Þjóðviljinn - 18.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 18. febrúar 1943. 39. tölublað. Faslsnlerlrilr a nlaihildl a allrl olglliaial trí Inl tll itsaoahals Sfórkostlegar skríddrekaorusfur vesfur af Karkoff A 1000 km. vígstöðvum, frá Orel til Asovshafs eru fasista- herirnir á undanhaldi. Rauði herinn heldur áfram öflugri sókn, og tók í gær bæ- inn Bogúdúoff, 50 km. norðvestur af Karkoff, Smieff, 65 km. suður af Karkoff og marga bæi á Donetsvígstöðvunum, þar á meðal Slavjansk, Rovenski og Sverdlovsk. Herinn sem sækir vestur eftir strönd Asovshafs, er um 30 km. frá Taganrog. Þýzka herstjórnin gerir allt sem í hennar valdi stendur til að tefja sókn rauða hersins. Öflugar þýzkar skriðdrekasveit- ir hafa verið sendar til vígstöðvanna á Karkoffsvæðinu, og stendur yfir stórkostleg skriðdrekaorusta vestur af Karkoff. mi Hvert höfuðvígi þýzku nazistanna á austurvígstöðvunum á fætur öðru fellur nú fyrir sókn rauða hersins. Myndin sýnir rauða hermenn í orustu á austurvígstöðvunum. Sovcfsöfnunín „lr UlllDII turst D| M 8ÍN hierllr ni ulr ern slálflr" íslendingar ætla ekki að gerast eftirbátar annarra þjóða í því, að vilja styrkja þær þjóðir, sem mestu hafa orðið að fórna í stríði því, sem nú er háð í heiminum fyrir frelsinu. í dag birtir Þjóðviljinn áskorun frá 70 formönnum ýmissa félagssamtaka, alþingismönnum og öðrum mikilsvirtum mönn- um er gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir íslenzku þjóðina, þar sem þeir skora á „alla íslendinga að sýna, hvern mann þeir hafi að geyma með því að láta fé af hendi rakna, hver eftir sinni getu, til kaupa á nokkru af hjúkrunarvörum handa þeirri þjóð, sem hefur tekið við einna þyngstum höggum í þessu stríði.“ íslenzka þjóðin mun ekki bregðast þessu kalli. Söfnunin gengur mjög vel, eftir því sem Þjóðviljanum hef- ur verið tjáð og mun verða frá henni skýrt mjög bráðlega. í öllum frjálsum löndum hef- ur töku Karkoff verið fagnað, og hún talinn einn glæsilegasti sigur, sem unnizt hefur í styrj- öldinni. Ræðumaður í Moskvaútvarp- inu sagði í gær, að taka Karkoff Húseigendum er heim- ilt að segja mönnum upp húsnæði öðru en íbúðum samkvæmt húsaleigufrumvarpi stjórnarinnar Samkvæmt húsaleigufmm- varpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi hefur nú tii meðferö- ar, má segja mönnum upp húsnæði, öðru en íbúðarhús- næði, ef leigusali hefur þörf fyrir það til eigin atvinnu- rekstrar. Hér er á feröinni rýmkun í húsaleigulögunum sem í gildi hafa verið, er getur haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir atvinnu þúsunda manna í bænum. Er vitaö mál að húseigendur hafa í mýmörg-um tilfellum reynt að koma mönnum út úr hús- næði öðrum en íbúöum, enda hefur skortur á slíku hús- næði sízt verið' minni en á íbúðum. En samkvæmt þessu nýja ákvæði má segja mönnum upp verzlunarplássi, vinnu- stofum, skrifstofum, geymsl- um o. s. frv. sem ekki mátti áður. Og þótt fólki yröi ekki beinlínis kastað út, þarf ekki að efast um að slík heimild Framhald á 4. síðu. væri aðeins áfangi á þeirri leið að frelsa alla Úkraínu undan oki fasistaherjanna. Brezkur þingmaður sagði í neðri málstofu brezka þingsins í gær, að sér fyndist viðeigandi að ríkisstjórnin sendi sovét- stjórninni heillaóskaskeyti í til- efni af töku Karkoff, og stakk um leið upp á því, að brezka stjórnin biði nokkrum af verj- endum Stalíngrad heim til Eng- lands. Eden, utanríkisráðherra Breta, tók þessum uppástungum vel, og þingheimur lét óspart í ljós að þær nytu almenns fylgis. Moskvaútvarpið skýrði í gær nákvæmar frá töku Karkoff en gert hafði verið í fyrstu tilkynn- ingunni. Þjóðvérjar bjuggust við aðal- árásinni úr suðaustri og höfðu þar fyrir til varnar sterkustu skriðdreka- og fótgönguliðssveit ir sínar. En sovéthersveitir ruddu sér braut nærri kringum borgina, gerðu geysiharða árás úr norðvestri og brutu sér braut inn í háskólahverfið, og þaðan inn í eina af aðalgötum borgar- innar. Samtímis hófu rússneskar her sveitir áhlaup á borgina úr öðr- um áttum, og hófust brátt hinir skæðustu götubardagar. Voru harðir návígisbardagar háðir um einstakar verksmiðjubygg- ingar og önnur stórhýsi borgar- innar. Meðan áhlaupið á borgina stóð yfir, héldu rússneskar steypiflugvélar uppi stöðugum loftárásum á undanhaldsleiðir Þjóðverja og var mikið af skrið drekum og fallbyssum eyðilagt á vegunum. f Hernaðarfyrirskipun fannst í skjölum þýzkra liðsforingja í Karkoff, svohljóðandi: Karkoff verður að verja, hvað sem það kostar. Bandarfkiaherinn lætur undan síga { HiO-Túnis Brezki herinn í Suður- Tiínis sækir (ram Harðir bardagar halda áfram í Mið-Túnis, þar sem fasistaher- irnir hafa byrjað sókn gegn stöðvum Bandaríkjahersins. Gagnáhlaup Bandaríkjamanna fjöruðu út, að því er segir í fregn frá London, við mikið manntjón og hergagnatjón. Fasistaherirnir unnu enn nokk- uð á, eftir að hafa tekið bæinn Gafsa í fyrradag. Áframhald er á sókn áttunda brezka hersins 1 Suður-Túnis og sótti hann fram um 30 km. í gær. EHHerí Sielop m SPIFZt tíl BÉIHðtS- iis Orouonir fri SiflauíH Á báfnum var fímm manna áhöfn Vélbáturinn Draupnir frá Súðavík, sem fór í róður að kvöldi 12. þ. m. hefur enn ekki komið fram þrátt fyrir mjög mikla leit. Á bátnum voru þessir menn: Guðmundur Hjálmars- son skipstjóri, Súðavík, 28 ára, kyæntur og átti 1 barn; Einar Kristjánsson vélstjóri, 36 ára, kvæntur og átti 3 börn; Jóhann Valdimarsson, 31 árs, ókvæntur og barnlaus, — allir framanskráðii• menn voru frá Súbavík, — Rögn- valdur Sveinbjarnarson, Upp- sölum, Súðavíkui'hreppi, 22 ára; Sigurbjörn Guðmunds- son, Hrafnabjörgum. Ögur- hreppi 31 árs, báðir ókvæntir, og barnlausir. Hollenzkir háskóla- stúdentir berjsst gegn kúgurunum Handfeknír hundrudum saman Hollenzkir stúdentar hafa verið handteknir hundruðum saman, og gefið að sök þátt- taka í banatilræði við hátt- settan nazistaembættismann. Hollenzki nazi’staleiðtoginn Mussert skýröi frá þessu í ræöu sem hann hélt í gær. Sagði hann að háskólarnir í Hollandi væru miðstöðvar mótþróans gegn nazistayfir- völdunum og hótaði stúdent- um hörðu ef því færi fram. Loftárásir á herstöðv- ar Þjóðverja á megin- landinu Brezkar og bandarískar flug- sveitir gerðu í fyrrinótt og gær víðtækar árásir á herstöðvar Þjóðverja á meginlandinu. Var aðalárásinni beint að flotahöfninni Lorient, en árásir einnig gerðar á staði í norðvest- urhluta Þýzkalands, Hollands og víðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.