Þjóðviljinn - 13.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1943, Blaðsíða 3
WÖÐVH4JHIR aí.oaaa»3 Ávarp frá stjórn fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík Islenzki verkalýðurinn og þjóðin öll hefur fylgst af sívax* andi áhuga með frelsisstriði því, er lýðræðisþjóðimar heyja ná gegn kógunar og ofbeldisstefnu nazismans. tslenzku þjóðinni hefur skilizt, að frelsi hennar og framtíð og öll örlög eru undir því komin, að lýðræðisþjóðimar vinni fullnaðarsigur í þessum hildarleik. Hún hefur því fyllzt djúpri samúð með þeim þjóð- um, er nazistar hafa undirokað og hrundið út í ósegjanlegar hörmungar, en jafnframt hefur hún lært að meta þá stórfeng- legu og fómfreku baráttu, sem þjóðir Bandamanna heyja fyrir frelsi alls mannkyns. Vegna þessarar ótviræðu samúðar með málstað lýðræðisins og þeirra þjóða, er berjast fyrir frelsins, vegna þess, að íslenzka þjóðin hefur i skjóli þessarar baráttu komizt hjá mestu hörm- ungum styrjaldarinnar, finnur hún til þeirrar siðferð'isskyldu að sýna eitthvert merki þeirrar samúðar með þeim, sem orðið hafa að þola þrautir og þjáningar í baráttunni. í þvf skyni hafa Islendingar safnað hundruðum þúsimda króna handa frænd þjóð vorri, Norðmönnum. Og í sama skyni hefur fulltrúaráð verk lýðsfélaganna í Reykjavík ákveðið að hefjast handa um almenna fjársöfnun handa Rauða krossi Sovétríkjanna Þjóðlr Sovétríkjanna em meðal þeirra, sem mestu hafa fórnað í styrjöldinni gegn nazismanum. Á þeim hefur megin- þungi hinnar ægilegu sóknar fasistaherjanna hvilt. Tugir * milljóna af alþýðu þessara þjóða hafa orðið að þola ógnarstjóm og hryðjuverk nazísta. Þjóðir Sovétríkjanna hafa nú um skeið orðið að neita sér um flestar nauðsynjar til þess að hægt væri að birgja herinn til fullnustu. Þær skortir mat, kiæðnað, hjúkr- unargögn og fleira. í annarri mestu borg landsins, Leníngrad, hefur geisað hungursneyð vegna sextán mánaða umsáturs óvina- hers. Þjáningar Sovétþjóðanna hafa eigi verið minni en fómir þeirra, hetjudáðir og sigrar, sem vakið hafa aðdáun allra frjáls- huga manna. Tilgangurinn með söfnun þeirri, sem fulltrúaráð verklýðs- félaganna gengst nú fyrir, er sá, að sýna nokkum lit á því að vér kunnum að meta fómir þeirra, sem nú berjast I fremstu viglínu, og viljum leggja nokkuð af mörkum til að draga örlltið úr þjáningum þeirra. I flestum öðrum frjálsum löndum hefur siík söfnun farið fram og borið góðan árangur. Karlar og konur af öllum stéttum og flokkum hafa tekið þar liöndum saman, og fremstar í söfn- unarstarfinu hafa þær staðíð, kona Churclxills forsætisráðherra Breta, kona Roosevelts Bandaríkjaforseta og aðrar heimsfrægar konur. Þessi samtök hafa með f jársöfnun sinni bjargað þúsund- um mannslifa. þótt fulltrúaráð verklýðsfélaganna hefji þessa fjársöfn un hanria Rauða krossi Sovétríkjanna, er öllum öðrum sam- tökum svo og hverjum einstaklingi heimil hlutdeild í hennL Forseti brezka verkamannasambandsins hefur tjáð sig fúsan til að koma áleiðis þvi fé, er safnað verður. Vér heftnm á aHan verkalýð íslands að taka sem almennast- an þátt í fjársöínun þessari. Vér faeítxim á alla íslenzku þjóðina að láta nokkuð af hen. rakna og votta með þvi hetjulegri og fórnfrekri baráttu Sovév þjóðanna samúð sina. Stjóm Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík. Flelnr WAUi nn afgreltt Eftir að þingmenn úr öllum flokkum nema Sósíalista- flokknum höfðu nærri eyðilagt fiskveiðasjóðsfrum- varpið í efri deild, tókst sósialistum að bjarga málinu aftur f neðri deild. Laugarclagur 1.3. febrúar 1943. |l!ð«IVlUINN Útgefandi: Someiningarflokkur alþý/u Sósialistaflakkurinn Ritstjórar: Einar Olgeireson (áb ) fiigfós SigurbjartarsAC Rit<«tióm: Garðorstrceti 17 — Vílti gaprent Sími 2270. \fgreiösla og auglýsingr skrif- stofa, Austurstræti 12 (1. fiími 2184 Vlkingsprent h. f. GarSa<strœti 17 Nú er eftir yðvarr hlutur Söfnunin til ágóða fyrir Rauða kross Sovétríkjanna hefst í dag. Verkalýðsfélögin í Reykjavík hefjast handa. Og það mun sýna sig, að þorri þjóðarinnar mun taka imdir þá viðleitni, sem hér er hafin. Hvergi hefur þýzka herbákn ið valdið ægilegri eyðilegg- Ingum en í Sovétríkjunum. Vér minnumst þess íslend- ingar, að þegar nazistaherinn réðist á Sovétríkin, þá var um það fyrir hann að velja að ráðast á þau — austur á bóg- inn, — eða heíja úrslitaárás í vesturátt, á England og. ís- land. Vér vitum hvað vor hefði beðið þá. Engar þjóðir hafa hugrakk- ar mætt ógnum nazismans en þjóöir Sovétríkjanna og hefm þó ekki skort hugrekkið hjá Norðmönnum, Serbum eða mörgum öðrum þjóðum. Engar þjóðir hafa fómaö jafn hiklaust og djarft sem Sovétþjóöirnar, til þess að sig urinn vinníst í þessari styrj- öid. Þegar rússneski bóndinn kveikir í húsinu stnu tii þess aö þýzkir hermenn fái þar hvergi skjól, — þegar akram- h- eru sviðnir, ef ekki tekst aö koma konúnu burtu í tíma, tíl þess aö nazistarnir fái þar ekki mat, — þegar þúsxuidir og aftur þúsimdir manna og icvenna, sem ekki komust und- an, leggjast út í skóginn, til þess aö heyja skæruhernaðinn gegn Þjóðverjunum, — þegar Dneprostroj er sprengt í loffc upp, — þegar helmingurimi af íbúxun Leningrads fómar lífinu fremur en gefasfc upp, — er þá ekki veriö að fremja slíkar hetjudáðir fómfýslnnar, Hð hverri einustu þjóð, sem r'relsi ann, ber að sýna sifVnm nönnum samúð sína og virð- igu ^ verki án tilllte tdl þess, iivaða skoðanir menn hafa. Og svo afrekið mikla við ntalingrad, — vörnin óviðjafn rnlega, sem barg öllu mann- kyninu frá lengfi sfcyrjöld og hugsanlegum heimssigri naz- ismans, — ekki mun það sfður koma við oss íslendinga, en í ðrar þjóðir. Fátfc hefur slfk áhrif á oss islendmga, sem drenglund, fómfýsi og tryggð, — það eru dyggðir, sem vér frá upphafi tUveru vorrar, sem þjóöar höf- um lært að fcigna. Frá bamæsku höfum vór lært að dázt að tryggð Þóröar Káxasonax, er hann vildi held- ux brenna inni meö fóstru sinni og fóstra en skilja viö þau. Drenglund Ingjaldar í Hergiisey stendiu enn fýrir hugskotssjónum vorum, sem , eitthvert glæsilegasta for- daami, er vér þekkjum. Vöra Grettis og fómfýsi Illuga er skáldum enn yrkisefnl Og enn lifir þessi andi meo þjóð vorri. Hetjiunar á blóði stokknum Fróða, — særöar og deyjandi undan kúlum naz- ista, eða þeii', sem aeðrulausirj dóu á Reykjaborginni — sýna oss, að það eru engir ættlerar, sem byggja nú þetta land. | Og nú er drengiund, tryggö-i og fómfýsi, sýnd í ríkari mæli| en nokkru sinni hefur þegar: þekkst. af hálfu þjóða þeirrav , er byggja Sovétríkin. , f Á þá að standa á oss íslend- ingum að sýna þeim vott um I frumvarpi því um fiski- veiðasjóð, er legið hefur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir þrem- ur megin breytingum til veru- legra bóta frá núgildandi lög- xun. 1. Tekjur fiskiveiðasjóðs verða stór auknai’, þar sem í hann á að renna allt útflutn- ingsgjaldið af sjávarafuröum er fram að þessu hefur runnið í ríkissjóði. S. 1. ár mun þetta gjald hafa numið rúmum 2 millj. króna. 2. Útlánsvextir sjóðsins eiga að lækka úr 414% í 3%. 3. Ríkissjóður á að leggja 2 millj. kr. í sérstaka deild inn- an sjóöins til styrkveitinga úr á byggingu fiskibáta. Með atkvæðum nokkurra Sjálfstæðismana og Framsókn annanna var samþ. í efri deild að hækka aftur útlánsvextina, frá því sem n. d. hafði ákveð- ið þá, — úr 3% upp í 4%. Allir þingmenn Sósíalistafl. greiddu atkv. gegn þessarí breytingu. Þingmenn þessars sömu flokka og auk þeirra A1 þýðufl. samþykktu auk þessa að breyta því ákvæði, að full- trúar sjómanna og útgeröar- manna úthlutuðu bátabygg- ingastyrkjunum eftir ákveðn- um reglum, sem þar yrðu um settai'. En í stað þess samþ. þeir, gegn atkv. sósialista áö fela bankastjórum Útvegs- bankans að úthluta styrkjun- um. Öllum má vera það ljóst, að sú tilhögun að fela sömu aðil r um að úthluta styrkjum tilf útgerðarmanna, og þeim serrí íána eiga útgerðarmönnum o:| dga við þá margvísleg skulda E skipti, — er alveg fyrir neðar f allar hellur. Auðvitað er stór! hætt á þvi, að þeir aðilar, sen | 'oankinn er kominn í fjárhagí j ’ega hættu með, fái fyrst or , 'remst styrkina. Með þessu á kvæði vai* spillingunni boðic hedm. í þessu sambandi er rétt a‘ minnast þess, að það er unc Bj arleg umhyggja fyrir útgn p og sjómönnum, sem Aiþýðufl.- menn bera, er þeir greiða at- kvæði gegn þvi, að fulltrúar útgm. og sjómanna skuli út- hlute. sfcyrkjunum. í tillögu sósíaiista var Iagt til að 3 menn úthlutuöu styrkjunum, einn frá Farmanna- og fiski- mannasambandinu (sá yrði fulltrúi yfirmanna á skipun- vél- stj.), annar frá Flskifélagi ís- lands (fulltrúi útgm.) og sá þriðji frá Alþýðusambandinu, sem fulltrúi sjómannanna. Þegai- t. d. þannig hafði hækkað vexina og falið þeim aðila úthlutun styrkj- anna, sem sízt mátti, þá gerðu sósíalistar tilraim til að bjarga málinu, en ekki til að draga málið eiiis og Alþbl. er að fleiprað með. Tillaga sú, er m.' d. samþ' með eins atkv. meíri hluta var um þaö, aö breyta því ákvæð'i að veita styiki úr sjóðnum, en í stað þess' skyldi veita vaxta- laus lán og afborgunarlaus fyrstu 5 árin. Vaxtalaus lán koma aö sömu notum og styrk irnir, en útiloka margvíslega misnotkun, sem styrkjaleiðin oftast heftu’ í för með sér. Ef fiskiveiðasjóðsfrumv. verður samþykkt í e„ d. eins og það nú liggur fyrir verður þaö út- geröinni til mikils stuðnings. Þá ættu t, d. allir þeir, sem byggja fiskibáta í ár að geta fengið 1. veðsréttarlán úr sjóðnum, sem nemur 50—60% af byggingarkostnaði. Auk þess geta þeir fengið 2. og 3. veðréttarlán 25% af bygging- arkostnaðinum, vaxalaust í 10 ír og afborgunarlaust í 5 ár. Með þessu má telja að skilyi'öi fcil þess að ráöast í bátabygg- ingu haii vexáð stórkostlega bætt og afleiðing þess mun veröa sú, að ráðist verður í fleiri bátabyggingar en að ondanförnu. Það eru því alger ósannindi hjá Alþ.bl., er það segir að eyöilagt hafi verið ágætt mál, meö þeirri breytingu að á- kveða yaxtalaus lán 1 stað úyrkja úi' fiskiveiðasjóði. Styrkjapólitíkin hefur leitt n.óg illt af sér að undanfömu í okkar landi, þó enn sé ekki haldið áfram á þeixri braut. Útgerðin þarfnast ekki styrkja. hún þarfnast eðlilegra og sanngjamra starfsmöguleika. Útgerðin þarf að losna við okurvexti, og önnur ókjör, sem braskaralýður landsins leggur henni á herðar. Til þess að báta- og skipabyggingar haldi hér áfram og aukist frá því, sem verið hefur að undan- fömu þarf að skapa mögu- leika fyi’ir þá, sem við útgerð fást til þess að koma sér upp bátum og skipum, gera þeim kleift að komast yfir hinnháa Framhald á 4. síðu. múð vora í verki? - Nei, slíkt má aldrei skiDsti.. stvrim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.