Þjóðviljinn - 13.02.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.02.1943, Qupperneq 1
8. árgangur. Langardagur 13. febrúar 1943. 35. tölublað. ^.Glæsíle^astí dagur sovéfsóbnarínnar:## Sattl, Uarisllaush o; ttrasii Iraulsl Fasísfaherírnír i Donefshéruðunum í sívaxandi hæffu. — Fréftarítarar í Moskva telja varnarkeifí Þjóðverja á suð- urvígsfoðvunum vera að leysast sundur Frestun Alþingis ákveðin í gær var lokJð afgreiðslu Alþingis á írumvarpi ríkls- stjómarinnar, um að fresta reglulegu Alþingi ársins 1943 til 1. október n. k. Á frumvarpinu var gerð bú breyting, að í stað frestunar til 1. okt. skyldi hún ákveöln þannig: „Reglulegt Alþingi árslns 1943 skal koma saman eigi síðar en 4 dögum eftir að aukaþinginu, er hófst I nóv- ember 1942, hefur verið lokiö, þó ekki sfðar en 15. apríl'*. Verður því aukaþingínu, sem nú stendur haldið áfram meö- an þurfa þykir, en 4 dögum eftir að því verður lokiö, sem vænta má að verðl einhvern- tíma í næsta mánuði, kemur hið reglulega þing ársins sam- an. Er fregnir höfðu borizt seint í gærkvöld um nýja stórsigra rauða hersins á Donetsvígstöðvunum og í Kákasus, hikuðu brezkir herfræðingar ekki við að telja daginn „glæsilegasta dag sovétsóknarinnar“, og erlend- ir fréttaritarar frá Moskva létu í ljós það álit á atburð- unum á Donetsvígstöðvunum, að „allt varnarkerfi Þjóðverja á suðurvígstöðvunum virtist vera að leysast sundur“. Í aukatilkynningu sem útvarpað var frá Moskva í gærkvöld er skýrt frá því, að í gær hafi rauði herinn tekið borgina Sakti, sem er mikil iðnaðarborg og miðstöð kolanámuhéraðsins norður af Novotserkask og tvær aðrar borgir í Donetshéruðunum, Vorosilovsk og Krasni Armeisk. Krasni Armeisk er 20 km. vestur af Stalino og hafa Rússar með töku hennar rofið aðaljámbrautina til vesturs úr Donets- héruðunum, á kaflanum milli Stalino og Dnépropetrovsk. •— Vorosilovsk er 40 km. suðvestur af Vorosiloffgrad. Og síðast en ekki sízt: Rauði herinn tók í gær Krasnodar, aðalborg Kúbaniandsins í Kákasus. ógna Dn.égi£petrovsk. Stríðsgróðamenn hðta árásum á grunnkaup verkamanna Gísli Jónsson talar fyrlr þeirra hönd í sameinuðu þingi. í gær var til umræðu í sam- einuðu þingi tillaga ríkisstjórn- arinnar um að greiða áfram þá grunnkaupshækkun til starís- manna ríkisins, sem samþykkt var í fyrra að greiða til 1, Júlí þ. árs. f tilefni af þessu hélt Gísli Jónsson ræðu þar sem hann réðst á ríkisstjómina fyrir þessa tillögu og kvað henni nær að hjálpa atvinnurekendum til þess að lækka grunnkaupið nú um mitt árið, því þá stæðu til mikil átök um grunnkaupið. Þeir Sigfús Sigurhjartarson Stefán Jóhann og Einar Olgeirs- son tóku til máls gegn þessari stríðsyfirlýsingu stríðsgróða- mannanna á hendur verkalýðn- um. Pramh. á 4. síðti. Sókn rauða hersins á Don- | unni atsvígstöðvimum vekur geysi- athygli um allan heim. Herfræðingur enska blaðs- ins Times segir í gær að fregn unum töku borgarinnar Loso- vaja hefi verið góð fregn. Fyr- ir nokkrum dögum hefði það þótti ótrúleg bjartsýni, að rauði herinn mundi á næst- mrðmenfl nMw að hnfjnsí hnnda Wilheln Hansteen, ylirhershðfðlngi alls herafla Nnrðmanna, ræðir við blaðamenn Wilhelm Hansteen hershöfðlngi, yfirmaður norska hersins, er staddur hér um þessar mundir. Hann er hér á eftirlitsferð til þess að kynna sér þær einingar norska hersins, sem hafa bæki- stöðvar á íslandi Hershöfðinginn átti tal við blaðamenn í gær, á heimili norska sendiherrans. Hann skýrðl frá staríi norskra hermanna og sjó- manna í þjónustu samciginlegs málataðar Bandamanna. Á síöastliðnu ári hefur her- styrkur Norðmanna vaxið að mun. Þeim hafa bætzt skip að miklum mun og hafa nú yfir að *áða um 60 skipum, stór- um (fg smáum, til ýmiskonar hernaöaraögerða. Þé má *kki gleyma verzlunarflota þeirra, sem að stærð er þriðji eða fjórði í röðinni í heiminum. Norðmenn eiga einnig tals- verðon flugher og hefur hann látiö til sín taka að undan- Fcamhsdd á 4. siðu. Nú sé það staðréynd! Fyrir nokkrum dögum hafi menn spurt hvern annan: Ætla Þjóðverjar að hörfa með heri sína úr Donetshéruðunum? Nú sé spurningin orðin þessi: Geta ÞjóÖvei'jar hörfað með heri sina úr Donetshéruðun- um? Krasnodar og Sakti eru stærstu borgimar sem rauöi herinn hefur tekið 1 sókninni; í Krasnodar er um 200 þús- Framhald á 4. síðu. Stjórn Iðju öll endurkosin Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks, var haldinn í Iðnó í gærkvöld. Formaður flutti skýrslu stjóm arinnar um starf félagsins á liðna árinu. Stjórn Iðju var öll endurkos- in, en hana skipa: Björn Bjama- son formaðxu*, Jón Ólafsson vara formaður, Halldór Pétursson ritari, Hafliði Bjarnason gjald- keri, og Sigurlína Ámadóttir, Guðlaug Vilhjálmsdóttir og Sig- þrúður Bæringsdóttir meðstjóm endur. Varastjórnin var einnig end* íirluwin islenzha uerhli III siumtar Souátrlliiiuin er haui Söfnun fulltrúaráðs verklýðsfélaganna til styrktar Sovétríkjunum er nú hafin. Ávarp fulltrúaráðsins um þessa söfnun er birt á þriðju síðu Þjóð- viljans i dag. Sovétrikin hafa fært þyngstar fórnir allra þeirra ríkja, sem nú heyja stríðið gegn kúgunarherferð nazismans. Þau hafa misst í því stríðí helm- ingi fleiri menn en allar hinir þjóðirnar til samans, sem nú berjast gegn nazismanum. Stór hluti af landi þeirra hefur verið hernuminn og enn stærri hluti gerður að hernaðarvettvangi, landið sviðið, borgirnar skotn- ar í rústir, fólkið í hernumda hluta landsins drepið eða hneppt í ánauð þýzkra nazista. Á annað ár hefur rauði herinn varizt sókn nazistanna, þar sem öllum mætti þýzka hersins var beitt og þar með hindrað sigurför naz- ismans. í Bretlandl og Bandaríkjunum hefur undanfarið verið safnað miklu fé tii Rauða kross Sovétríkjanna, til þess að létta þjáningar þeirra þjóða, sem háð hafa hetjulegustu baráttu gegn grimmd og kúgun nazismans. íslenzk alþýða — íslenzka þjóðin — mun vart láta á sér standa til þess að leggja fram sinn litla skerf, tll þess að iétta þjáningu þeirra þjóða, sem hetjuiegast hafa barizt fyrir frelslnu. Fljtja ÞjóðvErjar her yfir Svíþjóð til austurvígstöðvanna með leyfi Svía? Sænska blaðið Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning deilir á hina „furðulegu hlutleysisstefnu“ ríkisstjórnarinnar. Fyrst ríkisstjórnin mótmælir því sem skerðingu á hlutleysi Svíþjóðar, að erlendar flugvélar fijúgi yfir landið, skyldi maður ætla að hún væri á verði um hlutleysið til hins ýtrasta. En vér höfum sjálfir skert hlutleysi lands vors með því að leyfa þýzku herfylki að fara yfir sænskt land áleiðis til Rúss- lands. Vér höfum sjálfir skert hlutleysi lands vors með því að Ieyfa þýzkum her yfirferð til Noregs og frá Noregi, Sá dagur getur komið að land vort verði látið gjalda þessarar furðulegn hlutleysisstefnu rlkisstjórnarinnar. Á þessa leið er efni greinar er birtist í hinu heimskunna sænska blaði „Göteborgs Han- dels- och Sjöfartstídning11, að því er segir í norskri útvarps- frétt frá London. Greinin er birt í tilefni af mót mælum sænsku stjórnarinnar vegna þess að brezkar flugvél- ar hafi flogjð yfir sænskt land í árásarleiðöngrunj tiJ Þýzka- iands. flrekstur í gær varð árekstur milli ís- lenzkrar bifreiðar og herbifreið- ar. Bifrelðarstjórinn íslenzki og maður sem með honum var, meidd- ust allmikið og var gert að meiðsl- um þeirra í sjúkrahúsi. ,J\lýs og menn“, leikritið eftir hinn heimsfræga amer.ska rithöfund, John Steinbeck, verður leikið í út- varpið i kvöid ki. S.30. r •

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.