Þjóðviljinn - 11.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.02.1943, Blaðsíða 1
• •» herínn heldur árangursríhrí sókn á Donels- Gandhi ætlar aðsvelta sig þar til honum verður sleppt Indverski sfcj ómmálamaður- inn Gandhi hefur ákveðið að hefja föstu í mótmælaskyni við ásakanir brezkra yfirvalda í Indlandi, um að leiðtogar Kon- gressflokksins beri ábyrgð á ó- eirðum þeim og blóðsúthelling- um, sem orðið hafa þar í landi undanfarna mánuði Hefur Gandhl lýst yfir því, að hann muni um þriggja vikna tíma aðeins nærast ávaxtasafa og vatni, og muni hann ekki láta af föstunni nema sér verði sleppt úr fangelsi, án allra skil- yrða, Brezki landstjórinn hefur lýst yfir, að hann telji brezku yfir- völdin ábyrgðarlaus gagnvart Alþingi í dag mHMMi vígstöðvunum og í Kákasus Bauði herinn nálgast Karkoff eftir fimm leiðum, og tók í " gær bæina Voltsjansk, 60 km. norðaustur af borginni, og Tsúgú- ! eff, sem er aðeins 35 km. suðaustur af Karkoff, á járnbrautar- ! línunni frá Kúpjansk. r Með sókninni siðustu dagana hafa Rússar rofið allar helztu samgöngulínur milli Karkoffs og suðurvígstöðvanna. J Fyrir norðan og vestan Kúrsk hefur sovéthernum orðið mik- I ið ágengt og brotizt 80 km, inn í „vetrarlínu“ Þjóðverja- Herinn sem sækir fram eftir járnbrautarlínunni frá Kúrsk, er aðeins 17 km. frá Orel. Á vígstöðvunum suður af Karkoff iiefur rauði herinn, sem sækir fram í átt til Asovshafs, tekið nokkra bæi og byggðarlög. Þjóðverjar hafa orðið að skilja eftir mikið af þungum her- Þriðja umræða fjárlag- gögnum. III I fréttastofufregnum segir, að Kósakkahersveitir rauða hers- ins séu komnar inn í úthverfi bæjanna Krasnodar og Novo- rossisk, og einnig sé haldlð uppi þeim afleiðingum, er fastan kunni að hafa á heilsufar Gandhis. Gandhi er kominn yfir sjö- tugt. Hann hefur verið í fang- elsi síðan í ágúst í sumar- „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd, til að gera áætlanir og tillögur um framkvæmdir í landinu, þeg- ar stríðinu lýkur, og he'rinn hverfur á brott. í tillögunum verði að því stefnt, að þfeer frafcn- kvæmdir, sem veita skuli at- vinnu fyrst í stað, verði jafn- framt undirstaða að aukningu atvinnurekstrar og framleiðslu í landinu. Nefndin skal enn.fremur gera tillögur um fyrirkomulag á stór- atvinnurekstri i landinu og af- skipti ríkisvaldsins af þeim mál- um. Lögð verði áherzla á, að skipulag atvinnurekstrarins tryggi sem bezt, að stórfyrirtæk- in séu rekin með almenningshag fyrir augum og að þeir, sem að honum vinna, beri úr býtum endurgjald fyrir störf sín i sam- ræmi við afkomu atvinnurekstr- arins. Nefndin skal starfa í sam- ráði við aðrar nefndir eða stofn- llllill fluMir il Hisa losr nllli- liiiniMlr, iflra ir Hi|U on nlir- liiioo nrUiiri trmkisndi eilir M- ililii n Hn la siíiaritieisníl Á fundi í sameinuðu þingi á þriðjudag voru samþykktar eftirfarandi tillögur til þingsályktunar: anir, sem falin kann að verða athugun á atvinnuvegum lands- manna eða einstökum starfs- greinum og fylgjast sem bezt með starfsemi hliðstæðra nefn- da sem skipaðar verða erlendis. Nefndinni er heimilt að taka sér til aðstoðar sérfróða menn í einstökum verkefnum, sem henni eru falin til meðferðar í tillögu þessári. Kostnaður við nefndarstörfin greiðist úr ríkis- sjóði. Nefndín velji sér formann". Og enn fremur. „Alþingi ályktar að kjósa fimm ipanna milliþinganefnd, er endurskoði og geri tillögur 1 um Iöggjöf, er sjávai'útveginn varðar, og athugi, á hvern hátt stuðningi ríkisins við þann at- ! vinnuveg verði heppilegast fyrir ' komið. Nefndin .skal m. a. taka til athugunar félagsmál útvegs- manna. verzlunarmál þeirra, Framhald á 4. síðu. látlausum árásum á stöðvar- fasistaherjanna á Tamanskaga, austan Kertssundsins- Sovétstjórnin hefur nú í vara- liði stóran skíðamannaher, segir rússneski hershöfðinginn Artem jeff x grein í „Rauðú stjömunni‘( blaði sovéthersins. Þetta varalið verður sent til vígstöðvanna í vetur, segir hers- höfðinginn ennfremur, og það hefur tileinkað sér með erfiðri og víðtœkri þjálfun alla þá reynslu af skíðahemaði, sem fékkst í fyrravetur. Nýjar tegundir skíðahersveita hafa verið þjálfaðar og áherzla lögð á að þær æfðu samvinnu við aðrar hereiningar, einnig þær sem hraðast fara. Um varalið rauða hersins al- mennt segir Artemjeff hershöfð ingi,.að enda þótt stórkostlegt á- tak þurfi til að bæta upp það tjón sem rauði herinn hefur orð- ið fyrir, sé nú verið að þjálfa meiri fjölda ungra fyrirliða en nokkru sinni fyrr, og skipti þeir tugum þúsunda, „en það mun nægja til þess að leysa þau verk efni’ sem bíða okkar“, segir hers- höfðinginn að lokum. Siindmóf Æ*?»s Stefán Jónsson (Ár- manni) vann hrað- sundsbikarinn Sundmót Ægis fór fram í sundhöUinni i gærkvöldi, fyrir fullu húsi. Keppnin um hrað- sundsbikarinn fór þannig, að Stefán Jónsson Á. og Edvard Færseth Æ. voru jafnir og kepptu þeir síðan til úrslita og vann Stefán á 28,3 sek. Edvard var 28,4 sek. — Isl. met í þessu snndi er 27,6 sek, sett af Jónasí Framhald á 4. sfðu. anna Stuttir fundir verða í báðum þingdeildum í dag. í efri deild fer fram atkvœða- greiðsla um þingfrestunartillögu rikisstjómarinnar, en hún var rædd í deildum í gær. Að deildarfundum loknum eða kl. 2 hefst fundur i samein- aða þingi og fer þá fram þriðja umræða fjárlaganna. Fundir í sameinaða þingi munu standa t allan dag og sennilega fram á nótt. Lítill drengur verður fyrir bíl og meiðist I gœr vildi það slys til, að drengur 4. ára varð fyrir bifreið og meiddist mikið. Klukkan langt gengin í 4 í gærdag var bifreið á ferðinni norður Hörpugötu í Skerjafirði og beygði til hægri inn á Góu- götu. Þegar bifreiðin er komin inn á Góugötuna finnur bílstjórinn að eitthvað kemur við hægri hlið bifreiðarinnar. Stöðvar hann bifreiðina þegar. Vinstri handar stýri er í bifreiðinni og fór bif- reiðarstjórinn út vinstra megin, en auk hans voru í bifreiðinni 4 hermenn og fóru þeir út hægra megin. Þegar bifreiðarstjórinn kom að hægri hlið bifreiðarinnar voru hermennirnir að taka upp lítinn dreng við hlið bifreiðarinnar. Hafði hann meiðst allmikið, m. a. hlotið 2 sár á höfði. Var farið með hann á sjúkrahús og gert að meiðslunum, en síðan mun honum hafa verið leyft að fara heim til sín. Drengur þessi, sem er á 4 ári, heitir Einar Erlendsson og á heima á Hörpugötu 9. Alexander hershöfðingi segist von- góðnr um sigur í Túnis SigrarRússa ( Kákasus gerbreytu bernaBarstððunni við austanvert Miðjarðarhaf Alexander, yflrforingi áttnnda brezka hersins, flutti ræðu í gær, og lýsti yfir því, að fasistaherimir hafi verið hraktir út úr Egiftalandi og Líbíu. Áttundi brezki herinn sé kominn inn í Túnis, og mætti segja, að héreftir sé um eina herferð að ræða í Norður-Afriku, en ekki tvær. Hann spáði því að baráttan um Túnis yrði hörð, því fasista- herirnir mundu verja aðgang- inn að mjóa sundinu milli Tún- is og Sikileyjar meðan þess væri nokkur kostur. En Alexander kvaðst vongóðiu- um sigur. Fas- istar ættu fáar hafnir eftir og stöðugar árásir væru gerðar á aðflutningsleiðir þeirra. Virkja- línur þær, sem gerðar hafa ver- ið í Túnis séu ekki miðaðar við ■vélahersveitir og muni því ekki verða fasistum sú hjálp, sem al- mennt sé talið. Hinir miklu sigrar Rússa i Kákasus hafa gerbreytt hernað- arstöðunni við austanvert Mið- jarðarhaf, sagði Alexander hers- höfðingi. Með því að hrekja Þjóðverja burt úr Kákasus, hef- ur hættunni af innrás i fran ver ið bægt frá, en við það losnar mikill her, sem áreiðanlega verð ur notaður annarsstaðar. Rússlandssðfnun brezkra hermanna á fslandi orS- in 3 263 krðnur Fyrir nokkrum dögum var frá þvi sagt hér í blaðinu, að brezki herinn hér á íslandi hefði hafið söfnun til styrktar Sovétríkj- unum, og Daily Post myndi veita gjöfum til söfnunarinnar móttöku. Nokkru síðar birti Daily Post eftirfarandi bréf frá Róbert Ross Framhald á 4. síðu. C

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.