og hægt er að stækka hana og end- urbæta, svo að hún fullnægi flutn- ingaþörf okkar á komandi árum, sem alltaf mun aukast eftir því sem tímar liða. Fyrir heildina er þetta áhugamál, menningarlegt atriði og fjárhagsleg- ur ávinningur. Þess vegna segi ég enn: Þingmenn! Gleymið ekki bíl- ferjunni yfir Hvalíjörð. Árni Guðmundsson, bílstjóri. Hversu langt á vitleysan að ganga. Herra ritstjóri' Ýmsa mun hafa furðað á hinni nýmóðins háttvísi hins virðulega „Menntamálaráðs“, er það tók sig til að auglýsa stórfellda áukningu á „útgáfustarfsemi“ sinni fyrir kom- andi ár. Nú er það auðvitað mál, út af fyrir sig, að þessi sama „útgáfu- starfsemi11 með öllu, sem henni hefur verið samfara, getur naumast talizt til þeirra fyrirbæra, sem þjóðlnni eru til sæmdar, og hefði því að lik- indum farið bezt á þvi, að hún hefði heldur lítið um sig og fengi hægt andlát. — En seniilega er of mikið ' heimtað af hinum vlrðulegu „Mennta málaráðs“mönnum, ef ætlazt er til, að þeir sjái og skilji iafn augljós sannindi sjálíir. Hitt hljóta þeir aft- ur á móti að vita, að nú standa fyrir dyrum nýjar kosningar í „Menntamálaráð“. Verður auglýs- ingin, sem áður getur, því naumast skilin nema á einn veg, að þeir virðulegu herrar hugsi sér að þeír séu þarna orðnir eilífir augnakarlar, «is!»rt toöft Þurfi ttð Mto hvernig slíkar kosningar kunni að fara á Alþingi. Samt mun það nú vera von flestra heiðarlegra manna, að Alþingi meti auglýsingaaðferðir núverandi „Menntamálaráðs“ að maldegleikum og veiti hinum trúu „ráðsmönnum" lausn í náð. — Þeir eru búnir að stríða i ströngu og er orðið hvfldar þörf — enda má telja vonlaust, að viðleitni þeirra tíl að „betra“ listamenn og aðra utan- garðs-óþokka beri nokkurn árangur. Og ætti þeim sjálfum að vera orðið það ljóst. En því meiri furðu vekur það, að sjá nú þessa virðulegu „frá- farandi" vera að auglýsa afrekin, sem þeir ætla að framkvæma í „Menntamálaráði“ — á komandi ái'- um. Á annað skal einnig bent í sam- bandi við þessa furðulegu auglýs- ingu: „Menntamálaráð" auglýsir m. a. nýja útgáfu á íslendingasögum, sem nú eigi að hefjast á vegum þess, og er helzt að skilja, að hún eigj að vera samskonar og Fornrita. útgáfan, sem nú starfar — eða með öðrum. orðum eigi að vera samkeppn- isfyrirtæki við hana. Eins og menn vita, er Fomritaútgáfan í eðli sínu opinbert fyrirtæki og er rekin með stuðningi af almannafé. En samt ætlar „Menntamálaráð" að stofna til samkeppisútgáfu — fyrir al- mannafé — auðvitað — um annað er ekki að ræða þar. Það er því ætl- azt til að hið opinbera fari þama að keppa við sjálft sig. — Heyrzt hefur, sem rök fyrjr þessarj fáran- legu hugmynd, að bækur Fomrita- útgáfunnar séu of dýrar fyrir al- menning. En nú verður manni að spyrja: Hvað á vitleysan að ganga langt? Getur þetta nú gengið lika, án þess að Alþingi sjái hvert stefnir og taki i taumana? Væri ekki nær að verja einhverju ofurlitlu af þeirri fúlgu, sem þetta fyrirhugaða fyrirtæki „Menntamálaráðs" mundi kosta, til þess að stýrkja fornritaútgáfu þá, sem fyrir er, og lækka þá verð á bókum hennar, séu þær of dýrar til þess að almenningur geti eignazt þær? Eg spyr — og fleiri munu spyrja, sem eru svo skilningssljóir, að þeir geti ekki áttað sig ó þessari ráðs- mennsku með fé ríkisins. Skilur Alþingi ekki þann óvita- skap, sem hér er verið að ráðgera? Skilur þingið ekki enn, það sem allur almenningur er löngu búinn að átta sig á, að menn þeir, sem nú skipa ineix-i hluta „Menntamála- ráðs“, þurf a að fá lausn frá störf- um. „Vituð ér enn eða hvat?“ Kaupþingið. iíc o® ir- • ~ —- Þriðjud. 9./2,1943. Birt án ábyrgðar. , a i* f 3 í 3* i I §• & © i > > ft w Ö 5 Veðd. 12. fl. 105 5 — 11. £1. 105% 5 — 10. fl. 106 5 — 6. fl. 105% 4 Hitaveitubr. 99% til Vestmannaeyja og Lv Ármannl til Gjögurs og Djúpuvíkur í dag. Tekið á móti flutningi í bæði skipin til hádegis. UttUUttU w{* tttttttt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.