Þjóðviljinn - 12.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1943, Blaðsíða 1
Ifll I ¥1 mm ^Agangur Föstudagur 12. í'ebrúar 1943. 34. tölublað. trsýj: ■'m.vvá_ Aðalfundur Þvotta- ' kvennafélagsins Fyrir nokkru siðau hélt þvottakvcninafélagið Freyja aðalfund sinn. Var stjórnin öll endurkosin en hana skipa: Forxnaður: Þuríður Friðriksdóttir, vara- formaöur: Petra Pétursd., rit- ari: Áslaug Jónsd., gjaldkeri: Sigríöuj- Friðriksdóttir, með- stjómandi: Þóra Halldórsdótt ir. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir eflingu fé- laginu. Fundm'inn rœddi nauðsyn þess að byggt yrði nýtt fæð- ingarheimili í bænum og sam þykkti áskorun til ríkis og bæjarstjórnar um að leggja fram nægilegt fé til þeirrar stofnunar. Churchill sk! írir frá Ca< sablancaráflsteinunnl aráælli !0 1 M íao •4j v S | ^CííBB- • iBanl Bandaríska hershdfðingíanum Eisenhower falin yfír~ hersljórn áttunda btczha hersíns Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, flutti ræðu í neðri málstofu brezka þingsins í gær, og var efni ræðunnar styrjaldar- ástandið og horfur Churchill lýsti yfir því, að á. Casablancaráðstefnunni hafi náðst algert samkomulag um hernaðaráætlun Breta og Banda- ríkjamanna næstu 9 mánuði, og sé nú aðeins eftir að útfæra þær áætlanir í smáatriðum og framkvæma þær. Áætlanir þessar miða fyrst og fremst að því að draga þýzkan her frá austurvígstöðvunum og vinna bug á kafbátahættunnL Churchiil skýrði frá að þær breytingar hefðu verið gerðar á Breytingartillögur við 3. fjárlaganna ræddar í Lmræðu nótt Fjárlögin vom til þriðju umrafðu á alþingi í gærdag og langt fram eftlr kvöldi. Var óvíst að umræðunni yrði lokið í nótt er leið. Hér fara á eftir ýmsar breytingartillögur, sem fram voru lagðar við þriðju umræðu. Eins og við var að búast, eft- ir þá óvenjulegu og flausturs- legu meðferð fjárlaganna, við 2. umræðu, hefur borizt urmull af breytingartillögum frá einstök- um þingmönnum, auk breyting- artillaga fjárveitinganefndar nú við 3- umræðu. Eins og menn muna, vanrækti nefndin að gera breytingartillögur við 2. um- ræðu um tekjuhlið frxunvarps- ins og um þær greinar þess, sem f jalla um verklegar framkvæmd ir. Þingmenn sósíalista víttu þessa aðferð og gerðu að tillögu siirni, að nefndin athugaði þá þegar við 2. umræðu þessar greinar frumvarpsins, svo að hægt væri að fá heildaryfirlit yfir fjárlögin við 3. umræðu, svo að þingmenn gætu frekar gert tillögur sínar, með það fyr- ir augum. Þeir bentu ennfremur á það, að þessi meðferð fjárlaganna gerði það að verkum, að í raun og veru yrði ekki nema éin urh- ræ.ða um fjárlögin, þau lög þingsins, sem þjóðarheildina varðar raestu. Þeir bentu enh á að hún myndi verða til þess, að eins líklegt væri, að þirigið afgreiddi tekjuhallafjárlög og hitt, sem sagt, að með þessari aðferð yrðu fjárlögin afgreidd í Windni Þrátt fyrir þetta var það sam- þykkt af hjnum flokkunum gegn atkvæðum sósíalista, að þessi flaustursmeðferð yrði við- höfð. Það hefur nú sýnt sig, að þing menn sósíalista höfðu rétt að mæla. Nú við 3. umræðu liggja fyr- ir mjög margar tillögur frá þing mönnum, allar til hækkunar og þorri þeirra eru þarfar og nauð- synlegar, og eru þessar helztar: Þingmenn Reykjavíkur, allir 8, saman og uppbótarþingmenn- imir af listunum í Rvík, flytja eftirfarandi tillögur: Veittar verði 600.000 kr. til fæðingardeildar í sambandi við Landsspítalann, gegn jöfnu framlagi frá Reykjavíkurkaup- stað, enda verði samkomulag við hánn um fyrirkomulag bygg ingarinnar og rekstur deildar- innar. Til vara, að veitt verði 300.000 krónur gégn tvöföldu framlagi frá Reykjávíkurkaupstað. Sömu þingmenn flytja þá til- lögu að í stað 5000 00 krónur til Gagnfræðaskóla Reykj avíkur verði veittar kr. 53333.00. Enn- fremiir að til Bæjarbókasafns Reykjavíkur verði veittar 25.000 kr. í stað kr. 8000.00. Þá flytur Áki Jakobsson breyt Framh. á 3. síðu. herstjórn Bandamanna í Norður- Afríku, að hér eftir lúti áttundi brezki herinn y-firstjórn banda- ríska hershöfðíngjans Eisen- hower, og verður Alexander hers höfðingi varayfirforingi tekur Við starfi Alexanders tekur Maitland-Wilson, er verið hefui' yfirhershöfðingi 9. og 10. brezka hersins í írak og íran, en ekki Dómur í áfengismáli. í gœr kvað sakadómari upp dóm í máli réttvísinnar gegn Ólafi Jóh. Jónssyni, er falsað hafði leyfi, er hann hafði fengið fyrir undanþáguvíni., gj j Málavextir eru sem hér segir: 27. f. m. fekk dæmdi, Ólafur J.' Jónsson, afhentah seðil hjá út- sölumanni áfengisverzlunar rík- isins fyrir 1 flösku af brennivíni og greiddi hana með 30 kr. Áður en hann framvísaði af- hendirigarseðlinum til afgreiðslu falsaði hann seðilinn þannig, að í stað einnar flösku setti hann 10 flöskur (bætti einu núlli við!), og í stað 30 kr. setti hánn 300 ki'. (bætti aftur einu núlli við). Síðan fór hann og fékk afhent ! ar 10 flöskur, án þess að háfa ■ greitt nema 30 kr. Hann var dæmdur fyrir skjala fasl í 4 mánuða fangelsi, skil- orðsbundið og sviptur kosningal' rétti og kjörgengi. Ennfremur var hann dæmdur til að greiða 180 kr. í skaðabætur til áfengis- verzlunar ríkisins, en það er andvirði 6 flaskna af brenriivíni, en þrem flöskum skilaði hann óeyddum. Þá var hann og dæmd ur til að greiða málskostnað. hefur enn verið skipaður eftir- maður Maitland-Wilsons. Cunningham flotaforingi verð- ur yfirmaður alls flota Banda- manna á Miðjarðarhafi og Tedd- er flugmarskálkur yfirmaður flughers Bandamanna í Miðjarð- arhafslöndum, en báðir lúta þeir Eisenhower í því er snertir sam- vinnu landhers, flughers og flota Giraud hershöfðingi hefur sameinað her sinn Bandamanna- herjunum í Túnis, og lýtur franski herinn yfirstjórn Ander- sons hershöfðingja, ýfirmanns 1 brezka hersins. Churchill tilkynnti að þegar eftir Casablancaráðstefnuna hafi fulltrúar hans og Roosevelts forseta farið austur í Asíu, og setið þar ráðstefnu með Wavell, yfirforingja Bandamannaherj- anna í Indlandi og Sjang Kaj- sjek, yfirhershöfðingja Kínverja. Sir Johri Dill var fulltrúi Chur- chills en Ai'nold hershöfðingi fulltrúi Roosevelts. Á þessari herforingjaráðstefnu var einkum rætt um þau atriði Casabláncaráðstefnunnar, er ánerti Japan. Sambvkkt Msmæflra- íeiogsinv um isð- ingasofnun Á fundi í Húsmœðrafélagi Reykjavíkur er haldinn var 8. þ. m. í Oddfellow, og rætt var um stækkun fæðingarstofnunar Landspítalans, var svofelld til- laga samþykkt í einu hljóði: „Húsmæðrafélag Reykjavíkui: er því eindregið fylgjandi ' að fæðingarstofnun Landspítalans verði stækkuð svo fljótt sem auðið er, þar sem iyrirsjáönlegt er, að með hverju árinu sem .líður, verður þörfin þar meiri. Jafnframt lýsir félagið ánægju sinni yfir því, hvað bæjarstjórn Reykjavíkur hefur tekið þetta mál föstum tökum, og væntir þess fastlega að heilbrigðismála- stjórn og Alþingi ljái T?vi lið sitt og framgang“. leikir barna Hættulegir leikir barna hafc með skömmu millibili valdið al- varlegum afteiðingum. f annað skiptið dauða, en 'í hitt skiptið urðu afleiðingar leiks ins þœr, að (Itill drengur missir sjón á öðru auganú. Áður hefur verið sagt frá því, þegar drengur beið bana af því að hanga aftan í bíl. Fyrir skömmu hafði annar hættulegur leikur alvai'legar af- leiðingar. 12 ára gamali drengur var að leika sér að boga úti á götu. Á götimni var einnig 8 ára drengur Ör af boga eldri drengsins lenti í öðru auga litla drengsins. Farið var með hann til lækn- is og var fyrst álitið, að um ekk- .ert alvarlegt væri að ræða, en nú er komið í ljós, að drengur- inn muni missa sjón á auganu. Er hér um svo hættulega leiki að ræða, að fullorðnum ber Framhald á 4. síðu. Sovéthersveitir sem sækja fram frá Novotserkask taannrrfulö 40 km. frá Rostoff. Sovéthersveitir tóku í gær jámbrautarbæinn Losovaja eftir harða bardaga, Bær þessi er suður af Karkoff, og 80 km. norð- austur af Dnépropetrosk, og er talið að taka borgarinnar auki mjög á erfiðleika þýzka hersins milli Danets og Dnépr. Með töku Losovaja er rofin síðasta járnbrautin frá Karkoff til Donetsvígstöðvanna. Þær hersveitir Rússak sejn næst eru Karkoff, voru í gær aðeins 24 km. frá borglnni. Athyglin beinist nú á ný að Rostoff, en Rússar hafa rofið járnbrautarlínuna milli Rostoff og Novotserkask, og tóku í gær 5 bæi I sókn sinúi suður frá þeirri borg. Rr sá her aðeins 40 km. frá Rostqff. Herinn á syðri bakka Donfljótsins héfur enn ekki i'kpmizt yfir fljótið, nema fámeliriár sveitir. Harðir' bai'dagar halda áfram í Vestur-Kákasus, og játaði þýz;ka herstjórnin i gær, að horfurnar væru víða slæmai' fyrir fasistaherina, einkum ættu þeir örðugt um vöm í nánd við Novorossísk, því landgönguher Rússa haldi þar uppi látlausum árásum; á stöðvar Þjóðverja og Rúmena. í Moskvafregnum segir að stöðugt þrengi að .leifiun Káka- sushersins, og háfi rauði herinn tekið mörg þörp á Krasnodar- svæðinu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.