Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 4
þfÓÐVILJINN Orborglnnl Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Verkamannafél. Dagsbrún heldur trúnaðarráðsfund í kvöld kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. NÝ BÓK: „Frá diaumum til dáða‘‘ Eftir Gunnar Benediktsson Fæst hjá bóksölum og á afgreiöslu . Þjóóviljans Vörn Bandamanna í Túnis harðnandi Harðir bardagar halda á- fram í Miö-Túnis og hefur fasistaherjunum tekizt aö sækja talsvert fram um helg- ina, og bæta stööu sína aó mun. Vörn Bandamanna- herjanna er harönandi. og hefur veriö tilkynnt aö vara- liö hafi veriö sent til vig- stöðvanna. Áttundi breski herinn hefur enn sótt nokkuð fram í Suð- ur-Túnis. Rauði herinn. Framh. af 3. síðu. sókn frá Krímskaga og hélt norður í Donetshérað. Her þessi var ágætlega búinn. Rauði herinn sneri sér fyrst að Pólverjum, rak þá til baka úr Hvítarússlandi og Úkraínu og nálgaöist aðalborgir þeirra. Lemberg og Varsjá. En fyrir afglöp Trotskís í stjórn sókn- arinnar, var hún að engu gerð, óvininum gert kleift að hrekja rauöa herinn afturábak og þfúnæst saminn friður. Þá snéru bolsévikkar geiri sínum aö Vrangel. Þaö var mjög hörð viðúreign, en þó varö Vrangel að hröklast aft- ur til Krímskagans. Á bylting- arafmælinu 1920 tóku rauðliö- ar virkin á Perekopeiöinu með beinu áhlaupi og brutust suð- ur á skagann. Gag-nbyltingar- herinn var yfirbugaöur og leif- ar hans komust undan á skip- um Bandamanna. Um veturinn var lagt í her- för til Suöurkákasus og land- ið hreinsáó að innrásarmönn- 1 um, hægrikrötum og öðrum gagnbyltingiarlýð. Innrás Hvít-Finna í Kyrjála 1921 var fljótlega brotin á bak aftur. Og hertökulið Iron- sides haföi áöur orðið að hröklast frá Múrmansk og Arkangelsk viö lítinn oröstý. Þá var aðeins eftdr að hreinsa Austur-Síberíu að' inn- rásarlið Japana; fór sú hreins- NÝJA BÍÓ (Jtlagarnir frð Dahota (Badlands og Dakota). Skemmtileg og spennandi mynd. Aðalhlutverkin leika: Robert Stack, Ann Rutherford, Andy Devine. Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5—7 og 9. TJAKNAKBtÖ 4f Lifi ungfrú Bishop (Cheers for Miss Bishop). Martha Scott William Gargan. Amírískur sjónleikur. Kl. 5—7—9. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að GÍSLÍNA GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR sem andaðist 16. þ. m. vei’ður jarðsungin í Fossvogi miðvikudag 24. þ. m. frá Elliheimilinu „Grund“ kl. 1. e. h. Aðstandendur. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, BJARNA EINARSSONAR frá Þurá fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 25. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili okkar, Sólvallagötu 39 kl. 1,30 e. h. Steinunn Björnsdóttir Sigrún S. Bjarnadóttir Guðbjörn S. Bjarnason Ólafur Ilalldórsson Jenny Valdimarsdóttir Mlnningarathöfn á Alþíngí Framhald af 1. síðu. út af Stafnesi. Mikill leki komin að skipinu. Eina von- in aó hjálpin komi fljótt“. Þetta neyöaróp er hiö’ sið- asta, sem mannlegt eyra hef- ur heyrt frá þessum stóra hóp. Hamfarir náttúruaflanna hindrúöu alla hjálp. Enginn er til frásagnar um þaö, sem síðar geröist. En ó ræk merki hafa þegar sýnt. hver afdrifin uröu. Enginn lýsir þeirri baráttu, sem þar var háö unz yfir lauk. Fárviöri, náttmyrkur, stór- hríö, .hafsjóar og blindsker Milli lífs og daúöa skilur byrö- ingurinn einn, og hann lekur oröinn. Karlmennska og snilli sjómannanna varð að lúta i | lægra haldi. Við ofurefli var að etja. Sjóslys eru tíð meö oss ís- lendingum. Vér nefnum sjó- mennina oft hermenn . þjóö- arinnar. Þeir e.iga í stríði viö öfl lofts og lagar. Og meðan stríð er háð, falla jafnan her- menn, fleiri eöa færri. Missir sjómannanna er þjóð- inni þungbær og ástvinum þein-a óbætanlegur. Og enrf þá átakanlegra og óvenju- legra verður þetta voðaslys við það, að samtímis biðu un fram árið 1922. Vár þá loks svo komið, að Sovétlýð- veldin höfðu rekið alla óvini af höndum sér í bili. Fyrstu krossferö auðvalds- ins gegn þjóðfélagi bræöra- lagsins var lokið1 með full- komnum ósigri. bana þrefalt fleiri menn og konur, sem aðeins hugðu til stuttrar feröar. Hún varö hin síðasta. Vér íslendingar erum fá- menn þjóð. Missir 36 manna er oss stórfellt áfall, þjóðar- harmur. En þó' er sorgin sárust, missirinn átakanlegastur fyr- ir vandamenn og ástvini. Hiniun látnU þökkum vér líf þeirra og störf. Þeim sem eftir lifa vottum vér innilega samúð og hlýj- ustu hluttekningu. Ég bið hv. laiþingismenn að taka undir þessi orð mJn með því að rísa úr sætum. Frutnvarp ríkís~ stjórnarínnar Framhald af 2. síðu. 15. gr. Skipa skal 5 manna nefnd, er nefnist kauplagsnefnd landbún- aðarafurða. Fjórir nefndarmenn skulu kosnir af Alþingi, en fimmta manninn skipar ríkis- stjórn og sé hann formaður nefndarinnar. Nefndin skal semja verðlagsskrá yfir frani- færslu- og framleiðslukostnað landbúnaðarins og skal hún gera á þeim grundvelli vísitölu éða vísitölur, sem fara skal eftir við ákvörðun verðs ‘landbúnað- arvara. Þó er ríkisstjórninni heimilt að ákveða lægra verð á einstökum vörutegundum gegn framlagi úr ríkissjóði. Hafi nefndin eigi lokið þessu fyrir 1. maí 1943, skal þá og þar til vísitölugrundvöllur hefur verið lagður, sú regla gilda, áð mjólk og mjólkurvörur lækki um 1% fyrir hvert stig fram- leiðsluvísitölu undir 230 niður í 200 stig, en 1% fyrir hver 2 stig þar undir. ( Sama regla gildir um verð- lækkun á kjöti og kartöflum og grænmeti eftir 1. sept. 1943 hafi þá eigi verið af nefndinni- , ákveðinn grundvöllur fyrir vísi j tölu landbúnaðarvara. 16. gr. Um leið og sú verðlækkun kemur til framkvæmda, sem 1 getur í 14. gr, skal ríkisstjórnin ! gera ráðstafanir til, með fram- lagi úr ríkissjóði, að verð á dilka kjöti færist niður í kr. 4,50 hvert kíló í smásölu og aðrar tegund- ir kindakjöts eftir því. Enn fremur, að nýmjólkurverð sé fært niður í kr. 1,30 hver líter og aðrar mjólkurafurðir eftir því. Framlagið úr ríkissjóði til lækkunar á verði kindakjöts miðast við þær birgðir, sem eru í landinu við gildistöku laga þessara. — Framlagið til lækk- unar mjólkurverðs falli niður 1. maí 1943. Meðan sú skerðing á verðlags uppbót er í gildi, sem getur í 12. 1 gr., skal þess gætt, að hliðstæð I skerðing vinnulauna við land- búnað komi fram í verði land- búnaðarafurða þegar það verður ákveðið samkvæmt vísitölu. , VI. kafli. Niðurlagsákvæði. 17. gr. Mál út af brotum á lögum þessum fara að hætti opinberra mála. 18. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrum- varp þetta: Ríkisstjórnin hefur lýst yfir því, að hún telji það höfuðverk- efni sitt, að vinna bug á dýrtíð- inni og stuðla að því að atvinnu vegunum verði komið á svo heil- brigðan grundvöll, að fram- leiðsla útflutningsvara lands- manna geti haldið áfram sam- kvæmt því_, sem gildandi samn- ingar um sölu afurðanna gera ráð fyrir. Verðbólgan innan- lands ógnar nú öllu atvinnulífi þjóðarinnar og er því ljóst, að vá er fyrir dyrum, ef ekki verða nú þegar gerðar þær ráðstafanir sem bægt geta hættunni frá og undirbúið varanlega lausn þessa vandamáls. Með frumvarpi þessu hefur ríkisstjórnin dregið saman tillög ur um ráðstafanir, sem hún tel- ur nauðsynlegar til að þrýsta niður verðbólgunni og tryggja rekstur atvinnuveganna fyrst um sinn. Henni er ljóst, að ekki verður tryggð framtíðarlausn þessara vandamála fyrr en jafn- vægi næst milli vinnulauna og verðlags innlendra afurða. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir því, að sú skipun komist á, að verð landbúnaðarafurða verði framvegis ákveðið samkvæmt sérstakri vísitölu. Þangað til svo getur orðið, er ákveðið, að landbúnaðurinn lækki verð á afúrðum sínum um 10 af hundr aði. Jafnframt er lækkuð verð- lagsuppbót á laun eða kaup fyr- ir hvaða störf sem vera skal, niður í 80% í stað 100% fram- færsluvísitölu eins og nú er. Á þann hátt lækka þeir, sem laun taka, kröfur sínar í svipuðum mæli og landbúnaðurinn. Hins- vegar verður óvenjulegur eign- arskattur krafinn af þeim, sem aukið hafa eignir sínar árin 1940 og 1941, og sérstakur skattur lagður á tekjur ársins 1942 og tekur sá skattur sérstaklega til hárra miðlungstekna. Af lægri tekjunum endurgreiðist skatt- þegnum fjórðungur skattsins að ófriðnum loknum. Á þennan hátt er sett á alla þegna þjóðfélagsins sú byrði, er landsmenn verða á sig að taka til þess að komast út úr því öng- þveiti, sem verðbólgan hefur skapað. Sú fórn, sem hér er kraf izt af öllum stéttum þjóðfélags- ins, er ekki stór í samanburði við þær þrengingar, sem þjóðin yrði að þola, ef verðbólgan héldi áfram að vaxa þar til allir at- vinnuvegir landsmanna stöðvuð ust og framleiðslan félli í rúst, og innstæður einstaklinga og op- inberir sjóðir yrðu að engu. Með þeim aðgerðum, sem frv. gerir ráð fyrir, mundi verðbólg- an minnka að mun þegar í stað. Væri þá um leið snúið við og inn á rétta braut“. Stuttur eftirmáli. Þjóðviljinn lætur á þessu stigi málsins nægja að segja frumvarp þetta er bein árás lífs afkomu allra launþega 1 land- inu. Með samningi þess hefur ríkisstjórnin lagst í slóð þeirra manna, sem settu gengislögin með tilheyrandi þrælalögum 1939 og þeirra er settu gerðar- dómslögin, eða þrælalögin síð- ari 1942. Báðum þessum árásum hrundu launastéttirnar undir forustu verkalýðsihs, og vænt- anlega fer einnig svo með þessa þriðju herferð. Yrði frumvarp þetta að lögum í dag, mundi dýrtíðaruppbót á allar launagreiðslur verða 129,6 af hundraði í stað 162 eins og nú er. Tímakaup Dagsbrúnarverka- 1 manna, í dagvinnu, mundi þá 1 lækka úr 5,52 niður í 4,82 kr. 1 eða um 70 aura, en dagkaupið, 1 miðað við 8 tíma vinnu, um 5,60 1 kr. Með 300 vinnudögum á ári 1 nemur þessin launalækkun alls 1680 kr. Auðvitað lækka tekjur 1 af eftirvinnu og næturvinnu að sama skapi þó tekið sé fullt til- lit til þeirra verðlækkunar, sem gert er ráð fyrir á landbúnaðar afurðum verður mjög tilfinnan- lega skerðing á lífskjörum allra launþega. Ætlast er til að mjólkin lækki niður í 1,30 kr. 1. eða um 45 aura. Meðalheimili munu kaupa 3 1. af mjólk á dag, nemur sparnað- urinn á þeim lið þá 1,35 kr., kjöt ið á að lækka niður í 4,50 kg. og er hátt áætlað að meðalheimili spari við það 1,50 kr. á dag, en þessar lækkanir á mjólk og kjöti borga svo launþegarnir að lang- mestu leyti sjálfir, því þær eru að verulegu leyti fengnar með framlagi úr ríkissjóði. í sambandi við skattamálin má geta þess að skattfrelsi vara- sjóðstillags er afnumið nema hjá útgerðarfélögum og skattar þyngdir einkum á miðlungstekj- um. Margt er óljóst og tvírætt í frumvarpi þessu, en væntanlega upplýsir stjórnin undir umræð- um hvað fyrir henni vakir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.