Þjóðviljinn - 19.02.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.02.1943, Síða 1
Þýzfea hefsffórnin vídurkennir fall Karkoffs. — Rúss~ ar ssekja að Orel og Taganrog í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að rauði herinn hóf hina miklu gagnsókn á suðurvígstöðvunum, og eftir þriggja mánaða sókn er svo komið, að nú er barizt 560 km. vestur af Stalíngrad. Sovéthersveitirnar, sem tóku Karkoff, halda áfram hraðri sókn til vesturs og stefná til Poltava. Seint í gær var barizt í 80 km. fjarlægð frá þeirri borg, og reyna Þjóðverjar að tefja sókn rauða hersins eftir megni. Þýzka herstjórnin játaði í gær að Karkoff væri fallin. Rauði herinn nálgast nú óðum tvær mikilvægar borgir, Orel og Taganrog, tók í gær járnbrautarbæ 55 km. austur af Orel, og rauf járnbrautina til Taganrog 40 km. norður af þeirri borg. Rauði herinn hefur einnig sótt fram í Vestur-Kákasus og er nú 25 km. frá flotahöfninni Novo- 1i9 þingmenn greiða atkvæði gegn brezku stjórninni út af Bevcridgeáætluninni Umræðunni inn Beveridge- áætlimina lauk í brezka þing inu í gær. og var samþykkt tillaga stjórnarinnar, þar sem hún lýsir yfir fylgi sínu við meginatriði áætlunarinnar. . Breytingartillaga, er all- margir þingmenn Verka- mannaflokksins báru fram, og fól í sér áskorun til stjórn- arinnar um afdráttarlaust fylgi við áætlunina, var felld með 335 atkv. gegn 119. Herbert Morrison, innan- ríkisráöherra, varöi afstööu stjórnarinnar, og taldi þaö geta haft alvarlegar stjórn- málaafleiðingar ef breytingar- tillaga flokksbræöra hans yröi samþykkt. Samt greiddu 119 þingmienn tillögunni atkvæöi. og hafa aldrei fyrr svo marg- ir þingmenn greitt atkvæöi gegn stjórninni. rossisk, síðustu öflugu varnar- stöðinni, sem fasistaherirnir hafa í Kákasus. Þýzka herstjómin skýrir enn frá því, að Þjóðverjar heyi mikla varnarbardaga suður af Ladogavatni, en í sovétfregnum er ekki minnzt á hernaðarað- gerðir á þeim hluta vígstöðv- anna. Paul Winterton, fréttaritari brezka útvarpsins í moskva, seg ir að rauði herinn hafi tekið mjög mikið herfang í Karkoff og á svæðinu umhverfis hana, sé ekki enn hægt að gera sér grein fyrir hve mikið það sé. Sem dæmi nefnir Winterton, að Rússar hafi náð 14 eimreiðum og 150 járnbrautarlestum, og hafi hver vagn verið hlaðinn skotfærum og öðrum hergögn- um. Göbbels flutti útvarpsræðu í gær, og var aðalefni hennar bolsévíkahættan, sem hann taldi vofa yfir Evrópu. Taldi hann ó- vænlega horfa, ef sterkasta hernaðarveldi Evrópu, Þýzka- land, megnaði ekki að stemma stigu við sókn bolsévismans til vesturs, og bað menn í Bretlandi og Bandaríkjunum að hugsa sig vel um áður en þeir héldu á- fram að stuðla að slíkri þi’óun! Áttundi brezki herinn sæk- ir stöðugt fram í Suöur-Tún- is og er kominn um 100 km. inn í landiö. Voru Bretar í gær aöeins 18 km. frá hinni ! Þýzku og ítölsku herirnir í Túnis hafa unnið nokkuð á Brezki herinn kominn 100 km. inn í landið Fasistaherimir í Mið-Túnis hafa náð á vald sitt allveru- legu landsvæði í bardögunum undanfarna daga, og breikkað um helming landspilduna milli stöðva Bandamanna og sjávar, að því er segir í útvarpsfregn frá London. Bandaríkjaherinn hefur hörfað til nýrra stöðva, eftir að hafa beðið mikið manntjón og hergagna. Er sérstaklega tekið fram að skriðdrekatjón Bandaríkjahersins hafi verið talsvert. öflugu Mareth-virkjalínu, og í fregnum í gærkvöld var' tal- ið aö árásir á hana væru um þaö bil að hefjast. Frá fundi tæjar.stíórrar Halfgrínij- feirfeju frestad Það var óvenjulega fjölmennt á áheyrendabekkjunum, þegar bæjarstjórnarfundur hófst í gær, það" var Hallgrímskirkja sem olli áhuga áheyrendanna. Eins og kunnugt er hafði bygg- inganefnd samþykkt uppdrátt Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara ríkisins að fyrirhug- aðri Hallgrímskirkju á Skóla- vöf'ðuhæð og var tillaga hennar lögð fyrir bæjarstjórnina til endanlegrar afgreiðslu. Það hef ur komið í ljós síðustu dagana, að málið er hið mesta hitamál og miklum áróðri er beitt með og móti kirkjuhugmynd þessari. Bæjarfulltrúar tóku þann kost- inn að taka sér frest í málinu, tillaga um það, frá Valtý Stef- ánssyni var samþykkt, og fá áróðursmenn hálfs mánaðar tíma til að eltast við bæjarfull- trúana, og reyna að hafa áhrif á skoðanir þeirra. Fimm manna nefnd til að gera tillögur um æðstu stjórn bæjarins Kosin var fimm manna nefnd samkvæmt tillögu Sósíalista- flokksins og Alþýðuflokksins, er samþykkt var á næst síðasta fundi, til að athuga og gera til- lögur um æðstu stjórn bæjarins, útsvarsálagningar o. fl. Sósíal- istaflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn höfðu sameiginlegan lista skipaðan þessum mönnum: Áka Jakobssyni, Stefáni Jóh. Stefánssyni og Sovétsofnunln RiDiar 8 bfis. tr. hali beiar uarid í gær höfðu verið afhentar í skrifstofu Sovétsöfnunarinn- ar 8066,16 kr. Voru það framlög, sem afhent voru beint til skrif- stofunnar, að undanteknu því, er safnazt hafði á 1 söfunarlista, en fjöldi manna hefur þegar fengið lista, svo raunverulega mim þegar hafa verið safnað hærri upphæð. Iðnaðarmaður nokkur afhenti 1000 kr. til sovétsöfnunarinn- ar og sami maður bað skrifstofuna að koma á framfæri 1000 kr. frá sér og 150 kr. frá þrem börnum sínum, til Norðmanna, með því skilyrði, að þessi upphæð rynni til þeirra nú þegar. Gjöf þessi hefur verið afhent Rithöfundafélaginu, er mun koma henni áleiðis og einnig veita móttöku öðrum slíkum gjöf- um. Þegar hafa verið sendir út 1600 söfnunarlistar til einstakl- inga og yfir 100 verkalýðsfélaga. Söfnunarstjórnin hefur snúið sér til fjölmargra félagssam- taka hér í bæ og boðið þeim að gerast aðilar að söfnuninni. Tvö hafa þegar svarað með því að tilnefna menn í söfnunarstjóm- ina, Stúdentafélag háskólans, sem hefur tilnefnt Eirík Finn- bogason og Félag róttækra stúdenta, sem hefur tilnefnt Agnar Þórðarson. Þórði Eyjólfssyni. Á lista Sjálfstæðismanna voru þessi þrjú nöfn : Bjarni Benediktsson, Guðmundur Ásbjörnsson og Þórður Eyjólfsson. Nefndin var því sjálfkjörin og skipa hana„ þeir fimm menn, er í kjöri voru. Á fundinum var kosinn einn maður til að framkvæma fast- eignamat. Kosningu hlaut Knut Zimsen. Þá var og Guðmundur Ásbjörnsson kosinn til að taka sæti í nefnd til að undirbúa landssamband sveitarfélaga. Knattspyrnuþíngið hefst í kvöld Hið árlega Knattpyrnuþing Knattspyrnufélagana í Rvík hefst í kvöld í Verzlunar- mannahúsinu. Munu ýms mál liggja fyrir þinginu. Myndin sýnir allt sem eftir var eftir af þýzkri flugvél á Afríku vígstöðvunum, eftir að Bandamenn höfðu gert snögga loftárás á flugvöll Þjóðverja. Kona Sjang Kajsjek varar Bandaríkjaþing við hættunni af her- veldi Japana Frú Sjang Kajsjek ávarpaði í gær sameinað þing Banda- ríkjanna. og lagði áherzlu á að ekki mætti vanmeta styrk Japana. Meðan Japanir halda lönd- um þeim sem þeir hafa her- numið, eykst þeim styrkur. og Bandamannaþjóðirnar verða að vera vakandi fyrir þeirri hættu sem enn stafar af japanska herveldinu. Meðan frúin var að halda ræðu sína, lýsti talsmaður japönsku herstjórnarinnar yf- ir því, að nú væri um það bil aö hefjast úrslitasókn á hend ur Kínverjum. Hafa Japanir undanfarna daga gert miklar árásir á stöðvar kínverska hersins víðsvegar um landið. 7100 hr. oeM sfolid í fyrrinótt voru framin tvö innbrot og stolið verðmæti, er nemur um 7000 krónum. Sýningargluggi í skartgripa- verzlun Guðmundar Andrésson ar, Lgv. 50 var brotin og þar Framhald á 4. síðu. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.