Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 2
MÓÐVILJ ÍNll Þriðjudagur 22. febrúar 1943 Hvað þýðlr stefna rik!sst|örnarlniiar fyr lr verkamenn on aðra launþega 7 Dagsbrúnarmadur mtssir um 1650 br« af ársfekjum sínum mtðad.vid dagvínnu. — Fasflaunamadur með 500 kr, grunnlaun á mánuðí um 1900 kr* Þjóðviljanum þykir rétt að birta frumvarp ríkisstjómar- innar um dýrtíðarráðstafanir, ásamt greinargcrð hennar í heild. Frumvarp þetta varðar svo mjög afkomu alls almennings, að sjálfsagt cr að hver maður kynni sér það sjálfur. Frumvarpið er þannig: „Frumvarp til laga um dýrtíð arráðstafanir.. I. kafli. Sameiginleg ákvæði um álagn ing skatta til ríkissjóðs árið 1943. 1. gr. Skattfrelsi það, sem félögum er veitt samkvæmt 1. málsl. 3. málsgr. 3. gr. laga nr. 20/1942 skal niður falla. Félög.samkv. 2. málslið 3. málsgr. sömu grein- ar þau, er sjávarútveg reka og aðiljar þcir, er í g-lið 14. gr. sömu laga greinir, skulu halda skttfrelsi samkvæmt síðast- nefndum ákvæðum, enda sé allt varasjóðstillag og frádráttur samkvæmt áðurnefndum á- kvæðum lagður í nýbygginga- sjóð, sbr. b til g-lið 14.. gr. laga nr. 20/1942. Félög þau, er lögum samkv. geta ekki úthlutað varasjóði sínum, sbr. 3. gr. laga nr. 46/1937, halda frádráttarheimild sinni sam- kvæmt 2. málslið 3. málsgr. laga nr 20/1942. Nefnd þeirri, er greinir í e- lið 14. gr. laga nr. 20/1942, er heimilt að veita frest allt að tveimur árum, til að inna af hendi fulla greiðslu til nýbygg- ingasjóðs, ef gjaldþegn færir sönnur á, að hann skorti til þess reiðufé eftir greiðslu opinberra gjalda, nema með lántöku, enda Vörubílastödín Þrðttnr Árshátíðin verður n. k. föstudag 26. þ. m. í Oddfell- owhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 7,30 e. h. Aðgöngumiðar að borðhaldinu óskast sóttir fyrir fimmtudagskvöld. Miðar að dansinum verða seldir á stöinni til kl. 4 á föstudag-inn. . SKEMTINEFNDIN. TILKYNNING tíl loffvarnasveíta- Fræðslufundur verur haldinn í Háskólanum 1. kcnnslustofu í dag 23. febrúar kl. 20,30. Erindi: Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri. Meðlimir hverfanna 1—15 alvarlega áminntir um að mæta LOFTVARNANEFND. Járnsmiðir og vélsQórar óskast. Upplýsingar hjá verkstjóra, simi 1369. Vélsmiðjan Héðinn h.f. sjái nefndin um að næg trygg- ing sé fyrir greiðslunni í sjóð- inn. 2. gr. Þeim tekjuauka, sem ríkissjóð ur fær vegna ákvæða þessara laga, með þeirri undantekningu er greinir í III. kafla, er ríkis- stjórninni heimilt að nota til lækkunar dýrtíðarinnar í land- inu og til að halda niðri verði á nauðsynjum. Ef afgangur verður, þá skal hann renna í framkvæmdasjóð ríkisins. 3. gr. Ákveða má með reglugerð, að hærri fyrningarfrádrátt en al- 1 mennt megi reikna hjá þcim J fyrirtækjum, sem mestmegnis starfa að útflutningsframleiðslu ^ eða vinnslu úr íslenzkum hrá- ' efnum, ef þau færa sönnur á, að [ skip, frystihús, verksmiðjur eða önnur framleiðslutæki þeirra hafi verið byggð eða smíðuð hér á landi .eða keypt frá útlöndum með verulega hærra verði en verið mundi hafa fyrir styrjöld- ina, enda hafi fullrar hagsýni verið gætt í slíkum framkvæmd um. II. kafli. Um viðreisnarskatt og skyldu sparnað. 4. gr. Auk skatta þeirra, sem 6. gr. laga nr. 6/1935, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1942, og í lögum nr. 21/ 1942 getur, skal árið 1943 leggja á tekjur ársins 1942 skatt, er nefnist viðreisnarskattur sam- kvæmt eftirfarandi reglum. Af skattskyldum tekjum lægri en 6000 kr. greiðist enginn viðreisnarskattur. Af 6000— 9000 kr. greiðist 130 kr. af 6000 Og 5% af afgangi — 9000— 11000 — — 280 — — 9000 — 6— — — — 11000— 13000 — — 400 — — 11000 — 7— — — — 13000— 15000 — — 540 — — 13000 — 8— — — — 15000— 17000 — — 700 — — 15000 — 9— — — — 17000— 25000 — — 880 — — 17000 — 10— — — — 25000— 3Ö000 — — 1680 — — 25000 — 15— — — — 30000—100000 — — 2430 — — 30000 — 20— — — — 100000—125000 — — 16430 — — 100000 — 15- — — — 125000-150000 — — 20180 — — 125000 — 10— — — — 150000—175000 — — 22680 — —. 150000 — 5— — — — 175000—200000 — — 23930 — — 175000 — 5— — — . —, 200000 og yfir 25180 — — 200000 — 0— — — 5. gr. Hluti af viðreisnarskatti skal vera geymdur hjá ríkissjóði og endurgreiðast þannig: Skattgjald, sem eigi nemur yfir 400 kr., endurgreiðist að fullu. Af hærra skattgjaldi endur- greiðist 25%, þó aldrei yfir 2000 kr. til hvers skattþegns. 6. gr. Ríkissjóður greiðir enga vexti af geymslufé samkvæmt 5. gr, en það er undanþegið eignar- skatti. Geymsluféð endurgreið- ist á næstu 2—5 árum eftir lok núverandi styrjaldar í Evrópu, eftir nánari ákvæðum, er setja skal í reglugerð. 7. gr. Um álagningu, gjalddaga, lög- taksrétt, viðurlög og innheimtu viðreisnarskatts fer annars að lögum um eignar- og tekjuskatt. III. kafli. Um eignaraukaskatt. 8. gr. Á árinu 1943 skal leggja sér- stakan skatt á eignaaukningu, sem orðið hefur á landi hér ár- in 1940 og 1941, og er umfram 50000,00 hjá hverjum skattþegni. Skattinn skal greiða svo sem hér segir: Af 50—100 þúsund krónum greiðist 5% og hækkar skattur- inn um 1% fyrir hvérjar 100 þús. kr. sem þar eru fra’m yfir, þang að til eignaaukningin hefur þáð tveim milljónum króna, en af því, sem þar er fram yfir greiðist 25%. 9. gr. Áður en skattur er á lagður, skal draga frá eignaaukning- unni skatta og útsvar lagt á ár- ið 1942, svo og það fé, sem lagt hefur verið í nýbyggingarsjóð og lögheimilaðan tapsfrádrátt útgerðarfélaga. En fjárhæð eign araukans áður en þessi frádrátt- ur er gerður, ákveður skattstig aðilja. Heimilt skal fjármálaráðherra að fengnu áliti ríkisskattanefnd- ar, að færa eignaaukaskatt nið- ur eða veita gjaldfrest á honum að einhverju leyti, allt að þrem ur árum, ef sérstaklega stendur á, svo sem ef eignaaukinn er bundinn í fyrirtækjum, gjald- þegn verður fyrir óhöppum, er hann fær eigi bætt o. s. frv. 10. gr. Tekjum þeim, er fást samkv. þessum kafla, skal varið til að reisa hús yfir ráðuneytin, hæsta rétt og helztu stofnanir ríkisins. 11. gr. Ákvæði 7. gr. laga þessara taka til eignaaukaskattsins, eft- ir því sem við á. IV. kafli. Um greiðslu verðlagsuppbót- ar á laun samkvæmt vísitölu. 12. gr. Frá byrjun næsta mánaðar eftir gildistöku laga þessara skal aðeins greidd dýrtíðarupp- bót, er nemur 80% af verðlags- uppbót samkvæmt framfærslu- vísitölu, á laun eða kaup fyrir hvaða starf sem vera skal eða annað, sem slík uppbót hefur verið greidd af, og eigi af hærri grunnlaunum en um opinbera starfsmenn segir. Brot á þessu ákvæði varða greiðanda sektum. V. kafli. Um verð landbúnaðarafurða. 13. gr. Meðan lög þessi eru í gildi má kjötverðlagsnefnd, mjólkur- verðlagsnefnd og vei’ðlags- nefnd Grænmetisverzlunar ríkisins ekki ákveða hæi’ra verð á landbúnaðarafurðum en lög þessi mæla. 14. gr. Jafnskjótt sem greiðsla verð- lagsuppbótar hefst samkvæmt IV. kafla þessara laga, skal verð allra landbúnaðarafurða, sem verðlagðar eru samkvæmt sér- stökum lögum, lækka um 10% — tíu af hundraði — frá því verði, sem á þeim var 31. des. 1942. Hafi einhverjir framleið- enda þessara afurða þegar feng ið greitt fullt verð fyrir kjöt, sem enn er óselt, skal sú lækk- un, sem í þeirra hlut hefði ann- ars komið, dregin frá útborgun til þeirra á verðlagsuppbót úr ríkissjóði fyrir ull og gærur af framleiðslu ársins 1942. Framhald á 4. síðu. Gólidiikalím sterkt og drjúgt GÓLF- DÚKA SEMENT (vatnshelt) Gólfpappi fyrirliggjandi. Veggföðurverzlun Victors Helgasonar Hverfisgötu 37. Sími 5949. Nokkrar stúlkur getur fengið vinnu í verksmiðju okkar. Upplýsingar hjá verkstjóran- um. HAMPIÐJAN. vamamx Kven- og karlmannarykfrakkar. Olíukápur á 6—7 ára drengi og telpur. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 103 5 ♦♦♦»♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»♦♦♦♦♦ I.O.G.T. Stúkan Sóley nr. 242. Fundur í kvöld kl. 8,30. I. Pétur Sigurðsson flytur er- indi. II. Upplestur o. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.