Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. ífc.bi'úat’ 1S4ö. tMÖOVIIIINIi j Ötgeíandi: Sameiningarflokkur alþý/ u SósLalistaílakkurinn Ritatjórar. Einar Olgeirsson (áb ) Sigfús Sigurhjartarsm Ritstjórn: Garðarstrætí 17 — Vlki'.'gsprem Sirni \ígreiðsla og auglýsingr skru- stofa, Austurstræti 12 (1. hær Sími 2184 Víkingsprent h. i. GarSorKUæO 17 Dýrtíðarmáliii; ríkisstjðrn- in og þingflokkarnir Þegar núverandi ríkisstjórn tók við,- fór hún fram á það við þingið að það stöðvaði með lög- um alla verðhækkun til febrú- arloka, eða í 70 daga. Á þeim tíma mun ríkisstjórnin hafa ætl- að sér að leggja fram tillögur sínar um lausn dýrtíðarvanda- málsins. Nú eru 50 dagar liðnir aí þess- um tíma og ekki bólar enn dýrtíðarráðstöfunum ríkisstjóm arinnar, því ekki verðvu' það kallað aðgerð gegn dýrtíðinni að eyða 6 milljónum króna úr rík- issjóði til þess að lækka kjöt- kílóið um 1 krónu og kaupið þar af leiðandi um nokkra aura á tímann- Hvaða tillagna er að vænta frá ríkisstjóminni um dýrtíðar- málin? Fjárlögin fyrir þetta ár verða afgreidd næstu daga, Engar fyrirætlanir koma fram í þeim. Heyrzt hefur að tillögur séu á ferðinni um breytingar á skattalögunum, — en það er allt, sera vitað er um enn. Það er ef til vill alls ekki rétt að álasa ríkisstjórninni neitt fyrir það, þó hún eigi bágt með að koma fram með tillögur í dýrtíðarmálunum. Það eru mál, sem erfitt er að leysa nema með samvinnu, helzt allra þing- flokka — og ríkisstjórnarinnar — og alveg ómögulegt að leysa nema með samningum við verkalýðinn og bændastéttina að minnsta kostL Hinsvegar má álasa ríkisstjórn inni, — eða nánar tH tekið þeim ráðherrum, sem ura viðskipta- mál, fjármál og atvinnumál fjalla, — fyrir það að hafa ekki frá upphafi reynt að hafa sam- vinnu við þingflokkana um lausn dýrtíðafmálanna. Og það má álasa þingflokkunum fýrir áð hafa ekki sótt meira á um' samvinnu við stjómina um lausn þessara mála. Sósíalistaflokkurinn skrifaði, strax eftir að þessi ríkisstjóm tÖk við, þingflokkunum bréf og bauð þeim samstarf um að leggja fram frumvörp varðandi þessi m£l og fleiri. Framsókn og Alþýðuflokkurinn hófu samn inga við SósíaHstaflokkinn um þessi mál og ’ um stjómarsam- starf. Sjálfstæðisflokkurinn svar aði ekki. , , Sósíalistaflokkurinn leit svo á að þingflokkunum bæri að hafa frumkvæði um lausn dýr- tíðarmálanna sem annarra mála, reyna að vísu að hafa góða sam- vþanu við ríkisetfórisina uro at ÞJOÐVILJINM Arní Agúslsson: 00 Vér íslendingar höfum jafn- an haldið því fram, að frelsis- ástin væri samrunnin eðli voru og að lýðfrelsið væri skilyrði 'pess, að þjóðin fengi notið sín og þroskast á eðlilegan hátt. rrelsisástin sem þjóðlegt ein- kenni íslendinga rifjast nú upp neð sérstökum hætti í sambandi fíð þá miklu styrjöld, er nú geisar í heiminum. Vér þykjumst pess fullvissir, að 1 þessari styrj- öld sé barizt um það, hvort frelsi 3Öa þrældómur eigi að verða ílutskipti þjóðanna í náinni framtíð. Þess þótti gæta um of i byrj- un styrjaldarinnar, að smáþjóð- rnar skildu ekki eðli hennar Dg létu hlutleysistilhneigingar sínar ráða ofmiklu um afstöðu sína til hennar. í þessu efni hef- ur reynslan talað svo sannfær- mdi, að ekki verður um villst framar, að í þessari styrjöld er rarizt um frelsi og eðlilega þró- m hverrar einustu þjóðar. Hin Ijósa nieðvitund þjóðanna um bað, að þær standa sjálfar fyrir styrjöld, þar sem barizt er um öll þau verðmæti, sem gera lífið þess vert að því sé lifað, leiðir af sér nýjan skilning á ábyrgð- inni, sem á þjóðunum hvílir um að lagður verði nýr skipulags- grundvöllur að viðreisn eftir stríðið og að drottnun auðs og gróðahyggju verði útrýmt að fuílu. Það orð hefur leikið á oss íslendingum, að vér létum oss greiðslu þeirra, en líta þó fyrst og fremst á hana sem fram- kvæmdastjórn, er framkvæma skyldi vilja þingsins. Hinir þingflokkarnir virðast hinsvegar allir hafa tekið þá af- stöðu að vænta forustunnar og frumkvæðisins í málunum frá ráðherrunum og beðið því eftir hvað frá ríkisstjórninni kæmi. Sósíalistaflokkurinn varð þá að bíða líka. Það þýddi ekki fyrir hann að fara af stað einan að svo komnu máli. * Nú verður hinsvegar ekki beð- ið lengur. Dýrtíðarráðstáfanir ríkisstjórn arinnar eru enn engar, sem að gagni koma til frambúðar. Af- leiðingin af biðinni og því að fólk býst við verðlækkun, er sú m. a., að enginn byrjar nú á nýrri byggingu, þó efni væri tll, svo það er fariðv að verða til- finnanlegt atvinnuleysi. Dýrtíðarvandamálið verður að takast föstum og skjótum tök- um. Komi engar tillögur til úr- lausnar frá stjórninni alveg á næstunni, þá verða þingflokk- arnir að taka frumkvæði í mál- inu eða þá að skapast verður vinsamleg samvinna milli þings og stjórnar um lausn þessara mála. í þeirri sjálfheldu, sem dýrtíð- armálin nú eru, mega þau ekki vera lengur oflitlu skipta átök styrjaldar- innar. Þetta mun þó naumast vera rétt. íslenzk alþýða býr yfir ríkum skilningi á því hve mikils virði þær fórnir eru, sem fólkið í stríðslöndum .hinna sam- einuðu þjóða færir á altari bar- áttunnar um frelsið. Þjóðirnar hafa ekki einungis fundið sig sjálfar í þessari frelsisbaráttu, heldur hafa þær einnig fundið hverja aðra. Baráttan gegn of- beldi, skefjalausri auðshyggju og yfirdrottnun er ekki framar einangrað fyrirbrigði í sjálfum stríðslöndunum, þar sem val- kestir eru hlaðnir á vígvöllum, hún snertir allar þjóðir. Þennan skilning hefur íslenzk alþýða, og skilningur hennar er sprottinn upp af rót þeirrar ást- ar, sem hún ber í brjósti til frelsisins. Þannig speglast á vá- legum tímum beztu dyggðir ís- lendingsins óspjallaðar og upp- runalegar í afstöðu alþýðunnar til hinnar alþjóðlegu frelsisbar- áttu. En það verður þó ekki með öllu dulið, að til er annar skiln- ingur eða öllu heldur skilnings- leysi á því, hvernig oss íslend- ingum ber að haga oss gagnvart styrjöldinni og þeim þjóðum er hana heyja. Það hefur borið of- mikið á þeim mönnum í þjóð- félagi voru, sem skoða stríðið sem gott tækifæri til þess að afla sér fjár á óeðlilega auðveld- an hátt í hléi við hörmungar stríðsins. Skransýningar í búðar- gluggum og annað þvílíkt í sam- bandi við fjárbrallstilhneigingar nokkurra einstaklinga eru hin ytri tákn þessa óhæfilega skiln- ings á afstöðu vorri til hinnar miklu styrjaldar. Þessi tákn eru oss til vansæmdar. En íslenzka þjóðin á ekki aðra sök á þessu en þá, að hafa sýnt þeim öflum félagslífsins ofmikla undanláts- semi, er leggja ekki annan sið- ferðíslegan mælikvarða á breytni sína en þann, sem sam- rýmist lögmáli gróðahyggjunn- ar. í trausti þess og til staðfest- ingar á því, að íslenzka þjóðin almennt skoði frelsisbaráttu lýð- ræðisþjóðanna sér viðkomandi og að hún vilji í verki sýna. hetjulegum fórnum þeirra þjóða, sem styrjöldin mæðir nú þyngst á nokkurn samúðarvott, hefur fulltrúaráð verkalýðsíélaganna í Reykjavík hafið undirbúning að söfnun f jár eða annara yerð- mæta til Rauða kross Sovetríkj- anna. Þjóðir Sovétríkjanna hafa nú í nær tvö ár næstum einar orðið að verjast sterkasta árás- arher sem um getur. Þessi hetju- lega vörn Sovétþjóðanna hefur hvortveggja í senn skapað þeim aðdáun alls hins frelsisunnandi mannkyns og sannað það, að frelsi allra þjóða á fyrst og fremst líf sitt að leysa í átökum styrjaldarinnar í Rússlandi. Stórkostleg söfnun verðmæta fer nú fram meðal allra þjóða Bandamanna til styrktar Rúse- um. Æðstu menn og konur Bandamanna standa að þessari 1 söfnun, þó.tt forusta hennar sé, svo sem bezt sæmir, í höndum alþýðusamtakanna og söfnunin fari fram á vegum þeirra. Söfnun lýðræðisríkjanna til Rauða krossins í Rússlandi er vernduð af því trausti, sem Rúss- ar hafa áunnið sér í styrjöldinni gegn villimenzku nazismans og þeirrar alþjóðlegu öldu nærri orðlausrar aðdáunar, sem risið hefur vegna fórna þeirra og hetjuskapar rauða hersins. Hinni frelsisunnandi íslenzku smáþjóð, sem nýtur enn fjar- lægðar sinnar frá höfuðvígvöll- um styrjaldarinnar gefst þess nú góður kostur að lýsa afstöðu sinni til þeirra, sem nú færa þyngstar fórnir á altari frelsis- ins. Þeir einir hafa ástæðu til að amast við söfnun tU Rauða kross Sovétríkjanna, er sjá í gegn um sjóngler nazistanna „hið menn- ingarsögulega hlutverk“ nazis- mans í árásinni á Rússland. SHkir menn, ef til eru á íslandi, munu pð sjálfsögðu reyna að spHla fyrir söfnun til þeirra þjóða sem njóta alþjóðaviður- kemiingar- fyrir að berjast af mestum hetjuskap gegn hinu brúna ofbeldi, m. a. með því að tileinka sérstökum stjórnmála- flokki söfnunina. Ef slíkir menn kunna að fyrirfinnast hér sem þannig er ástatt um, er það engum til meins að þeir komi fram. Málstaður þeirra fær þá að sjálfsögðu að njóta sín svo sem verðleikar standa til fyrir dómstóli reynslunnar og alþjóð- legu áliti. Ámi Ágústsson Rússar hala nlsst lelnlsal Ililrl nsn en allar llnar aaneMe lidllrnar Síðari hluti ræðu H. Wallace varaforseta IfeC Bandaríkjanna 8. núv. s. I. Gamla lýðræðið reyndist ekki trygging fyrir friði. Nýja lýð- ræðið, sem þjóðir Bandaríkj- anna og Rússlands hafa svo mikinn áhuga á, verður að færa okkur tryggingu fyrir friði. Þetta nýja lýðræði verður hvorki kommúnismi af hinni gamal-dags alþjóðlegu gerð, né lýðræði hinnar úreltu einangr- unar. Á þessum tímum flug- vélanna er það lýðræði alþýð- unnar höfuðnauðsyn, að fyrir hendi sé vilji til þess að styðja alþjóðleg samtök í því að við- halda friði með réttlæti, sem hefur eitthvert vald að baki sér. Svo er fyrir að þakka, að flug- vélarnar, sem útheimta það að friður ríki í heiminum, eru einnig tæki til þess að vernda friðinn. Um það er þessu stríði lýkur hafa hinar sameinuðu þjóðir svo mikla yfirburði í lofti, að þeim ætti að vera auðvelt að framkvæma hvern þann dóm, cem felldur hefur verið sam- kvæmt alþjóðalögum. I Fyrsta grein alþjóðalaga fram- tíðarinnar verður áreiðaníega sáttmáli hínna sameinuðu þjóða. Sáttmálinn mun innihalda Atl- andshafssáttmálann, en engin I ástæða er til þess að viðhalda lengur því nafni, þegar þess er gætt að um þrjátíu þjóðir hafa gerzt aðilar meginatriða hans. í þessum sáttmála verður eins- konar alþjóða stjórnarskrá og að einhverju leyti efnahagsleg trygging fyrir alþjóða friði. Al- þjóðabanki verður að vera og alþjóða orkuver eins og t. d. Tennessee og sem með lágum vöxtum skila því fé sem í þau er lagt samkvæmt þar-um gerð- 1 um áætlunum ’. þessu sambandi langar mig tH að geta samtals við Mólótoff, þegar hann var hér á ferðinni í vor. Eg var að hugsa um at- vinnuleysið og eymdina, sem svo auðveldlega gæti siglt í kjölfar þessa ófriðar og ræddi um nauðsyn þess að hrinda í fram- kvæmd einhverju stórvirki, sem ýtti við mönnum um heim allan og stakk upp á sem samkomu- lagsgrundveUi, að í sambandi við samgönguleiðir í lofti. yrði lagður þjóðvegur frá syðstu mörkum Suður-Ameríku og yfir Bandaríkin og sameinaðist þjóð- vegum og loftleiðum frá Kína, Indlandi, Canada og Alaska yfir Síberíu og áfram til Evrópu og Austurlanda. Mólótoff sagði fyrst: „Þetta getur engin ein þjóð gert“. Svo bætti hann við: „Við munura báðir Hfa þann dag“. Hið nýja lýðræði er í eðli sinu alþjóðlegt, en hefur and- styggð á heimsvaldastefnu og viU framar öllu auka fram- leiðslugetuna ogumleiðafkomu- skilyrði allra þjóða jarðarinnar. Fyrst koma samgöngumál, síðan bætt búnaðarskilyrði, aukinn iðnaðui' og raflýsing sveitanna. Hinar stóru flugvélar og leiknu flugmenn okkar munu, að stríð inu loknu, skapa okkur nýja framtíð. Það er eins víst og að dagur fylgir nóttu. Á grundvelli friðarins getum við gert þá fram tíð, framtíð hins nýja lýðræðis. Eins og Mólótoff lét greinilega um mælt, geta BandarÍKÍn og Sovétríkin ekki ein skapað þennan frjálsa, góða heim fram- tíðarinnar. Kína mun vafalaust hafa mikH Framhald á 4. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.