Þjóðviljinn - 17.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1943, Blaðsíða 1
r» yn, ^,'«^iMiiggt8rea^3^>'a^gKPBía-BTCT,,lii^-''- 8. áxgangur. Miðvikudagur 17. febrúar 1943. 38. tölublað. i rauOa herslns Sovéihersveítír tófcu borgína í <gær med áhlaupí og sígr~ uðu sefulíðíð í hörðutn götubardogum. — Tangarsókníu míkla í Donefshéruðunum heldur áfram ¦¦'¦,'¦ ¦ ¦. ' . '¦ ....¦• :.-\^ v.1 ¦;¦,-,¦¦¦:.,¦.,¦„¦¦¦¦¦¦¦,¦; -'*¦ ¦ .-..-•.....¦ .¦¦,,,,,a2- ¦¦,¦¦,,,, ,.¦.;?,,.,,,¦¦,,-¦, Iðnaðarhallirnar í Karkoff. — Þær voru einhverjar glæsilegustu iðnaðarbyggingar í heimi. í bardögunum, þegar nazistarnir náðu Karkoff, var borgin skotin í rústir, en nú er Karkoff aftur í höndum sovétþjóðanna, sem munu byggja hana að nýju, fegurri en fyrr. Á miðri vöku í gærkvöld hætti Moskvaútvarpið snögglega sendingu á léttri tónlist. Eftir örstutta stund hófst útvarp á ný með stefi úr frægum rússneskum sigursöng, og síðan var lesin þrívegis tilkynning um einn glæsilegasta sigur rauða hersins: Karkoff tekin í áhlaupi. í tilkynningunni segir: Hinn 16. febrúar tók sov- éther Karkoff í hörðu áhlaupi, er lauk með áköfum götubardögum. í þessum orustum var sigrazt á S.S.- herfylki, tveimur skriðdrekaherfylkjum, vélaherfylki og mörgum fótgönguliðsherfylkjum þýzkum. Sovét- hersveitirnar sem tóku borgina, voru undir stjórn Golikoffs hershöfðingja. Karkoff var þýðingarmesta bækistöð fasistaherjanna á suð- urvígstöðvunum. Borgin er með stærstu borgum Sovétríkjanna og mesta iðnaðarborg Úkraínu. Þar var þýðingarmikill her- gagnaiðnaður, og töldu Þjóðverj ar að taka hennar yrði rothögg á hergagnaframleiðslu Rússa og þar með bardagamátt rauða hersins. „Sízt hefði þá dreymt um, að Kússar ættu eftir að koma til Karkoff og taka borg- ina með sveitum skríðdreka, sem smíðaðir eru í nýjum iðn- aðarborgum austan Úralfjalla", sagði herfræðingur norska út- varpsins í gærkvöld. Þýzki herinn tók Karkoff 24. október 1941, og fórnaði 120 þús und mönnum í sókninni til borg arinnar. Á þeim 16 mánuðum, sem borgin hefur verið á valdi Þjóðverja, hafa þeir komið upp geysiöflugu virkjabelti kringum borgina, og notað hana sem að- albækistöð fasistaherjanna á suðurvígstöðvunum. Karkoff er mesta járnbrautar- borg í suðurhluta Sovétríkj- anna, og koma þar saman ekki færri en átta járnbrautarlínur, og er þeirra þýðingarmest járn- ! bautin fá norðri til suðurs um Orel—Kúrsk—Karkoff og til Krím, sem kölluð hefur verið lífæð þýzku herjanna á austur- vígstöðvunum. í fyrravor beitti von Bock öllu sínu liði til að verja Kar- koff fyrir sókn Timosjenkos. Það tókst, og borgin varð aðal- bækistöð hinnar miklu sóknar fasistaherjanna síðastliðið sum- ar til Stalíngrad og Kákasus. Golikoff hershöfðingi, er stjórnaði hersveitunum sem tóku Karkoff, stjórnaði hinni glæsilegu sókn rauða hersins vestur af Vorones, sem ruddi brautina til Karkoff. Golikoff kom til London sumarið 1941 í rússneskri her- fræðinganefnd. Tangarsóknin mikla. „Ekki einu sinni fregnin um töku Karkoff getur skyggt á þá stórkostlegu hernaðar- aðgerð, sem verið er að fram- kvæma í Donetshéruðunum", 'sagði herfræðingur einn í brezka útvarpið í gærkvöld. Rauði herinn sækir fram frá Rostoff eftir strönd Asovs- hafs, í átt til Taganrog, og úr norðaustri og norðri reka rússneskir herir flótta fasista- herjanna úr Donetshéruffun- um, sem verður óskipulegri með hverjurn degi. Fréttaritarar enskra blaða lýsa horfunum á suðurvíg- stöðvunum. Með töku Rostoff hefur rauði herinn komizt inn í botninn á „pokanum" milli Donets og sjáv ar, þar sem þýzku herirnir eru að verða innilokaðir, símar fréttaritari enska blaðsins Times frá Moskva í gær. Fyrst Hitler gat ekki hindrað þetta síðasta áfall og borg eftir borg á Donetsvígstöðvunum fell ur Rússum í hendur, er hugsan- legt að hann ákveði undanhald til vesturs eins hratt og verða má, meðan þess sé kostur. En þýzku herjunum er ekki til setu boðið. Ef þeim hefði tek- izt að halda Rostoff, er hugsan- legt, að hægt hef ði verið að und- irbúa skipulegt undanhald, en frá Rostoff getur rauði herinn hafið skæðan eltingaleik. Staða þýzka hersins í Donets- héruðunum versnaði að miklum mun vegna hirinar hröðu sóknar sovéthersveita frá svæðinu Kramatorskaja — Krasni Ar- meisk, segir Rauða stjarnan, blað sovéthersins, í gær: Með þessum hernaðaraðgerð- um tókst að rjúfa járnbrautina Göbbels tekur undir við Alþýðublaðið! I Berlínarútvarpinu í gær var hvað eftir annað rætt um „uppljóstranir" Bandaríkja- blaða viðvíkjandi hinum „sví virðilegu áformum rúss- neskra bolsévika varðandi Eystrasaltslöndin, Pólland og Bessarabíu." Vitnaði þýzka útvarpið í ýmis helztu leppblöð nazista á Spáni, í Danmörku og Nor- egi um fordæmingu þeirra á kúgunaráformum Stalíns! Hvers á Alþýðublaðið að gjalda að fá ekki að vera með. úr Donetshéruðunum til Dnépr- opetrovsk. Allar tilraunir þýzka loftflot- ans að hindra sókn rauða hers- ins með því að varpa sprengjum á vegi og járnbrautir og ísilögð fljót, hafa mistekizt. Þjóðverjar hafa nú aðeins minniháttar járnbrautir til und- anhalds milli rússnesku herj- anna og Asovshafs, þó þarna sé enn um 100 km. breitt land- svæði, símai fréttaritari Times. Þýzki herinn hafði ekki skipu lagt birgðaflutning að vetrarlagi á annan hátt en með járnbraut- unum, og hafa því hvarvetna Framhald á 4. síðu. Beveridgeáætlunin rædd í brezkð þjnginu í gær hófust þriggja daga umræður í neðri málstofu brezka þingsins um Beveridge áætlunina, og lýsti John And- erson því yfir af hálfu stjórn- arinnar að hún væri í megin- átriöum samþykk því að áætl- unin yrði lögð til grundvallar þjóðfélagstryggingum að stríð inu loknu. Nokkrir þingmenn Verka- mannaflokksins, þar á meðal Emanúel Shinwell, báru fram tillögu þar sem deilt var á stjórnina fyrir loðna afstöðu. og þess krafizt að áætlunin yrði framkvæmd sem fyrst. mninoi mHHdp al ueifa 350 bús. ftp. (il taossii- Fellf með 31 aífev, gcgn 10 að afhenda féð nú þegar Alþingi hefur samþykkt að veita 350 þús. krónur til Nor- egssöfnunarinnar. Var samþykktin gerð með 38 atkvæðum gegn 3. Eins og kunnugt er kemur Noregssöfnunin Norðmönnum ekki að notum fyrr en að þessu stríði er lokið. Þess vegna báru sósíalistar fram þá breytingartillögu, að fé það er Alþingi veitti Norö- mönnum væri veitt þarrnig, að þeir gætu tekið það til notkunar nú þegar. Var sú breytingartillaga felld með 31 atkv. gegn 10. Piltarnir, sem útvðrp- uðu tilkynningu um brottflutning kvenna og barna, dæmdir Dómur hefur nú verið kveð- inn upp yfir viðtækjavirkjun- um, sem léku það hrekkja- bragð á s. 1. hausti, að út- varpa falskri tilkynningu um brottflutning kvenna og barna úr bænuum vegna yfirvofandi loftárásarhættu. ' Þegar þeir léku þenna leik, voru þeir að reyna nýjan magnara og settu hann í samband við hátalara í vinnu stofu á næstu hæð fyrir ofan, þar sem nokkrar stúlkur unnu. Útvörpuðu þeir tilkynningu á þessa leiS: „Vegna yfirvof- andi loftáx'ásarhættu er ákveð inn brottflutningur kvenna og barna úr bænum. Konur J og börn eiga aðl mæta innan 10 mínútna í næsta loftvarna- byrgi, vera hlýlega klædd og hafa mat til tveggja daga. Fólkið er árninnt um að | vera rólegt". Stúlkurnar urðu hræddar og hlupu burtu, svo þegar þeir afturkölluðu þessa til- kynningu, voru þær farnar. Fregnin um brottflutninginn tór síðan um allan bæinn. Fyrir þetta voru tveir þeirra dæmdir í 2 500,00 kr. Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.