Þjóðviljinn - 19.02.1943, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1943, Síða 2
2 JÞJÓÐVILJIN.N Föstudagur 19. f-ebrúar 1943. Tiæp hoBur slliUst ð kiefliDm Rússneskfir skærulíðí, 24 ára gömul sfúlka, rítar ameríska1 Barnið ottar selur 1 fuU ir mínir, væri bikar hamingju minnar fleytifullur. Ég var svo rík af hamingju. Þá kom hjúkrunarkonan inn meö bréfið. Kæru vinir, lesið þetta bréf; lesið jþað aftur og aftur. kvenríthöfundínum Ruth Mc Kenney Bréf Alexöndru. Kæra Ruth Mc Kenney! Þetta bréf er frá rússneskum skæruliða, Alexöndru Ivanovu. Þú þekkir mig ekki. Eg er að- eins óbrotin sovétstúlka, eins og þúsundir annarra hér í Sovétríkj unum. En ég þekki þig, þó ég hafi aldrei séð þig. Mér finnst þú meira að segja kunningi minn, já, jafnvel vinur minn. Eg skal segja þér hvers vegna. Eg ligg nú á sjúkrahúsi. Eg varð fyrir sköti, þegar ég var að bera særðan liðsforingja. Mér líður nú betur. Eg get meira að segja gengið. í tímaritinu Inter- national Literature las ég sögu þína um, hvernig þú ásamt böm um þínum hefðir útbúið pakka handa rauða hernum. Mér þótti gaman að sögunni og ég ímynda mér, að það hafi verið gjöfin þín, sem ég bragðaði á einu sinni, í nánd við Leningrad. Við vorum á verði í skóginum. Allt í einu kom liðsforinginn okkar og var með pakka í höndunum. Hann brosti, sagði að þetta væri gjöf frá Ameríku og þeir hugrökk- ustu skyldu fá hana. Hann valdi úr tvo, sem höfðu skarað fram úr í nýafstöðnum bardög- um. Eg var eina stúlkan í her- flokknum, sv'o karlmennirnir gáfu mér alltaf með sér af því, sem þeir fengu. Þeir hlógu að mér, og sögðu að ég væri krakki, af því mér þótti gott sælgæti. Það var margt gott í pakkanum m. a. malað kaffi. Það var máske ekki pakkinn xxsanxnnttttsmtt Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. uuuuuuuuuunu Daglega nýsoðín sríð. Ný egg, soðín og hrá. Kaffísalan Hafnarstræti 16. Munið Kaffisðluna Hafnarsfrœfí 16 UUUUUU UttUUttXÍ Bréf Alexöndru Ivanovu, rússneska skæruliðans, og bréf Ruth Mc Kenney til ameríska tímaritsins New Masses birtast hér í íslenzkri þýðingu. Þau hjálpa bæði til þess að gefa nokkra hugmynd um þá baráttu, sem nú er háð. Þau birtust í New Masses 29. des. s. 1. þinn, en ég ætla nú samt að í- mynda mér að þaÖ hafi verið hann, því mér líkar svo vel, hvernig þú skrifar. Þú skilur þetta stríð og hvernig við verj- um Leningrad. Eg ætla að segja þér dálítið af sjálfri mér. Það eru líklega margir, sem hugsa og finna til eins og ég. Meðan finnska stríðið stóð út- skrifaðist ég úr hjúkrunar- kvennaskóla. Þegar Þjóðverj- arnir réðust á okkur, gerðist ég sjálfboðaliði í hernum. Síðan barðist ég í skæruhóp unz ég særðist. Eg fer þangað aftur, þeg ar mér er batnað. * Eg sá Þjóðverjana í fyrsta sinn 14. júlí 1941. Það var í Prokhnev-héraðinu. Eg hafði fal ið mig í runnunum. Það var nótt og fyrstu skriðdrekarnir komu eftir þjóðveginum, rétt þegar tunglið var að koma upp. Og í turnopi eins skriðdrekans sá ég Þjóðverja. Ó, hvað mig langaði til að kasta í hann handsprengju. En mér hafði verið bannað að gera það. Þarna var þessi Þjóð- verji að keyra skriðdrekann sinn yfir landið mitt og ég lá og horfði á hann og gerði ekk- ert. Þetta var einmitt á afmælis- daginn minn, ég varð þá 23 ára. Mig langaði til að eyðileggja þá alla. Hatrið til þeirra var svo mikið, að ég hélt að það gæti aldrei orðið meira. En mér skjátl aðist. Seinna kom refsisveit Þjóð- verja inn í þorpin á Leningrad- svæðinu. Þjóðverjarnir vildu fá að vita, hvert skæruliðarnir hefðu farið. Þeir yfirheyrðu Bar- kanoff, formanninn í ,Paporot- no‘-samyrkjubúinu. f>egar ékk ert fékkst upp úr honum, bundu Þjóðverjarnir hann á fótum og höndum milli tveggja skrið- dreka og tættu hann þannig í sundur. Þeir píndu líka ungan son Bar kanoffs. En hann sagði heldur ekki frá og þá drápu þeir þenn- an ellefu ára gamla dreng fyrir augum móður hans. Hún sleppti sér. Eftir þetta hataði ég Þjóðverj- ana svo, að ég hélt að það væri ómögulegt að hata meira. En mér skjátlaðist aftur. Þjóðverjarnir brenndu til ösku þorpið Hilikaya Diva. Þeir ráku bændurna inn í hlöðu og kveiktu í henni. Þeir skutu þá, sem reyndu að komast út úr eldinum, til bana með vélbyss- um. Þegar við komum að, var allt fólkið dáið. Þar lágu hlið við hlið börn og gamalmenni og konur með ungbörn í faðmi sér. Eg skrifa þér um allar þessar ógnir. Eg sá þær allar með eigin augum. Eg er ennþá mjög ung og lifi víst ekki lengi. Það fær enginn frið fyrr en fasisminn hefur verið afmáður. Mig langar svo til þess, að þeir, sem ekkert hafa séð til Þjóðverjanna, skilji það líka. Það eru margir, sem skilja það með heilanum, en þeir þurfa að skilja það með hjartanu líka. Þegar ég las sög- una þína, þá hugsaði ég með mér: „Hún skilur“. Mig langar til þes að biðja þig að skýra þetta fyrir öðru fólki í Ameríku, svo það þekki fasist- 'ana eins og við þekkjum þá. Það myndi gera. út. af við Hitler. Eg þrýsti hönd þína. Kysstu frá mér Tom, litla drenginn þinn og Paddy, sem þykir súkkulaði svo gott. En hvað ég skil hann vel. Og segðu þeim að sovétstúlka sendi þeim bróðurkveðju og þakki þeim fyrir ást þeirra á rauða hernum og gjafirnar. Þín Alexandra Ivanova Bréf Ruth Mc Kenney Ritstjórar New Masses og aðrir vinir mínir, sem hafið sent mér kveðjur. Kæru vinir! í morgun lá ég í rúmi mínu hér í sjúkra- húsinu og brosti af hamingju. Bamfóstran var að enda við aö flytja hina yndislegu dóttir okkar, Elieen, inii í barnadeildina. Elieen dóttir okkar, er mjög efnilegt barn og á þessu augnabliki sefur hún örugg og róleg í einu af þessum nútiina amerísku fúröuverkum, sjúkrahúsinu. sem veita það fullkomnasta öryggi, sem völ er á. Ekkert getur orðið henni að meini. Hún er umvafin ást og um- hyggju. Hjúkrunarkonur og læknar vaka yfir heilbrigöi hennar og velferð. Þið kunn- ið sönginn um að „englarnir vaka yfir þér alla nóttina“. Þannig er vakað yfir barninu okkar — englamir hafa breyzt í núíma vísindamenn með sótthreinsrmargxímur á hvítum sótthreinsuöum slopp um og hendurnar þvegnar úr sóttvarnarlyfjum — en engu að síöur eru þeir englar. Og eins og þetta. væiri ekki fullkomlega öruggt, hringdi Patrik litli og spurði um líð- an systur sinnar, og sagöi | mér um leið, að sér hefði ver- , ið falið það vandasama hlut- ! verk, að leika hreindýr á jólasamkomu bamanna. Hann á að skreyta sig með hornum úr pappír og klauf- um úr pappa, eins og sæm- ir forustuhreindýrinu í æv- intýraleik barnanna. Mér fannst — ég segi það í fullri alvöru á þessari jóla- hátíð, þegar herbergið mitt var fullt af blómum, gjöfum og minningum um ykkur vin- komnu öryggi, og drengurinn okkar æfir ævintýraeik jól- anna vegna þess, að þessi fjarlægi vinur okkar, Alex- andra Ivanova, hefur horfzt í augu við hina hræðilegustu hluti og ekki hlíft sér í bar- áttunni gegn þeim hörmung- um, sem ógna okkur öllum. Hvenær fær hún aðstöðu til þess að halda á bami — sínu eigin barni — í faðmin- um? Hvernig líður henni á þessum jólum, henni Alex- öndru Ivanovu, .,krakkanum“ sem skæruliðarnir kalla svo. Hún segir frá því 1 bréfi sínu eins og hversdagslegum hlut. aö hún fari til skæruliðanna gftur. Hún segir —• án þess að kvarta — að hún lifi víst ekki lengi. Hamingja mín er greidd með þjáningum hemiar og sárum. Börnin okkar njóta friðar og umhyggju vegna þess. aö hin dáörakka, rúss- neska þjóö hefur í þessi löngu ár fómað blóði sínu og lífi í baráttunni gegn plágu nazismans. Á hvem hátt get ég svarað bréfi Alexöndru Ivanovu? Með auðmjúku og þakklátu hjarta get ég sagt henni, hve mjög ég dái hana og þykir vænt um hana - en það kemur að litlu liði. Hið eina verðuga svar við bréfi Alexöndru IvanovU er það að vinna nýtt heit. Eg veit það, kæru amerísku vinir, að þið munuð fúsir að heita hinni hug- rökku, rússnesku stúlku því með mér, að við munum ekki bregðast . henni. Kæra Alex- andra Ivanova, vér Ameríku- menn munum aldrei hætta að berjast fyrir frelsi og friði! Vér viljum vinna þetta Framhald á 4. síðu. Hvergi í heiminum bjó æska nokkurrar þjóðar við eins mikla umhyggju og eins full- komin menningarskilyrði, eins og æska Sovétríkjanna fyrir stríðið. — Nú býr fólkið í hinum hernumda hluta Sovétríkjanna við þá mestu grimmd, sem þekkist. En þrátt fyrir stríðið gleymist ekki í Sovétríkjunum umhyggjan fyrir hinni uppvaxandi kynslóð, ný heimili hafa verið byggð fyrir börn flóttafólks úr vesturhéruðunum. Sovétþjóðimar leggja nú fram alla krafta sína í þessu stríði, til þess að tryggja æskulýðn- um öryggi, hamingju, frelsi og frið í framtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.